Tíminn - 29.03.1978, Page 15

Tíminn - 29.03.1978, Page 15
Miðvikudagur 29. marz 1978 15 Vestfirðir: Góður rækjuafli Svaya Sigriður Gestsdóttir sýnir verk sin i Safnhúsi Arnessýslu. A sýningunni eru 24 málverk og 23 rekaviðarmyndir. Svava Sigrlður hef- ur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt i samsýningum. Sýning Svövu stendur yfir frá 23. marz tii 3. apríl og er opin 14-22 helga daga og 16-21 virka daga. — Inndjúpinu lokað vegna smárækju GV — Rækjuafli var yfirleitt góður á þeim þrem veiðisvæðum, þar sem rækjuveiði var stunduð í febrúar. 55 bátar stunduðu veiðar og nam heildarafli þeirra 908'lest- um, en i fyrra var afli 65 báta i febrúar 1.111 lestir. Vart hefur orðið við mikið af smárækju innarlega á Isaf jarðar- djúpi og hefur Inndjúpinu þvi verið lokað fyrir rækjuveiðum. Leyfilegur aflakvóti við Isa- fjarðardjúp voru 2500 lestir til skamms tima en hefur nú verið hækkaður um 100 lestir. Nokkur óánægja hafði verið með kvóta- skiptinguna á staði og fóru þvi bæði Bolvikingar og Súövikingar fram á 50 lesta kvótaaukningu. Frá Bildudal réru nú 7 bátar og öfluðu 71 lest en i fyrra var afli 10 báta sem réru frá Bildudal 176 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Helgi Magnússon með 15,5 lestir, Visir 14,1 lest og Höfrungur 11,4 lestir. Leyfilegur afli á vertiöinni er 600 lestir en af þvi magni er eftir að veiða 258 lestir. Frá verstöðvunum við ísa- fjarðardjúp réru 38 bátar og öfl- uðu 645 lestir en i fyrra var afli 42 báta 743 lestir i febrúar. Gert er ráð fyrir að rækjuvertiö ljúki i april frá flestum verstöðvunum við ísafjarðardjúp, þar sem lang- leiðina er komið að veiða leyfilegt afiamagn. Frá Hólmavik og Drangsnesi réru 10 bátar og ölfuðu 192 lestir, en i fyrra öfluðu 13 bátar einnig 192 lestir i febrúar. Aflahæstu bátarnir voru Hilmir með 21,0 lestir, Grimsey 20,8 lestir og As- björg 20,3 lestir. Fyrirhuguð breyting á rekstri húss Jóns Sigurðssonar tslendingafélag — Námsmanna- félag i Kaupmannahöfn hefur sent frá sér fréttatilkyningu, þar sem greint er frá dagskrá Húss Jóns Sigurðssonar i marzmánuði. Þar segir einnigað fyrirhuguð sé breyting á rekstri hússins. Er hún fólgin i þvi að húsið verður lokað mánudags- og þriðjudagskvöld nema annað sé auglýst sérstaklega. Samtimis þvi segir, að annar rekstraraðili hússins muni hætta i byrjun april. Aðalfundur Námsmannafé- lagsins var haldinn 10. febrúar sl. og voru eftirfarandi kosnir i stjórn þess: Jón Þór Jóhannsson, formaður, Ingimundur Pálsson gjaldkeri, PáO Sólnes ritari, Guð- rún Valdimarsdóttir meðstjórn- andi og Sigurbjörn Hallsson með- stjórnandi. Thor Thos Thors sjóðurinn stóreflist I tilefni 1100 ára afmælis ís- landsbyggðar lét Bandarikja- stjórn af hendi rakna upphæð sem nemur $30.000,- til námsstyrkja islenzkra námsmanna i Banda- rikjunum. Rikisstjórn tslands hefur ákveðið að fé þetta skuli renna i Thor Thors sjóðinn, sem starfræktur er á vegum Ameri- can Scandinavian Foundation i New York, og er tilgangur hans að styrkja islenzka námsmenn til náms i Bandarikjunum og Bandarikjamenn til náms á ts- landi. tslenzk-Ameriska félagið fjallar um styrkveitingar úr sjóöi þessum. Thor Thors sjóðurinn hefureflztmjög á undangengnum mánuðum eins og kunnugt er af fréttatilkynningum. Frá dánar- búi Einars Þorkelssonar bárust nýlega $48.500.-, sem samsvaraði 11 millj. isl. króna á þeim tima. Einnig barst sjóðnum framlag að upphæö $60.000 i tilefni af 200 ára afmæli Bandarikjamanna. A stuttum tima hefur þvi sjóðurinn eflzt um $138.500.- sem samsvar- ar kr. 35.276.000,- á gengi dagsins i dag. Kattavinafélagsmenn ánægðir með starfsemina Aðalfundur Kattavinafélags ís- lands var haldinn i Vikingasal Hótels Loftleiða 12. þ.m. Fjöl- menni vará fundinum og ahnenn ánægja rikjandi með starfsemi féla gsins. Litils háttar breytingar urðu á félagsstjórn og er hún nú þannig skipuð: Svanlaug Löve, form. Margrét Hjálmarsdóttir, Guðrún A. Simonar, Eyþór Er- lendsson, Gunnar Pétursson og Hörður B. Arnason. , Að fundi loknum hófst kaffisala og voru þá fram bornar heima- bakaðar kökur, sem konur i Kattavinafélaginu gáfu til styrkt- ar félaginu. A fundinum var Kattavina- félaginu færð höfðingleg gjöf 70 þúsund kr. Gefendur eru mæðgur sem fyrr á árinu gáfu félaginu 50 þúsund kr. Aðrar gjafir og áheit sem félaginu hafa nýlega borizt erufrá Grimu 15 þúsund. S.E. 10 þúsund H“L. 1500 H.S. 500 V.K. 500. S og G 1000. G.P. 1000. A.K. 1000 R.N. 5000 Erling Ólafsson: „Útrýming á dýrategundum er mér ekki að skapi” — Athugasemd vegna skrifa um svartbakinn 1 grein, sem ESE skrifar á forsiðu Timans 7. marz siðast- liðinn eru rifjaðar upp gamlar og margtuggnar vangaveltur um svartbakinn og skaðsemi hans. Þar er vitnað i simáviðtal, sem greinarhöf. átti við undir- ritaðan. Eru þar eftir mér höfð þessi orð: ,,Hvað eitrun varð- aði, þá sagði Eriing það skoðun sina að eitra þyrfti miklu meira en nú tiðkaðist’\ — Þetta er alrangt eftir mér haft. Ég sagð- ist eiga von á þvi, að farið yrði til þess i framtiðinni að eitra i stærri stil en tiðkast hefði hing- að til, þvi að eflaust mætti fækka svartbak að nokkru marki með þeirri aðgerð. En það þyrfti að framfylgja slikri herferð með endurteknum eitr- unum i langan tima, ef aðrar nauðsynlegar hliðarráðstafanir yrðu ekki gerðar. Hins vegar mun ég aldrei mæla með notkun eiturefna úti i náttúrunni sizt af öllu, þegar til eru skynsamlegri aðferðir til að halda i skefjum vargi sem þessum. Ef farið yrði út i það að beita eiturefnum gegn svartbaknum, þá myndi ég mælast til þesS, að einungis yrðu notuð svefnlyf svo að öðrum tegundum yrði ekki meint af. ESE hefur það eftir Pétri Ilannessyni hjá Hreinsunar- deild Revkjavikurborgar, aö i fyrra hefðu verið skotnir' 2300 svartbakar. 'Þar eru eflaust fleiri máfategundir meðtaldar) á vegum deildarinnar. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að það sé mikil sóun á blýi, en til að eyðing svartbaks með skot- vopnum hafi einhver varanleg áhrif á stærð þess stofns, sem mætir til varps á vorin, þarf að skjóta margfalt þann fjölda. Við getum sjálfum okkur um kennt, hvernig komið er með svartbakinn. Við erum óttalega kærulaus með flestan úrgang, bæði lifrænan og ólifrænan, sem við i flestum tilfellum fleygjum bara út um bakdyrnar. Á ég þar ekki sizt við fiskvinnslu- stöðvarnar, sem eru aðaluppeldisstöðvar máfa yfir vetrarmánuðina. Ef máfum yrði gert erfiðara fyrir við öflun matar á þeim árstima. er ekki að efa. að þeim myndi stór- fækka og skaðsemi þeirra minnka að sama skapi A sorp- haugunum i Gufunesi hefur ver- ið tekið til þess ráðs að urða sorpið jafnóðum og það berst, og er það mjög til fyrirmyndar. En enn er viða pottur brotinn i' hreinlætisvenjum okkar Is- lendinga og á meðan svo er verðum við bara að sætta okkur við skaðsemi vargfugla. Ég vil taka það fram, að það er ekki eftir mér haft, að gripa þurfi til ógeðfelldra aðferða til að útrýma svartbak. Ef nokkrar likur væru til þess, að hægt væri að útrýma svartbaknum, þá myndi ég beita minum kröftum honum til bjargar, þvi að út- rýming á'dýrategundum er mér ekki að skapi. Þá vil ég einnig taka það fram, að hugmyndin um hugsanlegt samband á milli fæðar á rjúpu hér sunnanlands og svartbaks er ekki frá mér komin. Fjölþætt starfsemi KÍM á sl. ári JB — Starfsemi Kinverska-is- lenzka menningarfélagsins (KtM) var með mesta móti á siö- ast ári. Hingaö til lands kom kin- versk sendinefnd á vegum þess, kvikmyndasýningar voru haldn- ar, listamenn frá Kina héldu hér fjölsótta tónleika, islensk sendi- nefnd fór á vegum félagsins til Kina og efnt var til almennra ferða þangað; sem þátt tóku i tæplega fimmtiu manns. Þá voru haldnfr fundir um kinversk mál- efni og blaöaútgáfa var nokkur á vegum félagsins. Kom framan- greint fram i ræðu formanns KIM á aðalfundi félagsins þ. 20. marz sl. A fundinum var drepið á frétta- flutning islenzkra fjölmiðla um kinversk málefni, sem talinn var ærið misjafn. Þá minntist for- maður á það, að ísland heföi alloft verið getið i kinverskum fjölmiðlum undanfarið og væri það að nokkru leyti að tilhlutan félagsins. Félagsmenn i KIM, sem er 25 ára i haust eru rúmlega 300 tals- ins. A fundinum var stjórn félags- ins öll endurkjörin en hún er þannig skipuð: Arnþór Helgason, formaður, Dr. Jakob Benediktsson, varafor- maður, Anna Einarsdóttir, ritari, Olafur Elinmundarson, gjaldkeri og Kristján Jónsson, meðstjórn- andi. DAIHATSU JAPANSKUR GÆÐINGUR SJON ER SOGU RIKARI □AIHATSU ÁRMÚLA 23 sími 81733

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.