Tíminn - 14.04.1978, Side 19

Tíminn - 14.04.1978, Side 19
Föstudagur 14. april 1978 19 Wirnvm Stórgjafir til íþróttafélags fatlaðra — sem sendir þátttakendur á NM i lyftingum A blaðamannafundi, sem hald- inn var til að kynna starfsemi Iþróttafélags fatlaðra i Reykja- vik, kom fram að Iþróttafélag fatlaðra tekur þátt i borðtennis- móti sem haldið verður I Roskilde i Danmörku 15. og 16. april n.k., og NM i lyftingum, sem haldið verður i Reykjavik 6. og 7. mai n.k. Á fundinum mættu fulltrúar frá Lionsklúbbi Reykjavikur og afhentu félaginu 250 þús. kr. til styrktar væntanlegri ferð á Stoke Mandeville heimsleika fatlaðra, sem haldnir verða i Englandi i júli n.k. Þá.hafhentu félagar úr Kiwanisklúbbnum Esju félaginu búninga á þátttakendur i NM i borðtennis, og Kvenfélag Dóm- kirkjunnarafhenti75þús. kr.sem renna eiga til eflingar iþrótta- svæði Iþróttafélags fatlaðra. Einnig var á þessum fundi kynnt svokölluð trimmbönd, sem Lions- klúbburinn Njörður er að hefja sölu á, og munu þau verða til sölu i Hagkaupi og i flestum sport- vöruverzlunum. Hér á eftir verður birt greinargerð frá Iþróttafélagi fatlaðra i Reykja- vik: Upphaf og undirbúning- ur Að frumkvæði ISI var á miðju ári 1973 sett á fót nefnd til að und- irbúa þátttöku fatlaðra i iþrótt- um. 1 þessari nefnd eru Sigurður Magnússon frá 1S1, Guðmundur Löve frá öryrkjabandalagi ts- lands og Trausti Sigurlaugsson frá Sjálfsbjörgu landssambandi fatlaðra. Að frumkvæði þeirra og ISI var IFR stofnað 30.5. ’74 og IFA stofnan 7.12. ’74. A undanförnum árum hefúr verið unnið markvisst að upp- byggingu og eflingu iþrótta fatl- aðra auk mikillar kynningar- starfsemi að frumkvæði ISI og hefur IFR verið virkur þátttak- andi i þvi starfi. Frá starfsemi ÍFR Sem fyrr segir var IFR stofnað 30.5 ’74 stofnfélagar voru um 40. 1 félagiriu eru i dag um 150 manns ogeruum30 þeirra ófatlaðir en i lögum félagsins segir: félags- menn geta orðið allir þeir sem áhuga hafa á iþróttum fatlaðra. Hjá félaginu eru æfðar eftir- taldar iþróttagreinar: Sund, boccia, bogfimi, curling. borð- tennis, lyftingar og litillega hafa verið æfö köst. Þjálfarar félags- ins eru Kristjana Jónsdóttir sund, Sveinn Aki Lúðviksson borðtennis og Júli'us Arnarson aðrar greinar, en hann hefur verið hjá félaginu frá upphafi. Einnig hefur Erling Jóhannsson þjálfað þátttakendur fyrir sundmót erlendis. Borðtenn- is er æft 2-3 tima sex sinnum i viku, lyftingar 2-3 tíma fimm sinnum i viku, curling og boccia 2-3 tima þrisvar i viku. Þessar greinar eru æfðar f tveimur söl- um i húsi Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Bogfimi er æfð 2 tima tvisvar i viku i anddyri Laugardalshallar, sömuleiðis sund i Skólalaug Ar- bæjar, en séræfingar vegns sund- mðta allt að sex sinnum i viku i Sundlaug Vesturbæjar. Nýtt íþróttasvæði A siðasta ári fékk IFR leyfi Sjálfsbjargar til að byggja upp útiiþróttasvæði á lóðinni hér við Hátún 12. Teiknistofan Armúla 6 s.f. hannaði iþróttasvæðið, sem siðan var samþykkt af bæði Iþróttaráði Reykjavikur og Iþróttanefnd rikisins og end- anlega samþykkt til fram- kvæmda sem nýtt iþróttamann- virki á sfðustu fjárlögum. Kostn- aðaráætlun gerð i september s.l. hljóðaði upp á rúmlega 30 millj- ónir. Akveðið er að hefja fram- kvæmdir nú i vor og æskilegt er aðhægt verðiaðljúkaþeim á sem skemmstum tima, bæði vegna mikillar þarfar og eftir þvi sem verkið verður lengur i fram- kvæmd verður það dýrara. For- maður framkvæmdanefndar er Rikharður Steinbergsson, en hann er einnig félagi i Lions- klúbbi Reykjavikur. Aðrir i nefndinni eru Guðmundur Löve, Vigfús Gunnarsson, Arnór Pét- ursson og Július Arnarson. Utankomandi stuðning- ur. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem klúbbar þessir koma við sögu IFR. Er félagið var stofnað gaf Lionsklúbburinn Freyr öii æf- ingatæki til félagsins og hefur fé- lagið óverulega þurft að endur- nýja og bæta við þau. Á siðasta ári gaf Lionsklúbbur Reykjavikur félaginu 1 milljón kr. til fram- kvæmda við væntanlegt úti- iþróttasvæði var þessa fjár aflað með happdrætti og sýndu þeir einstakt fordæmi, þvi félaginu gafst tækifæri til að taka þátt i sölu happdrættismiðanna. Kiwanisklúbburinn Esja gaf fé- laginu stóra fjárupphæð er félag- ið var stofnað og einnig hafa þeir gefið félaginu alla bikara sem keppt er um i innanfélagsmótum félagsins. Lionsklúbburinn Njörður hefur gefið verðlauna- peninga i sömu mót auk stuðnings i mörgum myndum. Lokst er að geta 1 millj. króna gjafar frá -starfsmannafélagi Sigöldu og ýmsar minni gjafir hafa borizt fé- lginu. Stjórn IFR er þessum klúbbum og öðrum, sem hafa sýnt félaginu stuðning, þakklátari en orð fá lýst, en þar sem þessir klúbbar hafa allir komið við sögu féiags- ins áður, litum við jafnframt á þessar gjafir sem traustsyfirlýs- ingu á það, sem við höfum verið að gera undanfarin ár. Þvi þessir aðilar hafa fylgzt með starfi fé- lagsins og væru varla að veita þvi slikan stuðning nema þeir hafi séð, að fyrri gjafir þeirra hafa komið sér vel og verið nýttar vel og skynsamlega til eflingar iþróttum fatlaðra. Það er von okkar og trú að við séum þess megnug að standa undir þvi trausti sem okkur er auðsynt með þessum gjöfum. Pátttaka i mótum er- lendis NM I borðtennis Um n.k. helgi fer fram i Ros- kilde i Danmörku NM i borðtennis fatlaðra. Af hálfu Islands verða 6 þátttakend-ir: Elsa Stefánsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Guðbjörg K. Eiriksdóttir Arnór Pétursson, Sævar Guðjó.nsr-=, Viðar Guðnason. Þjálfarar og fararstjóri verða Sveinn Áki Lúðviksson og Július Arnarson og Guðni Þór Árnason. Þetta er i fjórða sinn sem fatl- aðir iþróttamenn taka þátt i mót- um erlendis. Fyrsta þátttakan var á alþjóðlegum leikum i Svi- þjóð i' nóv. 1976. Þar kepptu tveir sundmenn og hlutu þriðja og fjórða sæti i sinum flokkum, ann- ÍR-Víkingur í kvöld Ármann-KR frestað I kvöld kl. 20.00 leika IR og Vik- ingur i 1. deild Islandsmótsins 1 handknattleik. Ef Vikingur vinn- ur þennan leik þurfa þeir að gera jafntefli við Val i siðasta leik mótsins til að tryggja sér meistaratitilinn, en Valsmenn koma til með að mæta sterkir til þess leiks, þar sem þeir eiga einnig möguleika á titlinum ef þeir vinna. Leikur 1R og Vikings I kvöld getur orðið skemmtilegur, sérstaklega ef Jens Einarsson markvörður IR-inga verður i eins miklum ham og i undanförnum leikjum. Leik Armanns og KR, sem átti að vera seinni leikur kvöldsins, er frestað vegna þátt- töku unglingalandsliðsins I Norðurlandamtotinu. Eftir leik Þróttúr sigraði Val i Reykjavikurmótinu Iknattspyrnu i gærkvöldi með 2 mörkum gegn 1. öll mörkin voru gerð I fyrri hálfleik, og voru Þróttarar fyrri til að skora. 1R og Vikings verður leikur i 1. deild kvenna milli Vikings og Ar- manns. Valsmenn hófu leikinn og var boltinn varla búinn að ganga á milli þriggja Valsmanna, er hinn marksækni ÞróttariPáll Ólafsson komst á milli og brunaði upp að vitateig Valsmanna og skaut hörkuskoti i bláhornið uppi, al- gjörlega óverjandi fyrir Ólaf Magnússon markvörð Vals. Atli Eðvaldsson jafnaði á 22. minútu með góðu skoti frá vitateig. Það var siðan á 35. min, að Úlfar Hróarsson skoraði sigurmark Þróttara a f 18 metra færi i hornið fjær. Þannig endaði leikurinn, sannarlega óvæntur sigur Þrótt- ara en þó sanngjarn. Mikið rok var á vellinum og erfiti að hemja boltann, þó sýndu liðin ágæta knattspyrnu og þá sérstaklega i fyrrihálfleik, en i þeim seinni var of mikið af háspörkum. — RP Halldór Matthíasson Reykj avíkur meistari í 30 km. göngu Um siðustu helgi fór fram Reykjavikurmeistaramót i 30 km sklðagöngu. Mótið var haldið I Skálafelli, úrslit urðu þessi: min. Halldór Matthiass. Skiðafél. Reykjav. 100,50 Páll Guðbjörnsson Fram 114,04 Bragi JónssonHrönn 122,12 Matthfas Sveinsson Skiðafél. Reykjav. 124,21 Hermann Guðbjörnss. Hrönn 130,41 AsmundurEiriksson Fram 132.43 Þróttur sigraði bikar- meistara Vals Lömuðu iþróttamennirnir sem keppa i Danmörku. að skiptið var á heimsleikum fatl- aðra i Stoke Mandeville i Eng- landi s.l. sumar. Þar kepptu fimm manns, i sundi, borðtennis, lyftingum ogspjótkasti og unnust þrenn bronsverðlaun, tvenn i sundi og ein i lyftingum. Þriðja mótið var svo NM i sundi i 'Þrándheimi i Noregi i nóv. s.l. Þar keppti þrennt og unnust tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun N.M. i lyftingum 6.-7. mai n.k. fer fram NM i lyftingum fatlaðra hér i Reykja- vik, ásamt norrænu kynningar- móti i boccia, en það er litt þekkt iþróttagrein hérlendis, sem hent- ar einkar vel fötluðu fólki. Þátttakendur verða frá öllum Norðurlöndunum, samtals u.þ.b. 70-80 og meðal þeirra eru mestu afreksmenn heimsins i lyftingum (bekkpressu). Þar sem ekkert sérsamband i iþróttum fatlaðra er til hefur 1S1 haft allan veg og vanda af keppnisferðum þessum. Iþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum var stofnað á Is- landi I sept. 1976 og er ISI aðili að þvi fyrir hönd fatlaðra iþrótta- manna á tslandi. Varla þarfað taka það fram að iþróttir fatlaðra á tslandi hefðu ekki þróazt svona hratt á stuttum tima nema vegna þess að tíl kom mikill skilningur almennigs og forystumanna ISl, sem hafa veitt i þetta fé og ómældri vinnu og tima, einnig ber að þakka stuðn- ing og skiining rikisvalds og borg- arstjórnar. Stjórnendur námskeiðsins, ólafur Oddsson t.v. og Jón Gunnar Grét- arsson t.h. F élagsmálanám - skeið hjá Fylki Nýlokið er félagsnámskeiði hjá Iþróttafélaginu Fylki i Arbæ á vegum félagsmálaskóla UMFI og stóð námskeiðið frá 6. marztil 22. marz. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu vor»a ólafur Oddsson og Jón Gunnar Grétarsson. Nám- skeiðið sóttu aðallega félagsmenn Fylkis, alls 16 að tölu. Þetta er annað námskeiðið sem Iþróítafélagið Fylkir stendur fyrir af þessu tagi,en það er eina iþróttafélagið i Reykjavík sem haldið hefur slikt námskeið. Voru þátttakendur á einu máli um ágæti slikrar félagsfræðslu, sem vissulega stuðlar að auknum félagsþroska þátttakenda. Vilja þeir eindregið beina þvi til for- ystumanna iþróttahreyfingarinn- ar að gangast fyrir slikum nám- skeiðum til ’að stuðla að auknu fé- lagsstarfi á höfuðborgarsvæðinu. Dr engj ahlaup Ármanns Hið árlega drengjahlaup Armanns verður haldið fyrsta sunnudag i sumri, þ.e. 23 april n.k. Hlaupið byrjar og endar við Laugardalsvöllinn og verður ca. 4km fy rir eldri flokkinn og um 2 km fyrir yngri flokkinn. Flokkaskipting veröur þannig að i yngri flokki eru þeir sem fæddir eru 1966 og siðar.en i eldri flokki þeir sem fæddir eru 1958 og siðar. Þátttökutilkynn- ingum ber aö skila til Jóhanns Jóhannesáonar i sima 19171.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.