Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 15. marz 1978 Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri. Við færibandið. AUKINN OG BETRI AFLI ÁHÚSAVÍK Greiddi 30 milljónir í verðbætur á fiski fyrir árið 1976. Rætt við Tryggva Finnsson, framkvæmdastjóra á Húsavík Séð yfir höfnina úr gluggum frystihússins. Þarna má sjá hluta trillubátafiotans og togarann, sem liggur viö þvergarðinn. Útgerð frá Húsavík hefur til skamms tima þróazt á dálitið annanháttená öðrum stöðum. Smábátaútgerö hefur vcrið þar i öndvegi, og það er ekki fyrr en fyrir rúniu ári að togari er íeng- inn til staðarins, en togaraút- gerð hefur verið talin aðal forsendan fyrir fiskvinnu i landi, þvi togararnir tryggja fisk allt árið, en ekki aðeins til- skilin timabil, eins og þar sem vélbátaútgerð sér fyrir hráefn- inu. Aukinn af li Ýmsir hafa vakiö athygli á þeim breytingum, sem oröið hafa á fiskvinnslunni i landi. Hér áður komu kannski skip, og fólkið kom og saltaði. Siðan fðr það heim, og þvi var ekki gert orð um vinnu næsta dag, nema eitthvað hefði fallið til, — og timinn leið. Atvinnutekjur voru stopular og atvinnuleysi landlægt, a.m.k. vissa mánuði ársins. Nútima fiskvinnsla er öðruvisi byggð upp. Ahersluna leggja menn á stöðuga vinnu og fasta starfsmenn, sem ganga til vinnu sinnar hvern virkan dag, og alveg án tillits til aöstæðna á hafinu, þá þarf að vera til fiskur alla daga, svo vinnslan sé sem jöfnust. En fiskveiðar eru sveiflu- kenndur atvinnuvegur, svo ekki sé meira sagt. Talið er nú, að rekstraratöðvun sé skammt undan, t.d. hjá frystihúsunum i Vestm annaeyjum, þvi framleiðslufyrirtækin eru rekin með tapi, — og þegar við hittum Tryggva Finnsson, framkvæmdastjóra Fiskiðjunn- ar á Húsavík á dögunum, fannst okkur það kjörið tækifæri til þess að heyra af árangri Fisk- vinnslunnar á Húsavik, en hennar er ekki oft getið i fjöl- miðlum. Við spurðum Tryggva fyrst hvernig útgerðin og fisk- vinnslan hefði gengið á siðasta ári. — Útgerð frá Húsavik gekk frekar vel á seinasta ári, sagði Finnur. Við fengum hér á land um 8000 lestir af fiski, sem er tæplega 3000 tonnum meira en við höfum átt að venjast. Þar munar að sjálfsögðu mest um afla togarans Júliusar Havsteen, en þessi viöbótarafli, án fjárfestingar, verður ef til vill til þessaö viö komum betur út en ella. Togarinn aflaði rúmlega 2000 tonn. Togarinn kom hingað til okk- ar i október 1976. Það voru viss- ir byr junarörðugleikar við veiðarnar. Spilbúnaður skipsins reyndist ekki i lagi, eða öllu heldur stjórnbúnaður hans, og það tók okkur marga mánuði að fá þetta i lag. Togarinn hefur stundað veiðar fyrir austan og vestan, en mikið hefur einnig verið veitt út af Norðurlandi. Fiskurinn er að stækka og passar ekki lengur i vélarnar — Hvernig hefur fiskurinn verið? — Fiskurinn er að stækka. Virðist vera alveg eindregin þróun i þeim málum hérna fyrir norðan. Hann er alltaf að verða stærri og stærri. Get ég nefnt sem dæmi að lfnufiskur hefur valdið örðugleikum hér i janú- armánuði, þvi hann var smár, en í ár hefur þetta breytzt, og linufiskurinn er yfirleitt stór hrognafullur fiskur, og var þaö reyndar líka að hluta til i fyrra. Greiddu 30 milljónir króna i verðbætur á fisk 1976. Hefur fiskstærðin jafnvel valdið okkur erfiðleikum, þvi að við erum auðvitað vélvæddir fyrir þann fisk, sem hér hefur áður veiðzt — eða fyri minni fiska. Erum við að vona að þessi þróun haldi áfram og þá munum við breyta vélabúnaði til sam- ræmis við það. Nú er Fiskiðjusamlagið sam- vinnufélag nokkurra aðila. Hvernig er eignaraðildinni skipt? — Fiskiðjusamlagið er byggt þannig upp, að um helmingur hlutafjárins er f eigu Kaupfélags Þingeyinga. Sveitarfélagið á einnig stóran hlut, eða bæjarfé- lagið. Siðan eru margir ein- staklingar með hluti og þá mest sjómenn. Réttara er þó að segja að hlut- hafarnirséu sjómenn og útvegs- menn, sem hér störfuðu þegar félagið hóf starfsemi sina, en auðvitað hafa nýjar kynslóðir að nokkru komið til skjalanna. Hlutaféð er farið að dreifast meira. Afraksturinn af rekstri fé- lagsins rennur til þeirra sem afla fiskjar, og við greiddum þannig i uppbætur á fiskveö fyrir árið 1976 um 30 milljónir króna, en 1977 er óuppgert enn- þá. — Útgerðin hér er smábátaút- gerð. Bátarnir stunda hand- færaveiðar og linuveiðar, en auk þess eru hér nokkrir rækju- bátar. í vetur ganga átta bátar til rækjuveiða og rækjuvinnsla er starfrækt i samlaginu. Rækju- veiðar fara fram að vetrarlagi einvörðungu i öxarfirði. Nokkr- ir stærri bátar hafa svo reynt við úthafsrækju og munu stunda sikar veiðar i sumar. Þetta er mjög áhugaverður þáttur, þvi ef' djúphafsrækju er að fá, þá get- ur hún tryggt rækjuvinnslu hér allt árið. 3-4 bátar munu hyggja á þessar veiðar. — Við rækjuvinnsluna starfa 15-20 manns i landi þannig að það munar talsvert um þetta. Að staðaldri vinna um 150 manns við fiskvinnsluna. Auk þess að frysta fisk, þá er hér söltun á grásleppuhrognum. Loðnubræðsla er ekki hér en Sfldarverksmiðjur rikisins reka hér fiskimjölsverksmiöju, sem vinnur fiskúrgang. Höfnin á Húsavik — Það kemur fram, að frá Húsavik er geröur út fjöldi báta, og togari hefur verið fenginn til Húsavikur. Þá er útskipun og uppskipun fyrir orkuver og kisilgúr. Hvernig gengur að nýta höfnina fyrir svo fjölþætta starfsemi? Þetta hefur auðvitað kallað á auknar framkvæmdir vð höfn- ina. Hér hafa staðið yfir hafn- arframkvæmdir, sem i raun og veru hafa gerbreytt aðstöðunni. Fyrir nokkrum árum þurftu all- ir bátar að liggja við legufæri út i höfninni ef eitthvað var að veðri, en nú er búið að byggja þvergarð, sem lokar bátakvinni alveg fyrir hafáttinni. Siðan eru i gangi framkvæmdir til þess að bæta aðstæður fyrir opnu bát- ana, þannig að öryggi þeirra sé tryggt enn frekar. Kisilgúrinn og svo til öll af- greiðsla vöruflutningaskipa er siðan við norðurgarðinn, þannig að þetta veldur ekki vandræð- um. Teljum við að skipulag hafnarinnar hafi tekizt vel. Eru engar framfarir í trilluútgerðinni? Það er örðugt að segja um það. Auðvitað hafa trillurnar þróazt á sinn hátt. Þær eru framhald af áraskipunum. Ýmislegthefur komið fram til hagræðingar. Vélbúnaður hefur aukizt og ný tækni hefur komið til við veiðarnar, þannig að ef borið er saman við elztu skipin er munurinn mikill. Að öðru leyti hefur ekki orðið á mikil breyting þar til nú, að nýjungar virðast i nánd, en plastbátar eru að koma á mark- aðinn. Telja ýmsir, að plastefni sé það sem koma skal i smábáta og jafnveluppi minni dekkbáta. — Viðhaldskostnaður plast- bátanna verður miklu minni en viðhaldskostnað.ur trébátanna, og þar að auki eru plastbátarnir ódýrari i byggingu. Húsvikingar hafa reynt að fylgjast með þessari þróun og fyrstu plastbátarnir eru þegar komnir i gagnið hér. Þá er ganghraði plastbátanna meiri, eða getur verið það og það minnkar stim, eða siglinga- timann til og frá miðunum. Trilluútgerð svo að segja allt árið — Nú hefur smábátaútgerð verið lifseigari frá Húsavik en mörgum stöðum öðrum. Hvers vegna er það svo?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.