Tíminn - 08.04.1978, Side 10

Tíminn - 08.04.1978, Side 10
10 Laugardagur 8. april 1978 Jóhannes Jóhannesson Sýning Jóhannesar Loftið lokar Eins og frá hefur verið skýrt hér i bla&inu þá sýnir Jóhannes Jóhannesson, listniálari myndir á „Loftinu” að Skólavörðustig 4, en þar setti Helgi Einarsson, húsgagnasmiðameistari á stofn galleri fyrir þrcm árum, eða svo. en nú á að loka þvi. Helgi sclur listmuni i verzlun sinni, kristalla, postulin og jafn- vel litlar höggmyndir, en verzl- unarcigandinn er að sögn áfjáð- ur unnandi lista og fegurðar. Hann er handgenginn lista- mönnum að minnsta kosti. Upphaflega mun það hafa verið ætlunin aö koma þarna á fót listaverkabúö „commercial gallery” með svipuðu sniði og tiðkast erlendis, en þar fer sala t.d. málverka yfirleitt ekki fram i heimahiísum listamanna, heldur i sölubúðum og svo auðvitað á sýningum. Hér á landi koma kaupendur yfirleitt heim til listamanna — ef þeir á annað borð fást. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma upp slikum búðum hér á landi, en það hefur gengið heldur illa, og ber þar sjálfsagt margt til. Galleri af þessari gerö er- lendis leggja lika upp laupana öðru hverju, þvi það er ekki öllum hent að stunda slik viðskipti. Málarinn selur verk sin i' heildsölu, en listaverka- búðin selur i smásölu, og það má fara með langar og hrika- legar sögur af viðskiptum myndlistarmanna við sumar þessara stofnana, þótt aðrar hafi gefið góöa raun. Ef undanskilin eru tiltölulega fá galleri og þá venjulega fjár- sterk, eru þetta heldur hvim- leiðar búöir, fullar af rósa- vöndum, alpavötnum og dádýrum, þótt auðvitað sjáist þarna eins og ein frambærileg mynd. Abstraktmyndir eru yfir- leitt til og þá harla dekorativar, eða skrautlegar. Viðskiptahættirnir eru yfir- leitt þeir, að búðin tekur verkin i umboðssölu af listamanninum, og svo þegar eitthvað selst fær hann andvirði sitt — ef hann þá fær það. Margir segja slæmar sögur af þvi. Hitt er lika til, að galleriið sé umboðsmaður listamannsins, þá er málarinn t.d. hreinlega á föstu kaupi og honum ber að skila ákveðnum afköstum. Myndirnar eru eign búðarinn- ar. Samningar af þessu tagi eru yfirleitt heldur óhagstæðir lista- mönnum, vægast sagt, enda yfirleitt gerðir vegna fátæktar listamanna og umkomuleysis þeirra. A hinn bóginn geta þeir, og eru oft leiðin til Evrópu- frægðar, eða jafnvel heims- frægðar. Um innri gerð „Loftsins” veit ég ekki, en þar hafa þó yfirleitt verið áhugaveröar sýningar, og frægustu listamenn þjóðarinnar hafa margir hverjir sýnt þarna myndir, annaðhvort á einkasýn- ingum, eða meö öðrum. Helgi Einarsson mun ekki hafa reynt aö eignast fólk með samningum .heldur virðist hér á vissan hátthafa átt að likja eftir hverjum öðrum sýningarsal i borginni. Myndaval var ekki ávallt fyrir hendi á loftinu, heldur stóðu þar yfir einka- eöa sam- sýningar sem ekki er óþekkt fyrirbæri. Evrópu-gelleriin halda líka stöðugt sýningar i ákveðnum hluta húsnæðisins. Það er aðeins einn þáttur starf- seminnar.sem oft er lika ábata- samur fyrir kaupmanninn. t París t.d. eru mörg gallert sem bjóða slika sýningaþjón- ustu fyrir ákveðiö verð. Það kostar nokkur hundruð þúsund krónur að halda sýningu, meira ef kampavinsveizla er við opn- unina, en það þykir sjálfsagt, og enn meira ef listamaðurinn á að fá „umsögn” i blaði, grein á stærð við biómiða i frönsku blaði, þar sem hinn merki lista- maður er lofsunginn af einhvers konar eftirmælaskáldum, sem draga slikar greinar upp úr skúffu þegar beðið er um. Nú gæti einhverjum virzt sem svo, að hér hafi verið dregin fremur óaðlaðandi mynd af gallerium, en það er aöeins hluti sögunnar. önnur galleri eru hin þörfustu fyrirtæki. Það er þvi talsverð eftirsjá að þvi, að Helgi Einarsson skuli nú loka Loftinu, en vafalaust hefur hann sinar ástæður. Salur hans, eba Loft, naut virðingar þau þrjúár sem það starfaði — og listamenn kvörtuðu ekki. Jóhannes Jóhannesson, lokasýning á Loftinu Það kom i hlut Jóhannesar Jóhannessonar að riða á vaðið, þegar starfsemin var hafin á loftinu á sinum tíma. Og nú hefur hann fengið það einstæða tækifæri að veröa siðastur lika, þvi eins og áðursagði, þá verður Loftinu nú lokað. Jóhannes sýnir þarna um 20 vatnslitamyndir, flestar nýjar. Staðurinn býöurekki upp á sýn- ingar á stærri myndverkum. Þetta hefur auðvitað ókosti, en það hefur lika sina kosti, ef betur er að gáð. Reyndir lista- menn gera yfirleitt ekki miklar tilraunir i stærri verkum, en sinna þeim frekar i smámynd- um, og fyrir bragðið má i smá- myndum greina bæði fyrirboða og nýjungar, sem eru þá i uppsiglingu. Þetta þykjumst við einmitt greina i sýningu Jóhannesar Jóhannessonar, að minnsta kosti eru þessar myndir öðru- visi á margan hátt en sú mynd- gerð, sem hann ernú þekktastur fyrir. Jóhannes er mjög per- sónulegur málari, — myndirnar hans þekkjast yfirleitt úr öðrum myndum, jafnvel þær gömlu. Að þessu sinni fæst Jóhannes við hringform, sum svo svæsin að jafnvel sjóhraustir horfa ekki mjög lengi. Aðrar myndir eru undra bliðar, næstum þvi angurværar. Þær erusumarfigurativar, en það er lika nýtt, þvi Jóhannes hefur haldið sig lengi i strang- trúarsöfnuði abstraktlista- manna, og ef frá er skilin mynd, sem hann málaöi um árið fyrir háskólann, man ég ekki eftir að hafa séð nýlegar figúrativar myndir eftir Jóhannes Jóhannesson, þótt vera kunni að hann hafi gert þær án þess að sýna þær. I figurativu myndunum ber mest á konu einni, sem gæti verið ættingi Paul Cézanne, sál- uga. Þetta eru þó ekki neinar stælingar — öðru nær. — og þar sem þær hima eða teygja úr sér undir daufum geometriskum grunni, segja þær ný tiðindi. Það má þvi segja, að loka- punkturinn á ágætri starfsemi Loftsins sé settur með bæði boð- legri og skemmtilegri sýningu. Jónas Guðmundsson Frædsludagar kennara á Suðurlandi Inga-uora (Jóhannes úr Kötlum) Siguróur Agústsson Upphaf eins lagsins i sönglagaheftinu, Sönglögum 1. Útgáfa sönglaga Sig- urðar í Birtingaholti Fræðsludagur fyrir skólastjóra og kennara við grunnskóla á Suðurlandi var haldinn á Selfossi föstudaginn 31. marz. Fundinn sóttu um 160 skólamenn af svæð- inu og nutu tilsagnar og fræðslu námstjóra á vegum menntamála- ráðuneytisins auk margvislegra gagnlegra skoðanaskipta inn- byrðis. Til þessa fræðsludags var stofnað að frumkvæði félagssam- taka kennara á Suðurlandi og Fræðsluráðs Suðurlands, en framkvæmdina annaðist fræðslu- stjóri Suðurlandsumdæmis að mestu. Skólarannsókandeild menntamálaráðuneytisins var einnig með i ráðum, og á hennar vegum mættu námstjórar i mörg- um helztu kennslugreinum, svo sem i'slenzku, dönsku, ensku, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, kristinfræði, samfélagsfræði, mynd- og handmennt og umferð- arfræðslu. Einnig mættu og voru til viðtals fulltrúar menntamála- ráðuneytis i sérkennslu og félags- og æskulýsmálum. Þá voru og þarna til skrafs og ráðagerða full- trúar félagssamtaka kennara, bæði á barna- og framhaldsskóla- stigum. Fræöslustarfinu var svo háttað, að kennarar skiptu sér niður i hópa eftir kennslugreinum og áhugasviðum og voru siðan i tim- um hjá viðkomandi námstjórum. Svo sem algengt er, einkúm i minni skólum, kenna menn margar eða flestar námsgreinar. Var reynt að koma til móts við þá, sem þannig er ástatt um, með þvi aðgefa þeim tækifæri til að hlýða á sem flesta námstjóranna, þótt um skemmri tima væri þá að ræða en ella. Kennslan fór einkum þannig fram að námstjórar útskýrðu til- tekið kennsluefni, sýndu myndir og kennslutæki, svöruðu fyrir- spurnum ogtóku þátt i umræðum. Að loknu fræðslustarfi sfðdegis héldu kennarar aðalfundi i félög- um sinum, Kennarafélagi Suður- lands og Félagi framhaldsskóla- kennara á Suðurlandi. Skólastjórar Barna- og Gagn- fræðaskóla Selfoss lánuðu hús undir starfsemi fræðsludagsins og var vel fyrir öliu séð um að- búnað og fyrirgreiðslu. Eftir þá reynslu, sem af þess- um fræðsludegi fékkst, má full- vist telja að framhald verði á hliöstæðri starfsemi i framtið- inni. Hafin er heftaútgáfa sönglaga eftir Sigurð Agústsson i Birtinga- holti, og eru i fyrsta heftinu, sem út kom á tlögunum, átján ein- söngslög og tvö tvisöngsíög eftir hann. Lögin eru ýmist við kvæöi eftir Sigurð sjálfan eða ýrnis þekkt skáld. Eins og áður segir er i ráði, að þessari sönglagaútgáfu verði haldið áfram, og á næsta hefti að koma út að hausti. 1 þvi verða sönglög fyrir samkóra og karla- kóra. Sigurður i Birtingaholti hefur, sem kunnugt er, ekki aðeins verið bóndi langa ævi, tónskáld og höf- undur gamansamra kvæða, sem Tónskáldið frá Birtingaholti. sum eru fyrir löngu landskunn, heldur hefur hann unnið mjög að tónlistarmálum og söngstjórn i Árnessýslu, og hefur það verið aðalstarf hans nú um skeið. Sönglagahefti hans er til sölu i Islenzku tónverkamiðstöðinni að Laufásvegi 40 i Reykjavik, i bókaverzlunum i flestum kaup- stöðum landsins, hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og útibúum þessog verzluninni Grund á Flúð- um i Hrunamannahreppi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.