Tíminn - 18.03.1978, Side 9

Tíminn - 18.03.1978, Side 9
Laugardagur 18. marz 1978 9 17. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA: * Alyktanir um atvinnumal Iðnaðarmál Efling framleiðsluiðnaðar er brýnasta úrlausnarefni Islend- inga á sviði atvinnumála. Þvi ber að leggja höfuðáherzlu á markvísa iðnþróun, er taki mið af óhjákvæmilegum þörfum þjóð- félagsina að þvi er varðar hag- þróun, aukna framleiðni, fram- leiðslu og þjóðartekjur. Stefnt sé aö varðveizlu fjölbreyttra at- vinnutækifæra og sköpun nýrra. Atvinnuleysi og þar af leiðandi landflótti, er oft fylgifiskur fólks- fjölgunar meðal þjóða, sem búa við einhæft atvinnulif og fá- breytta útflutningsframleiðslu. Má i þessu efni benda á reynslu íslendinga sjálfra, þvi að ljóst er að iðnaðaruppbyggingin á þessari öld hefur verið atvinnugrundvöll- ur þeirrar miklu ibúafjölgunar, sem átt hefur sér stað i landinu siðustu áratugi. An iðnaðarupp- byggingarinnar hefði hluti unga fólksins neyðzt til að flytjast úr landi. Eigi að siður litur þingið svo á, að iðnvaeðing landsins sé qm margt frúmstæð og yfirleitt af vanefnum gerð. Markvis iðnþró- un, er allt of skammt á veg kom- in, svo að mörgu þarf úr að bæta. M.a. er þörf hugarfarsbreytingar hjá ráðamönnum og þjóðinni í heild að þvi er varðar skilning á mikilvægi iðnaðar fyrir eðlilega hagþróun og atvinnulifið yfirleitt andspænis öðrum atvinnugrein- um án þess að hlutur þeirra sé á neinn hátt rýrður. Þess verður mjög að gæta að bæði sjávarút- vegur og landbúnaður eru háðir ýmsum óviðráðanlegum vaxta- takmörkunum. Með aukinni um- hverfisvitund og þekkingu á lif- heild náttúrunnar verður æ Ijós- ara að ofnýting náttúruauðlinda, þ.e. hvers kyns rányrkja, leiðir til ófarnaðar. II Þingið leggur mikla áherzlu á að auka skilning þjóðarinnar á nauðsyn iðnvæðingar til trygg- ingar varanlegri hagsæld og þjóð- arvelferð. Ber að stórauka verk- þekkingu og hagnýta betur hug- kvæmni manna við framleiðslu sérhæfs varnings til sölu á al- þjóðamarkaði, enda verði iðn- væðingin miðuð við útflutning jafnt sem heimamarkað. Þingið lýsir sig andvigt þeirri stefnu að hleypa erlendum auð- hringum inn i atvinnulif Islend- inga. Samstarf við erlenda aðila um orkufrekan iðnað komi aðeins til greina i einstökum tilfeUum, enda sé þess ætið gætt að meiri- hluti eignaraðildar sé I höndum Islendinga. Starfsemi sllkra fé- laga skal háð islenzkum lögum og dómsvaldi, enda njóti þau ekki betri lögkjara en sambærileg is- lenzk fyrirtæki. Þingið varar við rekstri þeirrar stóriðju, sem kann að vera hættu- leg heilsu og umhverfi manna og valda óeðlilegri félagslegri og lif- fræðilegri röskun. Telur þingið, að mengunarvaldandi stóriðja samrýmist ekki islenzkum að- stæðum og sé andstæð óskum fólksins i landinu. Leggja ber á- herzlu á að leitað verði eftir hentugum iðnaði fyrir landbúnað- arbyggðir og önnur fámenn byggðarlög i þvi skyni m.a. að koma i veg fyrir byggðaröskun. III. Til frekari ábendingar um mik- ilvæga þætti iðnþróunar minnir þingið á að vinna ber nú þegar að þvi: 1. Að veita iðnaðinum stóraukinn aðgang að hagstæðu fjármagni til stofnkostnaðar og rekstrar og búa hann þannig undir það hlutverk, sem honum ber, þ.e. aö vera vaxtarbroddur at- vinnulifsins i framtiðinni. 2. Að leggja fram fé úr opinber- um sjóðum til þess að styðja að uppbyggingu iðnaðarstarfsemi viðs vegar um landið, m .a. meö byggingum iðngarða. Taka ber fyrir ákveðin svæði I senn i for- gangsröðsem taki sérstakt mið af þvi að iðnaðarstarfsemi stuðli að náttúruvernd og bættri heildarstöðu atvinnulifs- ins. 3. Að efla tæknistofnanir iðnaðar- ins. 4. Að styrkja iðnrekstrarsjóð til að standa undir kostnaði við vöruþróun. 5. Að auka starfsemi Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins til markaðssöfnunar erlendis. 6. Að styrkja samkeppnisgrund- völl islenzks iðnaðar gagnvart erlendum iðnaði, ekki sizt með tilliti til þeirrar hættu, sein fólgin er i viðtækum aðgerðum erlendra rikisstjórna til stuðn- ings iðnaði sinum. Slikur stuðn- ingur raskar stórlega sam- keppnisgrundvelli og er i and- stöðu við yfirlýsta stefnu al- þjóðlegra viðskiptabandalaga, sem tslendingar eru þátttak- endur i. Gripa ber til innlendra aðgerða til þess að jafna slik met og veita islenzkum iðnaði þann stuðning, sem nauösyn- legur er. t þvi sambandi m.a. Atvinnumálanefnd að störfum. bendir þingið á jöfnunargjald, sem lagt yrði á innflutta iðnað- arvöru. Kannað verði itarlega hvernig bregðast megi við samkeppni erlendra iðnaðarvara sem framleiddar eru með styrkjum eða i láglaunalöndum. Sjávarútvegs- mál Með fullum yfirráðum yfir 200 milna fiskveiðilögsögu hefur náðst einhver mikilvægasti á- fanginn i þeirri viðleitni að treysta atvinnu-, og sjálfstæðis- grundvöll islenzku þjóðarinnar. Nú ráða íslendingar sjálfir nýt- ingu auðæfá hafsins i kringum landið. Þessum auðæfum ber að ráðstafa þannig, að þau endist um alla framtið og veiti þjóðarbúinu i heild og einstökum byggðalögum sem mestan og stöðugan arð. Til þ<jj5)að þetta megi takast verður að leggja áherzlu á markvissa stjórnun og hagkvæmni i sjávar- útvegi. I þvi skyni beinir flokks- þingið þvi' til framkvæmdastjórn- ar og þingflokks Framsóknar- flokksins að gerð verði itarleg könnun á þvi hvernig æskilegast væri að endurskipuleggja stjórn- un fiskveiða og vinnslu, t.d. með þvi að setja á fót sérstaka fisk- veiðistjórn. I þessum efnum skal þess gætt að hafa samráð við rannsóknarstofnanir sjávarút- vegsins og fulltrúa veiða og vinnslu. Það er skoðun flokksþingsins, aö beina beri fjármagni stofn- lánakerfis sjávarútvegsins i auknum mæli til uppbyggingar og hvers konar hagræðingar við vinnslu sjávarafurða. Lögð verði áherzla á að gjörnýta sjávarfang- ið. Hraðfrystihúsaáætluninni verði lokið og jafnframt gerðar áætlan- ir um uppbyggingu og hagræð- ingu annarrar fiskvinnslu i land- inu i þeim tilgangi að auka verð- mæti sjávaraflans. Ennfremur verði lögð áherzla á að ná sem mestu samræmi á milii veiða og vinnslu til þess að tryggja rekstrarafkomu fisk- vinnslustöðya og auka verðmæti framleiðslunnar, þar sem mis- ræmi er milli veiða og vinnslu, skal lögð áherzla á að bæta úr þvi, m.a. með fyrirgreiðslu opinberra lánasjóða við sameiningu og samruna fyrirtækja, sporna skal gegn þvi, að upp risi ný fyrirtæki, þar sem næg vinnsluaðstaða er fyrir hendi. Hraðað verði fiskiskipaáætlun, sem kveði á um æskilega þróun fiskiskipaflotans með tilliti til stærðar fiskistofna á hverjum tima, samræmd verði uppbygg- ing og þróun skipasmiðastöðv- anna i landinu þannig að þær geti i vaxandi mæli annazt viðhald og endurnýjun skipastólsins. Flokksþingið ályktar að auka beri haf- og fiskirannsóknir Jafn- framtverði löBð áherzla á rann- sóknir og leit fiskistofna sem talið er að ekki séu fullnýttir. Flokksþihgið leggur sérstaka áherzlu á aukna markaðsleit og sölustarfsemi i þeim tilgangi að stækka markaðssvæði islenzkra sjávarafurða. Flokksþingið álitur það undir- stöðu islenzks atvinnulifs og þjóðarhags, að sjómannastéttinni séu jafnan búin þau launakjör og það öryggi að eftirsóknarvert sé að vinna á fiskiskipaflotanum, þannig að hann geti jafnan treyst á nægan og hæfan mannafla. Flokksþingið lætur þá skoðun eindregið i ljós að miðað við rikj- andi ástand fiskistofna sé ekki ástæða til að veita útlendingum veiðiheimildir i islenzkri fisk- veiðilögsögu. Landbúnaðarmál 17. flokksþing Framsóknar- flokksins fagnar þeim áföngum sem náðst hafa til hagsbóta fyrir landbúnaðinn á siðustu 7 árum undir forystu Framsóknarflokks- ins. Má þar m.a. nefna endur- skoðun jarðræktar-, búfjárrækt- ar- og ábúðarlaga, setningu jarðalaga, samþykkt landnýting- aráætlunar, lög um ullar- og gærumat o.fl. atriði. Framsókn- arflokkurinn er eini öruggi mál- svari landbúnaðarins og bænda- stéttarinnar á Alþingi og verður þvi að gæta þess i samstarfi við aðra flokka að fast sé haldið á málefnum hans. Landbúnaðurinn er grundvöllur byggðar i landinu og lifsafkomu þjóðarinnar. Landbúnaðurinn býr þjóðfélag- inu það öryggi sem felst i að framleitt sé i landinu sem mest af þeim matvælum sem þjóðin þarfnast, en það veitir mikilvæga tryggingu fyrir sjálfstæði hennar. Þá leggur hann i vaxandi mæli til mikilvæg hráefni til iðnaðar sem er snar þáttur atvinnuþróunar i landinu. Landbúnaðurinn hefur menn- ingarlegt og félagslegt gildi, sem felst m.a. i fjölbreytni atvinnu- vegarins og nýtingu hans á fjöl- mörgum náttúrugæðum, tengsl- um þeirra, sem að honum vinna við náttúrulandsins, sögu þjóðar- innar og sambúð hennar við land- ið. Landið og nýting þess Eigna- og umráðaréttur á landi utan þéttbýlis og hlunnindum sem þvi fylgja verði sem áður i hönd- um bænda. Framkvæmd jarða- og ábúðarlaga verði tryggð m.a. með þvi að sjá frumbýlingum og sveitarfélögum fyrir fjármagni til jarðakaupa og á þann hátt komið i veg fyrir að bújarðir lendi i eigu þeirra sem ekki hafa búsetu i sveitum. Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir þvi að sett verði löggjöf um hver skuli vera eignarréttur landeigenda til orkulinda sem finnast undir yfirborði iarhar Almenningi sé tryggður að- gangur að hinni frjálsu náttúru til friðsamlegrar umferðar og úti- vistar þar sem umferð veldur ekki skaða. Gerð verði heildaráætlun um hæfileika nýtingu landsins, sem byggist á mati á landkostum og taki tillit til þarfa fyrir land undir landbún., skógrækt, hvers konar útilifsiðkanir svo og undir þétt- býli og mannvirkjagerð. Einnig verði þess gætt að landi eða land- gæðum verði hvergi spillt að óþörfu, og þéttbýli og hvers konar mannvirkjagerð valinn staður með tilliti til þess. Þar sem hætta er á byggðareyðingu verði gerðar sérstakar byggðaáætlanir og framkvæmd þeirra tryggð með fé úr Byggðasjóði. Flokksþingið minnir á að land- græðsluáætlunin (þjóðargjöfin) 1974-1978 var samin og lögfest að frumkvæði frá flokksþingi Fram- sóknarmanna 1970 og þingið legg- ur nú áherzlu á að ekki verði látið þar við sitja heldur verði gerð ný áætlun og framkvæmdum haldið áfram i landgræðslu, gróður- verndar og skógræktarmálum með eigi minna afli en gert hefur verið á áætlunartimanum. Markmið i framleiðslu-, sölu- og kjaramálum bænda. Stefna i islenzkum landbúnaði verði við það miðuð, að landbún- aðurinn verði áfram einn af und- irstöðuatvinnuvegum þjóðarinn- ar. Til þess að svo megi verða skal stefnt að eftirfarandi: a) fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir þær búvörur, sem unnt er að framleiða i landinu b) framleiða hráefni i iðnaðar- vörur til sölu innanlands og til útflutnings c) framleiða búvörur til gjald- eyrisöflunar eftír þvi sem hag- kvæmt þvkir. Til að landbúnaðurinn haldi hlut sinum gagnvart öðrum at- vinnugreinum, verða kjör þeirra, sem landbúnað stunda, að vera i reynd sambærileg við kjör ann- arra þegna þjóðfélagsins. Til að ná þvi markmiði verði eftirfar- andi gert: 1. Breytt verði ákvæðum fram- leiðsluráðslaga um verðlagn- ingu á búvöru á þann hátt að rikisvaldið verði beinn þátt- takandi i samningsgerð svo sem lagt var til i frumvarpi til laga um þetta efni, sem lagt var fyrir Alþingi 1972. Fram- lciðsluráði verði fengið það hlutverk og þau stjórntæki er gera þvi kleift að aðlaga framleiðsluna þörfum mark- aðarins með breytilegri verð- lagningu, verðjöfnun rekstr- arvara og öðrum ráðstöfun- um. Framleiðsluráði verði einnig heimilaðar sérstakar ráðstafanir til örvunar fram- leiðslu á þeim svæðum þar sem búvöruskortur kann að verða og fái til þess nauðsyn- legt fé. 2. Komið verði á fót samstarfs- nefnd þeirra aðila sem geta haft áhrif á skipulag og þróun búvöruframleiðslunnar, svo sem Framleiðsluráðs, Stétt- arsambands bænda, Búnaðar- félags íslands, Stofnlána- deildar landbúnaðarins, land- búnaðarráðuney tisins og Framkvæmdastofnunar rikis- ins. 3. Eflt verði samstarf það sem hafið er á milli bændasam- takanna, sölusamtaka bænda og landbúnaðarráðuneytisins um markaðskönnun og mark- aðsleit fvrir búvöru. 4. Gerð verði neyzluáætlun fyrir þjóðina. Miði þessi áætlun að þvi, að tryggja ávallt nægar birgðir matvæla i landinu, og stuðli að aukinni hollustu i neyzluvenjum þjóðarinnar. Hal't verði aukið samráð við vinnsluaðila, samtök neyt- enda og félög húsmæðra um vöruframboð. 5. Afurða- og rekstrarlán verði aukin, svo að 90% verðs afurö- anna fáist greitt eigi siðar en mánuði eftir afhendingu þeirra. 6. Bændum verði áfram tryggð- ar útflutningsbætur er nemi 10% af heildarverðmæti land- húnaðarf ramleiðslunnar. 7. Háðstöfun útfiutningsbóta vcrði endurskoðuð með það fyrir augum.að fé þaö, sem til þeirra er varið, nýtist land- búnaðinum og þjóðarheildinni sem bezt. 8. Aherzla verði lögð á fjöl- skyldubúskap og stærð búa miðuö við sem hagkvæmastar einingar og fjölda þeirra aðila sem að þeim vinna. Komið verði i veg fyrir að framleiðsl- an færist yfir til verksmiðju- búa. 9. Stefnt verði að þvi, að þeir sem hafa búnaðarmenntun og/'eða starfsreynslu i land- búnaði, sitji fyrir um lánveit- ingar til búrekstrar. Til aö tryggja eðlilega nýtingu láns- fjár i landbúnaði, vcrði gerð fjárfestingar- og rekstrará- ætlun fyrir hverja jörð, áður en lán er veitt. Bændum verði veitt aukin aðstoð og leiðbein- ingar við bókhald og hag- fræöiþjónusta efld. 10. Tryggt verði fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar I landbúnaðinum. (Sérstaklega til útihú saby gginga , véla- kaupa og bústof nskaupa ). Settar verði reglur um tegund búskapar og hámarksstærðir þeirra búa sem njóta eiga hagstæðra lána. Komið verði á jöfnun fjármagnskostnaðar milli þeirra sem búa við ódýra fjárfestingu og hinna sem standa i framkvæmdum. Byggðasjóður leggi fram fé til bústofnunar er greiði fyrir kynslóðaskiptum i landbún- aði. 11. Lán til ibúðahúsabygginga i sveitum verði veitt úr Bygg- ingasjóði rikisins. Tekið verði tillit til þeirra sérstöku að- stæðna sem eru i sveitum varðandi stærð ibúðarhús- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.