Tíminn - 08.03.1978, Side 20
r~
V 18-300
Miövikudagur 8. marz 1978 Auglýsingadeild Tímans.
Ökukennsla
Greiðslukjör
Gunnar
Jónasson
Sími
Sýrð eik
er sigild
eign
HUi
TRÉSMIDJAN MÉIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMJ: 86822
Aðalfundur Fulltrúaráðs
Einar Agústsson utanrikisráöherra heldur ræ&u á fjölmennum aOalfundi FulltrúaráOs framsóknar-
félaganna i Reykjavik, I fyrrakvöld.
Framsóknarfélaganna
HEI— Aðalfundur Fulltrúaráös
framsóknarfélaganna i Reykja-
vík var haldinn mánudaginn 6.
marz að Hótel Esju. Fjölmenni
var á fundinum og hugur i
mönnum aö vinna vel aö undir-
búningi kosninganna i vor.
Formaður var endurkjörinn
Jón Aöalsteinn Jónasson, kaup-
maður, en varaformaöur Guö-
mundur Gunnarsson, verk-
fræðingur. Meöstjórnendur
voru kjörnir: Gestur Jónsson,
lögfræðingur, Gunnlaugur M.
Sigmundsson, viðskipta-
fræöingur og Þóra Þorleifsdótt-
ir skrifstofumaöur. Varamenn
eru: Asgeir Eyjólfsson, Baldvin
Einarsson, Guöný Laxdal, Jón
Snæbjörnsson og Sigurður
Haraldsson.
I miðstjórn flokksins voru
kjörnir: Hannes Pálsson banka-
stjóri, Jón Abraham ólafsson
sakadómari, Markús
Stefánsson verslunarstj., Sverr-
ir Bergmann læknir, Björn Lin-
dal, form. F.U.F. Gylfi
Kristinsson háskólanemi,
Daniel Þórarinsson, skrifstofu-
maður og Þóra Þorleifsdóttir.
I uppstillinganefnd voru
kjörnir: Formaður Jón
Kjartansson forstjóri, Guðný
Laxdal, Páll Jónsson, Ómar
Kristjánsson og Sævar Sigur-
geirsson.
Þá voru kjörnir tveir menn i
stjórn Húsbyggingasjóös fram-
sóknarfélaganna þeir: Hannes
Pálsson og Sævar Þ. Sigur-
geirsson.
Karl Kristjánsson
V er ðhækkanir
á mjólk og
mj ólkurvörum
FI— Framleiðsluráð landbúnað-
arins auglýsti i Rikisútvarpinu i
gærkvöldi nýtt verð á mjólk og
mjólkurvörum og kartöflum, sem
tekur gildi i dag 8. marz. Er hér
um að ræða 8.97% hækkun á verð-
lagsgrundvelli landbúnaðarvara,
en i verðlagsgrundvellinum
hækkar verð á kjarnfóðri um
31.3%, kostnaður við vélar hækk-
ar um 5.2%, flutningskostnaður
hækkarum 22.7%, vextirum 4.7%
og ýmis annar kostnaður um
16.3%.
Auk þessa hækka laun sam-
kvæmt ákvæðum i lögum um efn-
hagsráðstafanir um 7.1%. Þá
hækkar allur vinnslu- og dreif-
ingakostnaður m jólkur i heildsölu
um 14.8% og pökkunarkostnaöur
á mjólk hækkar um 23.%, og er
þar aðallega um gengisbreyting-
apáhrif aö ræða.
Sem dæmi um hækkanir má
nefna mjólk i eins litra pökkum.
Hún hækkar úr 114 krónum i 131
krónu eða um 14.9%.
Rjómi 1/4 hyrna hækkar úr 218
krónum f 243 krónur, sem eru 11
1/2%.
Skyr hækkar úr 245 krónum
kilóið i 269 kr eða um 9.8%.
Bitapakkaður ostur 45% hækk-
ar úr 1399 krónum kilóið i 1534 kr.
Kartöflur 1. flokkur i 5 kilóa um-
búðum hækka úr 164 kr. — 181.60
kr. eða um 10 1/2%. Undanrenna
kostaði áður 100 kr. lirinn, en
kostar nú 108 kr. þar er þvi um.8%
hækkun að ræða.
Verð á smjöri verður óbreytt
fyrst um sinn.
Þessar upplýsingar fengum viö
hjá Sveini Tryggvasyni, fram-
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs
landbunaðarins.
Kosningar í HÍ
Kosningar verða i Háskóla Is-
lands á morgun. Kosnir verða
fulltrúar stúdenta i Háskólaráö
og kosið verður stúdentaráð.
Blaðinu hefur borizt Stúdentablað
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta og úrdráttur úr stefnu
þessfélags i komandi kosningum.
Vaka mun bjóða fram undir kjör-
orðinu, „Aukið svigrúm til
náms.” Efsta sætið á lista þeirra
til stúdentaráös skipar Óskar
Einarsson, en Sveinn Guðmunds-
son skipar efsta sætið til
Háskólaráðs.
Höfða fyrirtæki
mál á hendur
látinn
Karl Kristjánsson, fyrrv. al-
þingismaður, andaöist i gær, tæp-
lega áttatiu og þriggja ára aö
aldri. Karl fæddist 10. mai 1895 á
Kaldbak i Húsvikurhreppi i Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru Kristján Sigfússon
bóndi þar, og Jakobina Jósias-
dóttir kona hans. Karl stundaöi
nám i' Unglingaskóla Húsavikur
veturinn 1909—'10, og varð gagn-
fræöingur á Akureyri 1916. Næstu
fjögur árin var hann farkennari i
Tjörnesskólahéraði, eöa til 1920.
Siðan gerðist hann bóndi i Ey vik á
Tjörnesiog bjó þar frá 1920—1933.
Hann var framkvæmdastjóri
Kaupfélags Þingeyinga á Húsa-
vik frá 1. júli 1935 til 31. des.
1936. Forstjóri Sparisjóðs Kaup-
félags Þingeyinga var hann um
þrjátiu ára skeið,l frá 1932—’62.
Hann átti sæti i hreppsnefnd Tjör-
neshrepps 1921—’35 og var oddviti
frá 1929—''35. Þá var hann um
langt árabil sýslunefndarmaður
Tjörneshrepps og síöar Húsavik-
urhrepps. Hann var oddvitiHúsa-
vikurhrepps 1937—1950 og bæiar-
stjóri frá stofnun bæjarfélags þar
i janúarlok 1950 til byrjunar Al-
þingis það ár.
Karl Kristjánsson var alþingis-
maður Suður-Þingeyinga
1949—1959 og 1. þingmaður Norð-
urlandskjördæmis eystra frá
1959—’67, þegar hann lét af þing-
mennsku. Hann dtti löngum sæti i
stjórn Kaupfélags Þingeyinga, og
formaður þess varð hann 1946.
Auk þess sem hér hefur verið
talið voru Karli Kristjánssyni fal-
in fjölmörg önnur tfúnaðarstörf.
Hann var formaöur fasteigna-
matsnefndar S-Þing., sat i full-
trúarráði Sambands isl. sveitar-
félaga, i stjórn Sildarverksmiðja
rikisins, var formaður stjórnar
Húsmæðraskólans á Laugum, —
og svo mætti lengi telja.
Hinn 13. nóv. 1920 kvæntist Karl
Kristjánsson Pálinu Jóhannes-
oóttur, bónda i Laugaseli i Reyk-
dælahreppi i Suöur-Þingeyjar-
sýslu, og lifir hún mann sinn.
ASI:
Yfirvinnu-
bann?
GV—Samkvæmtheimildum, sem
blaðið hefur aflað sér, var á fundi
formanna Landssambanda innan
ASI i gærmorgun, ráðgert aö
næstu framhaldsaðgerðir sam-
bandsins yrðu yfirvinnubann. —
A fúndinum varsamþykktein aö-
altillaga til miöstjórnar ASl, sem
hún mun fjalla um á fundi i dag,
sagði Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands tslands i
samtali við Timann. Aðrar iqjp-
lýsingar hafði Óskar ekki að gefa,
þvi að formenn landssamband-
anna eru allir bundnir þagnar-
heiti um efni þessarar tillögu, eða
um efni annarra tillagna þar til
miðstjórnin hefur fjallað um þær.
verkalýdsfélögum?
GV — A fundi framkvæmda-
stjórnar Vinnuveitendasambands
Islands i gær var rætt um þau
fyrirtæki sem telja sig hafa orðið
fyrir tjóni af völdum vinnu-
stöðvunarinnar 1. og 2. marz og
hvort þau ætli hugsanlega að
höfða mál á hendur verkalýðs-
félögum eða öðrum aðilum. Þetta
kom fram i samtali Timans við
Ólaf Jónsson framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands tslands.
Ólafur sagði einnig að ekki hefði
verið tekin endanleg ákvörðun
um þetta mál á fundinum, en það
yrði athugað nánar siðar.
Ólafur sagði ennfremur að hon-
um væri ekki kunnugt um annað,
en að dregið verði af kaupi þeirra
sem ekki mættu til vinnu þessa
daga, en um aðrar aðgerðir hafði
ekki verið tekin afstaða i gær.
Bruni aö
Laugavegi ÍOO
IIEjI
iii iiii
Ull
kom upp eldur i húsgagna-
bólstrun Ragnars Ólafssonar aö
Laugavegi 100.
Slökkviliöiö var kallað á
staðinn kl. 15.15 og fór með þrjá
stórbruna aö ræða og eldurinn
fljótlega slökktur. I bólstrunar-
verkstæðinu brann þó allt sem
brunnið gat en eldur breiddist
ekki til annarra hluta hússins og
þeim fyrirtækjum öðrum sem
húsinu eru, en þar eru m.a. hús
gagnaverkstæöi og þrjá
verzlanir. Eldsupptök vori
ókunn.
Það var harla ljótt um að litast á bólstrunarverkstæðinu eftir brunann. Búið var að siökkva eldinn
er Þessi mynd var tekin. Timamynd Gun’nar