Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 8. marz 1978 ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ ♦ ♦♦♦ í spegli tímans Shetlandshesturinn borgaði fyrir sig Maður einn keypti af lóga hryssu af Shetlands- kyniog bjargaði henni þar með frá sláturhúsinu. Nýi eigandinn, Joseph Oeltscher, 68 ára gamall svaf vært í húsinu sínu á bökkum Dónar í nágrenni borgarinnar Passau, V-Þýzkalandi, þegar árbakkarnir brustu i ofsalegu óveðri. Smáhesturinn Freyja skynjaði að hætta var í að- sigi. Enginn anzaði aðvörunarhneggi hennar í hesthúsinu, svo að Freyja gamla fór á stúfana, dró járnslána frá hurðinni og stökk til íbúðar- hússins. Hún barði á dyrnar með framhófunum, en ekki vaknaði gamli maðurinn svoað hún braut- framhurðina með afturfótunum og skokkaði inn. Joseph vaknaði á stundinni, henti yfir náttfötin hlýjum fatnaði. Honum heppnaðist að komast undan flóðinu með Freyju til næsta þorps. Næsta morgun fór Joseph til baka til hússins síns og sá þá hvernig hans eigin örlög hefðu getað orðið, ef hann hefði ekki bjargað sér í burtu. Rúmið hans var á bólakafi i hringiðu vatnsins. Nýliði 1 gamalli iðn Eva Zubrenic á engan sinn líka. Hún er sem sé eini kvenkyns neminn í sótaraiðninni F Austurríki Aðdragandi þess, að hún valdi sér þessa óvenju- legu iðn, var sá, að í veizlu nokkurri veðjaði hún um, að hún væri ekki lofthrædd. Til að vinna veð- málið slóst hún í för með sótara einum, þegar hann fór að vinna verk sitt á húsaþökum Vínar- borgar — og komst að raun um, að henni leizt bærilega á starfið. Eva er nú 19 ára og hefur það verkefni að hreinsa u.þ.b. 10 strompa á viku. Starfið er hreint ekki áhættulaust, auk þess sem það þykir ekki sem hreinlegast. Einu sinni þurfti hún að hanga í þakrennu í f imm mínUtur,áður en starfsfélagi hennar kom henni til bjargar. Það er því mjög eðlilegt, að Evu þyki gott að slappa af heima með vínglas, eða við píanóleik að loknum erfiðum vinnudegi. A meðfylgjandi myndum má sjá Evu að störfum og leik. með morgunkaffinu — Jagast þú viö Gumma þarna hinum megin viö boröiö. Ég var að tapa þér til hans. — Ég er viss um aö staöurinn er góöur fyrir ykkur Húsið er aöeins steinsnar frá I skólanum. KUBBUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.