Tíminn - 08.04.1978, Qupperneq 14
14
Laugardaguf 8. april 1978
— Eigum vid (ramtiö fyrir
okkur i útilutningsframieiðslu
málmiðnaöar að þinu áliti Fjól-
mundur?
— Ekki kannski útflutnings-
framleiðslu ennþá. Ég held að
þaö, aðstraxog varfarið að tala
um útflutning um leið og minnzt
var á iðnað, hafi jafnvel orðið
mesti dragbiturinn á iðnaðar-
uppbyggingu á íslandi. Tima-
bilið f rá þvi við gengum i EFTA
heíur gefið ákveðna möguleika
og vissulega hefur verið gert
nokkuð fyrir iðnaðinn á þeim
tima. En við einblinum allt of
mikið á útflutning. Það virðist
svo rikt i þeim sem valdið hafa,
að skapa g jaldeyri. Gjaldeyri og
meiri gjaldeyri. En að spara
gjaldeyri viröist enginn vilja, i
raun og veru. Kemur það t.d.
glöggt fram i sambandi við
landbúnaðarframleiðslu. Hún
er af mörgum litils metin vegna
þess að hún fyrst og fremst
sparar gjaldeyri. Til gamans vil
ég geta þess, að eitt sinn heyrði
ég tvo merkismenn fara i hár
saman Ut af þessu atriði. Annar
var landsbyggðarmaður og
lagði að iiku að afla gjaldeyris
og spara hann. Hinn var héðan
úr þessari allsráðandi Reykja-
vik. Hann sagði „skapa gjald-
eyri en til fjandans með allan
sparnað”.
— En þurl'um við sem mikil
innflutningsþjóð ekki meiri
gjaldeyri?
— Við fáum nóg af honum ef
við kynnum að fara vel með
hann. Þjóðin var til skamms
tima sjáll'ri sér nóg. Að þvi eig-
um viðað keppa á sem flestum
sviðum. Við eigum að framleiða
sjálf meir'a af þvi sem við þurf-
um.
Ég álit að okkar iðnfyrirtæki
eigi aðbyggja upp fyrir islenzk-
an markað og þróa þau upp til
útflutningsframleiðslu.
Bara pólitisk grilia
— Má nota framleiöslu ál-
versins til iðnaðar?
— Sem málmiðnaðarmaður
tók ég aldrei mark á þeirri
grillu, þegar álverið var undir-
búið, að nU fengjum við hráefni
til að vinna úr. Við þurfum að
visu hundruð tonna af áli ár-
lega, en það verðum við að
kaupa i plötum utanlands frá.
Með álvinnslunni hérna er að-
eins verið að mata valsaverkið
hjá þeim Uti. Til að við gætum
unnið Ur þvi, þyrfti að setja upp
miklu dýrara fyrirtæki en ál-
verksmiöjan er.
Það stóö aldrei til að álvinnsla
á tslandi væri fyrir okkar iðnað.
Þvi var bara síegið fram til að
vinna að íramgangi málsms.
Ég var nu svo djarfur að spyrja
pólitikusana, sem komu til okk-
ar, hvaða tilgang það hefði að
vera að segja almenningi þessa
vitleysu. Þeir vissu sjálfir að
þetta stæði ekki til. Auðvitað
var þvi ekki svarað á neinn hátt.
— Hvaða ráð gæfir þú ungum
manni, sem vildi feta i fótspor
þin?
—Ég vildi eiginlega engum
manni svo illt að feta I fótspor
min, en mundi þó aldrei ráða
neinum frá þvi. Ég mundi bUa
hann undir erfiðleikana, mundi
spyrja hvort hann treysti sér til
að takast á viö þá, en jafnframt
benda honum á að sigurinn er
þeim afskaplega sætur, sem dug
hafa i sér að takast á við þá og
sigra.
— Er ekki liægt að minnka
þessa erfiðieika?
— JU, mjög mikið, með auknu
skipulagi. Á þeim 12árum sem
ég hef staöið i þessu, hef ég
sannfærzt um, að kröfurnar,
sem gerðar eru til islenzks iðn-
aðar eru ekki heilbrigðar,
heldur hreinlega tilbúnir erfið-
leikar.
— Að gerðar séu meiri kröfur
til islen/krar framleiðslu en er-
lendrar?
— Það er meira en að gerðar
séu kröfur. Ég vil skýra þetta
meö dæmi. Ég fór meÖ hljóðkút
til tveggja aðila, sem voru með
umboð fyrir sama bilinn. 1 ööru
umboðinu fannst þeim verðið
ágætt og framleiðslan snyrtileg,
en viðmælandi minn vó kútinn i
hendi sér og sagði: „Hann ér
bara allt of þungur, það þýðir
ekki að setja þetta undir bil-
inn”. Siöan fór ég i hitt umboðið
með sama kUtinn. Þar gerðist
- r* . 'm
: .......................................................................................
Málmiðja Fjólmundar Karlssonar, Stuðlaberg h/f á Hofsósi
Að koma upp
litlu fyrirtæki
má ekki kosta
heila mannsævi
— framhald af viðtali við Fjólmund
Karlsson á Hofsósi
Fjólmundur Karlsson
nákvæmlega það sama, maður-
inn var ánægður með verðið og
leizt ákaflega vel á kútinn, veg-
ur hann i hendi sér og segir:
„Það er bara allt of þunnt i
þessu, hann er allt of léttur”.
Itvað vildu þessir menn? Þeir
vildu aðeins geta íundið aö, af
þvi þetta var islenzk fram-
leiðsla, hvernig sem þeir færu
að þvi. Engin tilfinning var fyrir
þvi, að það þyrfti að vera rétt
sem þeir sögðu. Svo óheppilega
vildi bara til að þeir sögÖu sitt
hvor. Annar að kúturinn væri of
le’ttur, hinn of þungur og kUtur-
inn var upp á gramm eins og
hann átti að vera. Þetta er
krafa sem engin sanngirni er i
og hefur ekki við neitt að styðj-
ast.
Það er allt i lagi að gera kröf-
ur. Ég er aldrei ánægðari en
þegar fundinn er raunhæfur
galli á framleiðslunni hjá mér,
sem ég get siðan lagað. Þá er
fólk að hjálpa mér til að fram-
teiða góða vöru. En það er ekki
það sem var að gerast i þessu
tilfeUi.
Þvi miður er þessi tilhneiging
nokkuð rik i mörgum islenzkum
neytendum.
Aö minu mati þyrfti hér að
koma upp gæöamati islenzkrar
framleiöslu. Eftir að gæða-
stimpillinn er fenginn á hUn að
verabUin að vinna sér ákveðinn
sess, ef allt er raunhæft.
Dreifingaraðilinn hefur
brugöizt
— Breytti ekki Iönkynningar-
árið áliti manna á islenzkum
iðnaði?
— Ég held að það hafi litil
áhrif haft, því miður. Iðnkynn-
ingarárið var þarft og gott
framtak. Viljann vantaði ekki
og vel ogvirðulega var staðiðað
málunum, ekki sizt að iðnaöin
um sjálfum. En ég tel, að af-
raksturinn sé litill. Það var að
visu uppi dálitill áróður, til
neytenda, fyrir sölu á islenzkri
vöru, en dreifingaraðilinn varð
ekki fyrirmiklum þrýstingi, það
kerfi er alveg furðulega mein-
gallað.
Ég vil skýra þetta með smá
dæmi. Eitt sinn fór ég til eins
stærsta dreifingaraðilans á Is-
landi í sambandi við bila, að
bjóða honum framleiðslu okkar.
„Við erum visir með að kaupa
eitthvað af ykkur, jafnvel
mikið”, sagði hann, „en þið
verðiöað afgreiða til okkar eftir
þvi sem við biðjum um og megið
engum selja öðrum”. Ég treysti
mér ekki til að leggja valdið á
fyrirtækinu i hendur eins sölu-
aðila, og ef hann seldi ekki, þá
var það dauðadómur. Þetta
hetði hann heldur aldrei sagt við
erlendan aðila, sem hann skipti
við. Hann ætlaði að losa sig við
fjármagnsþungann af þvi að
liggja með birgðir og færa hann
yfirá fyrirtækið hjá okkur og
siðan hindra að við gætum selt
öðrum.
Svona er viðhorf dreifingar-
aðilans til fslenzkrar fram-
leiðslu. Þetta var ekki tekið til
athugunar eins og þurft hefði i
sambandi við iðnkynninguna i
sumar.
Kannski ég segi þér lika
annað dæmi. Kunningi minn er
með smá framleiðslu á hlutum
til heimilisnota, og seldi lengi
vel til eins aðila. Siðar gerði
— Það er sama eðlis og ég hef
alltaf sagt um alla pólitik og ég
vil ekki bita á hana yfiríeitt.
Sjálfstæðismennirir æpa frelsi,
frelsi. Siðanstjórna þeir landinu
og hvað gerist þá, segjum ’68 og
’69. Þeir gátu ekki stjórnað
haftalaust og þá settu þeir bara
höft. Höftin eiga nefnilega rétt á
sér, þegar þarf að beita þeim,
og það oftar en gert er. Að
minum dómi er með höftin eins
og með lögin okkar. Við hrópum
frelsi, frelsi, en til þess að hafa
frelsi, setjum við lög. En lögin
eru i raun ekkert annað en haft
á einstaklinginn. Við setjum
höft til að hafa frelsi. Við eigum
aðhafa stjórn á hlutunum, bæði
innflutningi og öðru til þess að
lifa góðu lifi i landinu, en ekki
láta hræða okkur með ópunum-
frelsi, frelsi, höft, höft. Það er
bara pólitisk froða og grýla að
minum dómi.
Þaðkom lika á daginn að það
var ekki pólitiska frelsið þeirra
sem réði i landinu, heldur allt
annað. Það voru viðskiptin út á
við og önnur slik öfl sem réðu I
raun og veru. Þegar það ekki
dugði, þá dugði þeirra sjálf-
stæðismennska ekki heldur.
Þetta þarf ekki að segja fólki,
það skilur það orðið.
— Eru stjórnmálamennirnir
þá ekki nógu stefnufastir?
— Það eru fleiri en stjórn-
málamennirnir, sem hafa
furðulegar hugmyndir. Ég
heyrði t.d. nýlega f verkalýðs
foringja i útvarpinu. Hann tal-
aði m.a. um að það þyrfti að
virkja fólkið til baráttu. Eru
ekki þessir menn að snúa hlut-
unum við? Ég hefi hingað til
litið svo á, að það væri fólkið
sem ætti að virkja foringjana.
Ef þú kýst þér einhvern til að
fara með þin mál, hlýtur þú að
ætlast til að hann vinni þeim
málum brautargengi, sem þú
ert hlynnt, ekki öfugt.
annar pöntun hjá honum. Er sá
athugaði verðið fannst honum
það of lágt og fór fram á að það
yrði hækkað. Það samþykkti
framleiðandinn ekki og urðu
siðan ekki frekari viðskipti
þeirra á milli.
Hér er prósentuálag og það er
keppzt við að kaupa inn sem
dýrast.
Frelsi, frelsi — höft,
höft
— Kinnst þér þá að taka ætti
upp frjálsa álagningu?
— Við erum með verðlags-
eftirlit i landinu. Við eigum að
hafa það áfram og taka upp há-
marksverð. Það er hægt að
setja hámarksverð á meirihlut-
ann af öllum vörum. Þá gætu
kaupmenn farið að beita fram-
takinu, og færu þá kannski frek-
ar að kaupa góðar og ódýrar is-
lenzkar framleiðsluvörur.
Þaðer ekki frjáls álagning, að'
minum dómi, sem koma skal,
heldur hámarksverð. A þvi er
mikill munur.
— En nú eru allir að tala um
aukið frelsi á flestum sviðum?
Stórmannleg og göfug
hugmynd
— Hvað vilt þú svo að lokum
segja mér i sambandi við þessi
verðlaun sem þú blauzt, Fjól-
mundur?
— Mér þykir mjög vænt um
þessa viðurkenningu, en verður
um leið hugsað til þeirra mörgu
sem hefðu átt verðlaunin skilið.
Þetta er fyrsti visirinn að því að
ég finniþaðeinhversmetið, sem
ég hef verið að vinna að, og það
er nauðsyn hverjum manni að
fá verk sin viðurkennd.
Hugmyndin sem liggur að
baki stofnunar þessa sjóðs, er
stórmannleg og göfug. Égtel að
málum væri betur komið i þjóð-
félaginu ef svipuð hugsun rikti
viðar. Fjöldi Islendinga er enn-
þá reiðubúinn til að fórna sér
fyrir hugsjónir sinar, sæju þeir
eitthvert vit i þvi, en að öllu
óbreyttu guggna margir.
Þvi vona ég, að hugsjónin,
sem liggur að baki þessarar
sjóðsstofnunar, megi Ufa sem
lengst.
Hofsós