Tíminn - 14.04.1978, Qupperneq 4

Tíminn - 14.04.1978, Qupperneq 4
4 Föstudagur 14. april 1978 Bráðum giftist Georgina! Viö höfum flestöll fylgzt vikum og mánuðum saman með þáttunum í sjónvarpinu, sem á ensku heita „Upstairs, Downstairs”, en á islenzku hlutu þeir nafnið „Húsbændur og hjú”. Okkur finnst við vera ná- kunnug þessu fólki, þó að hér á landi sé áhuginn ef til vill ekki eins mikill á málefnum og vandamálum ibúanna í 165 Eaton Place (uppi og niðri) og almennings í Bretlandi. Ýmsar sögur ganga um viöbrögö fólks þar í landi og simahringingar til sjónvarpsstoðva eftir sýningu sumra þáttanna. T.d. var mikið spurt um líöan Hudsons yfirþjóns, eftir aö hann lék I þættinum, þar sem hann var látinn veikjast, og fá hjartaáfall. Einn maður hringdi t.d. og sagðist vera nokkuð kominn til ára sinna, en hann hefði verið yfirþjónn á árum áður, og hann gæti velhugsaðsér aöhlaupa iskarðið fyrir Hudson meöan hann væri að ná sér: — Hvernig fer fólkið i Eaton Place aö án hans, það veröur að hafa almennilegan yfirþjón, sagði þessi aldni heiðursmaður. Einnig var hringt og kvartað yfir þvi, að hún Georgina, sem var svo dugleg viö hjúkrunina i striðinu (1914-18) væri orðin svo léttúðug og drykki bara allt of mikið — af ungri lady að vera! Fólkið, sem kvart- , aði um hegðun Georginu, var huggaö með þvi, að bráðum giftist hún prýðismanni og þá yrði mikil breyting á hegðun hennar. Hún yrði regluleg hefðarkona og hagaði sér eftir þvi. Þetta þóttu gleðifréttir. Hér sjáum við mynd frá brúðkaupinu (þessi þáttur hefur ekki enn verið sýndur i isl. sjónvarpinu). Þarna er þjónustufólkið i 165 Eaton Place að óska brúðhjónunum til hamingju. Lesley-Anne Down leikur Georginu og Anthony Andrews leikur brúðgumann, Robert Stockbridge markgreifa. í spegli tímans Að bjarga sér eins og bezt gengur Þegar gamanleikarinn Don Saunders bauð þessari glæsilega vöxnu stúlku upp i dans úti i garði i Hamborg, var honum svarað með steinþögn. Þá var ekki annað að gera en að taka stjórnina i sinar hendur. með morgunkaffinu — Og mí er það alvara. — Fg veit ekkert uin karlmenn. fcg veit bara hvað þeir vilja. HVELL-GEIRI DREKI SVALUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.