Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.04.1978, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 14. april 1978 Skíðaráð fær tekjustofn Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að greiða því 10% af tekjum af skiðalyftum JG— Á fundi i borgarstjórn 6. april siðastliðinn var samhljóða samþykkt i borgarstjórn Reykja- vikur tillaga um að styðja Skiða- ráð Reykjavikur fjárhagslega. Tillöguna fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og var hún svohljóðandi: Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir, að upphæð sem svarar 10% af hlut Reykjavikur- borgar vegna tekna af skiðalyft- um i skiðalöndum Reykvikinga skuli renna til Skiðaráðs Reykja- víkur, aðallega til að halda uppi kennsiu fyrir almenning. Samþykkt þessi komi til fram- kvæmda þannig, að i fjárhags- áætlun ársins 1979 verði tekin upp fjárveiting sem svarar 10% af tekjum ársins 1978 og þannig áfram frá ári tii árs.” Tillaga þessi hlaut góðan hljómgrunn meðal borgarfull- trúa, þvi áhugi hefur verið og er mikill á skiðaiþróttum i borginni. Það kom fram að tekjur af skiðalyftum námu um 5 milljón- um króna á siðasta ári, og verða þær væntanlega enn hærri á þessu ári, sem nú er að liða, þannig að Skiðaráð Reykjavikur fær í sinn hlut um 500 þúsund krónur fyrir árið 1977, og ergotttilþessað vita að ráðið mun beita sér fyrir skiðakennslu á móti, þvi það eyk- ur öryggi skiðaferða og gerir þær ánægjulegri fyrir byrjendur. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi, tók til máls og ræddi um vegamál skiðastaðanna og taldi að átak þyrfti að gera i vegamál- um til þess að tryggja góða að- komu i skiðalöndin. Skiðaráð Reykjavikur er sam- band þeirra iþróttafélaga, sem hafa skiðaiþróttina á stefnuskrá sinni. Það hefur til þessa verið mjög fjárvana, þvi jafnvel þótt um almenningsiþrótt sé að ræða, er örðugt um tekjustofna, eða sambærilega tekjustofna og önn- ur iþróttafélög hafa til starfsemi sinnar, t.d. innákeypta kappleiki og fl. Reykjavík Ensemble á Háskólatónleikum Kvartettinntekur þátt í alþjóðlegrikeppniíFrakklandi Attundu og siðustu Háskólatón- leikar vetrarins verða i Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut á morgun, laugardaginn 15. april, kl. 17. Reykjavik Ensemble leikur Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Þórðarsonar frá Egg. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Sigurðardóttir, Unnur Jóhannesdóttir, Jónina Siguröardóttir, Jóhannes Hannesson og barnabörn. Elsku litli drengurinn okkar og bróðir Chas lézt að heimili okkar Eureca, Kaliforniu, aöfaranótt 12. aprll. str engjakvartett op. 95 eftir Beet- hoven og kvartett nr. 6 eftir Bar- tok. Reykjavik Ensemble var stofn- að 1975 og er kjarni þess strengja- kvartett. Með hópnum hafa leikið klarinettuleikari, flautuleikari og pianóleikari og hafa þau þannig flutt hina fjölbreytilegustu kammertónlist. Reykjavik En- semble hefur jafnt leikið klassisk verk sem nútimaverk og einnig islenzkar tónsmiðar. Hópurinn hefur oft komið fram erlendis og þrisvar sinnum farið til Þýzka- lands til tónleikahalds. Reykjavik Ensemble skipa: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Ás- dis Þorsteinsdóttir Stross, fiðla, Mark Reedman, Lágfiðla og Nina G. Flyer, knéfiðla. Þau eru nú á fórum til Frakk- lands þar sem þau munu taka þátt i alþjóðlegri kvartettakeppni i Colmar 20.-23. april en 34 kvart- ettar frá 10 löndum koma þar fram. Meðaldómara verða heim- þekktir tónlistarmenn t.d. Tibor Varga og Jean Fournier. Elisabet og Walther C. Peper og dætur. Kveðjuathöfn um Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ fer fram i Fossvogskirkju föstudaginn 14. april kl. 13.30. Jarösett veröur i heimagrafreit i Þykkvabæ, laugardag- inn 15. april kl. 14. Halldóra Eyjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi Sigurður Jónasson skógarvörður, Laugabrekku, Skagafirði lézt þriðjudaginn 11. april. Innbrot ESE—Á þriðjud. var brotizt inn i hús viö Grettisgötu og var stolið þaðan um 200 þúsund krónum i peningum. Seinna um daginn hafðist svo upp á þeim sem að innbrotinu stóðu, tveim ungum mönnum, og voru þeir þá komnir til Stykkishólms. Þá voru þeir búnir aö eyða rúmlega helmingn- um af peningunum og höfðu að- eins um 80 þúsund krónur með- ferðis, auk nokkurra vinflaskna. Lögreglan i Stykkishólmi tók þaö að sér að senda mennina til Reykjavikur. Sama dag var svo brotizt inn i hús viö Reynimel og var stoliö þaðan 65 þúsund krónum og u.þ.b. 100 dollurum. Ekki hefur hafzt upp á þeim sem að þvi innbroti stóöu. Sigrún Jóhannsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Hilmar Þór Björnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adólf Guöjónsson, Jóhann Sigurðsson, Margrét Valdimarsdóttir, Siguröur Sigurðsson, Erla Kristjónsdóttir ................... Tímínner | peningar f Auglýsicf | íTimanum S Tvær yfirlýsingar t dagblöðum okkar birtist grein þann 30. sept. s.l. með undirskriftinni ,,Steypustöðin Bjargh/f HÚsavik.” Þar sem ég er nú i forsvari fyrir félag þetta, tel ég mig tilneyddan aö bæta ögn um hana og svara henni að nokkru leyti. 1 fyrsta lagi við ég taka það fram að ég var ekki kominn i stjórn Bjargs f/f þegar steypu- útboð það, sem um er rætt, fór fram og var mér þvi ókunnugt um það sem þar fór fram nema það sem ég hef verið að reyna aðafla mér vitneskju um siðan. Þar stangast ýmis atriði tölu- vert á og læt ég þeim, sem um þetta f jölluðu eftir að komast tU botns i þeim málum . En hitt vil ég taka fram, að ég skil þá afstöðu múrarameistara bygg- ingarinnar aðkrefjast níöurlagn ingamanna á steypu sem treyst- andi væri, en hvort Bjarg h/f hefði ekki getað útvegað þá læt ég ósagt. Um tilboð almennt vil ég segja þetta. Það er min reynsla að útboð eigi sér hæpnar for- saidur nema horfur séu á at- vinnuskorti, sem ég get ekki séð að sé eða hafi verið til staðar á Húsavik að undanförnu, að minnsta kostieru alltaf að koma til min menn með verkbeiðnir, sem segjast vera búnir aö biða 2-4 ár hjá verktökum á Húsavik. Hitt tel ég happadrýgra.ef hægt er, að ráða hæfan og reyndan mann sem framkvæmdastjóra, eins og ég vil telja að núverandi framkvæmdastjóri Dvalar- heimilis aldraðra sé, sé þaö æskilegasta lausnin. Legg ég samt áherzlu á að fenginni eigin reynslu, að ekki er æskilegt fyrir framkvæmda- stjóra verks sjálfan að hafa mikinn atvinnurekstur á staðn- um. Það sem ég veit réttast um ráðningu starfsmanna þarna á hjá sér. Trésmiöir eru frá fyrir- tækjunum Trésmiðju Jóns og Haraldar og Trésmiðju Jóns Ár- manns, rafverktakar frá Raf- tækjavinnustofu Grims og Arna, múrarameistari er Sigurjón Parmesson og pipulagnir ann- ast Vermir s/f. öllum þessum aðilum treysti ég fullkomlega og efast um aö ég hefi valið öðruvisi ef á það hefi reynt. 1 umræddri grein er drepið á allháa upphæð úr reikningum Dvalarheimilisins 1976og er þar teiknikostnaður sem er þar kominn á 5. milljón af 30,5 millj- ona kr. framkvæmdakostnaði. Vist er það, að þessi kostnaður er hér, og yfirleitt alltof hár við þessar stóru byggingar okkar, en þetta er kostnaöur sem við ráðum þvi miður litið við. Hitt er lika að athuga að þessi kostn- aður leggst alltaf tiltölulega þyngst á fyrrihluta byggingar- innar. Aætlað var að framkvæma fyrir 100 milljónir á yfirstarid- andi ári og ljúka uppsteypu á byggingunni. Af þeirri upphæð var deiltniður á eigendur 31,340 þús. Annað er lánsfé sem aflað hefur verið með miklum dugn- aði. Oft hefur verið þörf á að byggja hratt, en nú er það nauð- syn, þar sem veröbólgan er komin upp úr öllu valdi, og má það undur heita ef sú áætlun sem gerð var i hyrjun árs, hækkar ekki um 20-30% á árinu vegna verðbólgunnar. Von min er sú að þeir aðilar sem þarna hafa verið faldir verkþættir, skili þeim þannigað allir eignaraöilar geti vel við unáð. Ritað idesember 1977 Stefán Óskarsson, Rein, Reykjahverfi. Husavik 15. janáar 1978 I tilefni af „Opnu bréfi til byggingarnefndar Dvalarheim-/ ilis aldraðra s.f. á Húsavikv” sem birtist i dagblöðum hinn^O. september s.l. viljum við undir- ritaðir taka eftirfarandi fram. Þar sem i dagblaði þessu birt- ist í dag leiðrétting og um leið svar við áðurnefndri grein, sem undirrituð var „Steypustöðin Bjarg h.f. Húsavik”, sjáum við ekki ástæðu til itarlegra svara. Þ(í skal eftirfarandi tekið fram: I grein Stefáns Öskarssonar á Rein, oddviti Reykjahrepps, sem er núverandi stjórnarfor- maður Bjargs h.f., kemur fram aðhann telur sig þurfa að „bæta ögn um hana og svara henni að nokkru leyti”. Þetta er drengi- legta mælt af stjórnarformanni Bjargs h.f og undirstrikar það álit okkar að hann hafi ekki verið höfundur greinarinnar frá 30. september s.l. En þar sem „bréfið” var aðeins undirritað „Steypustöðin Bjargh.f.”, varð strax ljóst að.höfundur kaus að láta nafns sins ekki getið af ein- hverjum ástæðum og gat nánast verið hver sem var. Abyrgðin á skrifunum var hins vegar ótvi- ræð svo lengi sem þau stóðu at- hugasemdarlaus af hendi stjórnar Bjargs h.f. Hver til- gangur þessara skrifa hefir verið, er ekki gott að segja með vissu, en ljóst er að þau stuðla ekki að sameiningu og samstöðu héraðsbúa um þessa byggingar- framkvæmd, en vekja hins veg- ar tortryggni i garð þeirra sem að framkvæmdinni standa. Það skal þó upplýst að engin leynd hvilir yfirhenni og til marksum það má benda á að allar fundar- gerðir trúnaðarráðs dvalar- heimilisins eru sendar öllum oddvitum aðildarhreppa. Það eru þvi hæg heimatökin hjá hér- aðsbúum að fá hjáoddvita sin- um eða stjórnarmönnum allar þær upplýsingarsem þeir þurfa, áður en þeir hefja blaðaskrif sem byggjast á getgátum. Ars- reikningar fyrir 1976 hafa einnig veriðsendiröllum eignaraðilum og svo verður einnig um árs- reikninga fyrir 1977 þegar þeir hafa verið samþykktir af stjórn og eignaraðilum dvalarheimil- isins á næsta aðalfundi. Þar mun væntanlega koma fram, hvort illa hefir verið á fjármál- um haldið, og þar með hvort illa hefir tekizt með framkvæmdina það sem af er. Látum við svo útrætt um „opið bréf” á vettvangi dag- blaða, enda er hér um aö ræða héraðsmál en ekki landsmál. F.h. trúnaðarráðs Dvalar- heimilis aldraðra s.f. Formaður trúnaðarráðs Egill Oigeirsson, Framkvæmdst. byggingar, Jón Ármann Árnason Læknaritarastarf er laust til umsóknar, við læknamóttökuna á Selfossi. Vélritunarhæfni og stúdentsprófs krafizt eða sambærilegrar menntunnar. Staðan laus frá 16. júni n.k. Umsóknum skilað fyrir 30. mai. Upplýsingar hjá héraðslækni eða yfir- hjúkrunarkonu i sima (99)1767. Héraðslæknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.