Tíminn - 08.03.1978, Síða 9

Tíminn - 08.03.1978, Síða 9
Miðvikudagur 8. marz 1978 9 íslenzk ull er gulls ígildi — greinargerð frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands Vegna mikilla umræðna og blaðaskrifa, sem að undanförnu hafa orðið um islenzka ull og ullariðnaðinn i landinu, viljum við undirritaðar f.h. HEIMILIS- IÐNAÐARFÉLAGS ISLANDS benda á eftirfarandi atriði: Mikilvægasta markmið Heimilisiðnaðarfélags íslands er og hefur alla tið verið, að efla islenzkan heimilisiðnað og stuðla að vöndun hans og feg- urð. Hverjum manni er ljóst, að nær eina innlenda hráefnið sem við höfum til heimilisiðnaðar er islenzka ullin og þvi hefur það komið af sjálfu sér, að aðal- áherzlan hefur verið lögð á vandaða framleiðslu úr is- lenzkri ull og hefur öll starfsemi félagsins, fyrr og siðar, verið að meira eða minna leyti bundin islenzku ullinni, enda innan fé- lagsins aldrei leikið neinn vafi á sérstæðu ágæti hennar. t 27 ár hefur Heimilisiðnaðar- félagið rekið verzlun i Reykja- vik, þar sem yfirgnæfandi meirihluti verzlunarvörunnar hefur jafnan verið handunnin úr islenzkri ull. Verzlunin kaupir inn af fólki viðsvegar að. Fyrir nokkrum árum fór að bera á þvi, að ull i varningi sem bauðst væri öðruvisi en við mætti búast af islenzkri ull. Þetta var eink- um áberandi i lopapeysum. Vaknaði fljótlega sterkur grun- ur um, að hér myndi ekki allt með felldu. Hafði ull islenzka fjárins tekið stökkbreytingum? Nei, vitanlega var ástæðan önn- ur. Farið var að flytja inn i stór- um stil ódýra ull frá Nýja-Sjá- landi og þarna var hún að öllum likindum komin i „islenzkum lopapeysum”. Og ekki nóg með það, heldur fóru um svipað leyti, að berast kvartanir um að „sauðalitirnir” létu litinn. önnur stökkbreyting þar! í janúar 1974 sendi Heimilis- iðnaðarfélagið bréf til ullar- verksmiðjanna þriggja, Ala- foss, Framtiðarinnar og Gefj- unar, þar sem borin voru fram tilmæli um að þær merktu framleiðslu sina, sem i væri not- uð islenzk ull, þannig að greinilegt væri, hvort um hreina islenzka ull væri að ræða eða ekki og hvort litur væri sauðar- litur eða ekki. Heimilisiðnaðar- félagið leitaði einnig til land- búnaðarráöuneytisins i jan. 1974 vegna þessa máls og fór þess á leit, að ráðuneytið léti fara fram rannsókn á þvi, hvort og þá að hve miklu leyti framleiðsla verksmiðjanna, sem i væri not- uð íslenzk ull og seld sem slík, væri blönduð með erlendri ull. Þessi rannsókn fór fram á sama ári hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Hún sannaði aðeins það, sem haldið hafði verið fram sem grun af hálfu Heimilisiðnaðarfélagsins. Lopi og band var að meira eða minna leyti blandað erlendri ull, þó ekki frá Gefjun. (Rannsóknar- stofan vissi ekki hvaðan sýnis- hornin komu). 1 öllum þessum bréfum og reyndar miklu oftar, s.s. i við- tölum við ýmsa menn i áhrifa- stöðum, benti Heimilisiðnaðar- félagið á þá staðreynd, að. is- lenzka ullin væri alveg einstæð og að blöndun erl. tegunda spillti helztu sérkennum henn- ar, gljáanum, léttleikanum og fjaðurmögnuninni. tslenzk ull- in hefði aflað sér vinsælda vegna einstæðra eiginleika og sérstæðra náttúrulita, þvi væru það vörusvik að selja erlenda og litaða ull sem islenzka ull i sauðarlitum. Slikt myndi fyrr eða siðar draga dilk á eftir sér. Væntanlega i framhaldi af rannsóknunum á lopa og bandi, óskaði landbúnaðarráðuneytið eftir þvi, að viðskiptaráðuneytið „gerði drög að reglum um merkingu ullargarns og vara úr islenzkri ull, sem yrði á boðstól- um innanlands”. I október 1974 fékk Heimilisiðnaðarfélagið send til umsagnar „Drög að auglýsingu um merkingu ullar- garns, sem selt er i smásölu”. Þessi drög voru þannig úr garði gerð, að hægur vandi yrði að ganga algerlega framhjá þeim þáttum, sem Heimilisiðnaðarfé^ lagið hafði lagt megináherzlu á að fram kæmi i merkingu. Heimilisiðnaöarfélagið sendi ráðuneytinu allnákvæma um- sögn um drögin og fór þess jafn- framt á leit, að fá að fylgjast með frekari framkvæmd. Enn sjást þess engin merki, að regl- ur riki um merkingu vara úr Is- lenzkri ull. Það hefur alla tið verið Heim- ilissiðnaðarfélagi íslands ljóst, að islenzk ull er gulls igildi. Þetta rann upp fyrir fleirum, þegar eftirspurn jókst erlendis frá eftir fatnaði úr íslenzkri ull. En i stað þess að leggja sérlega rækt við íslenzku ullina og gera tilraun til að tryggja markaðinn með megináherzlu á sérstætt á- gæti hennar, var farin ofan- greind leið, og eru afleiðingarn- ar að koma i ljós þessa dagana. Menn i útlöndum hafa nefnilega uppgötvað, að þeir geta búið til „islenzka ull” úr nýsjálenzkri blöndu rétt eins og Islendingar og meira að segja litað i „sauð- arlitum”. En hvernig sem ull- inni er blandað og hvort sem það er gert á Islandi eða i út- löndum, verður útkoman aldrei islenzk ull. Það er staðföst sannfæring Heimilisiðnaðarfélagsins, að is- lenzk ull sé okkur mun verð- mætari en erlend ull og að hægt muni, vegna fágætra eiginleika hennar, að fá hana metna i hærri verðflokk en verið hefur. En til þess að fá það mat viður- kennt verður að vanda ræktun og framleiöslu til hins ýtrasta. Það mun takast, ef allir sem hlut eiga að máli, vinna saman að þvi markmiði i karfti sann- færingarinnar. A hrjóstrugu eylandi verður aldrei unnt að stunda nema tak- markaða sauðfjárrækt, m.a. þess vegna ber okkur skylda til að fara vel með alla islenzka ull og vinna hana á fjölbreyttan Framhald á bls. 19. Þessi mynd var tekin er félagar úr Lionsklúbbnum Frey afhentu gjöf slna. Félagar i Lionsklúbbnum Frey Gáfu milljón til sundlaugarbyggingar — við Grensásdeild Borgarspitalans Fyrir skömmu afhenti Lions- klúbburinn Freyr 1 milljón króna að gjöf til tækjakaupa i fyrir- hugaða sundlaug við Grensás- deild Borgarspitalans . Ólafur B. Thors forseti borgar- stjórnar Reykjavikurborgár tók við gjöfinni og flutti klúbbnum þakkir stjórnarinnar og borgar- yfirvalda. Með þessu framlagi vill Freyr vekja athygli á mikilli þörf fyrir þessa sundlaug, sem á eftir að veita ómetanlega aðstoð við endurþjálfun sjúklinga enda slik- ar sundlaugar hvarvetna erlendis þar sem virk endurhæfing fer fram. Við athöfn i Grensásdeild er gjöfin var afhent kom fram, að verði eigi af sundlaugarbygging- unni innan fjögurra ára falli gjöf- in niður. Með þessu vill Freyr itreka þá nauðsyn að hafizt verði handa hið fyrsta. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi 20 millj. kr. fjárveitingu við gerð siðustu fjárlaga og nú i janúar samþykkti borgarstjórn sömu upphæð. Aðstoðarframkvæmdastjóri i Véladeild Sambandsins Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri i Véladeild Sambandsins, og tekur hann við starfinu hinn 1. april. Hér er um nýtt starf að ræða h já Véladeild, og er hún hin sjötta af aðaldeildum Sambands- ins, sem ræður aðstoðarfram- kvæmdastjóra. Gunnar er fæddur i Reykjavik hinn 3. sept. 1939, sonur hjónanna Olgu og Gunnars Arnasonar bú- fræðikandidats. Hann stundaði nám á búnaðarskóla i Noregi á árunum 1956-58, en siðar i Búnaðarskólanum á Hvanneyri, og lauk hann kandidatsprófi frá framhaldsdeild þess skóla árið 1961. Það sama ár réðist hann til Véladeildar Sambandsins, þar sem hann hefur starfað siðan, frá árinu 1966 sem deildarstjóri Bú- véladeildar. Kona hans er Elin Jóna Jóns- dóttir, og eiga þau tvo syni. (Fréttatilkynning frá Véladeild Sambandsins.) Hæstiréttur dæmir um kæru Schútz gegn Morgunblaðinu Ritstjórum gerð refsing, en Morgunblaðið rangfærir dóminn i frétt tíyrri viku var kveðinn upp i Hæstarétti dómur i máli er ákæruvaldið höfðaði gegn Styrmi Gunnarssyni og Matthiasi Jóhannessen, rit- stjórum Morgunblaðsins, og teiknara þess Sigmund vegna tveggja teikninga er birtust i blaðinu um það leyti sem rann- sókn Schútz á Geirfinnsmálinu var að hefjast sumarið 1976. Teikningar þessar sýndu Schútz i gervi gestapoforingja með skammbyssu við belti, hnúta- svipu i hendi og grimman hund sér við hlið. Myndatextarnir hljóðuðu: „Átt þú nokkuð von á óvinsamlegri kveðju frá dóms- málaráðherra góði?” og „Vest- ur-Þjóðverji ráðinn til starfa”. Schutz taldi þessar teikningar og birtingu þeirra ærumeiðandi og krafðist þess, sem starfs- maöur Islenzka rikisins, að sak- sóknari höfðaði opinbert mál til refsingar og var ákæra gefin út 7. október 1976. I héraðsdómi var fallizt á að i teikningum þessum fælust æru- meiðingar og voru ritstjórar Mbl. dæmdir til refsingar, þeim var gert að greiða kr. 25.000 i sekt I rikissjóð hvorum um sig, en teiknarinn Sigmund sýknaö- ur á grundvelli prentlaga, vegna ónógrar nafngreiningar. Ennfremur var ritstjórunum i sameiningu gert að greiða Schiitz persónulega kr. 100.000 i bætur vegna þess miska, er hann var talinn hafa orðið fyrir, Morgunblaðsmenn áfrýjuðu héraðsdómnum. Hann var al- gerlega staðfestur að þvi er varðaði refsiábyrgð og sektar- fjárhæð. Miskabætur til Schutz voru hins vegar lækkaöar úr kr. 100.000 i kr. 75.000. A hinn bóg- inn hafði áfrýjunin i för með sér aukinn sakarkostnað fyrir rit- stjórana. Þeim var gert að greiða kr. 80.000 I saksóknar- laun fyrir Hæstarétti til rikis- sjóðs, og málsvarnarlaun er þeim bar að greiða vegna skipaðs verjanda voru hækkuð úr kr. 100.000 i kr. 150.000. Sá fáheyrði atburður geröist, að þegar Mbl. segir frá dómn- um s.l. þriðjudag þá er fyrir- sögn fréttar blaðsins: „Hæsti- réttur lækkaöi sektarfjárhæð- ina”. Sektarfjárhæöin I héraðs- dómi var þó eins og áöur er sagt algerlega staðfest. Mun þetta vera öldungis óvenjulega frjáls- leg túlkun á dómum Hæstarétt- ar og það af hálfu dómþola sjálfra. Þess má geta, að fjórir að dómurum Hæstaréttar voru sammála um framangreinda niðurstöðu, en einn dómari vildi tvöfalda sektina, dæma ritstjór- ana til að greiða kr. 50.000 hvorn um sig og gera þeim auk þess vararefsingu, 4 daga varðha.ld, en hvorki héraðsdómur né meirihluti Hæstaréttar dæmdi vararefsingu, enda er það yfir- leitt ekki gert þegar ritstjórar eru dæmdir vegna nafnlausra meiðyrða er birtast i blöðum þeirra, jafnvel þótt þeir sam- þykki eða mæli fyrir um birt- ingu eins og sannaðist að hafa verið i þessu tilviki. „Þjóðsaga um konur röng” HEI — I bæklingi frá Jafnréttis- ráði er hrakið það, sem oft er haldið fram, að'konur séu óstöö- ugt vinnuafl, og þvi séu þær i lægri launaflokkum. 1 könnun, sem gerð var á veg- um Hagstofunnar 1977, kemur fram, að af þeim, er tóku laun eftir kjarasamningi BSRB, eru 45,2% konur. Af þeim voru 62,3% i þriðja þrepi sins launaflokks, sem bendir til þess að þær hafi unniö I sex ár hjá riki og bæ, eða séu eldri en 32 ára. Það er þvi, samkvæmt könnun Hagstofunnar, þjóðsaga að konur séu óstööugt vinnuafl, og vonandi gera atvinnurekendur ekki siður en konur sjálfar — gangskör að þvi að færa laun kvenna i rétt horf sem fyrst. En i könnuninni kom fram að þrir fjórðu þessara kvenna voru i lægstu launaflokkunum, frá 2. til 10.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.