Tíminn - 01.04.1978, Qupperneq 9

Tíminn - 01.04.1978, Qupperneq 9
Laugardagur 1. april 1978 9 Söngur og hlátur laga svo ótrúlega marga hluti Einn af fulltrúum á flokks- þingi Framsóknarmanna var Ingibjörg Indriðadóttir, Höfða- brekku i' Kelduhverfi. Hvernig finnst þér að koma á flokksþing, Ingibjörg? Mér finnst það afskaplega gaman. Þetta er svo vel skipu- lagt að það er eins og finasti félagsmálaskóli. öllu er skipt niður i viðráðanlega umræðu- hópaog þá fær maður svo mikla innsýn i málin bæði félags- og stjórnmálin. Einnig kynnist maður svo mörgu indælis fólki og hlakkar til að hitta það aftur á naesta þingi, eins og gamla skólafélaga. Þá hefur maður hér tækifæri gil að bera saman bækur sinar um vandamálin hér og þar á landinu. Mig langar lika að taka það fram að éger alveg á móti þess- ari togstreitu á milli ibúa þétt- býlis og dreifbýlis sem gætir of mikið með þjóðinni og er mein- illa við þær raddir sem eru að ýta undir þessa óvild á milli landsbyggðarinnar og þéttbýlis- ins. Það er mikill misskilningur á bakvið þetta, auðvitað þarf aö vera þarna eðlilegur skilningur á milli og þann skilning þarf að auka. Hvernig eigum við aö gera það? Með þvi að upplýsa fólk meira. Skýra betur viðhorfin, við hvaða vanda hver hefur að striða. Einnig hefi ég áhyggjur af þvi hvað mér finnst fólk heimtufrekt. Mérverður hugsað til þess þegar f jöldi ungra hjóna áður fyrr var að byggja upp I sveitinni með tvær hendur tóm- ar en þau voru full af bjartsýni. Allt fór svo undarlega vel, af þvi að fólk var svo nægjusamt. Unga fólkið nú sem hefur búið við allt önnur kjör, skilur ekki þessa nægjusemi, finnst hún bara undarleg. Kjck’in þurfa að vera jafnari Einnig er ég viss um að það væri betra fyrir landið i heild ef kjörin væru sambærilegri. Tog- streitan myndast af þvi að sum- ir hafa of litið en aðrir of mikið á milli handanna. Af þvi myndast eilifur samanburður sem kemur mjög illa við þá sem minna hafa. Þetta þarf með einhverju móti að jafna. Hvernig vilt þú leysa þessi mál? Ég verð að viðurkenna að - auðvitað hef ég ekki á reiðum höndum svör við þvi fremur en aðrir. Hins vegar er númer eitt Ingibjörg Indriðadóttir, Höfðabrekku. Tímamynd G.E. að minnka heimtufrekjuna og þá ekkert siður hjá einum hópi en öðrum. Við krefjumst of mik- ils og hugsum ekki um hvar á að taka alla þessa fjármuni. Auð- vitað vita allir i hjarta sinu, að ef við tökum lán, þarf einhvern timann að greiða þau. Þvi þurf- um við smátt og smátt að fara að lækka okkar miklu erlendu skuldir til að fá þaö ekki allt á okkur i einu. Of langur skólatími veldur námsleiða Hvað vilt þú sem kennari segja um skólakerfið? Ég var mjög hrifin af grunn- skólalögunum þegar þau komu til umræðu, og kynnti mér þau rækilega, þvi ég var kennari i tuttugu ár. Ég er bara hrædd um aðþettaséað verða ofmikið bákn. Ekki vegna fram- kvæmdarinnar, hún tekur eðli- lega sinn tima, heldur vegna kostnaðarins og vegna þess að skólatiminn er of langur. I mörgum tilfellum eru nem- endurnir orðnir hundleiðir löngu áður en þessiniu mánaða skóla- timi er liðinn og leiður nemandi lærir ekki að gagni. Skólaárið má heldur ekki verða svo langt að nemendurnir kippist út úr þjóðlifinu. Égmeina t.d. að börn i sveit verða að fá að taka þátt i mestu annastörfunum vor og haust. Þetta er nauðsynlegt fvrir heimilin, og börnin læra mikið af þvi. Þetta er hagnýtt nám sem ekki er hægt að læra af bókum. Er hægt að komast yfir náms- efnið á styttri tima? Ekki allt það námsefni sem nú er sett fyrir. Það þarf að minnka og gera það raunhæf- ara. Enda heldég að það sé ekki allt jafn nauðsynlegt svo að sumt mætti minnka. Það væri t.d. betra að læra vel eitt erlent tungumál heldur en að grauta I tveim til þrem. Og eitt er vist að sá nemandi sem aldrei sér út úr námsefninu verður aldrei ánægður. Ég er ekki að halda i það gamla nema að vissu leyti, en ég vil ekki að nemendur séu ofkeyrðir. Einnig vil ég að það komi fram að ég er hrifin af hvað búið er að byggja upp marga glæsilega skóla. Agavandamál stafa af öryggisleysi Hvað vilt þú segja um unglingavandamálin sem mikið er rætt um? Ég hef brennandi áhuga á vernd barna og unglinga ekki bara i skólum heldur hka á heimilunum. Fólk.þarf að átta sig betur á þvi að það eru fá at- riði sem þarf til þess að börn verði viðráðanleg. Það er að setja nógu snemma reglur fáar og einfaldar. Reglur um hlýðni á vissan hátt um virðingu fyrir annarra eigum og tillitssemi við aðra. Börn vilja reglur og fylgi þeim næg gæði og bliða, verða engin vandamál i'uppeldi. Unga fólkið er elskulegir foreldrar en sumt af þvi vantar að vita þetta. Finnst þér þá unga fólkið of hrætt viö að setja reglur? Einmitt mér finnst það. En það þarf það ekki að vera hrætt við.þvi börn erusvo vitur að þau finna hvað er réttlátt i þessum efnum. Staðreyndin er sú að þó sumum finnist það kannski skritið að barn sem haldið er einhvers konar skemmdarfýsn þarfnast meiri bliðu en ávitur verka þveröfugt. Þetta er öryggisleysi sem kemur svona fram. Ég hef heldur aldrei skilið kennara sem eru lafhræddir i timum og þora ekki að leyfa börnum að brosa eða hlægja af ótta viðaðmissa tökin á kennsl- unni. Þetta er alger mis- skilningur. Ef fólki liður vel i timum, kemur agi af sjálfu sér. Agi má heldur aldrei verða of mikill fólk þarf að njóta sin. Og* söngur og hlátur leysir svo ótrú- lega marga hluti. Fólkinu má ekki fækka i sveitinni Hvað vilt þú segja mér úr þinni heimabyggð? Þaðeinasem ég hef áhyggjur af er hvað fólkinu i sveitinni fækkar. Þvi hefur fækkað um helming á 20 árum. Það er in- dælisfólk sem eftir er og við höldum uppi blómlegu félags- lifi. En fækki fólki meira, þola hinir ekki við. Það verður Fka svo mikið að gera fyrir þessa fáu sem eftir eru, við ýmis sam- eiginleg verkefni t.d. smölun og fleira sem ekki er hægt að kom- ast hjá. Þetta eru min einu áhyggjuefni að öðru leyti er ég bjartsýn á framtiðina. HEI SHURE pick-upar og náiar SKIPHOLTI 19 R. SIMI 29800 (5 LINUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Sölu- Óskað er eftir tilboðum i eftirfarandi sölu- aðstöðu, á Landsmóti hestamanna að Skógarhólum i Þingvallasveit 13.-16. júli 1978. 1. Veitingasölu. 2. Sölu á matvörum. 3. Sölu á minjagripum. 4. Sölu á vörum viðkomandi hestum og hestamennsku. Tilboð berist Pétri Hjálmssyni, Búnaðar- félagi íslands, Bændahöllinni við Haga- torg. Pósthófl 7080, 107 Reykjavik, fyrir 1. mai n.k. Framkvæmdastjórn. Rafvörur og verkfæri Bygginga vörur <E?SAMVIRKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90 BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR í: Fiat 128 Árg. Fiat 850 Sport — Vo/vo Amason — Land Rover _ Voikswagen _ '71 '71 '64 '67 '68 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Simi 1-13-97 Pípulagningaþjónusta Getum bætt við okkur verkefnum i ný- lögnum, viðgerðum og breytingum, ger- um verðtilboð ef óskað er. Vatnslagnir s/f simar 86947 og 76423 Skúli M. Gestsson.Löggiltur pipulagningameistari.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.