Tíminn - 18.03.1978, Síða 10

Tíminn - 18.03.1978, Síða 10
10 Laugardagur 18. marz 1978 Laugardagur 18. marz 1978 11 1 dag, laugardaginn 18. marz, verður Karl Kristjánsson fyrrv. alþm. borinn til grafar frá Húsa- vikurkirkju. Hann andaðist í Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavik 7. þ.m eftir alllanga sjúkralegu 82ja ára að aldri, skorti aðeins 8 vikur til þess að verða 83ja ára. Þegar ritstjóri Timans bað mig að rita minningargrein um Karl til birtingar á útfarardegi hans, fann ég til nokkurs vanda að vinna það verk á svo stuttum tima, sem til stefnu var, við þær aðstæður, sem mér voru búnar vegna anna við algeng störf min á þingtima og eril flokksþingsdag- anna að auki. Sannleikurinn er sá, að ævi Kanls Kristjánssonar er bókarefni. Hraðskrifuð minn- ingargr. i dagblaði hlýtur þvi að verða næsta fátækleg skýrsla um lifhansog störf. Karl náði háum aldri og starfsævi hans var afar löng. Hann varð ungur bóndi i ættbyggðsinniog rak búskap sem aðalatvinnu hálfanannan áratug. En þekktur er Karl af samtið sinni sem félagsmálamaður og stjórnmálamaður, og þannig verður hans minnzt, þegar dagar hans eru allir. Einkum kom Karl mikið við sögu Suður-Þingeyinga á árabilinu 1920-1970. Allan þenn- an tima var hann i forystusveit með einum eða öðrum hætti og langtimum saman fremstur i fylkingunni. II. Karl Kristjánsson fæddist á Kaidbak á Tjörnesi 10. mai 1895:— Faðir hans var Kristján. þá bóndi a Kaldbak. siðar lengst i Eyvik á Tjörnesi, Sigfússon bónda á Sult- um i Kelduhverfi. Sigurðssonar s. st.. Sveinssonar hreppstjóra a Hallbjarnarstöðum 'f. 1795, d. 18:17 ' Var Karl 4. maður i beinan karllegg'lra Sveini á Hallbjarnar stoðum. einn af mörgum afkom- endum þessa kunna ættföður. sem i jöldi gáfaðra og listlineigöra manna á ættir að rekja til. Móðir Karls var Jakobina Jósiasdóttir frá Kaldbak i Raf nssonar ). mmnLsstæðs manns þar um slóðir a sá.ni tiö. Foreldrar Karls flutt- ust að Eyvik árið 1904, þegar i'un.n varniu ára. Viðþann bæ var hann lengi kenndur. enda átti hann þar heimili sitt þar til hann fluttist til Húsavikur. Siðustu ævi- ár Karls bjuggu þau hjón i sér- stakri ibúð i tengslum við dvalar- heimilið Hrafnistu i Reykjavik. Karlólstuppvið þau kjör, sem þá tiðkuðust i sveitum. Hann var ekki borinn til auðs né valda, en kynfylgjanhefur veriö góð, þvi aö snemma kom i ljós að hann var búinn andlegu og likamlegu at- gervi öörum mönnum fremur. Karl hófst þvi af sjálfu sér. Hann hlaut virðingar og mannaforráð fyrir framúrskarandi hæfileika sina og góða menntun, sem bæði var heimafengin og sótt i skóla. Þrjú voru systkini Karls: Rannveig.húsfreyja á Tunguvöll- um á Tjörnesi, gift Jóhannesi Jónssyni bónda þar. Sigfús, sjó- maður og bátasmiður, látinn fyrir mörgum árum, kvæntur Hildi Geirfinnsdóttur, og Katrin, gift Erlingi Daviðssyni ritstjóra á Akureyri. III. Rétt er það, sem ég hef heyrt suma hafa á orði, að Karl Kristjánsson hafi ekki setið lengi á skólabekk. en eigi að siöur orðið menntamaður á borð við lang- skólagengna menn. Hinu er ástæðulaust að gleyma. að Karl naut einhverrar beztu skóla- fræðslu. sem þá var völ á i land- inu og lauk gagnfræöaprófi á Akureyri vorið 1916. Námið i gamla Gagnfræðaskólanum á Akurevri var fjölþætt og býsna yfirgripsmikiö. Við skólann kenndu hámenntaðir menn, lærð- ir i ýmsum sérgreinum. en fyrst og fremst fjölfræðivinir, sannir húmanistar, lausir viö þá fag- fiflsku, sem siðar átti eftir að hel- taka skólakerfið, eftir aö menn fundu upp þá kenningu að mennt- un væri ,,góð f járfesting”. Skóla- meistari Gagnfræðaskólans þá var Stefán Stefánsson, lengi mesti grasafræðingur landsins og brautryðjandi I þeirri grein náttúrufræöinnar hér á landi. Hann var áhugamaður um hvers kyns framfaramál til lands og sjávarog m .a. virkur þátttakandi i stjórnmálum sins tima. Það má sjá af nemendatali Gagnfræöa- skólans á þeim árum, sem Karl var þar, að þangað sóttu margir hæfileikamenn, sem siðar urðu þjóðkunnir fyrir ágæt störf á ýmsum sviðum. Félagslif var töluvert I skólanum og kynni nemenda innbyrðis mikil, ekki sizt heimavistarbúa. Meðal- bekkjarbræöra Karls voru a.m.k. 3 menn, og Karl sá fjo'rði, sem urðu alþingismenn: Baröi Guð- mundsson, Garðar Þorsteinsson og Halldór Asgrimsson. I bekk á eftir Karli voru m.a. Einar 01- geirsson og Hermann Jónasson. Ekkert efamál er, að skólavist Karls hafði mótandi áhrif á hann. Námið sjálft kom honum að miklu gagni siðar i lifinu, og kynnin af merkum kennurum og nýju umhverfi vikkuöu sjón- deildarhring hans. Samskipti við skólabræður hafa ekki siður mót- að hann á þessum árum. Karl geröi ekki alla að vinum sinum, þótt hann umgengist marga á langri ævi, en góðkunningja og vini eignaðist hann á skólaárun- um, sem honum var ljúft að minnast. Meöal þeirra var Her- mann Jónasson. Þeir voru mjög ámóta á aldur, Hermann ivið yngri, Var um margt likt á með þeim komið, báðir fátækir sveita- piltar, en vel gerðir andlega og likamlega, glimnir og hagmæltir án þess aö láta á þvi bera i tima og ótima. Ortu þeim mun betur. Skólavinátta Hermanns og Karls hélzt~ália tið; Athugull maður sagöi citt sinn við mig að vmátta Karls og Hermanns hefði haft póli- tiska þvðingu, þegar mikið iá við. Atti hann við það. að Karl Kristjánsson hefði notið trausts beggja hinna striðandi fylkinga framsóknarmanna i syslunni, þeirra. sem fvlgdu Jónasi Jóns- syni og hinna. sem fvlgdu Her- manni ogEysteini. Hannhefði þvi veriðeini maðurinn i Suður-Þing- eyjarsýslu, sem sameinað gat Framsóknarflokkinn þar. þannig aðum heilt greri frá þvi sem varð i alþingiskosningunum 1946. Mér finnst þessi söguskvring ekki verri en margar aðrar. Vist er að Karl var óumdeildur foringi framsóknarmanna i Suður-Þing- eyjarsýslu frá 1949 þar til hann lét af þingmennsku voriö 1967. Hélt hann vel um fylgi f tokksins i sýsl- unni, og vildu fáir gera honum á móti skapi. IV. Þótt Karl nyti góðrar skóla- menntunar, sem þroskaði hæfi- leika hans og viðsýni, þá bjó hann eigi aö siður að notadrjúgri heimamenntun og þvi menn- ingarlega andrúmslofti, sem ein- kenndiSuður-Þingeyjarsýslu. Þvi fór fjarri að hann dytti niöur i eitthvert andlegt tómarúm, þegar hann sneri heim i sveit sina að loknu gagnfræðanámi. ööru nær. Það var mikill framfarahugur i mönnum og félagshyggja réð mestu i sambandi við umbóta- áform. Karl Kristjánsson hóf þegar störfað félagsmálum, fyrst i sveit sinni, Tjörneshreppi. siöar á vfðari vettvangi innan sýslunn- ar. Arin 1916-1920 var Karl heima i Eyvik og vann við búið þar, kenndi auk þess börnum i sveit- inni. Hann var formaður ung- mennafélags sveitar sinnar langa hrib eg tók við deildarstjórn Kaupfelags Þingeyinga á Tjör- nesi 1918. þá 23ja ára búlaus vinnumaður hjá föðursinum. Ar- ið 1920 kvæntist Karl og tók við búskapnum iEyvik. Ariö eftir var hann kosinn i hreppsnefnd Tjör- neshrepps og átti þar sæti i 14 ár. þar af oddviti hreppsnefndar i 8 ár. Syslunefndarmaður fyrir Tjörneshrepp var hann i 7 ár, 1928-1935. Þegar árið 1920 var Karl kjörinn ti) mikils trunaðar- starfs i Kaupfélagi Suður-Þingey- inga. Hann varð þá, ásamt öðrum manni, gæzlustjóri félagsins. Má segja, að þetta sé upphafið aö þeim mikla trúnaöi, sem Karl átti siöar eftir að njóta i Kaupfélgi Þingeyinga. 1925 var hann kosinn i stjórn félagsins og átti þar sæti allt til ársins 1971. Formaður kaupfélagsstjórnar var hann 1937-1971. Starfandi kaupfélagsstjóri var Karl frá miöju ári 1935 til ársloka 1936. Þá lá kreppa i landi, og kaupfélagið átti við mikinn fjár- hagsvanda að glima. Leystust þau mál farsællega undir stjórn Karls. Var framganga hans við lausn fjárhagsvandans mjög rómuð, enda óx hann enn i áliti sýslubúa og annarra, sem til þekktu. A 90 ára afmæli kaup- félagsins 1972 var Karl kjörinn heiðursfélagi þess. Var sú sæmd að allra dómi mjög verðskulduð. Hin margvislegu félagsmála- störf Karls auk þeirra, sem nefnd hafa verið, verða ekki rakin hér til hlitár, enda skortir mig i bili heimildir þar að lútandi. Mér kemur þó i hug að nefna, að hann var formaöur i fjárskiptanefnd Suöur-Þingeyjarsýslu á sinni tið. Sagöi mér aldraður Þingeyingur, sem ég hitti nú i vikunni, að for- mennska Karls i þeirri nefnd heföi verið með sérstökum ágæt- um, markvis og hyggileg og framkvæmd af mikilli reglusemi. Mun þessi dómur gamla bóndans um þetta tiltekna verk geta stað- izt sem ailsherjardómur um ævi- starf Karl Kristjánssonar. Það einkenndist allt af hyggindum og reglusemi. V. Eftir 15 ára búskap i Eyvik fluttist Karl Kristjánsson alkom- inn til Húsávikur og settist þar að með fjölskyldu sina. Hann var þá fertugur að aldri og hlaðinn félagsmálastörfum utan heimilis, hafði m.a. tekið að sér stjórn Sparisjóðs K.Þ.. I Húsavik hefst nyr þattur.J ævistarfi hans. Árið 1937 er hann kjiirinn i hrepps- nefnd Húsavikurhrepps og varð oddviti hennar þá þegar. Var hann oddviti i Husavik allt til 1950, þegar hreppurinn öðlaðist kaupstaðarréttindi. Hann gegndi fyrstur manna bæjarstjórastörf- um i Húsavik um nokkurra mán- aða skeið árið 1950. Forseti bæjarstjórnar var hann 1950-1954 og aftur 1955-1962. Ef segja ætti ýtarlega frá oddvitastörfum Karls i Húsavik um 12-13 ára skeið og setu hans i hreppsnefnd og bæjarstjórn i aldarfjórðung, þá væri það sama og að skrifa byggðasögu Húsavikur á þessu timabili. Slikt erekkiá minu færi, en menn geta auðveldlega getið sér tíl um áhrif hans á gang sög- unnar og afskipti hans af marg- háttuðum framförum sveitar- félagsins á umræddum árum. Húsavikurhreppur stóð i miklum framkvæmdum i oddvitatið Karls og fólki fjölgaði mjög i byggðar- laginu á þessum tima. Það var á stjórnarárum Karls, liklega upp úr 1940, að tilraunir voru gerðar um borun i Húsavikurhöfða eftir heitu vatni til húshitunar. Ekki bar sú borun neinn árangur. Mörgum árum siðar var enn reynt að hitta á heitavatnsæð þar i höfðanum, en gekk ekki að held- ur. Siöar var það ráð tekiö að leiða heittvatn sunnan frá Hvera- völlum i Reykjahverfi u.þ.b. 18 km leið frá Húsavik, og þaðan kemur hitaveitu Húsvíkinga nú heita vatniö. Þess mætti minnast i þessu sambandi, að Karl lét svo ummælt i blaðaviðtali árið 1945, að hann væri vantrúaður á heita vatnið i Húsavikurhöfða, en spáði þvi, aö Húsvikingar myndu sækja hitaorkuna suður i Reykjahverfi, þegar að þvi kæmi að þeir hæfust handa um hitaveitugerð. Þessi ..spádómsorð" urðu að veruleika. Fyrir mér lýsa þau raunar þvi einu að Karl Kristjánsson var gæddur framsýni og hyggjuviti. sem gerði hann að traustum for- ystumanni. sem beittist fyrir iramförum án skrums og gvlli- boða. VI. Arið 1949 var Karl Kristjánsson kjórmn alþingismaður tvrir Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Sat hann á þingi fyrir kjördæmið til ársins 1959, en þa gekk i gildi ny kjör- dæmaskipun. Varð Karl þá þing- maður Noröurlandskjördæmis eystra og upp frá þvi til ársins 1967, er hanngaf ekki kost ásér til endurkjörs. Var hann þá 72ja ara gamall og hafði átt setu á Alþingi nærfellt 18 ár. Alls sat hann á 19 þingum. Karl var nærri hálfsex- tugur, þegar hann kom á þing, en annars maður i fullu starfsfjöri eins og þingstörf hans báru strax vitni um. Að sjálfsögöu var Karli Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður auðveldara að aðlaga sig þingsetu en mörgum nýliða, þvi að hann var þrautreyndur sveitarstjórn- armaðurog fundarvanur flestum fremur. Má ætla að breyting frá fyrra starfsvettvangi hafi ekki verið honum erfiöari en að flytj- ast milli húsa. En hitt kom einnig til að Karl Kristjánsson var þann- ig af guði gerður að þeir náttúru- hæfileikar, sem hann bjó yfir, hljóta ávallt að koma alþingis- manni að gagni. hvort sem hann er ungur eða gamall. Þar nefni ég fyrst að hann var ágætur ræðu- maður i sókn og vörn og ritfær i bezta lagi. Aöalstarfstæki stjórn- málamanns eru tungan og penn- inn. A Alþingi fór Karl ekki með neinum ærslum né oflæti. Hann var umfram allt traustur flokks- maður og málsvari þeirrar stefnu. sem flokkur hans. Fram- sóknarflokkurinn. helt á loft. Slikt var Karli auðvelt og eðlilegt. Hann var gróinn framsóknar- maður. hafði lengi tekið þátt i flokksstarfi og beitti sér ávallt af ahuga að mótun flokksstefnu og afstöðu til einstakra mala, hvort heldur var á flokksþingum eða i þingílokki. Slikum manni er það ekkert erfiðismál að standa i sókn og vörn fyrir stjórnmálaflokk sinn. Enda á þaö sér ekki stað inn an Framsóknarflokksins að sam- vizku manns og skoðanafrelsi sé ofboðið. Þar gildir lýðræöi en ekki foringjavald. Raunar held ég að það eigi við um alla islenzka stjórnmálaflokka, og i þvi er fólg- ið fjöregg lýðræðis- og þingræöis yfirleitt. Karl tók að sér ýmis vandasöm þingnefndarstörf á vegum Fram- sóknarflokksins. M.a. var hann 10 ár i fjárveitinganefnd, og enn lengur i fjárhagsnefnd efri deild- ar, þar sem hann átti sæti alla sina þingmannstið. Einnig var hann varaforseti sameinaðs þings um eitt skeið og skrifari I efri deild öll sin þingmannsár. Það er að visu ekki yfirmáta vandasamt starf. en krefst reglusemi og þolinmæði i fundarsetu, ef vel á að vera. Enda var Karl þekktur fyrir þaö, hversu vel hann sat þingfundi og fylgdist með þing- málum. Munu vist fáir efri- deildarmenn hafa hlustað á jafn- margar misjafnlega skemmtileg- ar ræður eins og Karl Kristjáns- son á 18 ára þingferli. Þetta lagði Karl á sig með stöku þolgæði, enda gat hann ort sig burt frá leiðindum, ef út af flóði. Eins og eölilegt var stóðu mál- efni Suður-Þingeyinga og Húsvik- inga honum næst Sem þingmað- ur fluttí hann fleiri mál en hér er unnt að rekja i þágu þingeyskra byggða. Fyrsta þingmál Karls var trumvarp til laga um kaup- staðarréttindi Husavikur. Var það flutt i þingbyrjun haustið 1949 og varð að lögum 19. des. það ár. Var kosið tíl bæjarstjórnar i Husavik i janúar 1950. Hann flutti á fyrstu þingárum sinum frv. til laga um opinbera aðstoð við kaup á togara handa Húsavikurbæ. Það mál gekk með nokkrum breytingum gegnum efri deild, þar sem Karl átti sæti, en varð að miklu hita- og deilumáli i neðri deild og stöðvaðist þar, þó komið væri til 3. umræðu. A þinginu 1955 flutti Karl tillögu til þings- ályktunar um flugvöll hjá Húsa- vik. Sú tillaga var aö visu aldrei útrædd.envaktiathygliá málinu. Þykir mér ekki óliklegt, að ýms- um finnist nú stutt siðan þing- maður Suður-Þingeyinga var að berjast fyrir frumaðgerðum i flugvallarmálum sýslunnar, að vísu rúm tuttugu ár en mikið hef- ur gerzt siðan þrátt fyrir allt eins og flugsamgöngum er nú háttað til Húsavikur. A þingi 1958 flutti Karl þingsályktunartillögu um vinnslu kisilgúrs við Mývatn. Sú tillaga var samþykkt og átti sinn þátt i þvi aö kisilgúrverksmiðjan var sett á stofn fyrr en ella. Ég hef getið þessara mála til þess að sýna að Karl hafði alltaf „fingurinn á slagæðinni”, þegar um var að ræða framfaramál Suður-Þingeyinga og Húsvikinga. Enalmenn landsmál áttu engu að siður hug Karls Kristjánsson- ar. og hreyfði hann ofl þessum áhugamálum sinum með sérstök- um málflutningi á Alþingi. Ég minnist öðru fremur á áhuga hans á endurskoðun stjórnar- skrár. sem hann vakti oítar máls á en flestir aðrir á þessum tima. Taldi Karl stjórnarskrármálið eitt af brynustu malum þjóðar- innar. en fékk misjafnan hljóm- grunn fvrir skoðanir sinar. Hann fluttí á fyrri þingárum sinum til- lógu um iramleiöslusamvinnufe- lög ásamt fleiri þingmönnum h'ramsóknarflokksins og gerði sitt til þess að kynna fyrir lands- mönr.um þetta merkilega félags- form vinnandi manna. Hann gerði ymsar tilraunir til þess að fá fram réttarbætur i þágu pröf- lausra kennara, sem alla tið hafa innt af hendi mikið starf innan skólakerfisins og gera enn. Við- leitni Karls strandaði á andstöðu kennarasamtakanna og að- gerðarleysi stjórnvalda. Hins vegar er nú loks, árið 1978, komið svo langt að menntamálaráö- herra flytur frumvarp um emb- ættisgengi kennara, þar sem tek- izt er á við þennan vanda. Vel hefði það mátt gerast fýrr, eins og Karl Kristjánsson vildi. Eitt af áhugamálum Karls var að finna skvnsamlegri leiðir en yfirleitt eiga sér stað varðandi lausn á kjaradeilum og mótun launamálastefnu. Hann vildi koma á samvinnunefnd aðilja vinnumarkaðarins um kaup- gjaldsgrundvöll og flutti það mál á Alþingi 1954-1955 i formi þings- ályktunartillögu. Tillögunni var að ýmsu levti vel tekið, og það svo að Hannibal Valdimarsson, sem þá var forseti Alþýðusambands islands, talaði fyrir nefndaráliti, þar sem mælt var með samþykkt tillögunnar. Enda var hún sam- þykkt. Hitt er annað mál, að sá andi, sem bjó að baki tiliögunni, varð einskis ráðandi, þegar á hólminn kom. Eigi að sfður er hugmynd Karls i fullu gildi, eins og m.a. má sjá af nýútgefnu áliti svokaliaðrar verðbólgunefndar. Kjördæmabrevtingin 1959 var Karli mjög á móti skapi. Hygg ég að hann hafi átt erfíðara með að sætta sig við hið nýja fyrirkomu- lag en flestir aðrir. Hann var aila tið ákveðinn taismaður einmenn- ingskjördæma og hafði ótrú á stórum kjördæmum með hlut- fallskosningum . Hins vegar hlaut svo raunsær maður sem Karl var að taka afleiðingum breyttrar kjördæmaskipunar og aðlaga sig henni eins og komið var. enda var hann fyrsti þingmaður hins nýja kjördæmis og naut trausts allra sinna mörgu umbjóðenda En varlafer miilimála.að Karl hefði manna fúsastur viljað láta breyta tii hins fyrra horfs. Sjálfsagt hefði honum verið þaö kærast að mega ljuka þingferli sinum sem þing- maður Suður-Þingeyinga eins og hann var upphaflega kosinn til. VII. Af þvi, sem hér hefur verið sagt um störf Karls Kristjánssonar, ætti að vera ljóst, að þau gáfu ekki mikinn tima til tómstunda eða hjáverka. Félagsmaiastörf og stjórnmálaafskipti eru þess eðlis, að þau gefa þátttakendum i þeim sjaldan grið. Hversu reglu- samur sem maður er i eðli sinu, getur hann ekki skammtaö sér vinnustundir i þessum störfum, ekki unnið eftir stimpilklukku. Það er þjóðkunnugt, að Karl Kristjánsson hafði skáldgáfu og rithöfundarhæfileika. A skólaár- um sinum á Akureyri naut hann leiðsagnar sr. Jónasar á Hrafna- gili i ritgeröasmið. Bar Karl af öllum bekkjarbræðrum sinum i þeirri námsgrein, og hlaut hæstu einkunnir fyrir stilagerð. Þessa gáfu sina hefði hann að sjálfsögðu getað þroskað enn meira og not- færtsérmeðþviað leggja út á rit- höfundarbraut. Má með sannind- um ætia að hann hefði orðið af- kastamikill bókahöfundur, ef hann héfði tekið þá stefnu. En at- vikin höguðu þvi svo, að Karl KrLstjánsson gaf aldrei út bók eft- ir sig i lifanda lifi hvorki eina né fleiri l'il þess lágu orsakir. sem raunar ætti að vera óþarfi að ræða. Honum gafst enginn timi til að sinna bókmenntalegum rit- störfum að þvi marki að það rétt- la>tti samantekt bókar að hans mati. i>að var ekki fvrr en á sið- ustu árum sinum að hann gat gef- iösig að ritstörfum aðráði og þá á sviði husviskrar sagnfræði. Rit hans um það efni munu biða út- gálu. Karl komst eitt sinn svo að orði i blaðagrein: ..Það er ekki lágætt i Þingeyjarsyslu að menn yrki sæmilega, og hoðar ekki. nema enóur og eins. útgáfu Ijóðabók- ar." I þessum oröum feíst djúp, menningarleg hugsun. Hún lýsir svo merkilegri afstöðu til bók- mennta. að Þingeyingum er til mikils sóma. En ég held samt að þessi orð. þótt heimfærð séu upp á alla Þingeyinga og þó að þeir eigi þau skilið, þá lýsi þau framar öllu öðru afstöðu Karls sjálfs til bók- menntaiðju. Þau segja einfald- lega: „Maður er ekki endilega skáld, þó hann setji saman vis- ur.” Hitt er annað mál, að rit- höfundarhæfileikar Karls nvttust honum i þeim störfum, sem hann tók sér fyrir hendur. Þeir auð- velduðu honum að semja og f lytja þann sæg af ræðum, sem hann varð að standa skil á við alls kon- ar aðstæður og tækifæri og yfir- leitt vöktu athygli. Þeir gerðu hann að ágætum greinahöfundi, þeir settu augljóst mark sitt á bréf, skýrslur og greinargerðir, lagafrumvörp og tillögur og jafn- vel stjórnmálaályktanir Fram- sóknarflokksins. Það er of seint að sakna þess aö Karl Kristjáns- sonskyldiekki verða rithöfundur. En það er nægur timi til að þakka fyrir það, hversu vel hann notaöi listrænar gáfur sinar i þágu hins daglega lifs, gekk fram i smekk- visi að hverju sem hann vann.. VIII. Karl Kristjánsson kvæntist 13. nóv. 1920 eftirlifandi konu sinni, Pálinu Jóhannesdóttur bonda i Laugaseli i Reykjadal Siuurðs- sonar, ágætri konu, sem ekki er einasta myndarleg i sjón og góð húsmóðir, heldur einnig gatuð og listræn. Hennarhluturi velgengni Karls i fjölþættum störfum hans er áreiðanlega ekki litill. Það hef- ur engin úttekt verið gerð a þvi, hvilikt álag liggur á heimilum og fjölskvldum þeirra manna, sem standa i stjórnmálavafstri og annarri meiri háttar félagsmála- starfsemi. En að skaðlausu mættu ýmsir leiða hugann að þvi efni. Langur og óreglubundinn vinnutimi, erill og miklar fjar- vistir frá heimilum, setja mark sitt á fjölskyldulif stjórnmála- manna, hvort sem menn vilja eöa vilja ekki. Þaö hefur orðið hlut- skipti Pálinu eins og fleiri eigin- kvenna stjórnmálamanna að búa viö slik skilyrði. Veit ég ekki ann- K veðj a frá Sambandi islenzkra samvinnu f élaga i dag er Karl Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður og formaður Kaupfélags Þingey- inga borinn til moldar á Húsa- vik. Karl fæddist inn i samvinnu- hreyfinguna ef svo mætti segja. Kornungum að árum, 23ja ára gömlum, var honum skipað i trúnaðarmannasveit Kaupfélags Þingeyinga og sið- an i sjálft fylkingarbrjóstið, þarsem hann starfaði i nálega hálfa öld, og aldarfjórðung sem formaður kaupfélagsins. Karl Kristjánsson var glæsi- legur leiðtogi, sem reyndist bezt þegar mest á reið, sem meðal annars kom glöggt i ljós i kreppunni miklu fyrir striðið, þegar hann tók að sér sjálfa framkvæmdastjórn kaup- félagsins meðan siglt var i gegnum hættulegasta brim- earðinn. Karl Kristjánsson tók öflug an þátt i sameiginlegu starfi samvinnumanna um land allt i Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga. og var einn þeirra. sem áratugum saman -seHu—svip-á- aðalfundi Sam- bandsins með glæsilegri framkomu sinni ng hollráðum. Trúnaðarstörf hans innan að en að hún hafi litið á það sem skyldu sina að fjasa ekki um það. sem ekki gat öðruvisi veriö. Þó mættu menn enn spyrja, þegar rætt er um frama og velgengni manna, eins og Frakkar sögðu fyrrum : Ou est la íemme? Hvar er konan? Börn Karls og Pálinu eru: 1. Kristján. bókmenntafræðing- ur i Revkjavik, kvæntur Elisa- betu Jónasdóttur, 2. óskirt sveinbarn, lézt 2ja daga, 3. Björg, lézt 14 ára að aldri, 4. Aki. verzlunarmaður i Reykjavik, ókv., 5. Gunnsteinn, deildarstjóri auglýsingadeildar Sambands isl. samvinnufélaga, kvæntur Erlu Eggertsdóttur, búsettur i Garða- bæ, 6. Svava, húsfreyja i Húsavik, gift Hinriki Þórarinssyni skip- stjóra. IX. Við leiðarlok verður gömlum samstarfsmönnum og kunningj- um Karls Kristjánssonar hugsað til þeirrar samfylgdar, sem þeir áttu með honum um mismunandi langan tima og mismunandi langa áfanga. Allir munu ljúka uppeinum munnium það.að Karl hafi veriðminnisstæðurmaður og ekki hversdagslegur. Hann bar af öðrum fvrir margra hluta sakir. Ef það er heimilt lengur að benda á fordæmi til eftirbreytni. bá eæti það orðið mörgu æskufólki gagn- legt að lifa sig inn i sögu siðustu kynslóða með þvi að kynna sér störf og lifsviðhorf Karls Kristjánssonar og margra ann- arra samtimamanna hans. Ég sé ástæðu til þess að flytja Karli sér- stakar þakkir frá framsóknar- mönnum i Norðurlandskjördæmi eystra. Hann varð fyrstur manna fvrsti þingmaður kjördæmisins og rækti það starf af áhuga. þótt kjördæmaskipunm væri honum ekki að skapi. 11 ár eru siðan Karl hætti þingmennsku og hvarf úr þingflokki framsóknarmanna. Enn eru þar nokkrir menn. sem voru honum samtimis á þeim vettvangi um langan eða stuttan tima og minnast samstarfsins viö hann meö ánægju og þakklæti, Ég flyt að lokum eiginkonu hansogbörnum og öðrum nánum vandamönnum samúðarkveðju frá okkur hjónum. IngvarGislason. samvinnuhreyfingarinnar i héraði og utan mega vfst telj- ast óteljandi. Nefna má, vegna þess að það segir tals- veröa sögu, að þegar sto&iað- ur var Menningarsjóður Sam- bandsins, var Karl aö sjálf- sögðu kosinn i stjórn hans og gegndi þvi trúnaöarstarfi til dauðadags. Karli var jafnan hugfólginn hugsjónaþáttur samvinnu- starfsins, og hjá honum sam- einaðist þessi áhugi meö að- dáanlegu móti atorku og ráð- snilli framkvæmdamannsins. A Alþingi og raunar alls stað ar annars staðar i þjóðlifinu, þar sem Karl Kristjánsson kom við, var hann boðberi samvinnu- og félagshyggju og átti rikan þátt i þvi, að þjóðin hefir leyst mörg og þyðingar- mikil verkefni i þeim anda. sem vel hefur gefizt og viða má sjá merki til i atvinnu- og félagslifi landsmanna. Samvinnumenn eru þakk- lat ir fyrir að hafa notið forustu KarLs Kristjánssonar langa starfsævi og kveðja hann nu að loiðarlokum meö-virðingu og þökk. Eysteinn Jónsson Erlendur Einarsson Kaupfélag Þingeyinga minnist Karls Kristjáns- sonar Þegar andlátsfregn berst frá sjúkrabeði slær á þögn. Sú þögn er blandin mörgum efnum: sárs- auka, trega, eftirsjá, virðingu, þakklæti og mörgu öðru. A stund- um er innan þeirrar þagnar fá- menni, i annan tima f jölmenni. A stundum er hún lokuð innan litilla veggja, i annan tíma nær hún um óraviddir, þvi þótt su þögn eigi sér eitt upphaf á hún sér i eðli sinu engin takmörk. Hún er ætið dýpst i nálægö upphafs sins. En hún býr yfir miklum mætti. Hún nær til viölendra héraða og fjölmenns þéttbýlis. Hún nær til stórra félagssamtaka þess fólks, sem á sér sameiginlegan málstað og hina sömu trú á þann málstað. Þetta á viö er fregnin um lát Karls Kristjánssonar, fyrrver- andi alþingismanns og fyrrver- andi formanns Kaupfélags Þing- evinga, barst heim i Suöur-Þing- evjarsýslu. Ég hefi verið beöinn að minnast Karls Kristjánssonar fyrir hönd Kaupfélags Þing- evinga. Það er mér ljúft og skylt að gera. Karl Kristjánsson fæddist i Kaldbak sem þá var i Tjörnes- hreppi. 10. mai 1895, en ólst að mestu upp i Eyvik á Tjörnesi. l'm heimilisuppeldi hans vitna þau áhugamál sem hann siðan átti heitust, sem voru mörg og beind- ust i ymsar áttir, og störf hans öll um langa ævi. Hann stundaði nám i Unglinga- skolanum á Húsavik og lauk proti fra Gagnfræðaskólanum á Akur- e\ri. þarsem hann naut leiðsagn ar viðfrægra kennara. I tan heimilis og ^kola naut Karl einnig farsælla uppeldis áhrifa. Hann tók ungur til starfa i l'ngmennafélagi Tjörness ng gerðLst þar leiðtogi i morg ár Þegar Karl fæddist var Kaupfc lag Þingeyinga aðeins 13 ára. en konuö yfir fyrstu erfiðu arin og orðið að þvi surdeigi er syrði hið daglega brauð fólksins á félags- svæðinu. Þaö átti sér hugsjón. Það var samvinnufélag. A milli ungmennafélaganna og sam- vinnuhugsjónarinnar var gatan stutt. Auk uppeldisáhrifa heimilis og skóla höfðu þessar tvær félags- málahreyfingar varanleg áhrif á Karl Kristjánsson i æsku og á unglingsárum, eins og raunar fjölda annarra ungmenna. Þegar við bættust gáfur hans og með- fæddir mannkostir hlaut svo að fara að hann yrði ungur kvaddur til starfa á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Arið 1918 var Karl Kristjánsson kjörinn deildarstjóri Tjörnes- deildar Kaupfélags Þingeyinga _ og um leið i fulltrúaráö þess. I stjórn félagsins var hann kjörinn 1925 og átti þar siðan sæti allt til 1971, að undanskildu hálfu öðru ári er hann var kaupfélagsstjóri, og formaður félagsstjórnar var hann frá 1948 til 1971. Þannig sat hann i stjórn félagsins samtals i fjörutiu og fjögur og hálft ár og þar af formaður þess i þrjátiu og þrjú ár. Sparisjóður kaupfélagsins hafði verið stofnaður árið 1890, en árið 1933 var hann gerður að sjálf----- stæðri stofnun. Ariö áður, 1932. varð Karl Kristjánsson spari- sjóðsstjóri og þótt sjóðurinn yrði sjálfstæöstofnun var hann þó ætið fvrst og fremst sparisjóður kaup- félagsmanna og eins konar hliöargrein á meiði félagsins Sparisjóðurinn var sameinaður Samvinnuhankanum árið 1965. Þa hafði Karl verið lormaður sparisjóðsstjórnar siðustu árin. annars alla tið sparisjoðsstjóri Karl Kristjansson var bonda- sonur og bondi i Eyvík uerðisl “hann árið“192ú: Sama artiongaó----- íst hann lændkonu sinni. Falinu Guðrunu Johannesdóttur. gafaðri agætiskonu Pin Kauptelag Þing eyinga og stiirf að fjöltnörgum öðrum þjónustu- og felagsmálum toguðu jafnt og þétt i K,> rl !>urt fra Eyvik og til Húsavikur Þangað tluttust þau hjónin 19.:.; Viðskiptakreppan u[>p ur 1930 skall með ægiiegum þunga a ba-ndur og alla aðra á felagssvæði Kaupfélags Þingeyinga sem og aðra lar.dsmenn. Svo natengd voru b'fskjör félagsmanna og annarra viðskiptaaðila kaup- félagsins fjárhag félagsins, að þegar kreppan þrengdi svo kjör um manna að þeir gatu ekki meira, riðaöi kaupfélagið til falls. Þeirsem enn muna þessi ægilegu ár, muna einnig þá skelfingusem greip um sig á félagssvæði Kaup- félags Þingeyinga, þegar i fullri alvöru var talað um að dagar félagsins mundu vera taldir. Kreppulánalöggjöfin sem var bjargráö við bændur, batt kaup- félaginu þunga byrði.en naði ekki til annarra viðskiptaaðila sem engu betur voru staddir en bænd- ur. Það gerði málið á vissan hátt enn viðkvæmara og vandameira. Kaupfélag Þingeyinga brást til varnar og sóknar upp á lff og dauða. Forráðamenn þess þurftu að gera þrennt stærst: glöggva sig til fullnustu á.hvernig fjár- hagsstaða félagsmanna og fé- lagsins sjálfs væri, koma á sam- stöðu þeirra sem meira máttu sin tii þess að taka á sig kvaðir vegna hinna,sem ekkert gátu,og taka ekki út innstæður sinar úr við- skiptareikningum og sjóðum telagsins, og i þriöja lagi að inn- heimta hinar geigvænlegu skuldir viðskiptamanna við félagið. Margt fleira þurfti að gera. Foringjar félagsins lágu ekki á liði sinu. En ég held að a engan sé hallað þótt sagt sé að Karl Kristjánsson hafi komið mest við sogu þessi erfiðu björgunarar Vegna gáfna sinna, mannþekk- ingar. reynslu og óbilandi truar a lifsnauðsvn kaupfélagsins fyrir íélagssvæðið allt, varhann öðrum mönnum betur til þessa verks fallinn. Margir ásanu honuni liigðu tii urræði. en á hann kom meginþungi allra sammnga við------ telagsmenn og aðra vtðskipta- aðila og að styrkja innviði kaup- telagsins og endurvekja traust manna a þvi svosem með þurtti 1 þessum atökum öllum tok hann að sér að vera kaupfelagsstjori lra miðjuári 1935 til ársloka 1936 Þegar sagan verður krufin ni mergjar á þaö eftir að sannast hvilikt afreksverk Karl KrLstjánsson vann á árunum 1932 til 1936. En nu þegar fregnrn um lát Karls Kristjánssonar hefur slegið þögn á fólkið í heimahéraði Framhald á 14. siöu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.