Tíminn - 08.03.1978, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 8. marz 1978
Salisburysamkomulag Ian Smiths og blökkumannaleiðtoganna var til umræðu á fundi ráðherra EBE
landanna.
Ráðher rar Ef nahagsbanda-
lagsins uggandi um fram-
tíð Rhódesíu
Brussel/Reuter. Utanrikis-
ráðherrar Efnahagsbandalags-
rikjanna voru i gær fullir efa-
semdar og svartsýni varðandi
samkomulag það sem forsætis-
ráðherra Ródesiu, Ian Smith, og
hófsamir leiðtogar blökkumanna'
gerðu i Salisbury um meirihluta-
stjórn blökkumanna i landinu.
Samkomulag þetta hefur mætt
mikilli andstöðu i Ródesiu og
gengur framhjá leiðtogum
tveggja stærstu skæruliðasam-
takanna i landinu. Kom þetta
fram á fundi dr. Owens utanrikis-
ráðherra Breta með fréttamönn-
um i gær.
Að þvi er ráðherrann sagði var
áherzla lögð á málefni Ródesiu i
eins dags umræðum ráðherranna
niu i Brussel i gær um pólitiska
samvinnu allra aðila bandalags-
ins og kom fram á þessum fundi
samþykki á nauðsyn þess að
halda viðræðum allra viðkomandi
aðila i málefnum Ródesiu áfram.
Dr. Owen kvaðst hafa verið
undir þrýstingi EBE-ráðherr-
anna um að staðfesta Salisbury
samkomulagið.
Lét ráðherrann i ljós áhyggjur
varðandi hlutverk Kúbu á
suðausturhorni Afriku og mögu-
leikunum á þvi að þeir hæfu af-
skipti i öðrum hlutum álfunnar.
Þá kvað hann ráðherrana vonast
til að hægt væri að koma á sam-
komulagi milli Sómaliu og
Ethiópiu.
Ný stjórnarskrá til
handa Kínverjum
Peking/ Reuter. Kinversk yfir-
völd kynntu i gær nýja stjórnar-
skrá þar sem kveðið er á um auk-
inn rétt ibúa landsins til að láta i
ljós skoðanir sinar og meira vald
til handa þinginu i samanburði
við Kommúnistaflokkinn.
Stjórnarskráin sem var sam-
þykkt á fimmta Þjóðþinginu sl.
sunnudag mun koma í staðinn
fyrir stefnuskrárdrög þau sem
samþykkt voru fyrir þrem árum.
Það er áberandi i þessari
stjórnarskrá að hún er að miklum
hluta til byggð á stjórnarskrá frá
þvi árið 1954, fyrstu stjórnarskrá
Kina sem kommúnisks rlkis og
veitir hún borgurum aftur marg-
visleg réttindi sem þeir höfðu
misst frá þvi þá.
Allmargar greinar hafa verið
teknar upp i þessa stjórnarskrá
Kuwait/Reuter. Utanrikis-
ráðherra Kuwaits, Sabah al-ah-
med al-sabah fursti tilkynnti i
gærdag, að nauðsynlegt væri að
hækka oliuverð til að vega upp á
móti gengisfalli bandariska
dollarans. Ráðherrann sagði
einnig fréttamönnum að Saudi-
Arabia og önnur oliuútflutnings-
riki við Persaflóann væru einnig
London/Reuter. Að þvi er opin-
berar heimildir frá Bretlandi
herma munu spænski og brezki
utanrikisráðherrann þeir Marcel-
ino Oreja Aguirre og David Owen
hittast iParis þ. 15. þ. mánaöar til
viðræðna um framtið brezku ný-
lendunnar Gibraltar. En Gibralt-
ar hafa verið orsök langvarandi
deilu milli landanna.
Sir Joshua Hassan, forsætis-
óbreyttar frá upphaflegu
stjórnarskránni meðan allmörg-
um úr þeirri frá þvi árið 1975
hefur verið hafnað. Sem dæmi má
nefna aö tekið hefur verið upp að
menn fá nú rétt til að bera fram
varnir við réttarhöld og hver sem
er getur borið fram kvartanir
gegn embættismönnum stjórnar-
innar. Ennfremur er minnihluta-
þjóðflokkum i landinu aftur gef-
inn réttur til að varðveita og
endurvekja sina eigin siði og
hætti.
Hlutverk þjóðþingsins var
ákveðið,þar á meðal leyfi þess til
að lýsa yfir striði og auk þess var
hlutverk forseta þess ákveðið.
Yeh var kosinn forseti þjóðþings-
ins á sunnudaginn og gerir sú
kosning hann eiginlega að þjóð-
höfðingja. Munu skyldur hans
að fjalla um áhrif gengisfalls
dollarans á oliugróðann.
Oliumálaráðherra Kuwaits, Ali
Khalifa al-sabah fursti, lét einnig
svo um mælt i gær að nauðsynlegt
væri að hækka oliuverð verulega.
Sagði hann að fall dollarans
kostaði Kuwait að minnsta kosti
eina milljón dala daglega.
ráðherra Gibraltar, og Maurice
Ziberras, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, munu hitta dr. Owen
að máli i London i dag, en þeir
munu vera i brezku nefndinni
sem fer til viðræðnanna i Paris.
Spánn hefur lengi gert tilkall til
Gibraltar en brezk stjórnvöld
hafa hingað til neitað að láta af
hendi yfirráð sin þar án sam-
þykkis þeirra 19.000 ibúa sem i
nýlendunni búa. íbúar Gibraltar
hafa látið i ljós ósk um að verða
áfram undir brezkri stjórn.
m.a. fólgnar i að mæta erlendum
fulltrúum, kunngera lög og til-
skipanir frá þinginu og sam-
þykkja samninga við önnur lönd.
Eins og árið 1975 hafa borgarar
nú málfrelsijprentfrelsi,frelsi til
að safnast saman og halda fundi
og verkfallsrétt. En nú fá þeir
einnig rétt tilað láta opinberlega i
ljós skoðanir sinar, halda ræður
opinberlega og skrifa veggspjöld
sem eru vettvangur gagnrýni i
Kina.
Samkvæmt þessari nýju
stjórnarskrá eru réttindi og hags-
munir Kinverja búsettra utan
Kina varðveitt ,en einnig er
kveðið á um að þessi lagagrein
nái til skyldmenna þeirra innan
landamæranna.
Yeh sagði i gær að stjórnarskrá
þessi setti strangar kröfur á
herðar opinberra starfsmanna og
væri þeim sér i lagi uppálagt að
viðhalda sambandi við þjóðina.
Spánarbanki
tekur yfir
rekstur
einkabanka
Madrid/Reuter. Spánarbanki
fékk í gær heimild til þess að yfir-
taka einkabanka, sem ættu i fjár-
hagsörðugleikum og stæðu
frammi fyrir gjaldþroti. Fékk
bankinn konunglega tilskipun um
það að taka i sinar hendur stjórn-
ina á þeim bönkum, sem ættu i
fjárhagsvandræðum og loka þeim
ef nauðsyn væri á.
Tilskipuniner liður i ráðstöfun-
um rikisstjórnarinnar vegna fyr-
irsjáanlegra erfiðleika i efna-
hagsmálum, seim eiga rætur að
rekja tii stefnu rikisstjórnarinnar
i þeim málum. En stefnan i efna-
hagsmálum hefur þegar vakið
deilur innan stjórnarinnar,
valdið þvi að mörg smáfyrirtæki
hafa orðið að leggja upp laupana,
og orsakað aukið atvinnuleysi,
sér i lagi I fátækum sveitahéruö-
um i syðri hluta Andalúsiu.
Hr. Jose Ramon Alvarez
Rendueles nýskipaður yfirmaður
bankans sagði er hann tók við
störfum i gær, að stjórnin myndi
halda áfram sautjan prósent tak-
mörkunum á seðlaútgáíu til að
halda verðbólgunni i skefjum.
Nauðsynlegt að
olíuverð hækki
Örlög Gíbraltar ráðin
á fundi utanríkisráð-
herra Spánar og
Bretlands
VerkalýðsféLög
ganga fram
hjá lögum
GV — I fréttatilkynningu ASl
sem birt er i heild sinni hér á
blaðsiðunni sést að við samn-
ingu þeirra kauptaxta sem
nokkur verkalýðsfélög hafa gef-
ið út er gengið fram hjá lögpm
um ráðstafanir i efnahagsmál-
um, sem samþykkt voru af
rikisstjórninni og Alþingi.
1 tilkynningu Kauplagsnefnd-
ar segir, að hækkun verðbóta-
visitölu sé 10,64%, en vegna
breytts launagrunns 1. desem-
ber 1977 felst i þessu, að við-
komandi k j a r aá k v æ ð u m
óröskuðum, 12,33% hækkun á
núgildandi mánaðarlaunum.
Ekki er hægt að neita þvi, að
með lögum rikisstjórnarinnar
um efnahagsráðstafanir hefur
þeim kjaraákvæðum, sem um
er rætt i greininni verið raskað.
Mánaðarlaun hefðu hækkað um
12,33% ef ekki hefði komið til
þessara efnahagsráðstafana. í
1. kafla, 1. grein laganna segir
að hinn 1. marz ’78, 1. júni 1.
sept. og 1. des. skulu verðbætur
á laun hverju sinni hækka sem
svarar helmingi þeirrar
hækkunar verðbótavisitölu og
verðbótaauka, sem Kauplags-
nefnd reiknar samkvæmt
ákvæðum kjarasamninga, að
hafi átt sér stað frá næstliðnu
þriggja mánaða greiðslutima-
bili. Þvi er það sem VSI og f jár-
málaráðuneytið miða við hálfar
visitölubætur við útreikning
kauptaxta. Kauptaxtar verka-
lýðsfélaganna eru þvi eins og
þeir hefðu verið, ef ekki hefði
komið til þessara efnahagsráð-
stafana.
1 fréttatilkynningu ASI er
vitnað i 2. grein laganna en þar
segir orðrétt: ,,Sú krónutölu-
hækkun verðbóta og verðbdta-
auka, sem launþegi fær saman
lagt frá byrjun greiðslutimabils
fyrir dagvinnu, yfirvinnu,
ákvæðisvinnu og annað, skal
aldrei vera minni en svarar 880
kr. á mánuði fyrir hvert 1%,
sem öllhækkun verðbótavisitölu
að meðtöldum verðbótaauka
hefur numið hverju sinni skv.
útreikningi Kauplagsnefndar.
Fyrir launþega sem ekki eru i
fullu starfi, lækkar þessi fjár-
hæð hlutfallslega. Nánari
ákvæði um framkvæmd á fyrir-
mælum þessarar greinar skulu
sett með reglugerð.” Hækkun
verðbótavisitölu er 10,64% og ef
það er margfaldað með880, fást
þvi 9.363 kr. Ef krónutöluhækk-
un verðbóta og verðbótaauka er
minni en þessi á launþeginn að
fá það uppbætt, hvort sem að
hann er félagi i BSRB eða ASl.
Um mánaðamótin 'siðustu var
verðbótavisitalan 5.52%.
Reglugerð um framkvæmd
þessarar greinar er væntanleg i
dag.
„Óliklegt aö menn
greiði eftir öðrum
kauptöxtum’ ’
*
— segir Olafur Jónsson
— Við teljum það óliklegt að
menn greiði eftir öðrum kaup-
töxtum en kaupskráin segir til
um, og við leggjum áherzlu á
að vinnuveitendur greiði kaup
samkvæmt réttum kauptöxtum,
sagði Ólafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendafé-
lags tslands, i viðtali við Tim-
ann i gær, en komið hefur i ljós,
,,að nokkur verkalýðsfélög hafa
gefið út og dreift kauptöxtum,
þar sem tilgreint er hærra kaup
Framhald á bls. 13.
ASÍ:
Kauptaxtar VSÍ og
fjármálaráðuneytis-
ins brot á samning-
um og lögum
Eins og kunnugt er er það
krafa samtaka launafólks að
farið verði eftir samningum
þeim sem undirritaðir voru 22.
júni 1977. Þeir taxtar sem
verkalýðsfélög hafa sent frá sér
að undanfömu eru reiknaðir i
samræmi við samningsákvæöi,
með þeirri breytingu sem felst i
tilkynningu Kauplagsnefndar
frá 20. febrúar sl. Þar segir:
„Verðbótavisitala reiknuð
eftir framfærsluvisitölu 1. febr.
1978 samkvæmtákvæðum i 1. og
2. lið 3. gr. i kjarasamningi Al-
þýðusambands Islands og sam-
taka vinnuveitenda frá 22. júni
1977 er 123,24 stig (grunntala 100
hinn 1. mai 1977). Verðbótaauki
samkvæmt ákvæðum i 3. og 4.
lið. 3. gr. i fyrrnefndum
samningi er sem svarar 2,91
stigi I verðbótavisitölu. Verð-
bótavisitala að viðbættum verð-
bótaauka er þannig 126,15 stig
og er þar um að ræða 12,13 stiga
hækkun á þeirri visitölu sem
verðbætur eru greiddar eftir á
yfirstandandi 3ja mánaða tima-
bili. Hækkun þessi er 10,64% en
vegna breytts launagrunns 1.
desember 1977 felst i þessu að
viðkomandi kjaraákvæðum
óröskuðum 12,33% hækkun á nú-
gildandi mánaðarlaunum eftir
að þau hafa verið lækkuð sem
svarar fjárhæð verðbótaauka 1.
desember 1977, sem er 1.590,-
kr.”
Varðandi taxta þá sem Vinnu-
veitendasamband Islands og
fjármálaráðuneytið hafa sent
frá s ér er ré tt að benda á að þeir
taxtar eru reiknaðir miðað við
hálfar visitölubætur. Gildir
þetta einnig um lægstu taxtana
og brýtur þar af leiðandi ótvi-
rætt i bága við þau ólög sem
þessi aðilar leggja nú megin-
áherzlu á að virða skuli. Hvergi
sést örla á þeim láglaunabótum
sem 2. grein ólaganna er ætlað
að tryggja láglaunafólki. Ein-
mitt þessar láglaunabætur voru
helzta réttlæting forsætis-
ráðherra og vinnuveitenda á
ólögunum. Kauptaxtar VSI og
fjármálaráðuneytisins eru þvi
bæði brot á löglega gerðum
kjarasamningum og kjara-
skerðingarlögum rikisstjórnar-
innar.
Geta má þess að láglaunafólk
innan BSRB fékk um siðustu
mánaðamót útborgað i sam-
ræmi við hina skertu taxta fjár-
málaráðuneytisins, — þ.e. án
láglaunabóta.