Tíminn - 14.03.1978, Síða 11
Vikingar áttu
i mestu
erfiðleikum
með KR
Skotglaðir KR-ingar réðu ekki við...
.Rússa-blokk-
reir lék
iekki með
'H-liðinu
vegna
veikinda og
Þórarinn er
hættur
Ég reysti mér hreiniega
ekki til að leika, þar sem ég er
nýstiginn upp úrrúminu— var
með flensupest og 4« stiga
hita, sagði Geii- Hallsteinsson,
handknattleikskappinn snjalli
ír Hafnarfirði, sem lék ekki
íeð FH-liðinu gegn Vals-
íönnum og munaði um
linna.
Þá lék Þórarinn Ragnarsson
ekki með FH-liðinu og ganga
|þær sögur um, að hann sé
liættur að leika handknattleik,
þar sem hann er önnun kafinn
og hafi ekki tima til að æfa.
Víkingur
á
toppnum
Vikingar hafa náð þriggja
stiga forskoti i l. deildar-
keppninni — þeir hafa þó leik-
ið einum leik meira en Hauk-
ar, sem eru i öðru sæti. Það er
Ijóst að lokabaráttan um ís-
landsmeistaratitilinn verður
geysilega hörð, en staðan er
nú þessi i 1. deildarkeppninni,
eftir leiki helgarinnar:
laukar — Ármann.24:13
/ikingur — KR.23:21
/alur — FH....24:19
/ikingur .. 9 6 2 1 194:160 14
laukar ... 8 4 3 1 153:140 11
/alur..... 9 5 1 3 183:170 11
FH ......... 10 5 1 4 191:170 11
ÍK........ 8 3 3 2 159:148 9
Fram...... 8 2 2 4 169:186 6
KR........ 9 2 1 6 186:197 5
Armann .. 9 1 1 7 162:199 3
ering’ar*
Víkinga
KR-ingar veittu Vikingum harða keppni, þegar þeir mættust i Laug-
ardalshöllinni á sunnudagskvöldið. KR-ingar mættu ákveðnir til
leiks og tóku fljótlega frumkvæðið i sinar hendur, en þegar á leikinn
leið féllu hinir ungu leikmenn á sjálfs sin bragði. — Þeir urðu óþol-
inmóðir og voru skjótandi i tima og ótima. Sóknarlotur KR-inga
voru mjög stuttar þar sem þeir skutu oft i vonlausu færi. Þessi óþol-
inmæði var eins og vatn á myllu Vikinga, sem náðu að snúa leiknum
sér i hag og tryggja sér sigur — 23-21.
KR-ingar náðu fjögurra
marka forskoti — 8:4 og siðan
10:6. Vikingar áttu i mestu
erfiðleikum með KR-inga, sem
börðust vel og gáfu ekkert eftir.
Jóhannes Stefánsson átti mjög
góðan leik i KR-liðinu og einnig
var Simon Unndórsson erfiður
Vikingum, sem náðu að minnka
muninn i 9:11 fyrir leikshlé.
KR-ingar höfðu yfirhöndina
til að byrja með i seinni hálfleik,
en þegar staðan var 15:13 fyrir
þá, hrakaði leik þeirra skyndi-
lega — Vikingar skoruðu 5 mörk
iröð og komust yfir 18:15 og sið-
an voru þeir búnir að ná 5
marka forskoti — 21:16. KR-ing-
ar léku mjög illa á þessu tima-
bili, enda skoruðu þeir ekki
nema eitt mark á 16 min. leik-
kafla. Óþolinmæði þeirra og
skotgræðgi varð þeim að falli. —
Leikmenn KR-liðsins voru á
þessum tima oft skjótandi i von-
lausri aðstöðu eftir mjög stuttar
sóknarlotur.
Vikingar léku siðustu min.
með 4-5leikmenn inn á, þar sem
nokkrir leikmenn þeirra fengu
að kæla sig. KR-ingar náðu að
minnka muninn i tvö mörk
fyrir leikslok og sigur Vikinga —
23:21 var i höfn.
KR-ingar geta sjálfum sér um
kennt, hvernig fór. — Þeir voru
mjög óþolinmóðir i sókn, og
voru sóknarlotur þeirra þar af
leiðandi rhjög stuttar og litt
yfirvegaðar eða ógnandi. Þá
var varnarleikur KR-liðsins
mjög slakur i siðari hálfleikn-
um. — Vikingar notuðu „Rússa-
blokkeringar” gegn þeim og
gengu þær ávallt upp og það á
sama staðnum. KR-ingar höfðu
enga vörn gegn þeim.
Vikings-liðið var mjög jafnt i
leiknum. Árni Indriðason átti þó
góðan leik og Viggó Sigurðsson
átti góða spretti — sérstaklega
var hann liflegur i byrjun seinni
hálfleiksins, en þá hélt hann
Vikingum á floti með þremur
góðum mörkum, sem voru mjög
þýðingarmikil fyrir Vikinga. Þá
var Björgvin góður - er greini-
lega að ná sér á strik að nýju
eftir veikindin.
Jóhannes Stefánsson átti
mjög góðan leik með KR-liðinu.
—Hann skoraði 6 mörk af linu og
þá var hann traustur i vörninni.
Simon Unndórsson átti góða
spretti, en hann félli i sömu
gryfjuna og aðrir útispilarar
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON...
skoraði fjögur falleg mörk gegn
KR.
KR-liðsins — að vera skjótandi i
tima og ótima.
Mörkin i leiknum skiptust
þannig:
Vikingur: — Viggó 6, Árni 6(3),
Björgvin 4, Páll 3(1), Þorbergur
2, Magnús 1 og Skarphéðinn 1.
KR: — Jóhannes 6, Simon 5,
Haukur 4, Kristinn 1, Þorvarður
G. 1, Olafur 1, Þorvarður H. 1,
Sigurður Páll 1 og Björn 1.
—SOS
— sagði Gunnsteinn Skúlason, þjálfari
Valsliðsins, sem sigraði FH — 24:19
— Ég er mjög ánægður með, að
okkur tókst að tryggja okkur
sigur gegn FH-liðinu. Með
þessum sigri sýnum við að við er-
um enn með i baráttunni um
islandsmeistaratitilinn, sagði
Gunnsteinn Skúlason, þjálfari
Valsliðsins, sem vann öruggan
sigur — 24:19 yfir FH-ingum i
Laugardalshöllinni á sunnudags-
kvöldið i 1. deildarkeppninni.
Gunnsteinn sagði, að Valsliðið
hefði þó ekki náð að sýna góðan
leik. — Strákarnir eru nýstignir
upp úr veikindum þvi flensa hefur
herjað á þá að undanförnu, sagði
Gunnsteinn.
FH-liðið lék án Geirs
Hallsteinssonar — hann var veik-
ur, Þórarins Ragnarssonar og
Magnúsar Ólafssonar, markvarð-
ar, sem á enn við meiðsli að
striða, FH-liðið átti aldrei sigur-
möguleika gegn Valsmönnum,
sem tóku leikinn fljótlega i sinar
henduroghöfðuyfir 11:7 i leikshl-
éi. Þetta forskot juku þeir jafnt og
þétt i seinni hálfleik. — Mest náðu
Valsmenn 7 marka forskoti —
18:11,
Bjarni Guðmundsson átti mjög
góðan leik með Valsliðinu, en
annars var leikur Valsmanna
mjög jafn og skar enginn sig úr.
FH-ingar tefldu fram ungum
leikmönnum, sem eru reynslu-
lausir. Þeir áttu aldrei möguleika
gegn hinum reyndu leikmönnum
Vals. Július Pálsson var drýgstur
hjá FH-liðinu. — Hann skoraði
nokkur falleg mörk með föstum
langskotum.
Mörkin skiptust þannig: / .
VALUR: — Jón K. 10(8), Bjarni 3,
Gisli 3, Jón Pétur 2, Steindór 2,
Stefán 2, Þorbjörn G. 1 og Björn 1.
FH: —-Július 6 (2), Janus 4 (1),
Guðmundur Arni 4, Tómas 2, Árni
1, Guðmundur M. og Valgarður 1. JÓN PÉTUR JÓNSSON... sést hér sækja að marki FH-liðsins. ArniGuðjónsson er til varnar.
—SOS. (Tlmamynd Róbert)
„Við verðum m
í baráttunni”