Tíminn - 14.03.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. marz 1978.
9
stjórnarsáttmála væri að finna
fyrirheit um framkvæmdir i
orkumálum. Um það efni var
m.a. svo mælt:
„Lögð verði áherzla á. aukinn
hraða i virkjun islenzkra orku-
gjafa bæði til iðnvæðingar og i þvi
skyni að gera íslendinga óháðari
innfluttri orku. Meðal brýnustu
verkefna eru:
1. Að hraða stórvirkjunum og
gera áætlun um virkjun vatns- og
varmaorku landsins, þannig að
næg orka verði fyrir hendi til al-
menningsþarfa ogaukins iðnaðar
og iðju.
2. Að tryggja sem fyrst með
nýjum virkjunum næga raforku á
Norðurlandi og öðrum landshlut-
um, sem eiga við orkuskort að
búa.
3. Að koma upp hitaveitum,
hvar sem aðstæður leyfa, en
tryggja öðrum sem fyrst raforku
til húsahitunar.
4. Endurskoða skal skipulag
stjórn og eignaraðild orkuöflun-
ar- og dreifingarfyrirtækja.”
Ég held að segja verði að mikið
hafi verið unnið að virkjunarmál-
um á undanförnum fjórum árum.
Það hefur meira að segja heyrzt
að sumum þætti nóg um. Auð-
vitað hefur mikið fjármagn
gengið til þeirra en þær eiga lika
eftir að skila arði. Kröfluvirkjun
er sér á blaði en enginn gat séð
fyrir þær náttúruhamfarir, sem
þar settu allt úr skorðum. En á
þessu sviði hefur verið unnið i
samræmi við fyrirheit stjórnar-
Að framkvæmd utanrikis- og
varnarmála hefur verið unnið i
samræmi við stefnu stjórnarsátt-
málans.
Taumhaldið á
verðbólgunni
Þá er komið að verðbólgunni.
Samkvæmt stefnuyfirlýsingunni
frá 1974 átti að sporna við hinni
öru verðbólguþróun. Sfðar mun
hafa verið undirstrikað, að stefnt
skyldi að þvi að hemla verðbólgu
svo aðhúnyrðihér á svipuðu stigi
og i nálægum löndum og hjá
helztu viðskiptaþjóðum.
1 þessum efnum hefur ekki
tekizt að ná settu marki og er það
svo alkunnugt og margrætt að um
það þarf ekki að fjölyrða. I þeim
efnum hafði þó mjög þokazt til
réttrar áttar frá þvi sem verst
var og ailt fram á mitt siðasta ár
en þá var verðbólguhraðinn kom-
inn niður i 26%. En siðan seig á
ógæfuhlið og var hraðinn orðinn
um 50% um áramótin.
Ég ætla ekki að eyða tfma i að
rekja tölur um þróun i þessum
efnum né bollaleggja um spár.
Slfkt tal er svo margkveðið að
ætla má að það sé flestum tiltækt.
En fram hjá þvi verður ekki
gengið að við verðbólguna hefur
ekki tekizt að ráða svo sem ætlun-
in var og vonir stóðu til. Um
óheillavænleg áhrif hinnar trylltu
verðbólgu bæði i efnahagslifinu
og á öðrum sviðum ætla ég ekki
bezta sem þekkzt hefur. Kaup-
máttur launa á þessu ári eftir
efnahagsaðgerðirnar i febrúar,er
talinn munu verða svipaður eins
og hann varð að meðaltali á
siðasta ári. Sýnast þau lifskjör
standast samanburð við fyrri ár.
Og hvað sem öllum tölfræðilegum
samanburði líður, ber margt þvi
órækt vitni, að fjárráð alls þorra
manna eru og hafa verið tUtölu-
lega rúm. Sjálfsagt á mikU vinna
og langur vinnudagur þar i sinn
þátt. Hitt er lakara að grunnur-
inn, sem á hefur verið byggt,
hefur ekki verið svo traustur sem
skyldi, þar sem við þvi miðurhöf-
um lifað nokkuð um efni fram,
höfum eytt umfram það sem við
höfum aflað og brúað bilið með
skuldasöfnun.
Bjartar hliðar
og dökkar
Þegar litið er yfir starfsár nú-
verandi rikisstjórnar má sam-
kvæmt framansögðu bæði sjá
bjartar hliðar og skugga. Til
björtu hliðanna má fyrst og
fremst telja landhelgismálið, at-
vinnuöryggið, byggðaþróunina og
auknar hitaveitur og virkjunar-
framkvæmdir.
Skuggarnir eru þeir að við höf-
um ekki, þrátt fynr að ýmsu leyti
hagstæð'ar ytri aðstæður, náð
þeim tökum á efnahagsmálum,
sem þurft hefði. Þar hefur þvi sitt-
ýmsan hátt óráðið um þessar
mundir. Eins og eðlilegt er hefur
lögin um efnahagsráðstafanir
sem sett voru i siðasta mánuði
borið einna hæst i umræðum að
undanförnu.
Þar er um að ræða viðkvæm
mál eins og kjaramál yfirleitt.
Þar hættir mönnum til að láta til-
finningar fremur en röksemdir og
rólega yfirvegun ráða. 1 lögunum
felst auðvitað nokkur kjara-
skerðing miðað við óbreytta
kjarasamninga og sé gengið út
frá öruggri atvinnu. Reynt er þvi
aðmildahana fyrir þá sem lakast
eru settir. Auðvitað er ætið
neyðarúrræði að gripa inn i
kjarasamninga.
Engin rikisstjórn og enginn
þingmeirihluti gerir slíkar
ráðstafanir að gamni sinu eða af
illfýsi. Mergur málsins er sá að
án aðgerða var rekstrarstöðvun
fyrirsjáanleg og þar af leiðandi
atvinnuleysi. Gengislækkun án
hliðarráðstafana hefði magnað
verðbólguna úr hófi.
Að minu mati stóð valið á milli
efnahagsaðgerða annars vegar
og rekstrarstöðvunar og atvinnu-
leysis hins vegar. Auðvitað geta
menn lengi deilt um leiðir og úr-
ræði þegar svo stendur á.en ég
held að allar slikar efnahagsað-
gerðir hefðu i einu eða öðru formi
orðið að fela i sér kjaraskerðingu
miðað við að unnt hefði verið að
sigla áfram fullum seglum. En
miðað við aðstæður og verðbólgu-
hættu er sennilega um alls enga
s Framsóknarflokksins:
elgismálinu
a um áhrif smáþjóðar
Nokkur hluti þingfulltrúa hlýðir á ræðu ólafs Jóhannessonar á sunnudagsmorguninn.
sáttmálans.Aðvísuhafa ekki enn
verið sett almenn lög um skipu-
lag,stjórnog eignaraðildorkuöfl-
unar-og dreifingar fyrirtækja en
að þvi verkefni vinnur stjórn-
skipuð nefnd. I þeim efnum hefur
Framsóknarflokkurinn markað
ákveðna stefnu.
Ég sleppi þvi hér að rekja
ákvæði stjórnarsáttmálans um
utanrikis- og öryggismál. Segja
má að þau séu mjög i samræmi
við fyrri samþykktir Fram-
sóknarflokksins um það efni
nema hvað horfið er frá fyrri
fyrirætlan að láta varnarliðið
vikja héðan i áföngum, svo sem
verið hafði stefna fyrrverandi
rikisstjórnar.
að orðlengja. Ætla mætti aö þau
væru mönnum nokkuð ljós ef
mark má taka á samþykktum
funda og tali manna. Þessi mál
þarf að taka fastari tökum en
hingað til og leita að nýjum
leiðum. Sjálfsagt hafa ýmis mis-
tök átt sér stað og menn ættu að
vera reynslunni rikari. En með
árangurinn á þessu sviði geta
rikisstjórnin og stjórnarflokk-
arnir ekki verið ánægð.
Tölfræðilegar upplýsingar sýna
að lifskjör almennings hafi
rýrnað nokkuð á árum 1975-1976,
miðað við það sem áður var' Hins
vegarsegjasömuupplýsingar, að
kjörinhafibatnaðá sl.áriog voru
a.m.k. undir lokin oröin með þvi
hvað gengið úrskeiðis og þá
einkanlega að viðnám gegn verð-
bólgu hefur ekki borið tilætlaðan
árangur. Við svo búið má ekki
standa. Verðbólguna verður að
hemla. í þvi efni verður að leita
nýrra leiða og úrræða. Hver sú
rikisstjórn sem hér kann að
starfa eftir kosningar verður að
einbeita sér að þvi viðfangsefni.
Ætíð neyðar-
úrræði að gripa
inn í
kjarasamninga
Astand i efnahagsmálum er á
raunverulega kjaraskerðingu að
ræða. Þessar staðreyndir þurfa
menn að ihuga og meta.
Éghygg að flestir, já e.t.v. all-
ir, játi að eitthvaö varð að gera.
Rikisstjórnin hefur mest og
lengst verið gagnrýnd fyrir að-
gerðaleysi i efnahagsmálum. Þær
raddirhafa verið býsna háværar
sem hafa krafizt ákveðinna að-
gerða. Þess ættu menn aö minn-
ast þegar mál þessi eru ihuguð.
Að sjálfsögðu veita
ráðstafanirnar rétt til uppsagnar
kaupliða og endurskoðunar. Ég
skal engu spá um það á þessu
stigi, hver endir verður hér á. Ég
held að farsælast verði að fara að
öllu með gát i þessum efnum.
Meginmarkmiö
Framsóknar-
flokksins
Það er viðeigandi við þetta
tækifæri að reynt sé að skyggnast
fram á veginn og reynt sé að gera
grein fyrir þvi, hvernig Fram-
sóknarflokkurinn skuli snúast við
þeim viðfangsefnum, sem liklegt
er að tii úrlausnar komi. Eins og
endranær er hið ókomna alltaf
háðóvissubæðiatburðarás og að-
stæður. Það er einmitt hlutverk
þessa flokksþings að marka
stefnu Framsóknarflokksins bæði
i grundvallaratriðum og I ein-
stökum málum og málaflokkum,
eftir þvi sem við veröur komið.
Að sjálfsögðu er þar um að ræða
stefnu-yfirlýsingar, sem mið-
stjórn, þingflokkur og fram-
kvæmdastjórn hljóta að móta
nánar i framkvæmd.
Grundvallaratriði eða megin-
markmið sem Framsóknar-
flokkurinn byggir stefnu sina á,
hljóta að mestu að verða hin
sömu og áður. í flokksþingssam-
þykktum verður þvi fyrst og
fremst um að ræða undirstrikun
þeirra, fyllri útfærslu eða ná-
kvæmari orðun. Það má e.t.v.
smiða þeim nýjan ramma þó að
myndin verði eftir sem áður hin
sama. Og reyndar er það nú svo
að hugsjónastefnur sem menn
gera sér að leiðarljósi, eru og
verða alltaf að nokkru leyti barn
sins tima.mótast að einhverju
leyti af aðstæðum á hverjum tima
og staðbundnum skilyrðum.
Það þjónar tæpast nokkrum til-
gangi að ég fari i þessum inn-
gangsorðum að rekja þær hug-
sjónastefnur eða þau megin-
markmið sem Framsóknar-
flokkurinn byggir á. Ég skal þvi
aðeins nefna fátt eitt.
Framsóknarflokkurinn vill
byggja landsstjórn á lýðræði og
þingræði og telur það megin-
markmið sitt að standa vörð um
stjórnarfarslegt, efnahagslegt og
menningarlegt sjálfstæði þjóðar-
innar.
Framsóknarflokkurinn er
frjálslyndur framfaraflokkur,
sem vill að atvinnulíf lands-
manna byggist á framtaki og
sjálfsbjargarviðleitni ein-
staklinga eða félaga, sem leysa
sameiginleg verkefniá grundvelli
samtaka samvinnu og félags-
hyggju. Hann vill skipulega upp-
byggingu atvinnulifs.
Framsóknarflokkurinn vill
byggja á jafnrétti og jafnræði
allra þjóðfélagsþegna. Þess
vegna vill hann, að öllum þjóð-
félagsþegnum gefist jöfn tækifæri
til að þroska og nýta hæfileika
sína við nám og starf. Þess vegna
vill Framsóknarflokkurinn fram-
för þjóðarinnar allrar og öfluga
byggðastefnu. Hann vill óskert
yfirráð landsmanna sjálfra yfir
auðlindum landsins, atvinnutækj-
um og atvinnurekstri.
Framsóknarflokkurinn leggur
áherzlu á félagslegt öryggi bæði i
veikindum og vegna örorku, elli
og áfalla af völdum náttúruham-
fara.
Framsóknarflokkurinn er and-
vigur öfgastefnum og kreddutrú
hvort sem er til hægri eða vinstri,
og vili veita viðnám gegn ofstjórn
og óþörfum rikisafskiptum. Hann
vUl tryggja einstaklingunum rétt
til persónufrelsis og tjáningar-
frelsis.
Ég skalekki að sinni taka meiri
tima til að tala um þau megin-
markmið sem eru grundvöllur
Framsóknarflokksins — sem eru
forsendur hans sem sérstaks og
sjáifstæðs stjórnmálaflokks.
V iðf angsef nin
næstu ár
Eins og jafnan endranær verða
þau viðfangsefni þjóðfélagsins og
þarfir fólks þar og hér sem kalla á
úrlausn á næsta kjörtimabili
vafalaust mörg og margvisleg.
Sum sem þegar eru fyrirsjáanleg,
önnur, sem koma til án þess að
gera boð á undan sér.
Égtel að efnahagsmálin, og þá
ekki hvað sizt verðlagsþróunin
eða verðbólgan hljdti að verða
meginviðfangsefni Alþingis og
rikisstjórnar, hver svo sem hún
verður á næsta kjörtimabili svo
og það aö tryggja rekstrargrund-
völl atvinnuveganna. Ég held, að
á næstunni verði að leggja aðal-
áherzlu á lausn þeirra mála bæði
"Frh. á 10. siðu