Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. marz 1978 13 O en greiða ber samkvæmt kaup- gjaldsútreikningum byggðum á gildandi kjarasamningum, lög- um nr. 3 1978 um ráðstafanir i efnahagsmálum og tilkynningu Kauplagsnefndar um verðbætur frá 1. marz til launþega innan Alþýðusambands Islands” segir i fréttatilkynningu Vinnuveit- endasambandsins, sem blaðinu barst i gær. Þá segir ennfremur, i frétta- tilkynningunni, að Utgáfa slikra taxta, sé ,,að sjálfsögðu ólög- mæt, þar sem kjarasamningum hefur ýmist ekki verið sagt upp, eða uppsagnarfrestur þeirra er ekki liðinn. Vinnuveitendasam- band Islands beinir þvi til fé- lagsmanna sinna og annarra vinnuveitenda að véra á varð- bergi gagnvart kauptaxtaUt- gáfu af þessu tagi og áminnir þá um að greiða kaup samkvæmt réttum kauptöxtum.” Það var fjallað um þessa kauptaxta sem verkalýðsfélög hafa gefið Ut á fundi fram- kvæmdastjórnar Vinnuveit- endasambandsins i dag, og þvi var náttUrulega iýst yfir, að okkar kaupskrá verður notuð en ekki taxtar þessara verkalýðs- félaga, sagði Ólafur. Ólafur sagði einnig um þá staðhæfingu i fréttatilkynningu ASl, þar sem segir að hvergi sjáist örla á þeim láglaunabótum sem 2. grein laga um ráðstafanir i efnahagsmálum, er ætlað að tryggja láglaunafólki, —að ver- ið væri að semja reglugerð um framkvæmd þessa verðbótavið- auka, sem greiðist eftir á skv. nánarireglum þeim launþegum er ekki ná tilteknum heildar- launum. 1 forsætisráðuneytinu fengum við þær upplýsingar, að sU reglugerð yrði að öllum lík- indum gefin Ut i dag. Anna ekki eftirspurn eftir fiskflökum Heildarvelta sölufyrirtækisins Iceland Products i Bandarikjun- um árið 1977, varð 61,7 milljónir Bandarikjadala en var 48,5 millj. árið áður. Hefur veltan þvi aukist um 27,2%. Selt magn var hins vegar nær það sama bæði árin, eða 57,6 millj. lbs. 1977 og 57,8 millj.lbs 1976. S.l. ár gat Sjávar- afurðadeildin ekki annað eftir- spurn fyrirtækisins eftir þorsk- flökum og hið sama gilti raunar einnig um karfa-, ýsu- og stein- bitsflök. Heilsugæzlustöð á Vopnafirði Heildartilboð óskast i innanhússfrágang heilsugæslustöðvar á Vopnafirði. Innifalið i verkinu er t.d. múrhúðun, hita- og vatns- lagnir, raflagnir, málun, dúkalögn og inn- réttingasmiði. Verkinu skal vera lokið 15. júli 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 29. mars, 1978, kl. 11.30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 %,s\^ O Loðna ann i gær, að spurður um horf- ur á loðnufrystingu á yfir- standandi loðnuvertið. Annað sem veldur þvi að ekki er hlaupið að þvi að frysta loðnuna er að hUn er fjarri afkastamestu frystihUs- unum i Vestmannaeyjum og á Reykjanessvæðinu, þannig að eigi að rætast Ur loðnu- frystingu á þessari vertið verður að koma til önnur ganga og þá vestar og kæmu frystihUsin i Eyjum og á Reykjanesi þá að góðu haldi sagði Jakob einnig. Aö lokum sagði Jakob að engu væri hægt að spá um hvort um fleiri göngur yrði að ræða að þessu sinni. en und- anfarin ár hefðu þær vanalega orðið tvær til þrjár. Rann- sóknaskipið Arni Friðriksson væri nU að leita loðnu milli Grænlands og Islands en loðna hefði áður gengið þaðan upp að vesturströndinni. A siðasta ári voru 4.266 tonn fryst af loðnu að verðmæti 609,7 milljónir króna. Sam- kvæmt þeim upplýingum sem blaðið aflaði sér i gær hjá SÍS og SH er aðeins bUið að frysta óveru. A vegum SÍS var i gær bUið að frysta 27 tonn og SH hafði ekki handbærar nákvæmar tölur þar um, en gizkað var á að bUið væri að frysta 20-30 tonn. FERMINGARCJAFIR BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Puöbranöóótofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opið3-5e.h. Ólíklegt Hef ákveðið að sækja aft- ur um starf dómorganista — segir Ragnar Björnsson Vegna stöðugra fyrirspurna dagblaða og einstaklinga um ástæðu fyrir þvi, að mér var sagt upp störfum sem dómorg- anisti, þykir mér hvorki fært eða rétt að biða lengur með að gefa þær upplýsingar sem ég veit þar aö lUtandi. Þegar ég kom heim Ur tón- leikaferð um Sovétríkin I byrjun febrUar, var ég beöinn að koma til fundar i Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. febr., en þar voru þá mættir tveir sóknar- nefndarmenn, þeir Erling Aspe- lund og Benedikt Blöndal. Tjáðu þeir, að mér væri hér með sagt upp störfum við kirkjuna frá og með þeirri stundu, þó á fullum ílaunum i þrjá mánuði. Ég spurði um ástæðu fyrir upp- sögninni og fékk þau svör aö ástæður væru þær, að það vant- aði söngfólk i Dómkórinn og að ágreiningur væri um lagaval við sálma. Að þessum atriðum kem ég siðar. Formlegt upp- sagnarbréf fékk ég svo dags. 8. febrUar, þar sem engar ástæður fyrir uppsögninni voru tilnefnd- ar. Ég skrifaði sóknarnefndinni bréf þann 12. febr. og bað um skriflegar ástæður fyrir upp- sögninni og lýsti mig jafnframt fUsan til viðræðna um „hugsan- legar astæður með áframhald- andi samstarf i huga.” Svarbréf barst mér dags. 22. febr. þar segir: „ástæður fyrir uppsögn- inni þarf ekki að skýra”. Ástæð- an, sU að söngfólk vanti í Dóm- kórinn, er tæplega næg til upp- sagnar, þar að auki vita allir organistar i Reykjavik að erfitt er að fá söngfólk til starfa i kirkjukórum vegna bindingar á sunnudögum. Hin ástæðan, að ágreiningur værium lagaval við sálma, er mér ókunn, auk þess að venjan er sU að prestur ráði sálmum, en organistinn þvi hvaða lög skuli notuð við þá. I samningum stendur: „organist- inn ákveður sálmalög —. Organista ber að taka tillit til sérstakra óska prestsins um lagaval við sálma”. I þessu sambandi held ég að ómögulegt sé að finna brottrekstrarsök. Arið 1969 var ég fastráðinn organisti við Dómkirkjuna, en hafði áður verið aðstoðarorgan- isti dr. Páls ísólfssonar frá þvi ég kom heim frá námi 1955 og raunar lengur, því ég aðstoðaði Pál oft meöan ég var nemandi hans i Tónlistarskólanum I Reykjavik. Hver er þá ástæöan fyrir uppsögninni? Og hvers vegna er mér sagt að hætta á stundinni, skila lyklum og gögn- Ragnar Björnsson við orgel Dómkirkjunnar um eins og um afbrot væri að ræða? Og hvers vegna fæ ég ekki að vinna Ut hinn venjulega uppsagnartima? Svör við þess- um spurningum kann ég ekki, og öðrum væri einnig skyldara að svara þeim, ef svör eru til. Organistar eru ráðnir af sóknarnefndum, þeir sitja ekki sóknarnefndarfundi og hafa litil skipti við sóknarnefndir. Sam- starfið er fyrst og fremst við kórinn og presta kirkjunnar. Lengst af hef ég starfað með tveim fyrrverandi dómpróföst- um, þeim sr. Jóni Auðuns og sr. Óskari J. Þorlákssyni (sem ég starfaði einnig með i eitt ár á Siglufirði). Ekki legg ég þessum tveim prestum orð i munn, en beygi mig óhræddur fyrir þeirra mati á samstarfi okkar. Sama er að segja um samstarf okkar sr. Hjalta Guðmundssonar, sem er reyndar tiltölulega nýkominn prestur að Dómkirkjunni, en við höfum þar að auki unnið mörg ár saman i hópi Fóst- bræðra. Sr. Þórir Stephensen er einnig tiltölulega nýorðinn prestur við kirkjuna. Hans eigin orð, við ýmsa þá aðila sem mik- ið hafa reynt til þess aö fá þess- um aðgerðum sóknarnefndar breytt, eru, að hann geti ekki unniö meö mér, og við slikum yfirlýsingum á sóknarnefnd vitanlega erfitt meö að bregðast nema á einn veg. Þetta þótti mér mjög leitt að frétta, þvi ég treysti mér vel til þess að vinna með sr. Þóri, jafnvel ekki siður eftir það sem gerst hefur. Að hætti mins fyrirrennara við kirkjuna hef ég lagt á það áherslu að geta komið fram sem konsertorganleikari bæði hér- lendis og erlendis og tekist þannig að kynna þó nokkuð af islenskum verkum á þeim vett- vangi, sem að ég veit að hefur orðið bæði islenskum tónskáld- um til gildis og verið um leið kynning á islenskri tónmenn- ingu. Boð berast mér stöðugt um tónleikaferöir, og þegar svo er finnst mér skylda dómorgan- istans að reyna að standa undir þeim kröfum sem slikar ferðir Utheimta, og ég man ekki betur en að allar sóknarnefndir Dóm- kirkjusafnaðarins hafi sýnt full- an skilning á þvi. Dómkirkjan er ekki aðeins safnaðarkirkja, hUn er einnig höfuðkirkja lands- manna allr&, og hvað þar gerist er þvi engum óviðkomandi. Leitt þykir mér að þurfa að telja upp framanskráð, en sé mér ekki annað fært vegna sögusagna ýmissa, og kem heldur ekki auga á réttlæti i þvi að þurfa að taka á mig ómak- lega byrðar annarra. Ég þakka þeim mörgu aðilum innan kirkjunnar sem reyndu allt sem þeir gátu til þess að fá aðra afstöðu upptekna i um- ræddu máli, en þvi miöur ennþá án sýnilegs árangurs. Ég hef tekið þá ákvörðun að sækja aftur um starf organista við Dómkirkjuna, vegna þess að ég tel, að sem tónlistarmaður á þeim stað geti ég orðið kirkjunni og islenskri tónlist að mestu gagni innan lands og utan. Kirkjan er stofnun sem hlýtur að aga sina, en ekki forherða, og er sáttfýsi þvi ekki minnkun . Ragnar Björnsson Laxveiðin síðasta ár: Laxá í Aðaldal bezta veiðiáin Sumarið 1977 veiddust hér-^á landi alls 64.575 laxar að heildar- þunga 230 tonn samkvæmt upp- lýsingum Veiðimálastofnun- arinnar. Hlutfall i stangaveiði i allri laxveiöinni var 66% og er það heldur lægra hlutfall en verið hefur undanfarin ár þegar hlutur Laxeldisstöðvar rikisins i Kolla- firði og Lárósstöðvarinnar hefur verið dreginn frá heildar- veiðinni,. Veiðin varö 8% betri en sumarið 1976. Fjórðabezta laxveiðiárið Laxveiðin var um 10 þUsund löxum yfir meðaltali 10 siðustu ára og varð þetta fjórða bezta laxveiðiárið hér á landi en laxa- fjöldinn er svipaður og árin 1973 og 1972 sem voru annað og þriðja bezta árið. Hins vegar veiddust 74 þUsundlaxar metveiðiárið 1975 og verður trúlega einhver bið á að það met verði slegið á næst- unni, þó aldrei sé að vita nema það gerist a næstu árum ef marka má þann ótrúlega stiganda sem verið hefur i laxveiði hér á landi siðustu áratugi. Þannig jókst meðalveiðin um helming á fimm ára timabili frá 1970 til 1975 frá þvi sem verið hafði fimm árin þar á undan. Veiðin breytileg Netaveiði var yfirleitt góð og mjög góð á vatnasvæði ölfus- ár-Hvitár, en þar fengust að þessu sinni rúmlega 11 þúsund laxar. Þá var skfnandi góð veiði i Þjórsá og varð þetta langbezta veiðin þar. 1 Hvitá i Borgarfirði fengust rúmlega 6 þúsund laxar i net og i heild varð veiðin á vatna- svæði Hvitár alls 12.558 laxar og bvi rúmlega 6 þúsund á stöngina. Hér sést Einar Einarsson i Laugardælum. með einn 28 punda semveiddist í net i ölfusá á siðasta sumri. Varð veiði svipuð i heild á ölf usár-Hvitár svæðinu og á Hvi'társvæðinu i Borgarfirði, en fyrrgreinda svæöiö hafði vinning- inn með tæplega 13 þúsund laxa. Stangaveiði var i heild góð en nokkuð misskipt eftir landshlut- um. Þannig var að jafnaði met- veiði i laxveiðiánum á vestan- verðu Norðurlandi og i ám i Þing- eyjarsýslum, i Vopnafirði og i Breiðdalsá i S.-MUlasýslu. Sömu sögu er ekki að segja af veiði á Suöurlandi, Vesturlandi og Vest- fjörðum þó að undantekning sé frá þvi. Þannig varð metveiði i Þverá i Borgarfirði og þar veidd- ist stærsti laxinn á stöng svo vitað sé var það 28 punda lax. Þá er einnig vitað um tvo 28 punda laxa sem veiddust i net i ölfusá frá Laugardælum. Beztastangaveiðiáinvar Laxá i Aðaldal með 2699 laxa að meðal- þyngd 9,3 pund. í öðru sæti varð Miðfjarðará i HUnavatnssýslu með 2581 lax að meðalþyngd 7,7 pund. Þriðja bezta stangaveiðiár- ið var Þverá i Borgarfirði með 2368 laxa að meðalþyngd 7,9 pund, þá Laxá i Kjós i fjórða sæti og þar veiddust 1940 laxar að meðalþyngd 7,0 pund. (Frá Veiðimálastofnun)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.