Tíminn - 14.04.1978, Síða 12

Tíminn - 14.04.1978, Síða 12
12 Föstudagur 14. april 1978 V/í/i?. V/s/^^V////7^ V////. Y//í/rr V//A7. KASTDREIFARINN ER EKKI NEINN VENJU- LEGUR DREIFARI Með hækkandi áburðarverði þarf að gæta þess að áburðurinn nýtist setn bezt með jafnari dreifingu. Tvær stærðir verða fyrirliggjandi: Báðir dreifararnir eru með innbyggðum hræribún- aði sem blandar og mylur köggla. Áburðartrektin er úr Polyester harðplasti og tærist þvi ekki.Dreifibúnaður er úr ryðfriu stáli - og ryðgar þvi ekki. Dreifibreidd er 6-8 m eftir kornastærð. Ryð og tæring áburðardreifara hafa verið vanda- mál — þar til nú. Gerið pöntun timanlega. — Fyrsta sending væntan- leg. Globuse LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Ifr: JÍ?' 4' V.Ls Ív-X' & Æ'í $ ,'~r n & ■‘7 r.t ;ív •k v'y • 'Á v’.'V Tilkynning § um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1978 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábóta- vant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvör- unar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það i sima 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00 — 22.00. Á helgidögum frá kl. 10.00 — 18.00. Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera i umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að óheim- ilt er að flytja úrgang á aðra staði i borg- arlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild. | I ,‘<3 & *’\V <'■*[ 1 I i mmmmmmmmmm i/V, r, V $ é. v-,r M í:,i 'K’ r V •> iri % i Richter-Haaser við píanóleik A 10. hljomleikum Tónlistar- félagsins lék Hans Richter-Haaser 5 pianóverk eft- ir þýzku rómantikkerana: Beethoven: Andante i F-dúr Schumann: Fantasia i C-dúr op.17 Brahms: Scherzo i Es-dúr op. 4 Schubert: Moments Musicaux 94/780 Schubert: Sónata i c-moll, Brahms mun að visu hafa sagt eitthvað á þá Ieið, að „verkið”, þ.e. tónlistin, væri stjarna hlómleikanna, en þegar stór- frægir snillingar leika verk, sem eru gamlir kunningjar, hlýtur athyglin að beinast að hljóðfæraleikaranum, þótt „lög- in séu falleg”. Tónleikaskráin segirþetta um Richter-Haaser: „Hann fæddist i Dresden árið 1912, og hlaut menntun sina sem hljóm- sveitarstjóri og pianóleikari i Hochschule fur Musik i Dresden. Eftir heimsstyrjöldina siðari settist hann að i Detmold. Hann hóf kennslu við tónlistar- skólann þar i borg og varb fljót- lega einn aðal-prófessor skól- ans. Ferill Hans Richter-Haasers sem einleikari hófst árið 1954, er hann lék ein- leikstónleika i hollenzka út- varpið. Allt frá þeim tima hefur hann ferðazt um heiminn þver- an og endilangan og haldið hljómleika, bæði sem einleikari og með hljómsveitum...Hann hefur leikið inn á fjölmargar hlómplötur fyrir Philips og Columbia”. Sem betur fer er tónlistargagn rýnandi Timans i aðstöðu til að leiðrétta þessar misfærslur: myndirnar sýna tónleikaskrár frá 1935, þegar Richter-Haaser kom fram sem einleikari i Dresden 21. marz á 250. af- mælisdegi Bachs, og 6. júni á 125. afmælisdegi Schumanns. Og mönnum er það ennþá i fersku minni, hve glæsilega „kritik” pianóíeikarinn fékk, og hve efnilegur hann þótti. Enda hvarflaði þá að fáum, að Tón- listarfélagið i Reykjavik mundi 43 árum siðar telja það upphaf Richter-Haasers, að hann byrj- aði að spila inn á grammófón- plötur. En skoðum hvernig Þjóðverj- ar halda uppá stórafmæli sinna manna: A Bach-hátiðinni var fluttur 3. Brandenborgar- konsertinn, Konsert fyrir 3 pianó i C-dúr, Konsert fyrir 4 fiðlur eftir Vivaldi og Konserl Bachs fyrir 4 pianó (saminn upp úr konsert Vivaldis fyrir 4 fiðl- ur), en á Schumann-festinni var fluttur Manfreð-forleikurinn, Pianókonsert i' a-moll, Þrjú ljóð fyrir sópran með pianóundir- leik, og Rinarsinfónian. Svona föst menningartök eru sjaldséð hér, en þó skal á það minnt, að Kammermúsikklúbburinn i Reykjavik tók (og tekur enn, i lengstu afmælisveizlu aldar- innar) dánarafmæli Beethovens föstum tökum, þvi áður en lýkur verða allir kvartettar skáldsins fluttir hér, og hefur slikt ekki skeð hér við Faxaflóann siðan Adolf Busch kom hingað i strið- inu. Um fingraleikfimi og fleira Pianóleikur,og afstaða manna til hans, hefur tekið miklum 3reðbncr ipþilþarmorae Ceilung : íþaul Dan Áempen 0oli|len: jl'ammerfdngerin CS'ífll^iölcBcr^ 0laalooper §ano Dtí(þfer=ípaafer, íUarier Sonnerflíag, ben 6. 3un' 1935, 20 Uþc im ^fejlfaal í'es SluðjleHungðpalajleð !J5rei» 10 Pfennif breytingum gegnum tiðina. Grammófónar munu hafa valdið þvi’, að menn gera nú meiri kröfur til flekklausrar fullkomnunar en áður var, og harðsviruðustu tónlistarunn- endur mega ekki heyra eina feilnótu án þess þeim verði óglatt. Og vitanlega eru feil- nótur ekki til prýði, en vandinn er oft sá, að gáfaðir pianistar leggja meira upp úr „innihaldi” verkanna en fölskvalausri fingrafimi, meðan miður gefiiir hljómfæraleikarar leitast við að höndla það sem þeim er sýni- legt. En þeir, sem mestir eru, eins og Rubinstein og Richter, ná valdi á bæði formi og efni, eins og stórskáldum einum er lagið. Ef satt skal segja mátti sjá feilnótu-svip á ýmsum i hléinu — sumir þóttust jafnvel geta gert betur sjálfir (sjá mynd). En ég man ekki eftir neinum hér, sem hefði gert betur. Að sönnu er Richter-Haaser ekki ,,br illiant" pfanisti, enda er það afstætt hugtak — brillians er m.a. fólginn i mismuninum á þvi að dansa á linu með eða án öryggisnets. Og i leik þessa pianista vottaði aldrei fyrir þvi að það væri erfittsem hann væri að spila — það er ekki erfitt að stauta sig fram úr Jónasi Hall- grimssyni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Kunnáttum anneskja sagði mér, að still Richter-Haaser og tækni sé komin beint frá Beet- hoven. Þessi „skóli ”, sem pianistar þekkja á handstill- ingu, armstillingu o.fl., mun vera kenndur við Leschetizki (d. i Dresden 1915), sem ásamt Liszt var nemandi Czernys, nemanda Beethovens. Czerny (d. 1857) samdi frægan „pianó- skóla”, þ.e. kennslubók i pianó- leik, sem er notuð enn þann dag i dag. Czerny byrjaði að læra á pianó hjá Beethoven þegarhann var 10 ára. Þegar þeir hittust fyrst, spilaði Czerny fyrst fyrir Srcebncr þiþilþannonic íeitung: ípmil rnn 5vempen -iDonncnitng, Ccn 21. Jluir; 1935, 20 llbr, im (<')etvcrl'e(;nufl 23acf)=(5eter gum 250.(5el'itrti3íag bes 3Rei|lerð 0oliften: (ýífriebe Gleuteu Díut uoii £)albemuaiig> ^anfa ‘XSeinfaiijf Svarí IÖcíb Sjans Diid}ter«Jpaa|er ^oljaunes öc^iieibcr• Jlíarfclð fitcin^ ©auer P'rcifl 20 iPfcnnig hann C-dúr konsert Mózarts, þvi hann þorði ekki að spila verk eftir Beethoven sjálfan, en þegar hann tók spilamennsk- 'únni vel, spilaði hann Pathetique-sónötuna sem þá var nýkomin út. Og að lokum lék hann Adelaide eftir Beethoven sem gamli Czerny söng mjög frambærilega — segir Czerny sjálfur i bréfi. Og þá sagði Beet- hoven: „Strákurinn hefur hæfi- leika. Ég ætla að kenna honum sjálfur, og taka hann sem nem- anda minn. Sendu hann hingað nokkrum sinnum i viku. En fyrst verðurðu að ná i bók Emanúels Bach um hina sönnu pianólist, þvi hann verður að hafa hana með sér i fyrsta tim- ann”. Czerny segir frá þvi, þegar hann heyrði Beethovens fyrst getið. Gelinek nokkur kom i heimsókn og sagði föður Czernys: „Seint mun mér liða úr minni kvöldið i gær! Þessi ungi maður hefur selt sig djöfl- inum! Svona spilamennsku hefi ég aldrei heyrt! Hann lagði út af lagi. sem ég lét hann fá sjálfur. og Mózart sjálfur hefði ekki getað gert það svona. Siðan lék hann verk eftir sjálfan sig sem eru svo furðuleg og stórkostleg, að engu tali tekur, og fram- kvæmdi slikar tæknikúnstir og náði slikum áhrifum út úr hljóð- færinu, að mig hefði aldrei órað fyrir að það væri hægt”. En Czerny segir frá þvi siðar, þegar hann heyrði Hummel spila i fyrsta sinn: „Ef pianó- leikur Beethovens var eftir- tektarverður fyrir óheyrilegan kraft sinn, snilli og fimi, þá ein- kenndistleikur Hummels af öllu þvj sem er hreint og tært, af dæmalaust fingerðum þokka, og hann sá ævinlega svo um, að örðugleikarnir væru sem áhrifamestir... Þess vegna er ekki að furða, að menn álitu Hummelalmenntbetri pianista, og að aðdáendur þeirra mynd- uðu tvo hópa, sem ekki komu sér saman um nokkurn hlut". Hummel, snilidarpianistarnir og grammófónninn eru i minum huga sama fyrirbæri, fullkomið en sálarlaust, en Beethoven (sem pianisti) Richter-Haaser,- Rubinstein og aðrir „dillettant- ar”, annað. Þvi miður gat ég ekki sóttsin- fóniuleikana, þar sem Richter-Haaser lék Brahms pianókonsertinn, vegna anna, og bið forláts. 11,4.Sigurður Stein þórsson Ekkert skil ég I látunum út af þessu brosi, — ég hef OFT brosað svona sjálf. ©cfjumann^eter gutn 125.©c6urfðíag beð DCRciflcrö

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.