Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. marz 1978
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsiniar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. . ...
Blaðaprenth.f.
Kreddur og hóf
Til er fólk, sem ekki má til þess hugsa, að læknar
liðsinni þvi. Það neitar að láta bólusetja sig gegn
farsóttum, og þótt það sé haldið sóttnæmum sjúk-
dómi, þá skal enginn hafa af þvi afskipti. Þetta fólk
hefur tileinkað sér þess konar trú, að allt skuli vera
i hendi guðs þess, og það er himinhrópandi synd, ef
menn hlutast til um, hverju fram vindur um
heilsu þess. Það væri að vantreysta guðdóminum og
taka fram fyrir hendurnar á honum.
Þetta fólk er frómt og einfalt i sinni trú. Það telur
öllu bezt borgið með sinni aðferð. Samt á viðhorf
þess fáa formælendur. Flestum virðist einboðið að
stemma stigu við sjúkdómum og lækna þá, sem
unnt er að lækna.
Aftur á móti á hliðstæða þessarar kenningar mik-
inn bakhjarl i hinum tæknivædda viðskiptaheimi.
Þvi er haldið fram af miklum móði, að sé allt látið
skeika að sköpuðu i fjármálalifi þjóða, og engar
hömlur lagðar á ferðalag peninganna um æðar við-
skiptaþjóðfélagsins, þá muni þeir, samkvæmt
dularfullum lögmálum, leita þangað, er þeir eru
bezt komnir, og upp renna mikil sælutið. Á fáguðu
áróðursmáli heitir þetta „haftalaust hagkerfi”, og
hefur að sögn sams konar náttúru og Draupnir i
goðafræðinni, er af draup nýr hringur niundu
hverja nótt.
Þetta er trúin á stjórnleysið i þjóðfélagsmálum.
Likt og fólkið, sem vitnað var til hér að ofan, stend-
ur fast á þvi að hafna ónæmisaðgerðum og
læknisráðum, jafnvel i lifsháska, vilja þessir stjórn-
leysingjar i fjarmálaheiminum ekki neina stjórn-
skipulega ihlutun, og sú alvaldsforsjón, er þeir vilja
fela allt sitt ráð, sem og annarra manna, er hið
hulda eðli peninganna, sem raunar nefnist fjár-
magn i þeirra munni, til þess að finna beztu leiðina
til sins heima.
Það er mikið af þrætubókum i veröldinni, og
kreddukenningar hafa riðið húsum á öllum öldum.
Þetta er ein af kreddukenningum nútímans, og á
heima i nautafjósinu á næsta bás við kenningarnar
um alræði öreiganna. Hvorug á sér neina fótfestu i
veruleikanum. Hvorug fær staðist, þegar á hólminn
er komið. Happasæld hins blinda stjórnleysis er
ekki til nema i hugarheimi manna, sem orðið hafa
fangar kreddufræðanna. Stjórn og forsjá manna er
vissulega áfátt. En samt sem áður er ekki á annað
að treysta i veraldarvafstrinu en það, sem menn
hafa tileinkað sér með reynslu og leit að þekkingu.
Sizt af öllu væri almannahag betur borgið en áður,
ef felld væri niður viðleitni til þess að beina þeim
peningum, er við höfum ráð á, að verkefnum, sem
þjóðin á afkomu sina undir,að ekki séu vanrækt, og
er þar fyrst og fremst að nefna undirstöðuatvinnu-
vegi okkar — þá, sem við fáum allt frá, er við höfum
með að fara.
Um Hrafna-Flóka er sagt i fornum bókum, að fén-
aður hans féll, af þvi að hann gáði ekki að afla heyja
vegna veiðiskaparins. Af þeirri sögu er þann lær-
dóm að draga, að þjóðin verður ævinlega að gá að
afla þess, sem henni er brýnast, og til þess meðal
annars höfum við stjórnsýslu okkar á meðal. Eðli-
lega getur menn greint á um það, hvað skuli til
hvers ganga eða i hvers hlut koma. Það geta menn
deilt um að ósekju, svo fremi sem sviptingum um
krónur og aura- er ekki stefnt út i þá ófæru, að til
stjórnleysisástands horfi. Þeir, sem ekki vilja láta
kylfu ráða kasti um, hvernig peningum er varið,
mega til dæmis ekki gleyma sér i svo harðvitugri
launabaráttu, að ekki komist annað að. Það væri
sama og gá ekki að afla heyjanna vegna veiði-
skaparins. —JH.
Politiken um víkinga og fornkonunga:
Víkingaborgirnar eru
enn mikil gáta
Vitneskja um sögu Dana á tímum Gorms
gamla harla gloppótt
Vlkingaborgin Fyrkat — aöofan eins og þar er umhorfs nú
eftiruppgröftinn — aö neöan eins og menn hugsa sér, aö
ímannvirkin hafi veriö.
Miklir fornleifafundir i
Danmörku, þar á meöal
grafir Gorms konungs hins
gamla og Þyri drottningar,
að talið er, hafa leitt af sér
allmiklar umræöur um
danska fornöld, vitneskju
manna um hana, og þó öllu
fremur, hversu gloppótt sú
vitneskja er. Menn spyrja
sjálfa sig, velta vöngum yfir
þeim heimildum, sem tiltæk-
ar eru, en draga ekki allir af
þeim sömu ályktanir.
Hvers vegna reistu norrænir
vikingar sum mestu borgar-
virki, sem til hafa verið i
Evrópu á þeirra tið? er spurt.
Hvað knúði þá til þess að
koma sér upp slíkum borgum,
þar sem' svigrúm var fyrir
* heilar hersveitir — borgum,
sem á þeirri tið hljóta að hafa
verið taldar óvinnandi?
I Danmörku hafa þrjár slik-
ar vikingaborgir, Þrælaborg,
Aggersborg og Fyrkat, verið
grafnar upp, en hin fjórða var
þar, sem nú eru Óðinsvé.
Fyrir svo sem þrjátiu árum
þóttust fornleifafræðingar
nokkurn veginn vissir um,
að þessar borgir hefðu
verið þjálfunarstöðvar og
vetrarathvarf vikinga, sem
höfðu sett sér það markmið að
hertaka England. Enn er talið,
að þetta hafi verið herbæki-
stöðvar. Vikingarnir voru
miklir vigamenn, þrautæfðir
menn, sem lutu öruggri stjórn,
segir dr. Olaf Olsen, sem unn-
ið hefur að rannsóknum á
þessum gömlu borgarvirkjum
siðan hann var ungur stúdent.
Hvað er sjálfsagðara en þeir
reistu sér slik virki til fram-
búðar?
Elsa Roesdal magister, sem
rannsakað hefur allt, sem
fannst i Fyrkat, telur aftur á
móti, að borgirnar hafi verið
stjórnstöðvar og þar hafi verið
varðveittir miklir fjármunir.
Hún vekur athygli á þvi hve
margt þess, sem fannst, minni
fyrst og fremst á daglegt lif
voldugra manna, en fátt, er
bendi til hernaðar. Hún telur,
að frá Fyrkat hafi stóru svæði
á Jótlandi verið stjórnað.
Dr. Olaf Olsen telur þrennt
koma til greina: Að borgirnar
hafi verið landvarnarstöðvar,
ef óvinir hygðu á innrás, setu-
liðsstöðvar til þess að berja
1 niður uppreisn heima fyrir eða
bækistöðvar og vetraraðsetur
vikinga, sem lágu i hernaði á
sumrin.
Húsin i Fyrkat hafa verið
afar stór, og dr. Olaf Olsen
dregur i efa, að þau hafi verið
reist handa alþýðu manna á
flótta undan aðvifandi her-
sveitum. Hann dregur einnig i
efa, að þetta hafi verið mið-
stöðvar landstjórnar, þar eð
þar hefðu þá átt að vera mjög
fjölmennar sveitir að stað-
aldri. t Fyrkat hefðu það
sennilega verið um fjögur
hundruð manns, i Þrælaborg
allt að átta hundruð og ef til
vill tvö þúsund i Aggersborg.
Vikingakonungarnir eru ekki
taldir hafa haft með sér svo
fjölmennar sveitir að stað-
aldri. Þeir höfðu yfirleitt ekki
efni á að halda uppi nema fá-
mennri hirð.
Það mælir aftur gegn þvi, að
þetta hafi verið bækistöðvar
og æfingastöðvar vikinga, að
þessar borgir eru taldar hafa
verið komnar upp, áður en
Sveinn tjúguskegg hófst fyrir
alvöru handa um að leggja
England undir sig, auk þess
sem fátt muna af enskum upp-
runa hefur fundizt þar. Hafi
vikingar hafzt þarna við að
vetrarlagi, ætti að vera þar
mergð slikra muna, er þeir
hafa haft heim með sér.
— Það er gat i sögu Dana á
þvi skeiði, er Gormur og Þyri
voru uppi, segir dr. Olaf
Olsen. En sjálfur er hann
sannfærður um, að beinaleifar
þær, sem fundust undir kirkj-
unni i Jellinge, heyri þeim til.
En það verður aldrei sannað,
svo að óyggjandi sé. Við verð-
um að láta okkur nægja, að
það, sem við vitum, bendir til
þess, að svo sé.
— Við vitum talsvert meira
um timann fyrir og eftir daga
Gorms, segir dr. Olaf Olsen
enn fremur. Með kristninni
komu til sögu munkar, prestar
og biskupar, sem skrifuðu sitt-
hvað, er miðlaði vitneskju.
Vikinganna og konunga
þeirra, eða kannski réttara
sagt höfðingja þeirra, getur
aftur á móti alloft i sögu ann-
arra landa, og þó einkum
margra fyrstu vikingaferð-
anna á niundu öld. En þegar
þeim, sem til varnar voru i
þessum löndum, tókst að
stemma stigu við framrás vik-
ingasveitanna, hurfu þeir lika
úr sögum og sögnum. Þá hafa
þeir sennilega leitað austur á
bóginn, en meðal slavenskra
þjóða voru slikir atburðir ekki
færðir i letur, svo að fátt er
vitað um vikingana, sem
héldu i Austurveg. Við vitum
það aðeins með órækri vissu af
fornminjum, sem fundizt
hafa, að vikingarnir hafa rek-
ið þar verzlun og sennilega
einnig farið ránshendi um
byggðir.
Ókunnugt er, hver var faðir
Gorms hins gamla, þótt marg-
ar kenningar séu um það. Við
vitum ekki heldur, hvenær
valdatimi hans hófst né hve-
nær hann féll frá. Gert er ráð
fyrir þvi, segir dr. Olaf Olsen,
að hann hafi verið konungur á
Jótlandi og Fjóni, og sonur
hans, Haraldur blátönn, hafi
lagt undir sig aðra hluti Dan-
merkur, ásamt Noregi. Það
lætur hann sjálfur segja á
rúnasteininum mikla i Jell-
inge.
Um völd og stöðu konungs i
Danmörku er fátt vitað á
þessu skeiði. Konungur var að
sjálfsögðu þjóðhöfðingi,
æðstur manna i riki sinu, en
hann hefur ef til vill ekki verið
auðugastur. Að visu átti hann
sjálfur jarðir, auk þeirra
jarða, sem fylgdu konungs-
stólnum, og af þessum jarð-
eignum hafði hann mestar
tekjur sinar. Auk þess var
þegnum hans skylt að veita
konungi og fylgdarliði hans
alla umönnun á sinn kostnað,
er hann ferðaðist um riki siit,
og konungar voru á þeim tim-
um oft á faralds fæti.
Konunginum þjónaði sfðan
margt stórmenna og höfð-
ingja, er áttu miklar lendur,
og landi sinu hefur konungur
vafalitið stjórnað i samráði
við þá.
— A seinni árum hefur
margt uppgötvazt um vik-
ingaöldina, segir dr. ' Olaf
Olsen. Fjöldi muna hefur
fundizt, og uppgröftur hefur
farið fram á bæjum, sem þá
voru komnir til sögu. Ripar,
Arósar og Heiðabær voru fjöl-
setnir bæir þegar á vikinga-
öld. Fundizt hafa höfðingja-
setur, vikingaskip og mikil
mannvirki, og nokkur borg-
virki vikinga hafa verið könn-
uð. En þetta állt til samans er
ekki annað en tjöldin á leik-
sviði dansks þjóðlifs á þeim
tima. Um sjálfan leikinn á
sviðinu, mannlifið og þau lög-
mál, er það laut, vitum við
ekki mikið. Þó að við teljum
okkur nú hafa leifar beina
þeirra Gorms og Þyri, vitum
við jafnlitið og áður um það,
hvað þau höfðust að um sina
daga, segir Olaf Olsen að lok-
um.