Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 7
!11.! 11 !l‘11 Miövikudagur 15. marz 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar SÍOumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:. 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjaid kr. 1700 á mánuöi. ... . ... Blaöaprent h.f. Meginviðfangsefni í ræðu þeirri, sem ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, flutti við setningu flokks- þingsins á sunnudaginn var, drap hann á mörg þau mál, sem efst eru á baugi. Um framtiðarviðfangs- efni sagði hann meðal annars: ,,Eins og jafnan endranær verða þau viðfangsefni þjóðfélagsins og þarfir fólks þar og hér, sem kalla á úrlausn á næsta kjörtimabili váfalaust mörg og margvisleg. Sum, sem þegar eru fyrirsjáanleg, önnur, sem koma án þess að gera boð á undan sér. Ég tel, að efnahagsmálin, og þá ekki hvað sizt verðlagsþróunin og verðbólgan, hljóti að verða meginviðfangsefni alþingis og rikisstjórnar, hver svo sem hún verður á næsta kjörtimabili, svo og það að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna. Ég held, að á næstunni verði að leggja aðaláherzlu á lausn þeirra mála, bæði með timabundnum ráð- stöfunum og varanlegri úrræðum...” Siðan vék hann að þeim byrjunarskrefum, sem stigin hafa verið og sumir vilja gera litið úr, þótt hann teldi ekki réttmætt að lita það of smáum aug- um, er þegar hefur verið gert. Siðan hélt hann áfram: „En ég fyrir mitt leyti legg á það áherzlu, eins og ég hef áður gert, að mál þessi verði tekin fastari tökum hér eftir en hingað til. Ég held, að til þess ættu að vera skilyrði, þar sem verðbólgan nú er runnin meir af innlendri rót en áður. Ég tel nauð- synlegt að stefna að meiri stöðugleika i efnahagslif- inu. Þvi marki verður ekki náð með þvi að hafa alla enda lausa, ef svo má segja....Ég held, að stöðugt gengi sé undirstaða trausts efnahagslifs. Vitaskuld getur orðið óhjákvæmilegt að beygja sig fyrir verð- sveiflum á útflutningsmarkaði.” Þessu næst vék hann að þvi, að sanngjarnast virt- ist að byggja á visitölu, sem miðaðist við þjóðar- tekjur. Þætti sú breyting of róttæk, væri æskilegt að ná samkomulagi um nokkrar lagfæringar á visi- töluútreikningi og visitölugrundvelli, enda ætti það við þau rök að styðjast, að neyzluvenjur hafa stór- lega breytzt. Taldi hann rétt að huga að þeirri skip- an, sem gilti i Danmörku, þar sem hvorki óbeinir skattar né niðurgreiðslur hafa áhrif á visitölu. Siðan sagði hann: ,,Þá verður að leggja áherzlu á hallalausan rikis- búskap. Það er eitt af frumskilyrðunum fyrir þvi, að hægt sé að hemla verðbólgu. Hafa verður stjórn á framkvæmdum og fjárfestingu. Þar verður að sniða stakk eftir vexti, bæði hvað snertir fjárhags- getu og vinnuafl. Þar verður að draga nokkuð sam- an frá þvi, sem verið hefur, og ekki taka of mikið fyrir af stórframkvæmdum i einu. Það þarf að koma upp og styrkja jöfnunarsjóði fyrir atvinnuvegina til að mæta sveiflum i verðlagi og öðrum áföllum. En þeir jöfnunarsjóðir mega ekki aðeins vera nafnið — ekki tómir sjóðir, sem notaðir eru til sjónhverfinga. Það eiga að vera raunverulegir sjóðir, sem greitt er i, þegar vel gengur, en gripið er til, þegar á móti blæs. Þvi að- eins geta þeir þjónað tilgangi sinum. Ég álit þá hugmynd, sem sett er fram i hinu viða- mikla verðbólgunefndaráliti um stofnun fastrar samvinnunefndar stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins undir forsæti ráðherra, góðra gjalda verða og gagnlega. Sú samvinnunefnd má þó ekki vera svo fjölmenn, að hún sé óstarfhæf... Siðast en ekki sizt ber að leggja áherzlu á aukna framleiðni og framleiðslu, og þá ekki sizt full- vinnslu og fjölbreyttari framleiðslu.” — JH Dönsk blöð um sveitarstj órnarkosningarnar i Danmörku: Deilur um borgar s tj óraem- bættið á Friðriksbergi Leikkonan Helle Virkner komst á hvers manns varir Friðriksberg.sem reyndar er aðeins hluti Kaupmannahafn- ar og raunar ekki ýkjafjarri miðborginni, hefur fram á þennan dag verið sérstakt sveitarfélag. Þar býr afar- margt fólk, sem nákomið er dönskum fjármálaumsvifum og frá upphafi vega hefur Friðriksberg verið einn fárra staða.þar sem ihaldsflokkur- inn hefur haft töglin og hagldirnar. 1 sveitarstjórnar- kosningunum, sem haldnar voru fyrir skömmu i Dan- mörku gerðust þau övæntu tíðindi að ihaldsflokkurinn missti meirihluta sinn. Svipað gerðist viðar, þar sem hann hefur haft meira fylgi en ger- ist yfirleitt i Danmörku. Einn slikra staða var til dæmis Tástrup, þar sem Ihalds- flokkurinn hefur rikt i sextán ár en tapaði nú. Að visu hafði hann ekki veriö þar einráður. 1 Tastrup hafa valdaskiptin gengið greitt. Þar hefur þegar verið fastmælum bundið að jafnaðarmaður taki við störf- um borgarstjóra 1. april. Hinn nýi meirihluti er að visu nokk- uð sundurleitur. Hann skipa sem sé átta jafnaðarmenn og fulltrúar af listum róttækra óháðra borgara, kommúnista og Glistrupsflokksins.einn frá hverjum. Varaborgarstjóri verður fulltrúi óháða borgara- listans, sem áður var I sósialska þjóðarflokknum. A Friðriksbergi hefur reynzt meiri vandkvæðum bundið að skipa nýjan meirihluta. Þar var hugmyndin.að jafnaðar- menn mynduðu meirihluta með róttækum vinstri sósial- istum, sósialska þjóðarflokkn- um og kommúnistum. Borgarstjórnarfulltrúar á Friðriksbergi eru alls tuttugu og fimm. Hlutu jafnaðarmenn nfu,róttækir einn, ihaldsmenn ellefu, sósialski þjóðar- flokkurinn einn, kommúnistar einn, vinstri sósialistar einn og Glistrupflokkur einn. Staðan er þvi sú að ihalds- flokkurinn og Glipstrupsfull- trúinn geta myndað meiri- hluta ef þeir fá einn mann til viðbótar til liðs við sig. Fyrir kosningarnar og enda á sjálfa kosninganóttina hafði verið látið i það skina að leikarinn Helle Virkner yrði borgarstjóraefnið ef svo færi að ihaldsflokkurinn lyti i lægra haldi. í kosningunum fékk Helle Virkner 5.236 per- sónulegatkvæðirsemþykir góð traustsyfirlýsing en annar jafnaðarmaður Kristian Al- bertsen fékk á áttunda þúsund persónuleg atkvæði. 1 krafú þess gerði hann kröfu úl borgarstjóraembættisins, en leikkonan dró sig i hlé. Við þettá hefur komið babb i bátinn. Fulltrúi róttækra, Hanne Helveg Petersen, sem er eiginkona þekkts þing- mans, Niels Helvegs Peter- sen, neitar að styðja Kristian Albertsen sem borgarstjóri enda þótt hún neiti einnig að hafa neitt saman við hinn gamla borgarstjóra að sælda. A hinn bóginn hefur hún sagt að hún væri fús til þess að styöja annan jafnaðarmann en Kristian Albertsen og einnig annan ihaldsmann en gamla borgarstjórann. Fram undir þetta hefúr Kristian Albertsen neitað að draga sig i hlé. Það gerði aftur á móú gamli borgarstjórinn,er hann sá hvers kyns var en þó með þeim ummælum, að kannski ætti hann fýrir hönd- um lengri setu i borgarstjóra- embætti þegar til kastanna kæmi. Eigi að siður hefur ihaldsflokkurinn á Friöriks- bergi valið sér nýtt borgar- stjóraefni til þess að þóknast fulltrúa róttækra. Enn er ekki séð fyrir endann á þessari togstreitu og má vel vera,að Kristian Albertsen láti undan siga á siðustu stundu,ef Hanne Helveg Petersen reynist ósveigjanleg. — Það er dæmafátt, segir hann að lýðræðisflokkur eins og róttæki vinstri flokkurinn er, skuli ekki virða úrskurð kjósenda. Ég er ekki neinn sjálfkjörinn fursti,heldur voru það kjósendur, fólkið á Friðriksbergi/Sem vottaði mér meira traust en öllum öðrum i þessum kosningum. Þess vegna getur Hanne Helveg Petersen ekki komið og sagt: Ég vil þig ekki, ég vil annan. Viljihúntaka þann kostinn að lofa ihaldsmönnum aö ráðska áfram með Friöriksberg og verða auk þess að þóknast Glistrupog hans mönnum, þá segi ég: Gerðu svo vel. — Með einþykkni sinni og þvermóðsku getur Kristian Albertsenneyttmig til þess að styðja íhaldsmenn til forystu á Friðriksbergi, segir aftur á móti Hanne Helveg Petersen enda þóttég i hjarta minu vilji heldur unna jafnaðarmönnum þess. Þrátt fyrir hörð ummæli getur þó svo farið að upp komi á siðustu stundu hlutur leik- konunnar Helle Virkner. Hún þreifaöi fyrst fyrir sér i borg- arstjórnarmálum fyrir fjórum árum.en þótti þá nokkuð hik- andi og ekki likleg til mikils pólitisks frama. En að þessu sinni sótti hún i sig veðriö og siðustu daga hefur ekki verið meira um aðra talað en hana i dönskum blöðum. Hún var stödd i ABC-leik- húsinu i þann veginn að ganga fram á sviðið er henni bárust fregnir af þvi að Krisúan Al- bertsen stæði á þvi fastara en fótum, að honum bæri borgar- stjóraembættið. — Mér sárnaði sagði hún, ég skal játa það og þá ekki sizt, að maðurinn hafði ekki látið svo litið að nefna þetta við mig. Ég viðurkenni lika að mér hefði ekki verið á móti skapi að spreyta mig i borgar- stjóraembætti, þótt það yröi að ganga út yfirfrænku Char- lesar og fleira gott fólk á leik- sviðinu. En ég bregzt Albert- sen samt ekki.ef hann á þess kost að hreppa borgarstjóra- embættið. Annars segja blöðinumHelle Virkner,að hún eigi kjósenda- hylli sina nú mest þvi að þakka,hve blessunarlega laus hún sé við leikaraskap, þegar hún snýr að málefnum al- mennings, gangi hreint til verks, temji sér litt þaö orða- far sem flestir stjórnmála- menn iðka og hiröi litiö um að sigla milli skers og báru eða bjarga sér með undan- brögðum og vifilengjum. Hún þykir ekki um skör fram þvinguð af flokksaganum og ekki sokkin i diplómatiska taflmennsku enda þótt hún hafi dansað bæði við Krúsév og Johnson,einsog rifjað hefur verið upp. Liklega er sannleikurinn sá að meðal almennings á Friðriksbergi yrði þvi vel tek- ið að hún y rði borgarstjóri þar en hið gróna flokksfylgi er hliðhollara Albert Kristian- sen. Helle Virkner eftir borgarstjórnarkosningarnar — hún getur hallaö sér að frænku Charlesar, ef hún verður ekki borgarstjóri I Friðriksbergi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.