Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 14
Miövikudagur 15. marz 1978 14 • Júlíus Rósinkransson Þeir hljóta listamannalaun F. 5. júli 1892 D. 4. marz 1978 Július Rósinkransson lézt aö heimilisinu aö kvöldi 4. marzs.l. Æviröðull hans var að visu genginn i vesturátt, en ekki kom mér til hugar, er ég átti tal vib hann siðast, glaðan og hressan, að svo örstutt væri til sólarlags. Július fæddist að Tröð i önundarfirði 5. júli 1892. Foreldr- ar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir Jónssonar, bónda aö Grafargili i Valþjófsdal i önundarfirði og Rósinkrans A. Rósinkransson, bóndi i Tröð. Systkini hans voru: Anna, gift Jens Hólmgeirssyni, fulltrúa. Hún lézt i blóma lifsins. Guðlaug- ur, fyrrv. þjóðleikhússtjóri, er lézts.l. haust, og Jón, er andaðist á æskuskeiði. t Tröð ólst JUlius upp i foreldrahúsum og vann þar öll venjuleg búskaparstörf, en stundaði jafnframt nokkuð sjó- sókn, svo sem algengt var um unga menn vestra á þeim timum. Tvo vetur var Július við nám í unglingaskólanum að Núpi i Dýrafiröi, en v'eturinn 1918-1919 var hann i Samvinnuskólanum i Reykjavik. Skömmu siðar varð hann starfemaður hjá Kaupfélagi önfirðinga á Flateyri. Var hann þar i nær sjö ár og um tima fram- kvæmdastjóri félagsins. 1926 geröist Július bókari hjá Kaupfé- lagi Stykkishólms og var það til 1946, er hann varð starfcmaður á Vegamálaskrifstofunni i Reykja- vik og var fulltrúi þar til 1962, er hann lét af störfum að mestu fyrir aldurs sakir. Arið 1926kvæntist Július Sigriði Jónatansdóttur frá Hóli i önundarfirði, ágætri konu, og V. — Þökkum innilega öllum.er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. Sigurlaugar Margrétar Sigurðardóttur Hörgslandskoti, Siðu. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á Vifilstaðaspitala og Hrafnistu fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Sigurður Lárusson, Steingrimur Lárusson, Anna H. Arnadóttir, Magnús Lárusson, Svanhildur Gunnarsdóttir og sonardætur. Anna Guðrún Guðmundsdóttir Njálsgötu 74 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. marz, kl. 13.30. Vandamenn. Innilegar þakkir viljum við færa þeim sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður Árna Guðjónssonar Hvolsskóla Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðjón Arnason, Sigurður Einar Guðjónsson. Kveðjuathöfn eftir. Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismann fer fram i Fossvogskirkju i dag miðvikudaginn 15. marz 1978 klukkan 3 e.h. Jarðarför hans verður gerð frá Húsavikurkirkju laugar- dag 18. marz, klukkan 2 e.h. Pálina Jóhannesdóttir börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ilelga Jóhannessonar Kirkjuvegi 1, ólafsfiröi Pálina Jóhannsdóttir, börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi Július Rósinkransson fyrrum fulltrúi, Eskihlið 12B, sem lézt að heimili sinu hinn 4. marz, verður jarðsunginn frá P’ossvogskirkju, miðvikudaginn 15. marz, kl. 13,30. Sigriður Jónatansdóttir, Anna Júliusdóttir Smári, Bergþór Smári, Jón Júlíusson, Signý Una Sen, og barnabörn. voru þau búin að vera i 52 ár i ást- riku hjónabandi, er yfir lauk. Þau hjónin eignuðust tvö börn: Jón, fyrrv. yfirkennara við Menntaskólann i Reykjavik, nú framkvæmdastjóra hjá Flugleið- um. Jón er kvæntur Signýju Sen, lögfræðingi, og önnu, sem gift er þeim, er þetta ritar. Ég kynntist Júh'usi fyrst, er hann var orðinn roskinn maður, rúmlega sextugur. Það var i raun og veru ekki neitt áhlaupaverk að kynnast Júliusi náið, þvi að hann varmjög dulur og hlédrægur, þrátt fyrir mikla hlýju og elskulegt viðmót, en hann var allra manna trygg- astur og ættræknastur Július var bráðvelgefinn maður, með af- brigðum minnugur og ættfróður svo af bar og hélt sálargáfum sin- um til hinztu stundar. Skapgerðin var óvenjulega heilsteypt, hann var samvizkusamur og nákvæm- ur, og aldrei heyrði ég hann hall- mæla nokkrum manni, en svo sannarlega hafði hann sinar ákveðnuskoðanir á málefnum, og það var ekki heiglum hent að hrófla við þeim, þvi að hann gat verið einbeittur maður, ef þörf vará.þótthannflikaði þviekki aö óþörfú. Prúðmennska Júliusar og grandvör framkoma var einstök. Þær eru ekki fáar ferðirnar, sem viö höfum farið og notið is- lenzkrar náttúru, mér til mikillar ánægju, og ég þori að segja, hon- um til ánægju lika, og þær eru margar og ógleymanlegar stund- ir, sem við höfum átt saman á heimilum okkar, og það var einstaklega ljúft að vera i návist hans. Július var gæfumaður: Hann hlaut ágæta eiginleika i vöggu- gjöf, gott uppeldi, sem hefur átt mikinn þátt i að þroska persónu- leika hans, hann eignaðist ágæta konu, sem var honum samtaka i að skapa yndislegt og friðsælt heimili, hann var fundvis á þau gæði, sem mölur og ryð fá ei grandaö og hélt áhugamálum sin- um til hinztu stundar. Hann naut góðrar heilsu til elliára og hafði viröingu ogtraust allra, sem hon- um kynntust. Um hann á ég ein- ungis góðar minningar. Löngu og fögru lifi er lokið. Eft- ir stendur minningin um góðan og göfugan mann. BergþórSmári * Oskilahross Rauð hryssa — ómörk- uð, tveggja til þriggja vetra, í óskilum í Gaul- verjabæjarhreppi. Hreppstjórinn. Eins og sagt var frá i blaöinu fyrir nokkru var nýlega úthlutað listamannalaunum. Arið 1978 hljóta 144 listamannalaun og fer hér á eftir listi yfir nöfn þeirra. 750 þúsund krónur hver: Asmundur Sveinsson Finnur Jónsson Guðmundur Danielsson Guðmundur G. Hagalin Halldór Laxness Indriði G. Þorsteinsson Kristmann Guðmundsson Maria Markan Snorri Hjartarson Tómas Guðmundsson Valur Gislason Þorvaldur Skúlason 270 þúsund krónur: Agnar Þórðarson Atli Heimir Sveinsson Agúst Petersen Armann Kr. Einarsson Arni Kristjánsson Benedikt Gunnarsson Björn J. Blöndal Björn Ölafsson Bragi Asgeirsson Eirikur Smith Eyjólfur Eyfells Gisli Halldórsson Guðbergur Bergsson Guðmunda Andrésdóttir Guðmundur L. Friðfinnsson Guðmundur Frimann Guðmundur Ingi Kristjánsson Guðrún Á. Simonar Gunnar M. Magnúss Halldór Stefánsson Hallgrimur Helgason Hannes Pétursson Hannes Sigfússon Heiðrekur Guðmundsson Hringur Jóhannesson Jakobina Sigurðardóttir. Jóhann Briem Jóhann Hjálmarsson Jóhannes Geir Jóhannes Jóhannesson Jón Asgeirsson Jón Björnsson. Jón Helgason, prófessor Jón Helgason ritstjóri Jón Nordal Jón Óskar Jón Þórarinsson Jón úr Vör Jórunn Viðar Jökull Jakobsson Karl Kvaran Kristján Daviðsson Kristján frá Djúpalæk Leifur Þórarinsson Matthias Jóhannessen Oddur Björnsson Ólafur Jóh. Sigurðsson Ólöf Pálsdóttir Pétur Friðrik Róbert Arnfinnsson Rögnvaldur Sigurjónsson Sigurður Sigurðsson Sigurjón Ólafsson Stefán Hörður Grimsson Stefán íslandi Steinþór Sigurðsson Svavar Guðnason Sverrir Haraldsson Thor Vilhjálmsson Tryggvi Emilsson Valtýr Pétursson Veturliði Gunnarsson Þorkell Sigurbjörnsson Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn ö. Stephensen Þórarinn Guðmundsson Þorleifur Bjarnason Þóroddur Guðmundsson 135 þúsund krónur: Alfreð Flóki Auður Bjarnadóttir Árni Björnsson Arni Tryggvason Birgir Sigurðsson Björg Þorsteinsdóttir Edda Þórarinsdóttir Eggert Guðmundsson Einar Baldvinsson Einar Hákonarson Einar Þorláksson Eyþór Stefánsson Filippia Kristjánsdóttir (Hugrún) Gisli Magnússon Gréta Sigfúsdóttir Guðlaugur Arason Guðmundur Eliasson Guðmundur Steinsson Guðrún Tómasdóttir Gunnar Dal Hafsteinn Austmann Hallsteinn Sigprðsson Haraldur Guðbergsson Haukur Guðlaugsson Hrólfur Sigurðsson Ingimar Erlendur Sigurösson Jakob Jónasson Jóhannes Helgi Jón Dan Jónas Guðmundsson Kári Tryggvason Kjartan Ragnarsson Kristinn Pétursson Kristin Magnús Guðbjartsdóttir Magnús A. Árnason Magnús Bl. Jóhannsson Magnús Tómasson Matthea Jónsdóttir Nina Björk Arnadóttir ölöf Jónsdóttir Óskar Aðalsteinn Óskar Magnússon Ragnar Kjartansson Ragnar Þorsteinsson Ragnheiður Jónsdóttir Ragnhildur Steingrimsdóttir Rut L. Magnússon Rúrik Haraldsson Sigfús Daðason Sigfús Halldórsson Skúli Halldórsson Snorri Sveinn Friöriksson Stefán Júliusson Steingerður Guðmundsdóttir. Steingrimur Sigurðsson Sveinn Björnsson Tryggvi Ólafsson Valgeir Guðjónsson Vésteinn Lúðviksson Vilhjálmur Bergsson Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorsteinn Stefánsson Þóra Jónsdóttir örlygur Sigurðsson Bókasafn Kópavogs 65 ára Safnið að flytjast í nýtt húsnæði JB — Bókasafn Kópavogs var stofnað þ.15. marz 1953 og er þvi 25árasl. miðvikudag. Bókasafnið var stofnað að frumkvæði Fram- farafélags Kópavogs á sinum tima, en Jón úr Vör var einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess. Hefur hann lengst af verið forstöðumaður þess. En i árs- byrjun 1977 tók Hrafn Harðarson bókasafnsfræðingur við forstöður safnsins. Fyrstu árin var safnið til húsa i Kópavogsskóla með heimlánum á kvöldin. Siðar var stofnað útibú i Kársnesskóla. Arið 1964 var aðal- safnið flutt i núverandi húsnæði i Félagsheimili Kópavogs, um 150 ferm. á annarri hæð. Með tilkomu skólasafns i Kársnesskóla var útibúinu þar lokað i janúar 1976. Starfsemi Bókasafnsins hefur aukizt jafnt og þétt og er nú svo komið að húsakynnin I Félags- heimilinu eru orðin allt of h'til. Hefur nú verið ákveðið að safnið fái inni ihúsnæði i eigu kaupstað- arins að Fannborg 3 - 5 og verður Jón úr Vör var um árabil bóka- safnsvörður við Bókasafn Kópa- vogs. það flutt þangað á þessu ári. Er þar um að ræða um 300 ferm. á jarðhæð og verður öll aðstaða þar mun betri. Hér er þó um bráða- birgðalausn á húsnæðisvanda safnsins að ræða, þar til byggt verður safnahús i Kópavogi. Bókakostur safnsins hefur vaxið ört hin siðari ár og mun verða i lok þessa árs um 30.000 bindi.ð Heimlánum hefur fjölgað mjög hin siðustu ár, en auk venjulegra heimlána i safn- inu sjálfu eru rúmlega 500 bækur að láni að Hamraborg 1, þar sem Félagsmálastofnun sér um lán til aldraðra bæjarbúa. A döfinni er að auka þjónustu saínsins enn frekar. I bókasafnsstjórn, sem kosin er af bæjarstjórn eiga nú sæti: Magnús Bjarnfreðsson, formað- ur, Guðmundur Gislason, Guðrún Gisladóttir, Guðrún H. Jóns- dóttir, Helgi Tryggvason. Starfs- menn við safnið eru nú 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.