Tíminn - 29.03.1978, Síða 18

Tíminn - 29.03.1978, Síða 18
18 Wmmm Miðvikudagur 29. marz 1978 Útsýn kemur á loftbrú milli íslands og Midjarðarhafslanda baðströnd og hentugri aðstööu, en skammt að fara i leit að fegurð og listfjársjóðum, svo sem i Feneyjum, Flórens eða fjalladýrðina i Dolomitum og við Gardavatn. Júgóslavia þykir ólik öllum öðrum löndum Evrópu, samein- ar sérkennilegt þjóðlif, náttúru- fegurö og fagrar baöstrendur i furulundum við tæran sjö. Ot- sýn hefur tryggt sér afbragðs gistiaðstöðu i Portoroz og Porec, sem báðar eru á Istria- skaganum, aöeins um klukku- stundar ferð frá Trieste við landamæri Italiu, en þangað stefnir Útsýn leiguflugi sinu i sumar. Júgóslavia er orðin há- þróað ferðamannaland og i þeim efnum langlengst komin landanna austan járntjalds, enda raunar á mörkum austurs og vesturs i þjóðfélagslegum skilningi. Grikkland er eitt sólrikasta land álfunnar með um 300 sólar- dága á ári, og þar er sumarið komiö og verður hið ákjósanleg- asta i maimánuði. Sökum sögu sinnar, sérkenna og veðurfars er Grikkland þráð takmark i húgum flestrá ferðamanna. Leiðsögumaöur (Jtsýnarfar- þega þar verður Siguröur A. Magnússon, sem er af núlifandi Islendingum einna kunnugastur Grikklandi og sögu þess, en farnar verða kynnisferöir til flestra frægustu sögustaöa Grikklands. Aðsetur Útsýnar i Grikklandi veröur baðstrandar- bærinn Vouliagmeni, friðsæll og fagur staður um 20 km fyrir sunnan Aþenu. Spánarferðir Útsýn hefur nú haldið uppi Spánarferðum i 20 ár, og enn er Costa del Sol vinsælasti dvalar- staðurinn. Aætlun Útsýnar þangað hefst 22. marz með páskaferð, sem er nærri full- skipuð, enda er nú sól og fegursta sumar þar syöra. Eftir páska býður Útsýn 3 þriggja vikna ferðir til Torremolinos með sérlega hagkvæmum kjör- um. Astæða er til að vekja at- hygli fólks á, hve hagkvæmur þessi ferðatimi er, hiti nægur enda sólardagar 27-30 i mánuði og þjónusta miklu betri en um hásumarið, en verð þriöjungi lægra. bessar feröir selur útsýn einnig með afborgunarskilmál- um. Börn fá sérstakan afslátt i ferðum þessum, og Útsýn tekur nú upp aukna þjónustu, m.a. með barnagæzlu, og ræsting gistihúsnæðis verður nú undir eftirliti islenzks starfsfólks. Þá verða einnig á boðstólum nýjar kynnisferðir og ný skemmtiprógrömm. Frá júni- byrjun verður flogið með DC-8 þotu og flugið sameinað til Costa del Sol og Costa Brava, sem einnig hefur verið eftirsótt- ur sumarleyfisstaður útsýnar- farþega i mörg ár. Þar hefur Útsýn nú stórbætt gistiaðstöðu farþeganna, sem nú fá Ibúðir I splunkunýrri, vandaðri bygg- ingu við sjávargötuna. Ferðirn- ar öl Lloret de Mar eru þær ódýrustu, sem Útsýn hefur á boðstólum að undanskildum vorferðunum til Torremolinos. Norðurlandaferðir Útsýn starfrækir sérstaka deild fyrir Norðurlandaferðir, bæði einstaklinga og hópferðir i nafni ýmissa félagssamtaka. Nýlegahefur Félagisl. bifreiða- eigenda gert samning við Útsýn um Norðurlandaferðir og aðra þjónustu við félagsmenn sina með mjög hagstæðum kjörum. En að auki rekur útsýn al- hliða, alþjóðlega skipulagningu ferðalaga um allan heim og er stærsta söluumboö flugfélag- anna á tslandi. 1 þjónustu Útsýnar munu starfa nærri 100 manns hér heima og erlendis i sumar. Ekki skortir áhuga fólks aö vinna fyr- ir Útsýn, þvi að um 300 manns sótti um starf, þegar Útsýn aug- lýsti 3 störf hjá fyrirtækinu ný- lega. Útsýn hefur margra ára reynslu i Grikklandsferðum, og nú hefjast reglubundnar ferðir ingólfur Guðbrandsson. með leiguflugi þangað. i Júéóslaviuferðum býöur Útsýn upp á gististaöi I Porec og Portoroz. SKJ — Ferðaskrifstofan Útsýn hefur nú gert samninga við Flugleiðir h.f. um leigu á DC8-þotum til flutninga á far- þegum sinum til 6 staða við Mið- jarðarhaf, en þotur af þessari gerð rúma 250 farþega I ferð. Með þessu móti tekst að lækka fargjaldið til muna, þrátt fyrir að flugfargjöld hafi að undan- förnu hækkaö til samræmis við verö erlends gjaldeyris. Ferðir Útsýnar til 4 Miðjarðarhafs- landa eru þvi á mjög hagstæðu veröi i sumar, en löndin eru Spánn, ttalia, Júgóslavia og Grikkland. Samkvæmt sumar- áætluninni mun útsýn flytja að meðaltali 500 manns til sólar- landa á viku, og ef miðað er við áhuga Islendinga fyrir sólar- landaferðum á undanförnum árum, má búast við að grund- völlur sé fyrir slikum fjölda- flutningum. Ingólfur Guðbrandsson upp- lýsti það nýlega, að nú er mest eftirspurn eftir þriggja vikna ferðúm, þar sem fargjaldið er tiltölulega ‘stór kostnaöarliður við sumarleyfisferðir. Ingólfur sagði að i sólarlandaferðum bjóðist fólki fleira en sumar og sól, hægt er að skoða fjölmarga merka staði og njóta listvið- ' burða, t.d. bæði á ttaliu og Spáni. Eru fararstjórar Útsýnar reiðubúnir að greiða fyrir fólki hvað varðar skoðunarferðir, tónleika og leikhúsferðir. Auk sólarlandaferða býður útsýn upp á ferðir til Kaupmanna- hafnar, Oslóar, Stokkhólms, Gautaborgar, London og Glas- gow. 1 fréttatilkynningu frá Ferða- skrifstofunni Útsýn er greint stuttlega frá feröum er boðið veröur upp á i vor og sumar: Loftbrúin suður — dag- flug Helzta nýjungin hjá Útsýn er ný flugleiðfrá Islandi, sem opn- uö verður 13. mai næstkomandi: Loftbrúin til Italiu, Júgóslaviu og Grikklands meö DC-8 þotu, og verða ferðir vikulega til Italiu, þegar kemur fram á sumarið, en til skiptis til Júgó- slaviu og Grikklands á 2-3 vikna fresti til septemberloka. Það horfir einnig til framfara, að nú er um dagflug að ræða með brottför frá Keflavik kl. 14.00. Mjög vaxandi eftirspurn er eftir ferðum á þessar slóðir, en til skamms tima hafa tslendingar farið nær einvörðungu til Spán- ar i leit að sumri og sól. ttaliuferðir útsýnar njóta mikilla og sivaxandi vinsælda, og margir hafa fundið sina sumarparadis I baðstrandar- bænum Lignano, með frábærri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.