Tíminn - 08.03.1978, Síða 8

Tíminn - 08.03.1978, Síða 8
8 Miðvikudagur 8. marz 1978 Landssmiðjan SöLVHÓLSGÖTU-101 REYKJAVIK-SlMI 20680 TELEX 1307 METALOCK Mjög góö aðferð, þegar gera skal við sprungur eða brotna vélahluti úr járnsteypu, stáli og áli. Höfuðkostir METALOCK viðgerðar eru þeir að hana má jafnan framkvæma á skömmum tima og á staðnum. Reynslan hefur sýnt að aðferðin hefur orðið til mikils gagns hér á landi, þar sem oft vantar vara- hluti í stærri vélar og tæki. IÉ M-i gÉii Bila-, skipa- og vinnuvélablokkir, trésmíðavélar, rennibekkir, dælur, túrbinur, jarðýtur og fleira. Nemendur Samvinnuskólans útskrifaðir 1923, 1933, 1943, 1953, 1963, 1973 Þar sem Árbók IV er nú að fara i prentun eru nemendur úr þessum bekkjum, sem þurfa að koma að leiðréttingum eða viðbót við upplýsingar þær sem þeir hafa sent i bókina, beðnir að gera það fyri 15. marz, n.k. i sima 2-19-44 i Hamragörð- um eða til ritstjóra i sima 3-31-42. Nemendasamband Samvinnuskólans. Laus staða Staöa deildarstjóra dýrafræöideildar Náttúrufræöistofn- unar tslands er laus til umsóknar. Samkvæmt lögum nr. 48/1965, um almennar náttúrufræöi- rannsóknir og Náttúrufræðistofnun tslands, skal deildar- stjóri dýrafræöideildar vera sérfræðingur I einhverri þeirra aöalgreina, sem undir deildina falla og hafa lokiö doktorsprófi, meistaraprófi eöa ööru hliöstæðu háskóla- prófi i fræðigrein sinni. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist menntamálaráöuneytinu fyrir 8. apríl 1978, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1978. Uppboð Eftir kröfu Hestamannafél. Fáks fer fram opinbert upp- boð fimmtudag 16. marz 1978 kl. 17.00 viö efri hesthús Fáks að Viðivöllum viö nýja Skeiövöllin og veröa eftirtalin hross seld: 1. Rauðblesóttur hestur ca 3 vetra, mark: fjööur aftan hægra. 2. Hvitur hestur, gamall. 3. Brúnn hestur 8—9 vetra, mark: heilrifað hægra. 4. Leirljós hestur, ungur, með langri stjörnu. 5. Leirljós hestur ca 5 vetra, mark: stig framan hægra. 6. Dökkjarpur hestur, styggur. 7. Jarpur hestur ca 3 vetra. 8. Jarpur hestur ca 10—12 vetra. 9. Jarpt mertryppi með stjörnu. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn I Reykjavik. EINANGRUNARDEILD VINNUHÆLISINS AÐ LITLA-HRAUNI L - —- GÆZLUVARÐHALDSFANGELSl VIÐ TUNGUHÁLS Dómsmálaráðuneytið tek- ur allar ákvarðanir um fullnustu refsidóma Að unöanförnu hefur verið unnið að þvi á vegum dómsmálaráðuneytisins að gera nokkrar skipulagsbreytingar á sviði fangelsismála hér á landi. Skipta má þessum breytingum i þrennt og eru þessar helztar: Tekin er til starfa fangelsis- máladeild dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Jafnframt flyzt fullnusta á refsidómum til ráðuneytisins. Hafin er bygging 10 manna einangrunardeildar að Litla-Hrauni og bygging nýs gæzluvarðhaldsfangelsis viö Tunguháls i Reykjavik. Er áætl- að framkvæmdafé á þessu ári um 260 milljónir. Þá hafa og verið gerðar ýms- ar skipulagsbreytingar á rekstri fangelsanna i Reykjavik. 1. Yfirstjórn Hinn 9. nóvember sl. voru staðfestar starfsreglur fyrir fangelsismáladeild dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem tók til starfa 1. marz sl. Deild þess á að fara með yfirstjórn fangelsismála i landinu. Jafnframt er gerð sú breyt- ing með setningu reglna þessara, að fullnusta á refsi- dómum (öðrum en varðhalds- dómum fyrir ölvunarakstur) flyzt frá yfirsakadómara i Reykjavik, bæjarfógetum og sýslumönnum, til ráðuneytisins, þannig að framvegis tekur ráðuneytið sjálft aUar ákvarð- anir, er varða fullnustu þessara dóma. Markmiðið með þessari breytingu er einkum það að samræma fullnustu á fangelsis- dómum og öðrum refsivistar- dómum, en hin siðari ár hefur það orðið æ algengara að dómar áeinn og sama mann hafi verið til fullnustu hjá fleiri en einu embætti og hefur af þvf hlotizt nokkurt óhagræði og jafnvel ósamræmi. DeUdarstjóri fangelsismála- deildar verður Jón Thors. 1 starfsreglum fangelsismála- deUdarinnar er að finna annað nýmæli. Það er stofnun nefndar, sem ætlað er að láta i ljós álit á öUum umsóknum um reynslu- lausn, náðun á refsingu og upp- reisn æru. Ráðherra skipar I nefnd þessa þrjá menn til tveggja ára i senn. Hlutverk nefndarinnar er að meta það, hvort umsækjendur teljist hæfir tilaðfá reynslulausn,náðun eða uppreisn æru. Gert er ráð fyrir þvi aðstarfsmenn fangelsismála- deildar leggi fyrir nefndina öll tiltæk gögn varðandi umsækj- endur, svo að nefndin geti látið i té rökstutt álit. Umsögn nefnd- arinnar skal vera skrifleg, en er ekki bindandi, heldur einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Nefnd þessi hefur nú nýlega verið skipuð og eiga sæti i henni: Jónatan Þórmundsson, prófessor, sem jafnframt er for- maðui nefndarinnar, Ólafur Ólafsson landlæknir og Jónas Jónsson, lögregluvarðstjóri og formaður Landssambands is- lenzkra lögreglumanna. 2. By ggingafram- kvæmdir 1 haust var hafin bygging ein- angrunardeildar við Vinnuhælið að Litla-Hrauni. Er um að ræða viðbyggingu sem rúma á 10 fanga i tveimur aðskildum álm- um. Deild þessi er einkum ætluð erfiðum föngum, sem brotið hafa gegn reglum vinnuhælisins svo og föngum sem öryggis vegna er talið nauösynlegt aö hafa i strangari gæzlu en ella. Aætlað er að bygging þessi kosti u.þ.b. 80-90 millj. kr., en reynt verður að draga úr byggingar- kostnaði með þvi að nýta að ein- hverju leyti vinnuafl þeirra vistmanna sem dvelja á hælinu. Nú á næstunni verður boðin út vinna viö grunn og botnplötu nýs gæzluvarðhaldsfangelsis sem risa á viö Tunguháls i Reykjavik. Sú bygging á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustig og fangelsið að Siðumúla 28 og gegna hlut- verki sem aðalgæzluvarðhalds- fangelsi landsins. Stærö hússins er um 13 þús. rúmmetrar og á það að rúma 52 fanga. Bygging þessa fangelsis er orðin mjög brýn, þar sem Hegningarhúsið og Siðumúlafangelsið uppfylla hvergi nærri þær kröfur sem gera verður til gæzluvarðhalds- fangelsa nú á dögum. Hér er um að ræða langstærstu fram- kvæmd á sviði fangelsismála siðan Hegningarhúsið var reist fyrir liðlega 100 árum. Unnið hefur verið að undirbúningi að byggingu hins nýja gæzlu- varðhaldsfangelsis siðan á árinu 1971. A síðastliðnu ári var lokið við að ganga frá þeim hluta lög- reglustöðvarinnar á Akureyri sem ætlaður er afplánunarföng- um. Þesser vænzt að deild þessi verði tekin i notkun innan skamms, en þar verður rúm fyrir 5-6 fanga. Þá var reistur vinnuskálii við Vinnuhælið á Kviabryggju á siðastliðnuári. Iþeimskálaá að geyma hluta af framleiðslu vinnuhælisins einkum neta- steina og gangstéttarhellur. Til framkvæmda i fangelsis- málum eru á fjárlögum yfir- standandi árs veittar alls 100 millj. kr., en auk þess eru væntanlega til ráðstöfunar 60-70 millj., sem ekki voru nýttar af fjárveitingu á f járlögum siðasta árs. Þá er i fjárlögum yfirstand- andiárs veitt heimild til að taka að láni allt að 100 millj. kr. til framkvæmda á þessu sviði. 3. Skipulag og rekstur Skipulag og rekstur fangelsa og vinnuhæla hefur að mestu leyti verið i sömu skorðum und- anfarin ár. Á siðastliðnu sumri voru þó settar reglur um nýt- ingu fangelsanna i Reykjavik. Samkvæmt þeim reglum á fangelsið að Siðumúla 28 að gegna hlutverki gæzlu- varðhaldsfangelsis en i Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustig skal vista þá sem eru að hefja afplánun refsingar og þá sem afplána varðhaldsdóma til skemmri tima svo og gæzlu- varðhaldsfanga sem vista þarf um lengri tíma en ekki þurfa einangrunar við og á sama hátt og tiðast er um gæzlu fanga. t fangageyslunni i lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu á aftur á móti að vista þá sem hand- teknir eru vegna brota á áfengis- eða fikniefnalöggjöf eða fjarlægja þarf vegna óspekta á almannafæri eða af öðrum ástæðum. Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.