Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 15. marz 1978 Hin unga norska óperusöngkona Rannveig Eckhoff. Norsk óperu- söngkonai Norræna húsinu Norska sópransöngkon- an Rannveig Eckhoff syngur sem gestur Norræna hússins á mið- vikudagskvöld 15. marz. Undir- leikari verður Guðrún Kristins- dóttir. Rannveig Eckhoff er að- eins 29 ára gömul, en hefur þegar skipað sér meðal beztu óperu- söngkvenna Norðmanna. Hún söng hlutverk Kátu ekkjunnar i Stokkhólmi 1974, en sú sýning var sýnd 275 sinnum fyrir fullu húsi. Rannveig Eckhoff starfar nú við óperuna i Mannheim i V.Þýzka- landi. Hér mun hún syngja ann- ars vegar norsk verk, og hins vegar franska söngva, sem sjald- an eru fluttir hérlendis. Blindrakvöld - sunnudaginn 19. marz i Templarahöllinni Sunnudaginn 19. marz heldur Framtiðin, ein af stúkum Islenzkra ungtemplara, blindra- kvöld. Blindrakvöld af þessu tagi, eru haldin einu sinni ár hvert og hafa jafnan ágætir listamenn skemmt gestum með framlagi sinu til kvöldsins. I vetur skemmtu alþingismennirnir, Helgi Seljan, KarvelPálmason og Viihjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra, við góðar undir- tektir og nú horfir einnig vel við., þar sem Sigurður Björnsson óperusöngvari og frú hans, það glæsilega söngpar, mun með und- irleik Carl Billichs, skemmta gestum með söng sinum. Allir þeir listamenn sem lagt hafa kvöldum þessum lið sitt, hafa gert það endurgjaldslaust og ein- ungis til þess að gleðja sjálfa sig með þvi aö gleðja aðra. Vegna þess að Sigurður Björnsson og frú, ásamt Carl Billich skemmta gestum á umræddu kvöldi, þá er vel við hæfi að láta fylgja með visur, sem einn gesturinn, þar sem þau skemmtu, kastaði fram : Breiddist hugljúft bros á kinn, bjarmi á skugga svarta, Sigurður þvi söng þar inn sól i hvers manns hjarta. öll við vorum unað södd af þeim hljóma krafti. Undir frúar fögru rödd fullir héldu kjafti. Allir Billich hörpuhljómar hrundu létt i' takt með þeim þremenningalistin ljómar. Lýsti okkur veginn heim. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en skemmtunin er haldin iTemplarahöllinni og hefst hún kl. 20.00 Hljómsveit Templarahallar- innar leikur fyrir dansinum. Fjörmikill leikur á fjölunum AS!-Mælifelli 13.3. Leikfélag Skagfirðinga hefur að undanförnu sýnt sakamálagamanleikinn fr.ú Alvis eftir Popplewell, bæöi i Varmahlið og á nokkrum stöðum öðrum ogmun i ráði að fara i leik- för norður i Eyjafjörð á næstunni. Hefur leiknum veriö vel tekið og leikstjórn frú Ragnhildar Steingrímsdótturog frammistaöa leikenda rómuð. Með aðalhlut- verk fara Guðrún Oddsdóttir frá Flatartungu og Knútur ölafsson i Varmahlíð, en þau eru bæði góð- kunn leikhúsgestum i Skagafirði, svo og sem þau hafa sýnt mikil tilþrif og fjörugan leik. Með stór hlutverk fara einnig með prýði Kristján Sigurpálsson og Ey- þór Arnason, sem sló i gegn á siðastliðnum vetri i hlutverki Litla Kláusar. Starfsemi Leikfé- lags Skagfirðinga er hin blómleg- asta og ávallt eitt til tvö verk sýnd á hverjum vetri, en frú Alvis er niunda viðfangsefni félagsins. Eitt atriði úr Grátsöngvaranum. „Grátsöngvarinn” sunnan Skarðsheiðar Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar sýnir gamanleikritið Grát- söngvarinn eftir Vernon Sylvine i þýðingu Ragnars Jóhannessonar fyrrverandi skólastjóra. Leikritið er sett upp i hópvinnu. Frumsýn- ing var 3. marz i félagsheimilinu Heiðarborg Leirársveit. Fullt hús áhorfenda var og sýningunni mjög vel tekið. Næstu sýningar verða á laugardag og sunnudag. Sýningum verður haldið áfram fram undir páska. Leikfélagið telur 55 meðlimi, allt mjög áhugasamt og ósérhlifið fólk. Formaður er Brynja Kjerúlf. Kynning á eldvarnartækjum í Breiðholti Timanum hefur borizt fréttatil- kynning frá Junior Chamber þess efnis að félagið sé um þessar mundir að hefja kynningu og sölu á eldvarnartæljum i Breiðholts- hverfum. Astæðan fyrir þvi' að félagið hefur ráðizt i þetta verk- efni, er fyrst og fremst hinir tiðu brunar, sem orðið hafa i hverfun- um. En að áliti félagsins er ekki ndg að selja eldvarnartæki til aðila sem kannski kunna ekki með þau að fara, og þess vegna hefur félagiðgengizt fyrir þvi að haldn- ar verði eldvarnarsýningar og kennsla í þvi hvernig eigi að slökkva mismunandi elda. Sýningar verða sem hér segir: Fyrir Breiðholt I við Breiðholts- skóla fimmtud. 16.3. kl. 20.00. Fyrir Breiðholt III við Fellaskóla, fimmtudaginn 30.3. kl. 20.00. Fyrir Breiðholt II við Alaska, fimmtudaginn 13.4. kl. 20.00. með morgunkaffinu — Þú hefur ckki aðeins kramið hjarta mitt og lagt lif mitt i rúst þú hefur lika eyðilagt kvöldið fyrir mér. HVELL-GEIRI I" ?kkrer H r Eg hef lengi óttazt aft þaÖ félli i ykkar hlut) haida okkur sem heppnast! \ Viö munum finna leiö aftur upp á yfir - boröiö! DREKI SVALUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.