Tíminn - 29.03.1978, Qupperneq 10
10
Miðvikudagur 29. marz 1978
UNGMENNAFÉLAG
BISKUPSTUNGNA
GiSL
Sjúnleikur eftir
BKENDAN BEHAN
Þýðandi:
Jónas Árnason,
Leikstjúri:
Sunna Borg.
Sýning á Seltjarnarnesi.
Biskupstungnamenn fóru með
Gisl eftir irska skáldið Brendan
Behan i félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi siðast liðinn sunnu-
dag. en sýningin er liður i þvi að
minnast sjötiu ára afmælis ung-
mennafélagsins þar, sem stofn-
að var á sumardaginn fyrsta
árið 1908. Árin á undan höfðu
staríað þar tvö félög, Unglinga-
félag Eystritungunnar og Mai-
fundafélag Ytritungunnar.
Jarðvegurinn var þegar
plægður, þvi siðan hefur allt
gengiö vel.
Ungmennafélag Biskups-
tungna hóf þegar þróttmikið
starf, það ræðst i að halda opin-
berar skemmtanir, stundar fá-
tækrahjálp, ferðalög, sundiðk-
un, kartöfíurækt við jarðhita og
það stofnar bókasafn árið 1911,
og brátt var byrjað aö fara með
stutta leikþætti. Einna fyrst
mun hafa verið leikið upp. úr
verki, sem Sumarliði Grimsson
á Torfastöðum samdi úr danskri
smásögu, sem nefndist
Gamli-Toggi. Mun það hafa
verið árið 1910, eða fyrir tæpum
sjötiu árum.
Næstu ár var leikið Ur ýmsum
smærri verkum, úr smásögum
Einars H. Hvaran, einnig voru
leiknir málshættir.
Veturinn 1915—1916 er svo
ráðizt i viðameira verkefni,
heilt leikrit, Syndir annarra
eftir Einar H. Kvaran.
Leiklistin var einnig stunduð
annars staðar i sveitinni á
þessum árum, og léku Biskups-
tungnamenn, hópur fólks úr
Haukdælasókn ýmis meirihátt-
ar verk i húsi, sem reist hafði
veriö fyrir konungskomuna 1907
að Geysi i Haukadal, þar á
meöal Vesturfarana eftir
Matthias Jochumsson.
Biskupstungnamenn eru þvi
ekki by rjendur i leiklistinni, hún
stendur þar á gömlum merg.
GtSL eftir
Brendan Behan
Það hefur verið sannað með
blóðrannsóknum að lslendingar
séu komnir af irum, höfum við
einhvers staðar lesið. Má það
rétt vera, og meðal annars
hniga ýmis rök að þvi er varða
tilfinningalifið og mannlega
hegðun. Gott dæmi um þettaeru
irskar bókmenntir, eða leikbók-
menntir, sem njóta ávallt
mikilla vinsælda á Islandi. Við
skiljum þessa fullu fra, skynj-
ijm veðurfarið, storminn sem
æðir um texta þeirra, elskum
grænt landið, og við lökum þátt i
hinni eilifu baráttu fyrir sjálf-
stæði landsins. Að visu skiljum
við ekki trúarstriðið, en við
hlægjum þó ekki á vitlausum
stöðum, eins og i þýzkum leik-
ritum, — við skiljum þetta alit.
Brendan Behan var fæddur
árið 1923 og hann ólst upp i fá-
tækrahverfum Dublin með
Brezkihermaðurinner færður
i hús hans og þar eyðir hann
nóttinni og biður dauðans.
Þetta verk, Gisl er býsna
áhrifamikið á köflum og það
hefur ósvikið irskt yfirbragð.
Það erekki einhliða, þannig séð,
að höfundur sé vilhailur. Hann
segir sinni eigin þjóð til synd-
anna, ekki siður en Bretum og
angurvær söngur og ijóð milda
hina þjáðu veröld.
Aðalpersónur leiksins eru
Pat, gamli hermaðurinn, sem
nú nærist á frelsisást. og bjór, og
^sambýliskona hans Meg Dillon.
en með hlutverk þeirra fara
Sigurður Þorsteinsson og Friður
Pétursdóttir. Bragi Þorsteins-
son, leikur Monsjur, sem er
mjög sérkennileg lýðveldis-
hetja, en Sigurjón Kristjánsson
fer með hiutverk Mr. Mulleady,
sem einnig er húsdraugur úr
lýðveldisbaráttunni, eins og
Monsjur. Alls fara um 16 manns
með hlutverk.i leiknum.
Sýning Biskups-
tungnamanna
Það skal strax tekið fram, að
sýning Biskupstungnamanna er
ekki fullkomin i sjálfu sér. Leik-
sviðiðá Seltjarnarnesi er of litið
fyrir þetta verk, og þvi eru
nokkur þrengsli á sviðinu, og
það veldur dálitlum örðugleik-
um fyrir svo stóran leikhóp. En
hún er langt frá þvi að vera við-
vaningsleg.
Leikendur spjara sig vel, og
einkum vil ég nefna þá sem að
framan voru taldir. Þeir leika
vel, syngja vel og fr^msögn var
til mikillar prýði.
Sama má i raun og verusegja
um flesta þá sem fram komu, og
sú ieikgleði, sem þarna rikir,
gerir meira en að bæta upp þá
galla, sem vera kunna á leik-
rænni heildarmynd verksins,
enda skemmtu áhorfendur sér
hið bezta.
Þetta sýnir okkur, að með
alúð og nokkrum dugnaði er
unnt að setja uppog sýna meiri-
háttar leikverk jafnvel i fá-
mennum byggðarlögum. Sýnir
að leiklistin er alþýðulist ekki
siður en atvinnulist, þar sem
menn koma fram á prófasts-
launum al-lt árið um kring.
Leiktjöld þeirra Péturs
Guðmu Guðmundssonar og Þor-
steins Þórarinssonar var ágæt
og vel gerð.
Leikstjórn Sunnu Borg var
hnökralaus. Ef til vill má þó
halda svolitið aftur af fólki á
vissum stöðum, þetta er ekki
farsi, og þá er ekki annað eftir
en að óska þeim Biskupstungna-
mönnum til hamingju með af-
mælið og þakka þeim fyrir
ágæta skemmtun.
Júnas Guðmundsson.
Ilelga, Sigurjón, Þúrður. Skúli og Bjarni i hlutverkum sinum.
leiklist
Leikstjúrinn, Sunna Borg
niðinn frá páskauppreisninni i
sálinni, en uppistaðan i Gisl er
einmitt hin eilifa barátta til þess
að frelsa Irland. Frelsi fékkst
fyrir mestan hluta landsins árið
1916, en Norður-lrland lýtur enn
brezkri stjórn, sem kunnugt er.
Eftir að frelsið var fengið og
lýðveldið hafði verið sto&iað,
gerðu vist flestir ráö fyrir að um
færi að hægjast. Hinir nýju
valdhafar, sem uppreisnin hafði
sett á valdastóla leit lika svo á,
en þetta var Irland og margar
hetjur neituðu að láta staðar
numið. Baráttunni var haldið
áfram og fangelsanir héldu
áfram, hengingar og ýmsar
harðar refsingar, en nú var það
lýðveldið, sem setti lögin.
Leikur Brendan Behan gerist
árið 1960. Lýðveldisherinn IRA
tekur ungan brezkan hermann
og hótar að skjóta hann, ef yfir-
völdin á Norður-Irlandi hætta
ekki við áform sin um að hengja
ungan íra, sem þeir hafa dæmt
til dauða fyrir hervirki.
Gamall hermaður Ur Lýð-
veldishernum, heldur hús fyrir
nokkrar mellur og einkenniiega
menn, en fyrst og fremst litur
hann á húshaldið, sem lið i hern-
aði IRA, sem berjast fyrir sjálf-
stæði landsins.
Leikhúpurinn eftir æfingu
Ungmennafélag Biskupstungna
Gísl úr
Biskups-
tungum
70 ára afmælissýning
Sigluvfk SI 2, frá Siglufirði. Einn af 450 brl. skuttogurunum sem smiðaöir voru á Spáni áriö 1974.
Breytmgar til aukins
öryggis á íslenzkum
skuttogurum
GV — Islenzkir skuttogarar eru
nú orðnir 73 talsins og hefur nú
nokkur reynsla fengizt hér viö
land á gerð þessara skipa. En ný-
leg slys á erlendum skuttogurum
hafa gert yfirmönnum siglinga-
mála á íslandi ljóst að nokkur at-
riði i gerð þessara skipa mætti
endurbæta og auka með þvi
öryggi skipanna og áhafna þeirra
ekki sizt vib þær aðstæður sem
riktgetaá islenzkum hafsvæðum.
Hjálmar R. Bárðarson
siglingamálastjóri vekur athygli
á nokkrum helztu þessara atriða i
grein sem birtast mun i næsta
hefti Siglingamála. Þar bendir
hann á ymislegt sem hægt væri að
lagfæra á þeim togurum sem þeg-
ar eru i islenzkri eign og segir
m.a.: ,,Og þegar um ný skip
verður að ræða þá er hugmyndin
að þessi atriði ásamt e.t.v. nokkr-
um fleiri — sem hægt er að taka
upp á nýjum skipum, en siöur á
þeim eldri, — yrðu gerð að
kröfu.”
Siglingamálastjóri fer þess á
leit að eigendur þeirra skuttogara
þar sem ekki er vatnsþétt stálþil
á milli fiskmóttöku og vinnu-
rýmis á milliþilfari láti setja slikt
stálþil i þessiskip eins fljótt og að-
stæöur leyfa. En þar sem fyrir-
komulag skuttogaranna er nokk-
uð breytilegt, þarf að athuga sér-
staklega aðstæður á hverju ein-
stökuskipi. „Meginatriöi þessara
aðgerða er hins vegar það sjónar-
mið að hægt sé að fyrirbyggja að
sjór, sem kemst niður i um opna
fiskmóttökuna komist fram á
vinnsluþilfar. Fæst þessara skipa
þola að laus sjór velti siðu úr siðu
iallribreidd milliþilfarsins og þvi
veruleg hætta að skipinu hvolfi og
það snögglega.”