Tíminn - 29.03.1978, Page 6

Tíminn - 29.03.1978, Page 6
6 Miövikudagur 29. marz 1978 Söngur í Norræna húsinu Miðvikudagskvöldiö 15. marz söng ung norsk ljóðasöngkona, Rannveig Eckhoff, i Norræna hiisinu, við undirleik Guörúnar Kristinsdóttur. Eckhoff er fædd árið 1950, hefur mest fengizt við óperusöng, en einnig talsvert við ljóðasöng hin siðari ár. hiin mun vera gift norskum sjónvarpsmanni, sem gerir 16 mm kvikmyndir af sinni ungu konu stingandi sér i sjóinn eða stigandi upp Urhonum á ýmsum frægum baðströndum hingað og þangað i heiminum. Heldur munu þetta þykja daufar myndir listrænt séð, en þó taldi norskur föðurlandsvinur, sem ég hefi þessar fréttir frá, aö myndir hans væru fvið skárri en myndir okkar manna. En hvaö um þaö. Rannveig Eckoff er ágæt söngkona, með mikla og dálitið skemmtilega hása sópranrödd. Efnisskránni skipti hUn i tvennt: fyrri hlutinn var helgað- ur norskri tónlist, en hinn siðari frönskum söngvurum. Norðmenn voru nokkrum áratugum á undan okkur með ætt jarðarsöngva sina, en Eckoff söng lög eftir þrjU tónskáld frá siðasta hluta 19. aldar: tvær þjóðvisur i Utsetn- ingu Eyvinds Alnæs (1872—1932), og Vaarlængsler eftirhann, Sne eftir Sigurd Lie (1871—1905), ogsjö söngva eftir Edvard Grieg (1843—1907), við texta eftir menn eins og H.C. Andersen, Björnson Vinje og Ibsen (Matthias þýddi þá alla). Menn horfa gjarnan til þessara ára og segja sem svo: Feiknar- legt timabil fengu Norðmenn þarna um aldamótin, með menn á heimsmælikvarða eins og Ibsen, Grieg og Munk. Þessir jöfrar dóu allir skömmu eftir aldamót, en árið 1929 segir nóbelsskáldið i Alþýðubókinni: ,,Náin kynni min af straumum i islenzku þjóðlifi birta mér skýra forboðna risavaxinnar framtiðarmenningar og skal ég nefna hér dæmi þessa: Hetju- skap islenzkra togarafiski- manna, ræktun landsins, virkj- un fossanna, samvinnustefn- una, ljóð Einars Benedikts- sonar, grundvallarlinurnar i heimspeki Helga Péturs, mynd- list Einars Jónssonar, hið yfir- persónulega i fjallamyndum Asgrims Jónssonar, hinar dulrænu baksýnir i raunsæis- myndum Kjarvals, hetjuand- inni meðferð Jóns Leifs á islenzkum tónhugtökum”. Viö áttum nefnilega feiknamikla kalla um þessar mundir, þótt ekki yrðu þeir verulega frægir út fyrir landsteinana, liklega mest vegna þess að allt breyttist i fyrra striðinu — „Þaö veit eng- inn hvað það er að vera kúnstner, sem ekki var að starfa fyrir strið”, er haft eftir Eggert Stefánssyni, — en auk þess hefur „islenzk menning mjög farið sinar götur án tillits til útheimsins, þannig að menn- ingarskeið vor hefur jafnan bor- iðupp á annan tima en evrópsk. tónlist Klukkan á tslandi hefur ævinlega verið talsvert annað en klukkan i Evrópu”. Og klukkan er ekki aðeins vitlaus hér menningarlega séð, heldur lika tæknilega:: Norðmenn fundu upp asdiktæk- in og selja okkur i hvern fiski- bát, þeir selja okkur nælonnet, og hvaðannað. Og núsegja þeir, sem gerzt vita, aö um þessar mundir sé að eiga sér stað ennþá ein byltingin I rafeinda- iðnaði: eftir fáein ár verða öll rafeindatæki með nýju móti, og tslendingar munu þá sem nú kaupa hina nýju kynslóð fisk- leitartækja, staðarákvörðunar- tækja, sjálfstýritækja I skip, o.s.frv. frá Norömönnum og öðrum, þvi hér hvarflar aldrei að neinum manni, sem einhvers má sin, eða einhverja ábyrgð á að bera, að hugsa svo m ikið sem einn dag fram i timann. Eftir hlé söng Rannveig Eckhoff, við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, franska söngva eftir Claude Debussy (1862—1918), Henri Duparc (1848—1933), Gabriel Fauré (1845—1924) og Francis Poulenc (1899—1963). Textarnir flestir eftir Paul Verlaine (1844—96). Þessir frönsku söngvar eru af allt öðrutagien þýzku ljóðin (og islenzku ættjarðarsöngvarnir afkvæmi þeirra), og sögð miklu vandmeðfarnari. Þvi miður hafa tslendingar ekki sinnt franskri menningu nægilega siðan ádögum Sæmundar fróða, þótt heldur hafi þau samskipti aukizt siðan við losnuðum und- an Dönum fyrir 60 árum, enda veit ég litið um þessa söngva annað en það, að mér lfkuðu þeir vel. En gagnkunnugur maður þessum málum tjáði mér, að i frönskum söngvum séu kvæðin mjög mikilvæg, enda „séu Fransmenn menn orðsins”. Söngkonan útskýrði raunar kvæðin, að þau væru „stemmningarán efnisþráðar”, áhrif náttúrunnar á skáldið fremur en náttúran sjálf, o.s.frv. Og hún söng þetta prýöisvel, einkum þrjá söngva Poulencs. Ekki var að sökum aö spyrja, að Guðrún Kristinsdótt- irlékmeðaf mikilli fullkomnun — vafalauster húnmeðal okkar albeztu undirleikara með söng. Sigurður Steinþórsson. Hver er maðurinn? Arbók Nemendasambands Samvinnuskólans, IV bindi er nú aö koma út, innan fárra vikna. Rit þetta er skrá yfir alla nem- endur I Samvinnuskólanum frá upphafi, og þvi nokkurs um vert aö það sé sem bezt úr garði gert. Ariö 1923 útskrifast úr skólanum maöur að nafni Agúst Jónsson. Um hann finnast þær einu upp- lýsingar i skólaskýrslum þess tima að hann sé ættaöur af Barðaströnd, en engar upplýsing- ar um aldur né ætterni. Bekkjar- félagar hans sem á lifi eru,muna ekki hvaðan hann gæti verið, en suhia minnir þó að hann hafi búið og jafnvel verið úr Reykjavik. A skólaspjaldi 1923 er þessi mynd af manninum, og beri einhver kennsl á manninn, viti hvar hann er niður kominn eöa hvaöan hann er, eða viti um ætt hans eru þeir beönir aö hafa samband við Hamragarða, félagsheimili sam- vinnumanna i Reykjavik simi 21944 eöa viö ritstjóra Arbókar i sima 33142. Norrænt æskufólk krefst þess að fatlaðir fái að taka þátt i þjóðlifinu Æskulýðsmót Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, sem haldið var i Sviþjóff fyrir skömmu, hefur sent frá sér ályktun. 1 henni segir m.a.: — Alls staðar verða fatlaðir daglegafyriróþarfa erfiðleikum i daglegu lifi sinu. Nútimasamfé- lagerárangribrautef það er ein- göngu gert fyrir hina hraustu. 1 öllum löndum skulu allir menn eiga sama rétt. Það er sameigin- leg ábyrgð allra, aö fatlaðir eigi kost á að taka eðlilegan þátt i þjóðllfinu á öllum sviöum. í ályktuninni segir, að eins og nú sé ástatt geti fatlaöir ekki átt þennan aögang að þeirri sam- félagslegu menningarheild sem nútíma þjóðfélág er. Sú menn- ingaheild, sem átt sé við er allt það sem nútimamaðurinn fæst við og ætlar að fást við. Fjöl- margt i samfélaginu hindrar fatlaða i að taka þennan eðlilega þátt i þjóðlifinu og nægir að nefna samgöngumál, byggingar og ástand gatna. Siðan segir: Það er grundvallaratriði að all- ir menn geti sjálfir valið og ákveðiö leiðir til að lifa frjóu og auðugu lifi. Nú búa fjölmargir fatlaöir á stofnunum, þó að þeir eigi ekki að þurfa þess. Norrænt æskufólk krefst þess, að valkostir séu fyrir hendi um húsnæði, þjónustuaðstöðu og sambýlisform. Hvernig verður dagblað til? Undanfarna daga hafa þrlr unglingspiltar veriö I starfskynn- ingu hér á biaðinu. Hafa þeir fylgzt meö þvi hvernig dagblaö veröur til. Þ.e. fylgzt meö þvi frá þvi aðefni berst og siðan fylgt þvi eftir i gegnum hendur blaöa- manna, hándritalesara, setjara, prófarkalesara og prentara eöa allra þeirra er aö blaðinu starfa, þar til það fær á sig þá mynd er þaö hefur fyrir sjónum hins al- menna lesanda. Auk þessa hafa þeir fengiö aö reyna sig viö blaða- mennskuna, — farið á fundi og skrifað stuttar fréttir. Hér á myndinni sjáum viö piltana I samræöum viö Þórarinn Þór- arinsson ritstjóra Timans, sem væntanlega er aö skýra fyrir þeim einhvern þáttinn i blaöaiit- gáfunni. Þeir heita taliö frá vinstri. Eiríkur Loftsson nemandi I Flúöaskóla, Ingi Már Gunnars- son og Agúst Einarsson, sem eru i Gagnfræöaskólanum I Mosfells- sveit. Ný bók frá Iðunni: Foreldrar og þroskaheft börn Leigjendur sameinast Leigjendur, þ.e. það fólk er býr I leiguhúsnæöi er ákveðinn þjóö- félagshópur (taliö er aö 20-30% heimila á Reykjavikursvæðinu búi i leiguhúsnæði) Þessi hópur, sem slikur á við mjög þröngan kost að búa nú þegar húsnæöiáskortur rikir. Réttur leigjenda er hvergi tryggður i lögum, en aftur á móti eru t.d. skattalög þeim i óhag. Verð leigu- húsnæöis er gjörsamlega háð framboði og eftirspurn sam- keppni meðal leigjenda er hörð, yfirboð tiö og þvi er verðlag upp- sprengt. I sumum tilfellum er um hreint leiguokur aö ræöa. Þar sem meirihluti leigjenda er láglaunafólk rennur oft þriöj- ungur tekna þeirra eöa jafnvel meira til greiðslna á húsaleigu. Oft á tiöum eru leigjendur varnarlausir gagnvart duttlung- um leigusala og leigusamningar þeim mjög I óhag. Við rikjandi aðstæöur er fólki þvi gert nær óbærilegt aö búa i leiguhúsnæði a.m.k. til langframa. Það er m.a. meö tilliti til framangreindra aðstæðna, sem ákveöinn hópur leigjenda ásamt nokkrum fulltrúum verkalýðs- hreyfingarinnar, hefur hafið undirbúning að stofnun samtaka er gæta mættu hagsmuna þeirra erbúa Ileiguhúsnæði. Stefnt er að stofnun slikra samtaka I næsta mánuði. Þess mun þá vænzt að allur þorri leigjenda bregði skjótt viö og ljái samtökum þessum lið i baráttu fyrir réttindum þeirra. Foreldrar og þroskaheft börn heitir ný bók, sem Iðunn hefur sent frá sér. Höfundur bókarinnar er Charles Hannam, en Margrét Margeirsdóttir þýddi. Myndirnar i bókinni eru eftir Hafliða Hjartarson. Á bakhlið bókarkápu segir svo m.a.: „Þessi bók fjallar um vandamál foreldra, sem eiga þroskaheft börn. Efnið er sett fram á einkar raunsæjan og hispurslausan hátt, en jafnframt fjallaö um það af miku sálfræöi- legu innsæi og þekkingu. Bókin gefur mjög lifandi mynd af þeim margþættu erfiðleikum sem for- eldrar þroskaheftra barna glima við I uppeldi þeirra. Höfundur er sjálfur i hópi þessara foreldra og hefur þvi mörgu að miðla af eigin reynslu. Bókinerað meginhluta byggö á samtölum við sjö fjölskyldur og Charles Hannan Foreldraroa Jtroskahqft hörrs Samtöl vió foreldra þroskaheftra barna FramhliÖ bókarkápu skiptist i niu kafla, þar sem tekin eru til meðferðar mismunandi viðfangsefni, t.d.: Hvernig var foreldrum skýrt frá vanþroska barnsins? Hvaða áhrif hefur þaö á fjölskylduna sem heild að ala upp þroskaheft barn? Hvernig á að meðhöndla barnið og móta uppeldisvenjur? Hvernig er sam- bandi háttað við systkini? Höfundurinn segir I formála, aö bókin sé skrifuð i þeim tilgangi að auka skilning fólks á málefnum þroskaheftra og þess vegna eigi hún erindi til allra, sem láta sig þessi mál varða. Ölafur Ölafsson landlæknir rit- ar formála fyrir islenzku útgáf- unni og segir i lok formálans: „Ég álit þessa bók gagnlega og fræðandi fyrir flesta og ekki sizt heilbrigðisfólk og kennara sem ber að sinna þessu vandamáli.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.