Tíminn - 08.04.1978, Síða 15
Laugardagur 8. aprll 1978
Uli'IillII
15
Pressuleikur í körfu
— Hockenos, Dunbar og Cristiansen
leika með pressuliðinu
Á morgun sunnudag verður háður
pressuleikur í körfuknattleik i
Hagaskólanum. Landsliðsnefnd
hefur valið lið sitt i leikinn, en það
er þó ekki endanlegt val fyrir Pol-
ar Cup-keppnina, sem háð verður
hér á landi dagana 21.-23. april
n.k. Leikurinn á morgun gæti orð-
ið mjög skemmtilegur, þar sem
þrir af Bandarikjamönnunum,
sem leikið hafa hér i vetur, leika
með pressuliðinu — þeir Rick
Hockenos, Dirk Dunbar og Mark
Atli Eðvaldsson. Tekst eyja-
mönnum að stöðva hann i dag ?
Cristiansen. Leikurinn á morgun
hefst kl. 15.00 og verður örugg-
lega gaman að fylgjast með
Bandarikjamönnunum á móti
landsliðinu, þar sem Jón Sigurðs-
son og Pétur Guðmundsson, hinn
hái miðherji landsliðsins, leika
stærstu hlutverkin. Liðin á
morgun eru þannig skipuð.
Landsliðið:
Bakverðir
Jón Sigurðsson KR
Kári Marisson UMFN
Kolbeinn Kristinsson 1S
Framherjar
Þorsteinn Bjarnason UMFN
Gunnar Þorvarðarson UMFN
Kristján Agiístsson Val
Torfi Magnússon Val
Simon Ólafsson Fram
Pressuliðið:
Bakverðir
Dirk Dunbar 1S
Rick Hockenos Val
Kristinn Jörundsson 1R
Steinn Sveinsson IS
Framherjar
Bjarni Jóhannesson KR
Geir Þorsteinsson UMFN
Ingi Stefánsson IS
Einar Bollason KR
Miðherjar
Mark Christiansen Þór
Jónas Jóhannesson UMFN
SJÓ.
Jón Sigurðsson landsliðsmaður.
Handbolti
um
helgina
Þrír leikir verða í 1. deild
íslandsmótsins i hand-
knattleik um helgina.
I dag kl. 15,30 leika 1R og KR i
iþróttahöllinni i Laugardal. Ann-
að kvöld heldur mótið áfram með
leikjum Vikings og Fram, sem
byrjar kl. 20,10. Armann — KR
leika seinni leikinn, sem hefst kl.
21,25. Vikingar eru nálægt þvi að
vera búnir að tryggja sér tslands-
meistaratitilinn i ár, en þeir þurfa
4 stig úr þremur siöustu leikjum
sinum, sem eru á móti Fram, 1R
og Val. Armann og KR eru enn i
fallbaráttunni, og verður Ármann
að vinna þá leiki, sem þeir eiga
eftir ef þeir ætla að halda sér i
deildinni.
ÍBV mætir Val í
meistarakeppninni
Valsmenn halda til Eyja i dag og
leika við Vestmannaeyinga i
meistarakeppni KSÍ kl. 14,00.
Valsmenn gerðu jafntefli við
Akurnesina um siðastliðna helgi i
mjög góðum leik af beggja hálfu,
og verður forvitnilegt að vita
hvernig Vestmannaeyingum
gengur að eiga við Valsmenn, ef
þeim tekst eins vel upp og á móti
ÍA.
Rey kj avíkurmótið
í knattspyrnu
hefst um helgina
Reykjavikurmótið i knattspyrnu
hefst i dag kl. 14.00 með leik
Þróttar og KR.
A morgun sunnudag leika kl.
14.00 Vikingur — Armann.
Þriðji leikur mótsins verður
siðan á mánudagskvöld kl. 20,00
þá leika Fylkir og Valur. Allir
leikirnir verða á Melavellinum,
þar sem miklar framkvæmdir
hafa verið undanfarið við að færa
völlinn til vegna byggingar
þjóðarbókhlöðunnar.
Fáar sýningar eftir á Öskubusku
Sýningum fer nú að fækka á
leikritinu OSKUBUSKU i Þjóð-
leikhúsinu en leikritið hefur verið
sýnt frá þvi skömmu eftir áramót
og verður 20. sýning verksins á
sunnudaginn kemur. Þessi sýning
er byggð á ævintýrinu gamla.
Höfundur leikgerðar er Eyvindur
Erlendsson en leikstjóri Stefán
Baldursson. Titilhlutverkið,
Öskubusku leikurEdda Þórarins-
dóttir, kónginn káta og loft-
hrædda leikur Arni Tryggvason
ogprinsinn Þórhallur Sigurðsson.
Ýmsir gagnrýnenda hafa lokið
miklu lofsorði á sýninguna og
töldu einn helzta kost hennar, að
bæði börn og fullorðnir gætu haft
af henni góða skemmtun. Leik-
mynd og búningar Messiönu
Tómasdóttur hafa vakið verð-
skuldaða athygli svo og smellnir
söngtextar Þórarins Eldjárn og
fjörleg tónlist Sigurðar Rúnars
Jónasonar, en þess má geta að
hún er öll væntanleg á hljómplötu
innan skamms. Næsta sýning á
öskubusku verður sem fyrr segir
á sunnudaginn kl. 15 og eru þá að-
eins eftir örfáar sýningar.
Heilladisin (Sigriður Þorvalds-
dóttir) hefur ráð undir rifi hverju
og beitir töfrasprotasinum óspart
til þéss að gleðja og kæta.
HIM BO-veggsamstæður
fyrir hljómflutningstæki
Tilvaldar fermingargjafir
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
FREEPORTKLÚBBURINN
boðar til
RAÐSTEFNU
með
DR. FRANK 'HERZLIN
eiganda og yfírlækni
. FREEPORT HOSPITAL
ý um efnið 1
THE FREEPORT PHILpSOPHY
FOR SUCCESSFUL LIVING
að
HÓTEL SÖGU
laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. apríl 1978
kl. 10-12 og 13.30-16.00 báða dagana
Ráðstefnan er öllum opin
oÞátttökugjald kr. 3.000.00 greiðist við innganginn
Meistaramót Reykjavíkur
í lyftingum
Sunnudaginn 9. april n.k. landameistaramótinu í lyftingum
verður haldið Reykjavikurmeist- sem fram fer i Kotka i Finnlandi
aramót i lyftingum. Mótið verður dagana 15. og 16. aprfl n.k., en þaö
haldið i naddyri Laugardalshall- eru Kári Eliasson A, Már Vil-
arinnar og hefst kl. 14. Mót þetta hjálmsson A, Birgir Þór Borg-
er siðasta þolraun þeirra lyft- þórsson KR, Agúst Kárason KR
ingamanna, sem keppa á Norður- og Gústaf Agnarsson KR.
Sjómannablaðið Víkingur:
Fjölmargar greinar í
nýútkomnu tölublaði
Annað tölublað þessa árgangs
af Sjómannablaöinu Vikingi er
nýkomið út. Blaðið er rúmar
fimmtiu siður á stærð og kennir
þar ýmissa grasa.
Meðal efnis sem i blaðinu er er
eftirfarandi: Félagsmálaopnan
er Ingólfur Stefánsson skrifar.
Jónas Guðmundsson skrifar um
Slysavarnafélag Islands og
fimmtiu ára sögu þess. Þá eru
greinar um jólaferð M.S. Helga-
fells. Útgerðarfélag Akureyringa,
frystitogaraflota Spánverja, sild
veiðiskip um siðustu aldamót og
um Niðursuðuverksmiðju K.
Jónssonar á Akureyri. Þar birtist
og skýrsla Hafrannsóknastofnun-
ar. Auk þess sem hér er talið er
margar fleiri greinar að finna i
blaðinu um margvisleg málefni,
sem kynnu að vekja áhuga
margra.
Jónas Guðmundsson og Guð-
mundur Jensson eru ritstjórar
Vikings En blaðið er gefið út af
FFSl.