Tíminn - 01.04.1978, Síða 8

Tíminn - 01.04.1978, Síða 8
8 Laugardagur 1. april 1978 Einkaskerðing Vaxtabyrðin — Nýtt Kóreustríð Nýlega hefur það komið fram, aðætla megi að verðmæti vöru- birgða Sambandskaupfélag- anna hafi verið nálægt 3 millj- örðum króna við lok ársins 1977. Þá var eiunig bent á, að ára- mótabirgðir v . 'ru jafnan miklu minni en meöalbirgðir. Til við- bötar þessari upphæð er rétt að hafa i huga, að vörubirgðir Sambandsins munu um s.l. ára- mót hafa verið rösklega 2,3 milljarðar. Samvinnusamtökin hafa þannig samtals um það bil 5,3 milljarða bundna i birgðum i árslok 1977. Þetta erumiklir fjármunir, en að þeirradómi, sem bezt þekkja til, mun varla unnt að reka ábyrga verzlun og aðra starf- semi samvinnumanna án þess að þessar birgðirséu jafnan fyr- ir hendi. Sé þetta rétt, sem varla verð- ur dregið i efa, fylgja þvi tveir meginókostir miðað við núver- andi þjóðfélagsaðstæður og þró- un fjármála seinustu ára, þar sem si'felldar gengisbreytingar hafa verið timanna tákn. Eignaskerðing í fyrsta lagi hafa gengis- breytingarnar verkað á þennan þátt efnahagslifsins sem hrein eignaskerðing, eignaupptaka, skattlagning eða hvaða orð sem menn kjósa að hafa um áhrifin. Það er ekki nóg með að misrétti hafi átt sér stað, heldur hefir samtimis verið vegið þannig að heiðarlegri og nauðsynlegri starfsemi á verzlunarsviði, að stundum hefur legið við borð, að þjónustu- og efnahagsstaða ábyrgra verzlunarfyrirtækja hafi stórlega lamazt. Þegar til lengdar lætur er slikt engum til gagns. Þegar eignaupptaka af þessu tagi er endurtekin með stuttu millibili, er hætta á ferð- um. Það sést meðal annars á þvi', að eiginfjárstaða fjöl- margra samvinnufélaga og margra annarra verzlunar- fyrirtækja hefir i raun hrakað stórlega að undanförnu. Bók- haldslega má segja að þeir hafi bjargazt, sem ráðið hafa fast- eignum, sem eignamat hefir breytzt á, en slikt nægir hvergi nærri til að bæta meinsemdina. Gengisbreyting hefir dunið yfir á þessu ári og margir óttast að gengi kunni enn að raskast áður en árið er alit. Hvað sem um það verður, er fyrsta verk- efnið að mæta þeim vanda sem við blasir nú! Þvi er ekki að neita, að gengislækkanir hafa gefið ýmsum þáttum atvinnu- lifsins ávinning og bætt stöðuna, enda fyrst og fremst að þvi stefnt, að forða þvi að útflutn- Iðnaðurinn er i hættu staddur. ingsatvinnuvegirnir brotnuðu niður. En ef litið er á verzlunar- þjónustu samvinnuhreyfingar- innar út af fyrir sig, blasir það við, að á árinu 1977 jókst verð- mæti birgðanna um 1,2 millj- arða. Er þetta sem næst 30% aukning birgða sé miðað við krónutölu, en ekki er ástæða til að ætla að i raun hafi vörubirgð- ir aukizt um minnstu vitund. Af þessu sést að til að halda óbreyttri stöðu þarf að sjálf- sögðu að koma til nýtt fjár- magn, og er þá komið að þvi að nefna hinn siðari ókostinn. Vaxtabyrðin Dýrt er að sækja það fjár- magn til annarra, sem til þarf að koma, miðað við núverandi vaxtastefnu. Enda þótt aukin krónuvelta og að nokkru bætt staða félagsmanna hjálpi eitt- hvað til við samvinnuverzlun, dregur það skammt til að mæta þeirri röskun, sem þarna hefir átt sér stað. Fjármagnsþörfin er i nánum tengslum við dýr- tiðarvöxtinn. Fjármagnsþörfm eykst eftir þvi sem dýrtiðarbál- ið magnast. Miðað við núver- andi verðlagsreglur og vaxta- kostnað er reksturshalli ekki aðeins við dyrnar, heldur kom- inn inn fyrir þröskuldinn. Undan þessum staðreyndum verður ekki vikizt og þannig þrengja sér inn til okkar afleiðingar verðbólgu og dýrtiðar á fjöl- mörgum sviðum. Hér verður minnzt á eitt atriði, sem er i óbeinum tengslum við það, sem að framan hefir verið drepið á. Nýtt Kóreustríð Árið 1977 var sérstaklega tengt uppbyggingu og eflingu iðnaðarins. Hann hafði verið i sókn og margt verið myndar- lega gert til eflingar iðnaði á undanförnum árum. Samvinnu- menn voru með i þessari vakn- ingu og raunar i' fararbroddi á sviði ullariðnaðar. Dýrmæt undirbúningsstörf höfðu verið af höndum leyst. Auglýsingastarf- semi og markaðskönnun stund- uðaf alúðogframleiðsla hönnuð i samræmi við þarfir og óskir kaupenda. Nýjar greinar voru upp teknar og eldri framleiðsla bætt og aukin. Þrátt fyrir nokkra markaðsörðugleika á árinu 1976 var samvinnu- iðnaðurinn almennt i sókn þegar iðnaðarárið gekk i garð og fyrri- hluta þess. En bliku hefir dregið á loft. Samvinnumenn höfðu uppi áform um að efla og auka iðnað sinn á Akureyri og færa starf- semina inn á ný svið og til fleiri staða i framhaldi af þvi, sem gert hefir verið á seinustu ár- um. Auðsætt er að hægja verður ferðina. Iðnaðurinn er kominn i varnarstöðu. Kemur þar fleira en eitt til. Enda þótt gengislækkun hafi bætt stöðu útflutningsþáttarins, gerir dýrtiðin meir en brenna upp þann ávinning, sem iðnaðurinn fékk. Dýrtiðarbálið æðir um aUt og skilur eftir svið- ið land. Og nú bætist það við, að islenzkt iðnfyrirtæki gerir leik að þvi, að reka rýting i bak heil- brigðrar uppbyggingarstarf- semi ullariðnaðarins. Fyrir stuttu var sagt frá þvi, að óvæntir erfiðleikar heföu mætt islenzkum iðnaði á sölu- sýningu i Bella Center i Kaup- mannahöfn að þessu sinni. Kemur þar til breytileg tizka og hörð verðsamkeppni, sem erfitt er að mæta, m.a. vegna verð- bólgu- og vaxtakostnaðar, sem iðnaður okkar býr við. Að auki er svo það, að islenzkt rikis- fyrirtæki stundar þá iðju, að leggja Kóreumönnum og ef til vill fleiri Asiubúum upp i hend- ur hálfunna islenzka ull, sem þar ersiðan fullunnin og send til Danmerkur, Þýzkalands og annarra markaðssvæða okkar sem islenzkur prjónafatnaður unninn samkvæmt islenzkum fyrirmyndum. Þokkaleg starf- semi eða hitt þó heldur. Þessi óeðlilega sölustarfsemi bætir ekki stöðu islenzks ullariðnaðar, sem miklar vonir hafa verið bundnarvið ogsem vakið hefur verðskuldaða athygli á liðnum árum. Við skulum ekki gleyma þvi, að það störfuðu 755 manns hjá iðnaðardeild Sambandsins árið 1976 og flestir að ullariðnaði. Það er nauðsynlegt að hlúa að og treysta atvinnuöryggi þessa fólks. Til þess þarf fyrst og fremst að bremsa dýrtiðarvöxt- inn.lslenzka rikið þarf einnig að láta fyrirtæki sitt hætta að senda „hergögn” til Kóreu, sem notuð eru til atlögu gegn is- lenzkum iðnaði. Samvinnumaður. Samvinnutryggingar veita Verðlaunahafar I Reykjavík fyrir 30 ára öruggan akstur. í fyrsta sinn verðlaun fyrir 30 ára öruggan akstur FI — A ársfundi Klúbbsins Öruggur akstur i Reykjavlk, sem haldinn var i Súlnasal Hótel Sögu 20. marz sl. var úthlutað viður- kenningar- og verðlaunamerkj- um Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur. A þessum fundi voru i fyrsta sinn afhent verðlaun fyrir 30 ára öruggan akstur og komu þau i hlut sjö manna i Reykjavik að þessu sinni. Sam- kvæmt könnun Samvinnutrygg- inga verða 29 aðrir 30 ára öruggir ökumenn verðlaunaðir úti um landið siðar á árinu. Tuttugu og fjórir hlutu 20 ára verðlaunin og 110 merki voru veitt fyrir 10 ára öruggan akstur. Fimm ára viður- kenningarnar voru eins og búast mátti við langflestar eða 345. Að loknum umræðum varðandi umferðaröryggismál, þar sem Sigurður Agústsson hafði fram- sögu, voru samþykktar tvær til- lögur frá stjórn klúbbsins. önnur var áskorun til fólks á hverju heimiliá landinu, á vinnustöðum, i skólum og félagasamtökum, að hefja samstilltan áróður og bar- áttu gegn ógnvekjandi slysaöldu ársins 1977. 1 hinni var itrekuð rökstudd tillaga siðasta fulltrúa- fundar landssamtaka klúbbanna öruggur akstur um sérstakt um- ferðarár i tilefni af 10 ára afmæli H-umferðar á tslandi. Skorar fundurinn á dómsmála- ráðherra að gefa Umferðarráði fyrirmæli um myndarlega for- göngu i þessu máli til aukins um- ferðaröryggis i landinu og gera ráðinu þetta fjárhagslega kleift. Tvö hundruð manns sóttu aðal- fundinn. Stjórn klúbbsins var öll endurkosin, en hana skipa: Krist- mundur J. Sigurðsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn, formaður, Tryggvi Þorsteinsson læknir og Grétar Sæmundsson rannsóknar- lögreglumaður. | Tíminner | • penlngar j j Augiýsítf : : í Tímanum i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.