Tíminn - 29.03.1978, Qupperneq 24

Tíminn - 29.03.1978, Qupperneq 24
W 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Ökukennsl Greiðsluk jör Gunnar Jónasson Sími Sýrð eík er sigild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR - SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Atvinnuþátttaka háskólamenntaðra kvenna mjög mikill KARLAH HÆKKA LÚMSKT í STÖÐUM — segir í niöurstöðum skoðanakönnunar BHM FI — Ég gæti trúað, aö þessi könnun gæfi nokkuð rétta heild- armynd af atvinnuþátttökunni, og raunar kom fátt i niðurstöð- unum okkur á óvart: Niutiu og fimm prósentaf konunum, sem svöruöu, vinna utan heimilis, en aðeins helmingur þeirra vinnur fullan vinnudag. Litið virðist um barneignir hjá þessum hópi miðað við ýmsa aðra, og af 143 konum voru 110 þeirra mæður 163 barna. Hvað launin varöar, þá telja 94% sig njóta jafnréttis á við karla. Hins vegar telja konurnar jafnréttið fyrir borö boriö, þegar um stöðuhækkanir er að ræða. Það væru fyrst og fremst karlmenn, sem fengju stöður deildarstjóra, 'yfirkenn- ara, skólastjóra og annarra for- stöðumanna. A þessa leið fórust MagnUsi Skúlasyni hjá Bandalagi há- skólamanna orð i gær, þegar hann var inntur eftir niðurstöð- um úr skoöanakönnun BHM á atvinnuþátttöku háskólamennt- aðrakvenna, sem fram fór á sl. ári og nýlega hefur veriö unnið úr. Reynt var að ná til 270 kvenna i þessari könnun, en að- eins 143 tóku þátt, eða 16% af háskólagengnum konum á þeim tima. Af þeim 143 konum, sem svör- uðu, haföi rúmlega þriðjungur lokið B.A. prófi frá H.Í., eða hliðstæðu prófi frá erlendum háskólum. Er þetta langstærsti hópur háskólamenntaöra kvenna. Næst koma konur meö B.Sc. próf og konur með próf i læknisfræðum, en hvor hópur um sig er aðeins 8% af þeim, sem svöruðu. Aörir hópar eru mun minni og er dreifingin nokkuð jöfn eftir prófgráðum. Fjörutiu og fimm prósent þeirra kvenna sem þátt tóku, eru 32 ára og yngri, og tæplega 70% kvennanna eru 37 ára og yngri, en 82% þeirra 42 ára og yngri. Hundrað þessara kvenna telja sig hafa lokiö námi á „eðlileg- um” tima en 43 kváðu svo ekki hafa verið. Langflestum nýtist menntunin vel i starfi. Eftir- vinnu utan heimilis vinna 51%. Konunum var gefinn kostur á aðnefna þau tvö atriði, sem þær teldu að helzt þyrftu að breyt- ast, til að atvinnuþátttaka kvenna ykist. 49% nefndu fleiri barnaheimili, 40% frjálsari til- högun vinnutima og 39% aukin heimilisstörf karla. Fleiri atriði voru á dagskrá, svo sem auknir möguleikar á endurmenntun kvenna, almenn stytting dag- vinnutima og minni eftirvinna. Aðeins 64 konur svöruðu þeirrkspurningu hvort foreidrið tæki sér oftar fri i vinnu, ef barn veiktist. Fjörutiu og ein kona (64%) taldi að móðirin tæki sér oftar fri frá vinnu, 17 konur (27%) töldu, að þaö skiptist jafnt á bæði foreldrin, og 6 kon- ur (9%) töldu föðurinn oftar heima. ( Þessi könnun á atvinnuþátt- töku háskólamenntaðra kvenna er fyrsta skoðanakönnunin, sem BHM ræðst i. Nú eru i gangi tvær aðrar kannanir á vegum BHM, könnun á notkun rann- sóknabókasafna og trygginga- þörf sjálfstætt starfandi há- skólamanna, svo sem verkfræð- inga, arkitekta, lækna og lög- manna. Fimm innbrot á Skagaströnd ESE — Um páskana var brotizt inn á fimm stöðum á Skaga- strönd. Brotizt var inn I Shell- skálann, ibúðarhús við Höfðatún, Hafnarhúsiö, útibú kaupfélagsins og bii sem stóð fyrir utan útibúið. Litlu sem engu var stolið i þess- um innbrotum og skemmdir voru litlar unnar á mannvirkjum. Þegar eru þrjú innbrotanna upplýst, og var um sömu aðila að ræða I tveim tilvikanna, þ.e. I inn- brotunum I Shell-skálann og ibúö-' arhúsið, en einnig er búið að upp- lýsa innbrotiö I Hafnarhúsið. Rúðubrjótar ESE — Um siðustu helgi voru brotnar rúður i Alþingishúsinu og i sendiráði Bandarikjanna hér i bæ. Þetta gerðist um kl. 06 að morgni laugardagsins. Fljótlega barst lögreglunni lýsing á mönn- um þeim sem hér höfðu verið að verki, en þeir fundust svo siðar um morguninn á hóteli hér i bæ og voru allölvaöir. Aöfaranótt skirdags var brotizt inn hjá Ldftrasveit Reykjavikur f Hljómskálanum og kveikt þar i á fyrstu hæft. Brann allt sem brunnift gat á hæftinni, en sem betur fór voru engin hljóftfæri efta nótur þar fyrir. A sl. ári var átta sinnum brotizt inn I Hljómskálann, en keyrir um þverbak meft þessari Ikveikju. Engin vitni voru að atburðinum, en útlendingur nokkur ber aft hafa séft tvo unglingspilta á óvenjulegri hraftferð upp Skothúsveginn um likt leyti og Ikveikjunnar varft vart. Hdsift er tryggt. Timamynd: G.E. Ungri stúlku nauðgað á Seltjarnar- nesi ESE — Um kl. 06 að morgni föstu- dagsins langa barst lögreglunni i Reykjavík nauðgunarkæra. Ung stúlka kom á lögreglustöðina og bar fram kæruna, og sagðist henni svo til, að hún hefði verið á gangi á Hringbrautinni, þegar ungur maöur kom þar að og bauð henni far I bil sinum, sem hún þáði. Maðurinn ók siöan út á Sel- tjarnarnes, þar sem hann kom fram vilja sinum við stúlkuna, en ók á brott að svo búnu. Stúlkan náði númerinu á bilnum og gat skýrt frá þvi og leiddi það til þess að billinn fannst skömmu siðar fyrir utan hús eitt I vesturbænum. ökumaðurinn var staddur i hús- inu og kom hann mótþróalaust meö lögreglunni á slysadeild Borgarspitalans, en þar var tekiö blóösýnishorn, þar sem grunur lék á að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Kona ferst í húsbruna JB — Sá hörmulegi atburður átti sér stað aðfaranótt páskadags, er bærinn aö Ljárskógum i Dala- sýslu, brann til grunna, að Astrið- ur Hansdóttir, húsfrú þar, brann inni. Astriöur var fædd þann 17. ágúst 1927, en hún var ættuð frá Fifvesdali Noregi. Hún var ekkja Guðmundar Jónssonar bónda á Ljárskógum og lætur eftir sig þr jú uppkomin börn. Astriður var ein f bænum er hann brann. Að sögn Jóns Péturssonar, varaslökkvistjóra I Búðardal var slökkviliðið kvatt að Ljárskógum kl. 6.10 aö morgni páskadags. Var slökkviliðiö komið á staðinn rúmlega hálftima siðar, en húsið var þá alelda og að mestu fallið. Ljárskógar eru 10-12 km frá Búðardal. Þetta var gamalt hús á tveim hæðum auk riss, með steypta veggi og járnklætt timburþak. Ekki mun enn ljóst að sögn Jöns, hver voru upptök elds- ins, en likur benda til að hannhafi komið upp á efri hæðinni. Húsið brann mjrig fljótt og brann allt sem brunnið gat. Veður var hvasst er þetta geröist, átta til niu vindstig. Hvar eru Fríkirkju höklarr.ir mðurkomnir? FI — Leiðinlegt atvik átti sér staft nóttina eftir pálmasunnudag, þegar brotizt var inn I Frikirkj- una i Reykjavik og stolift þaöan þremur höklum og rykkiiini.Tjón- iö er tilfinnaniegt og litlr vonir nú til þess aft messuklæöin finnist. Ekki komst upp um þjófnaöinn fyrr en á þriöjudeginum, og eru ýmsar getgátur uppi um, hvaft orðið hefur um klæðin. ómögu- legt er aft koma þeim i verð hér- lendis og sumir óttast aö þeim hafi verið fleygt I rusl. Þarna á meöal var geysilega dýr gripur, föstuhökkull með balderaðan gullkross á baki, há- tiðahökkull og gamall hökull, sem að sögn séra Þorsteins Björns- sonar Frikirkjuprests er sárast að missa, en þann hökul munu allir prestar Frikirkjunnar hafa boriö.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.