Tíminn - 01.04.1978, Qupperneq 13
Laugardagur 1. aprll 1978
13
UJI'tiIÍ
Kjartan GuOjónsson.
Kjartan Guðjóns
með stórsýningu
á Kjarvalsstöðum
t dag opnar Kjartan Guðjóns-
son, listmálari, málverkasýningu
aö Kjarvalsstöðum, en Kjartan
sýndi siðast i Norræna-húsinu ár-
ið 1974.
A sýningu Kjartans Guðjóns-
sonar að þessu sinni eru alls um
112 verk, flest máluð á siðustu
fjórum árum.
Kjartan Guðjónsson, sem er
rúmlega fimmtugur að aldri, hef-
ur stundað myndlistarstörf frá
æskudögum, hann hélt til mynd-
listarnáms i Bandarikjunum á
sinum tima, en hefur annars
stundað myndlistarnám viðar.
Stækkaðar teikningar
Meðal verka á sýningunni —
auk oliumálverka og vatnslita-
mynda, sýnir hann allmargar
teikningar, eða svarthvitar
myndir, en Kjartan er mjög
kunnur fyrir bóklýsingar sinar á
undanförnum árum.
Nokkrar teikninga hans úr bók-
um hafa verið stækkaðar með
fótografiskum aðferöum og siðan
lakkaðar. Þá eru þarna bók-
lýsingar úr Norðurlandstrómet,
sem dr. Kristján Eldjárn þýddi og
gefin var út á siðasta ári.
Veigamesti hluti sýningarinnar
er þó oliumálverkin, sem flest eru
ný, eða gjörð á siðustu þrem
árum.
Litir myndanna eru nú fjörlegri
að sögn viðstaddra myndlistar-
manna, og töldu þeir hana hik-
laust með merkustu sýningum
málarans.
Sýningin fer til Akureyrar
siðar
Að sögn Kjartans Guðjónssonar
erráðgert að hluti þessarar sýn-
ingar fari siðar i vor til Akureyr-
ar, þar sem ákveðið er að Galleri
Háhóll standi fyrir sýningu á
verkum Kjartans.
Kvaðst Kjartan áður hafa sýnt
myndir á Akureyri, en þá á sam-
sýningum.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
opnar kl. 3 á laugardag og hún
verður opin i 10 daga.
JG
Sixten Haage viö eitt verka sinna úr „Evrópu svftunni”
Tlmamynd Róbert
Grafík í bóka-
safni Nor-
ræna hússins
ESE— I dag kl. 14 veröur opnuð i
bókasafni Norræna hússins sýn-
ing á grafikmyndum eftir sænska
listamanninn Sixten Haage. Six-
ten Haage er talinn i fremstu röð
grafiklistamanna Sviþjóðar.
Hann stundaði nám i Stokkhólmi
á striðsárunum og siðan i Paris
1945-1947. Hann hefur tekið þátt i
fjölda sýninga viða um heim,'auk
þess sem hann hefur haldið
marpreinkasýningar. Flest lista-
söfn i Sviþjóð eiga nú verk eftir
hann, og auk þess söfn i Póllandi,
Júgóslaviu, Italiu, Vestur Þýzka-
landi, Finnlandi og i Bandarikj-
unum.
Sixten Haage sýnir hér 20 verk,
en meginuppistaða sýningarinn-
er myndröð, sem nefnist ,,Eu-
ropa sviten” Sixten Haage er
staddur hér á landi i tilefni sýn-
ingarinnar og setur hann hana
sjálfur upp. Sýningin verður opin
á venjulegum opnunartima bóka-
safnsins og verða öll verkin til
sölu.
lesendur segja
Grigorenko og Steinþór á Hæli
A miðvikudaginn i kyrruviku
birti Morgunblaðið grein um
það vafamál, hvers vegna
Sovétstjórnin hefði svipt
Rostropovich og Grigorenko
rikisborgararétti. Skilst mér, að
hér eigi hlut að máli sellóleikari
og hershöfðingi, sem eitthvað
hafa verið baldnir við sina
herra. Þeim þess vegna verið i
mun að losna við þá úr landi.
Þetta má náttúrlega vel ræða
eins ogannað, sem ber við i ver-
öldinni. Nærtækara hefði okkur
Arnesingum samt fundizt, að
Morgunblaðið hefði
eitthvað fjallað um þaö, hvers
vegna alþingismaður okkar
Sjálfstæðismanna i Arnessýslu
var reyrður niður i þriðja sæti á
framboðslista flokksins á
Suðurlandi. Auk þess var sá at-
burður nýrri af nálinni og ekki
jafnmargtugginn og sagan um
sellóleikarann og hershöfðingj-
ann,þar sem hinn frekjufulli úr-
slitafundur i kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokkinn, sem setti
Steinþór á Hæli á krókbekk, var
haldinn á laugardaginn fyrir
pálma.
Davið konungur stillti svo til,
eins og kunnugt er, að Úria var
settur þar i bardagann, er
mannfallið var mest, svo að
hann félli. Þess konar hollustu
finnst okkur, að minnsta kosti
nokkuð mörgum fyrrverandi
kjósendum Sjálfstæðisftokksins
i Árnessýslu, að Steinþóri hafi
verið boðið upp á. Með frekju-
fullum og ósvifnum hætti hefur
verið troðið á honum. Tveir ný-
liðar voru teknir fram yfir hann,
og þeim hampað á hans kostn-
að. Þótt hann væri að visu ekki
sviptur rikisfanginu i Siálf-
stæðisflokknum og fengi að
fljóta með, þá gerum við, sem
aðhyllzt höfum Sjálfstæðis-
flokkinn i Amessýslu, okkur
fulla grein fyrir þvi, að honum
hefur af flokksvaldinu verið út-
hlutað þvi hlutverki, sem Úriu
var skammtað forðum. Við er-
um kunnugir i heimahögum
okkarog vitum , að hverju stefn-
ir.A hinn bóginn finnst okkur
Morgunblaðið skulda okkur
skýringu á þvi, hvernig með
Steinþór var fariö. Það er mál,
sem þvi er nákomnara en
skammastrik austur i Moskvu.
Höldum okkur við Flóann,
Tungurnar og Hreppana fremur
en sléttur Brésnjefs. Við erum
þar ekki meðfingur i spilinu, en
ættum að gæta drengskapar
heima fyrir og forðast mein-
gerðir á meðal okkar sjálfra.
Fyrrverandi Sjálfstæðismað-
ur i Arnessýslu.
Hér hef einnig að
unnið
Fyrir nokkru (31/1) skrifaði
Andrés Kristjánsson grein i „Ný
þjóömál” um prófkjör Fram-
sóknarflokksins i Reykjavik.
Ekki.bregzt Andrési stilfimin
fremur en fyrri daginn, þótt
hann skrifi greinina grátkökkur
yfir óförum Þórarins Þórarins-
sonar i þvi prófkjöri. Fu!l
ástæða er til þess að gamlir og
grónir framsóknarmenn taki
undir með Andrési — að illa hafi
til tekizt er Þ.Þ. varielldur frá
nokkuð öruggu sæti til Alþingis í
næstu kosningum. Þórarinn hef-
ur verið sverð og skjöldur
Framsóknarflokksins til sóknar
og varnar um áratugi og dugað
vel, — svo vel að liklegt má telja
má, að enginn flokksbræðra
hans sem nú sitja á þingi og fást
við stjórnmál hafi dugað betur.
Enda nýtur hann trausts fram-
sóknarmanna um land allt fyrir
trausta frammistöðu sina fyrir
flokk sinn, bæði i stjórn og
stjórnarandstöðu. Mun mörgum
góðum flokksmanni ekki sár-
saukalaust ef hann verður hrak-
inn frá þvi að hafa þau áhrif á
störf Alþingis sem hann hef-
urhaft og notið trausts og virð-
ingar fyrir.
Andrés færir þessar ófarir
Þ.Þ. á reikning flokksbræðra
hans og fer um það mörgum
orðum. A það vil ég engan dóm
leggja.
Prófkjör sem framkvæmt er á
þann hátt aö ábyrgðarlaus
lausningalýður getur haft úr-
slitaáhrif er ómerkt og að engu
hafandi. Það býður aðeins upp á
fjandskap milli þeirra sem
saman eiga,aðstanda. En hér er
sem áður að jafnan ber til
hverra tiðinda nokkuð. Hér
kemur fleira til en Andres
tiundar i grein sinni.
Það er furðulegt hvernig nær
allir þeir menn sem verða
viðskila við sinn stjórnmála-
flokk snúast til fjandskapar við
fyrri samherja. Þvi er helzt
hægt að likja við það ástand,
sem skapst þegar slitnar upp úr
ástum hjóna og ný ást i meinum
myndast. Fyrri félögum er allt
fundið til foráttu en hinir nýju
„vinir” hafnir til skýjanna. Þeir
leggja á það höfuðáherzlu að
vinna þeim flokki og mönnum
sem þeir höfðu áður átt gott
samstarf við sem mest ógagn.
1 þessa ljónagryfju hefur
Andrés Kristjánsson fallið, sá
mæti maður. Frá þvi hann yfir-
gaf Framsóknarflokkinn og
fékk inni hjá þeim „viðrinis”-
samtökum, sem hann telur sig
nú tilheyra hefur hann beitt stil-
snilld sinni til að vinna Fram-
sóknarflokknum sem mest
ógagn en litið vegið að öörum
flokkum. Fyrir gagnrýni hans
hefur Þ.Þ. oft orðið engu siður
en aðrir fyrri flokksbræður
hans.
Þó ég vilji engan veginn gera
mikið úr áhrifum skrifa Andrés-
ar hin siðustu ár, þá er ekki
hægt að verjast þeirri hugsun
að skrifa hans um Þ.Þ. og aðra
framsóknarmenn hafi átt sinn
þátt i úrslitum i umræddu próf-
kjöri og m.a. bitnað á Þórarni
Þórarinssym. Fyrir Andrési fer
hér likt og fálkarum. Hann
kennir skyldleikans við fallinn
félaga þegar kemur að hjart-
anu.
En það er orðið of seint.
Óhappið er skeð. Hann heföi þvi
með fullum sanni getað bætt
stuttri setningu aftan við hin til-
færðu orð: — ,,Og þú lika barniö
mittBrútus” þessum orðum: —
Hér hefi ég einnig að unnið. Þaö
hefði farið vel á þvi og verið
hreinskilnisleg játning.
Ef Andrés meinar eitthvað
með þvi sem hann segir um
þann skaða sem þjóðinni er að
þvi að missa Þ.Þ. af Alþingi,
sem það vissulega er, — þá get-
ur hann aðeins með einu móti
bætt úr þvi. Þaö er með þvi að
hann snúi aftur heim til föður-
húsanna, — heim til Fram-
sóknarflokksins og beiti mál-
snilld sinni að þvi að fá þá sem
rápa stefnulaust á eyöimerkur-
göngu „Mistakanna” til að sjá
viiiu sins vegar og taka upp
ré:ia stefnu Það væri Andrési
sórri og nuverandi félögum
hans frelsun frá pólitiskri eyði-
merkurgöngu sinni Þá ynni
hann þarft verk.
Andrési átti lika aö vera þaö
ljóst að ekki er hægt, að halda
uppi flokki á vinsældum eins
manns, án no.ikurs málefnalegs
grundvallar. t að er aðeins til að
auka á þann glundroða sem
nógur er fyrir.
Tvær illvigar öfgafullar and-
stæður berjast um völdin i land-
inu. Enginn getur sagt fyrir um
til hverra tiöinda dregur þeirra i
milli. Þá er nauösynlegt að eiga
sterkan flokk með hugarfari
Jóns Loftssonar, til að lægja
þær ógnvekjandi deilur — hlið-
stæðu Sturlungaaldarinnar.
Guðm. P. Valgeirsson.
Mynteiningar og
eignakönnun
„Hjá Seðlabankanum er nú
unnið af fullum krafti að tillög-
um um nýja mynt og seðla, og
ennfremur er i ALVARLEGRI
ATHUGUN hvort heppilegt sé
að breyta mynteiningum”, seg-
ir Jóhannes Nordal, og
bætti við: „Ef breyta á mynt-
einingum kemur ekki ann-
að til greina en skera tvö núll
aftan af, en slik breyting er
geysimikiö og vandasamt verk,
sem þarf að skoöa mjög vel áð-
ur en ákvarðanir verða teknar.
Það er verulega ánægjulegt
að heyra, að forráöamenn
Seðlabankans skuli nú loksins
vera komnir á fulla ferð með að
koma landslýðnum aftur niður á
jörðina i peningamál-
um. Hitt er öllu lakara að heyra,
að slik breyting sé svona geysi-
mikið og vandasamt verk. Það
liggur við, að þessi geysilegi
vandi, sem þarf að skoða svona
geysilega vel.verki á mann eing
og veriö væri að tala um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar,
þetta eilifðarverk, sem fyrir
löngu hefur sett háðungar-
stimpif á Alþingi, sem flestir
hugsa nú orðið til með leiða.
Vonandi er hér engin slik
harmsaga á ferð, og það
væri bæði gott og gaman
fyrir hinn almenna borgara,
sem áhuga hefur fyrir farsælum
framgangi þessa máls, að fá
nánar um það að heyra i hverju
þessi geysilegi vandi liggur, þvi
ekki er óhugsandi, að umræöur
þar um, gætu flýtt lausn máls-
ins. Heyrt hef ég, að Frakkar
hafi leyst svipað vandamál með
þvi að nota gömlu myntina sam-
hliða nýrri. E.t.v. mætti nóta
„flotkrónuna” svonefndu sem
einseyring, og aðra mynt i réttu
hlutfalli við það. 5 kr. peningur-
inn yrði þá 5-aurar, 10 kr. 10-
aurar, 50 kr. 50-aurar 100 kr.
seðillinn mætti yfirstipmla sem
eina krónu, 500 kr. seöilinn, ef til
er, sem 5-krónur, 1000 kr. seðil-
inn sem 10-krónur, 50000 kr. seð-
ilinn sem 50-krónur, og svo
mætti prenta 100/kr. seðil, sem
jafngilti 10/þús. kr. nú.
En i sambandi við hugsanlega
myntbreytingu vaknar sú
spurning, hvort ekki sé eðlilegt,
að samhliða fari fram almenn
eignakönnun. Þjóðarlikaman-
um er það hollt aö fá slfkt þrifa-
bað endrum og eins.
J.KR.