Tíminn - 29.03.1978, Síða 2

Tíminn - 29.03.1978, Síða 2
T Miðvikudagur 29. marz 1978 ffmfðfsi Fyrirhugad að sprengja Amoco-Cadiz Portsall, Frakklandi/ Reuter. Stormurogstórsjónhefurkomið i veg fyrir að takast megi að sprengja i sundur flak risaoliu- skipsins Amaco-Cadiz en 20.000 tonn af oliu eru enn i flakinu. Talsmaður sjóhersins sagði að ekki væri hættandi á að koma sprengiefni fyrir við slikar að- stæður. Hermenn frá flotastöð- inni i Toulon biða nú betra veðurs tilaðgeta tvistrað flakinu er ligg- ur á hafsbotni. Yfirvöld i strand- héruðum þar sem lekinn frá skip- inu hefur valdið mestu tjóni, hafa fariðfram á fyrrnefndar aðgerðir til að binda enda hægan leka úr skipinu. Frá þvi að Amaco-Cadiz, sem skráð er i Liberiu, sökk, milu út af þorpinu Portsall hinn 16. marz hafa, 200 þúsund tonnaf oliu lekið i sjóinn og mengað 200 kilómetra af strandlengjunni. Buenos Aires: Skæruliðar hefta samgöngur Buenos Aires/Reuter. Borgar- skæruiiðar sprengdu i gær upp tvær helztu samgönguæðar er liggja inn i Buenos Aires. Þús- undir lestarfarþega urðu af þessum sökum strandaglópar á mesta umferðartimanum. Engin slys urðu i sprengingunni sem varð snemma morguns. Spreng- ingarnar urðu 24 klukkustundum eftir að herforingjastjórnin til- kynnti að ráðið hefði verið niður- sögum vinstrisinnaðrar skæru- liðahreyfingar i landinu. Palestínumenn halda einni brú yfir Litani Tel Aviv/Reuter. Sænskir her- menn úr friðargæzluliði Samein- uðu þjóðanná hafa nú á sinu valdi hernaöaflega mikilvæga brú yfir Litani ána i Suður-Libanon, en israelskir hermenn ráku Palestinumenn af brúnni i bar- daga er stóö i fyrrinótt. Aðeins ein brú yfir ána er nú i höndum Palestinumanna. Israelsmenn segja að Palestinuskæruliöar hafi ráðizt á hermenn er sendir voru til að fjarlægja jarðsprengjur er komiö hafði veriö fyrir nærri brúnni. Skipzt var á skotum nokkra hriö áöur en Palestinu- mennirnir hörfuðu. Sænsku her- mennirnir komu sér upp bækistöð nærri brúnni stuttu eftir að bar- daganum lauk. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú sent um 4.000 manna lið til Suður- Libanon. Foringi sænsku her- mannanna, Jonas Lindgren, sagði að þeir hefðu fyrirskipanir um að halda brúnni og myndu skjóta ef á þá væri ráðizt. 1 gær gaf Ezer Weizman varn- armálaráöherra tsraels Iskyn, aö ef Palestinumenn hættu ekki að kasta sprengjum á bækistöðvar israelskra hermanna I Suður- Libanon, myndu þeir svara fyrir sig. Talsmenn hersins hafa tekiö skýrt fram, að með þessu hafi ráðherrann átt við aö tsraels- menn myndu svara meö stór- skotaliðsárás, en ekki meirihátt- ar framsókn. Israelsmenn halda áfram til- raunum til að hefja að nýju friðarviðræður við Anwar Sadat, og samkvæmt fréttum israelska útvarpsins hefur Begin forsætis- ráöherra þegar sent bréf til Kairó. A sunnudag lýsti stjórnin yfir eindregnum stuðningi við þá stefnu Begins aö hvika ekki frá stefnu sinni I friðarumleitunum. Talsmaður stjórnarinnar, Aryeh Naor, hefur sagt að nú sé unniö aö málum sem flýta ættu fyrir að viöræður yrðu teknar upp að nýju. Aðstoðarforsætisráðherra tsraels gaf i skyn I gær að tsraels- menn kynnu aö vera reiðubúnir til að endurskoða afstöðu sina til vesturbakka Jórdanárinnar, en þeir hafa hingað til aöeins boðið takmarkaða sjálfstjórn til handa Palestlnumönnum á vesturbakk- anum. Narita flugvöllur opnaður eftir mánuð Tokyo/Reuter. Alþjóðleg flugfé- lög reyna nú að gera nýjar ráð- stafanir i sambandi við flug til Tokyo eftir aö andstæðingar Naritaflugvallar seinkuðu opnun hans með þvi að eyðileggja tæki i flugturninum. 30 flugfélög hugð- ust halda uppi flugi til Narita, sem er 60 kilómetra fyrir noröan Tokyo. Flutfélögin verða nú að halda áfram að fljúga til Haneda flugvallar i Tokyo, sem er fyrir löngu orðinn of litill fyrir borgina. Stjórnin telur að takast megi að opna völlinn eftir einn mánuð, en það voru sex menn sem unnu skemmdirnar á tækjabúnaöi flug- turnsins á meöan á óeirðum á vellinum stóð. Lögreglan náði vigi andstæðinga flugvallarins á sitt vald eftir hörð átök. Andstæð- ingar flugvallarins hafa náttúru- verndarsjónarmiö I huga og hafa nú seinkað opnun hans 10 sinnum siðan 1973. Sænskir þingmenn vilja aftur í gamla þinghúsið Gamla þinghúsið ekki að vera spurning um minút- ur. Dómur i máli morðingja Sibai senn birtur Nicosia/Reuter. Þrir dómarar sem dæma eiga i máli tveggja Palestinumanna, er myrtu egypzka ritstjórann Youssef Sibai, munu birta úrskurð sinn næsta þriðjudag að þvl er tilkynnt var i Nikosiu i dag. Palestfnu- mennirnir voru handteknir eftir að egypzkir hermenn réðust inn á Larnaca flugvöll i þeim tilgangi að frelsa gisla er Palestinumenn- irnir höfðu þar i haldi. Saksóknarinn i máli Palestinu- mannanna sagði að augljðst væri að þeir hefðu tekið þátt i vel skipulagðri áætlun, sem stefndi aö þvi að myrða Sibai. Hinir ákærðu hafa viðurkennt að hafa tekið fjölda manns i gislingu eftir morðið, en segjast hvorki hafa gert gislunum né kýpverskum borgunum mein. Þeir hafa lýst sig saklausa af þvi að taka þátt i skipulögðu morði. Ef Palestinu- mennir ir verða dæmdir sekir um morð eiga þeir dauðarefsingu yfir höfði sér. Saksóknarinn telur að morðið á Sibai og taka gislanna hafi verið ein skipulögð aðgerð,, en Pale- stinuarabarnir hafa borið, að svo hafi ekki verið. Ekkert virðist benda til þess að aðrir en Arab- arnir hafi skotið Sibai til bana. Hann var myrtur 18. febrúar, eftir að hafa verið viðstaddur ein- ingarráðstefnu Afriku- og Aslu- rikja. Sænskir þingmenn hafa nú meö 75 atkvæða meirihluta samþykkt að flytja þingið aftur til Helge- andsholmen i gamla þinghúsið. Það voru 196 þingmenn gegn 121 sem ákváðu að flutningarnir skuli eiga sér stað 1983. Þingmenn, sem vilja flytja aftur til baka, telja að gamla þinghúsinu fylgi aukið öryggi og um leiö séu gaml- ar hefðir hafðar 1 heiðri. And- stæðingar flutninganna 1983 telja, að minni kostnaður veröi við að halda þing áfram I nýju bygging- unni við Sergelstorg. Margir þingmenn báru þvi við, að sam- göngur hefðu verið erfiöar innan- húss i gamla þinghúsinu, en stuðningsmenn flutninganna segja aðstaðsetning þinghúss eigi 9 HfT . ' I ■ / pfpSJ Hg^ ■. ... J t .. ... J »1 ; wtl rjff í\ \ Ví I mm imiiJkmu'i' WÍlk I ■ nitfni! |9nHHHM' ■■ ■ ígf-V S*' Hver af askrífendum Vísis reð því að taka þátt í áskrifendagetraun Vísis, hefur jd - tnöguleika til þess að verða einiim bíl ríkari Hringdustrax,símiriner8 6611. jáSWSæBw r- y ' " ‘ flSRiÍjsfíífví?, 'W WHnVt/. •jjh 1 “ > y " '■%' r* Áskrifendagetraun vlsis 'MÉkÆÆí

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.