Tíminn - 19.04.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 19.04.1978, Qupperneq 8
8' Miðvikudagur 19. april 1978 Stefán Jónsson, verölagsnefndarmaöur: * Abendingar og fyrirspurn til atvinnurekenda í málmiðnaðinum Föstudaginn 17. marz s.l. skrifaði ég grein í Timann undir yfirskriftinni: „Verðbólgu- samningar tryggja ekki kaup- mátt launa”. 1 grein þessari var ekki veitzt að neinum einstak- lingi, heldur voru vissir þættir i verðbólgumálunum ræddir efnislega þótt slikt næði skammt, enda málið margþætt og viðtækt. t grein þessari benti ég á, að kjarasamningar þyrftu að vera i þvi formi, að hið opinbera gæti gertsérgrein fyrir i'tima,hvað i þeim fælist. Mætti þar nefna, hve mikill hluti kauphækkana i krónum tilheyrðikjarabótum og hve mikill hluti tilheyrði verð- bólguog/eða gengisfellingu. Ef samningagerðin leyndi mögu- leikunum til að gera sér grein fyrir þessu i tæka tiö, þá væru svik i tafli gagnvart heilbrigðu efnahagskerfi. Einnig benti ég á þá staö- reynd, að fjáröflun hins opin- bera byggðist á þvi, að afla fjár i reksturskostnað og fram- kvæmdir. Þetta væriýmist gert meö skattheimtu eða lántökum. Slikarákvarðanirhins opinbera yrðu aö vera i ráödeildarformi, enda nauðsynlegt að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra i tæka tið. 1 sem fæstum orðum sagt fjallaöi grein min i stuttu máii um, að höfuðvandamál okkar tslendinga á efnahags- sviðinu væru þessimál: Kjara- málin, verðbólgan og erlendu skuldirnar. 011 væru þessi aðal- atriði samofin og takmarkaðir þættir þeirra leystu ekki vand- ann, heldur meðferðin á öllum hinum mörgu þáttum þeirra i heild. t þessu sambandi benti ég á, að hinir svokölluðu sérkröfu- samningar i sólstöðusamning- unum á s.l. ári hefðu farið á vængjum i gegnum launa- og efnahagskerfið og virtust sanna, ásamt mörgu öðru, að verðbólguleikir okkar i krónu- tölusamningum tilheyrðu tæp- ast kjarasamningum sem mið- uðust við raungildi og réttlátan launajöfnuð. Sérkröfuviðskiptin i nefndum samningum hafi ogef til vill haft þau áhrif, að gera hinar umdeildu efnahagsráft- stafanir nauðsynlegri en elia heföi verið. Þær tilheyrftu og tæpast heiðarlegri samninga- gerð, enda slikt viðurkennt af báöum samningsaðilum, þóttég staöfesti slikt ekki nú. Ot af þessari grein minni birt- ist i Timanum 11. april s.l. grein innan ramma eftir Svein A. Sæmundsson, blikksmið i Kópa- vogi. Grein Sveins fjallar ekki um nein efnisatriði né málefna- legar upplýsingar um þau atriði, er ég ræddi um i grein minni. Hins vegar er hún frá upphafi til enda niftgrein um mig. Þessu til staðfestingar skulu hér tilfærð nokkur efnisatriði úr grein Sveins blikksmiðs. Sveinn segir aö ég sé svo lyginn aft ég sigri i sliku hinn vellygna Bjarna. Ég sé nú bæfti heimskur og illgjarn. Mannlegt eðli mitt höfði til lágra hvata og árásar- hneigð min bitni á saklausum. Ég geri tilraun til að blekkja dómstóla. Ég veitist aö sátta- nefndarmönnum i kjaramálum og viljifæla hæfa menn frá slfku starfi. 011 min framkoma i Verðlagsnefnd spegli þessa lýs- ingu á mér. Ég sé nú tæpast svara veröur, en þó skrifi hann þessa grein, að mér skilst, vegna starfs sins, sem núver- andi formaður atvinnurekenda- samtakanna i málmiðnaöinum. Éggeri nú ráð fyrir að lýsing Sveins formanns á mér varðr viö lög, enda er hún skrifuð vegna starfs mins i opinberu trúnaðarstarfi. Þessu til stað- festingar vil ég benda á, að manninn hef égaldreiséð, engin viðskipti haft við hann ogaldrei talaft við hann. Lýsing hans á mérer þvibundin við störf min i opinberu trúnaðarstarfi. Það virftistljóst, að Sveinn formaður viröist telja sig vera að rækja sitt trúnaðarstarf fyrir málm- iðnaðinn i landi okkar með rit- smið sinni. Ég tel það nú langt fyrir neðan virðingu mina, þótt litill kall sé, að kæra þennan blessaða blikksmið. Hitt er ann- aft mál, að ég tel máli skipta i okkar stéttaþjóðfélagi, að for- mennirnir á þeim vettvangi kunni eitthvað i mannasiðum og málsmeðferð. A löngum starfsferli i opin- berum störfum, bæði að gjald- eyrismálum, fjárfestingamál- um og verðlagsmálum, hefi ég oft þurft að hafa talsvert sam- band við marga atvinnurekend- ur i málmiðnaðinum. Þar hefi ég ávallt hitt hæfa og ágæta menn til að ræfta margþætt vandamál, en aldrei fyrr heyrt i forustumanni þessarar iðn- greinar af þeirri gráðu, sem Sveinn blikksmiður og formað- ur virftist vera. Mér er aft sjálfsögftu ljóst, aö málmiðnaðurinn i okkar þjóðfé- lagi er ein stærsta iðngrein okk- ar og einnig ein sú þýðingar- mesta. liðnþróunarmálum okk- ar skiptir máli að málmiðn- aðurinn vaxi ört. Forustumenn hans þurfa þvi að skilja hið þjóðfélagslega hlutverk og hið opinbera hlutverk hans. 1 dag tilheyrir málmiðnaðurinn engri holustarfsemi. Mér skilst að hann samanstandi af rúmum 200 fyrirtækjum og velti um 40 milljörðum i atvinnustarfsem- inni. Þess utan er málmiðn- aðurinn þesseðlis, þjóðhagslega séð, að þjónusta hans á með réttu að fara ört vaxandi. Bæði gjaldeyrismálin og atvinnumál- in kalla á slikt. Ég vona þvi að atvinnurekendur i málmiðn- aðinum standi fastari fótum en svo, aö eitthvert fifl, sem heitir Stefán Jónsson, færi hann á grafarbakkann, svo notuð séu hugtök núverandi formanns hans f nefndri niðgrein. Að lokum þetta: Mig langar til að spyrja atvinnurekendur i málmiðnaðinum, hvort nefnd grein Sveins formanns sé skrif- uð í þeirra umboði eða ekki? Einnig, hvort málmiðnaðurinn hafi ráð á þvi forustuhlutverki sem hann nú teflir fram i sinum málum ef Sveinn formaður tal- ar fyrir hans hönd? Reykjavik, 17.4.1978. Stefán Jónsson. Hjalti Gestsson: Nokkur orð að gefnu tilefni Magnús Finnbogason á Lága- felli skrifaði nýlega grein i dag- blööin i Reykjavik sem hann nefnir Opið bréf til bænda, en greinin fjallar aðallega um að- gerðir til þess að mæta aðsteðj- andi vanda i framleiðslu og markaösmálum landbúnaðar- ins. Engar nýjar tillögur koma fram i þessari grein nema ef vera skyldi sölustöðvun á ull, og sýnist mér tillögurnar settar fram af nokkurri fljótfærni, enda kannske eðlilegt að Magnús sé i erfiðri aðstöðu að sjá fyrir hvaö af hlytist, ef reynt yrði að framkvæma tillögur hans. En gott er fyrir þá menn sem eru að vinna að þvi að finna nýjar leiðir i framleiðslu og markaðsmálum landbúnaðar- ins að kynnast þvi, hvaða að- ferðum bændur viðs vegar um landið gætu hugsað sér að beita til lausnar þeim vanda sem landbúnaðurinn á nú við að gli'ma. Magnús getur min i grein sinni og gerir mér upp skoðanir, leggurmat á starfegetu búnað- arþingsfulltrúa og gerir þvi skóna,að mér og minum likum hljóti að vera annara um eitt- hvað annað en hag bændastétt- arinnar. Ég vil þvi hér i stuttu máli skýra afstöðu mina til þessara mála og leiðrétta umleið nokkrar missagnir i grein Magnúsar. Ég vil þá fyrst geta þess, að ég hef alla tið veriö fylgjandi þvi að hafa sem rýmstan kosn- ingarrétt til Búnaðarþings, og að sem flestir þeirra sem vinna að landbúnaðarframleiðslunni hafi þar kosningarrétt og kjör- gengi. Mérþóttiþað skref i rétta átt þegar húsmæður sveitabýl- anna öðluðust rétt til þess að verða fullgildir félagar i búnað- arfélagsskapnum. Helzt hefði ég kosið að allt vinnandi fólk i sveitum hefði þennan sama rétt, en af vinnufólki bænda eru það nú fáir aðrir en héraðsráðu- margir bændur á Suðurlandi, sem treysti mér ekki til þess að vinna að þeirra hag og landbún- aðarins i heild, þó aö ég sé ekki íramleiðandi búvara og eigi þvi sjálfur ekki eins mikið i hættu og bændur, ef landbúnaðurinn lendir á þrengingum. En þessi hugsunarháttur, að enginn leggi sig fram nema hann hafi sjálfur beinan hag af þvi er mér svo framandi, að mér liður alltaf hálf illa, þegar ég verð hans var, sem þvi miður kemur alloft fyrir. Þeir sem aðhyllast hann þekkja litið til húsbóndahollustu eða trúmennsku i starfi, en eru þá sennilega kunnugri hinu, hvernig farið er að við að hlunn- fara náungann og auðgast á annarra kostnað. Ekki vil ég þó væna Magnús Finnbogason um slikan verknað. Magnús Finnbogason telur sig hafa hlustað á orð, sem ég á að hafa sagt i sjónvarpsviðtali, nú um það leyti, sem Búnaðarþing lauk störfum. Þarna hefur Magnús tekið mjög illa eftir eða misheyrt. Sannleikurinn er sá, aðég hef ekkigertupphug minn hvernig takast megi að spyrna við, gegnframleiðsluaukningu á mjólk og sauðfjárafurðum, þannig að hljótist ekki af óbæt- anlegt tjón, vegna versnandi af- komu bændastéttarinnar eða vaxandi framleiðslukostnaðar á búvörueiningu, sem myndi or- saka það tvennt, að minnka samkeppnisaðstöðu landbúnað- arins og auka á dýrtið i landinu. Magnús heldur að ég hafi mik- inn áhuga á að kjarnfóðurgjald verði sett á hér á landi. Ég hef ekki staðið að neinum sam- þykktum þar að lútandi, nema i sambandi við uppbyggingu inn- lends fóðuriðnaðar. 1 þvi frum- varpi sem fóðuriðnaðarnefnd samdi, var gert ráð fyrir allt að 6% kjarnfóðurgjaidi, gegn veru- legu framlagi frá rikinu sem mótframlagi til uppbyggingar innlendrar kjarnfóðurfram- nautarnir, sem hafa fúll félags- réttindi i búnaðarfélögunum, enda eru þeir mjög fasttengdir landbúnaðinum þar sem þeir hafa flestir þurft uð vera við sérnám i landbúnaði 5-7 ár til þess að verða gjaldgengir i ráðunautsstarfið. Ég er að visu sammála Magnúsi um það, að það væri ekki æskilegt, að Búnaðarþing yrði að miklum hluta skipað héraðsráðunautum. Eðlilegast er að bændur setji aðal svip á þingstörfin eins og hingað til, enda varla liklegt annað' þar sem sennilega eru yfir 90% fé- laga búnaðarfélaganna bændur, sem vinna að megin hluta að bú- um sinum og hafa framfæri sitt aðmestum hluta af landbúnaði. Hinu er ég svo alveg ósam- þykkur, að þar sem ráðunaut- arnir séu að verulegum hluta launaðir af opinberu fé, þá sé þeim alls ekki treystandi i fé- lagsmálastarfi fyrir bændur, svo sem á Búnaðarþingi. Ég hef þau ár, sem ég hef átt sæti á Búnaðarþingi, setið á bekk með mörgum gagnmerkum forystu- mönnum islenzks landbúnaðar. Einn þeirra var Klemens Kr. Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum. Eftir kenningu Magnúsar. Þá mátti þó vart treysta honum, þar sem hann tók laun sin hjá rikinu. Ég vil halda þvi fram, og að öllum ólöstuðum, þá hafi Klemens á Sámsstöðum verið einn nýtasti búnaðarþingsfulltrúinn meðan hann sat á Búnaðarþingi, gjör- kunnugur öllum málefnum jarðræktar, og hyggindi hans gerðu hann fundvisan á þau úr- ræði, sem hentuðu bændum og búskapnum bezt þegar vanda bar að höndum. Ég get að sjálfsögðu verið stoltur af þvi, að bændur i Ar- nessýslu trúðu mér fyrir þvi, fyrir 12 árum siðan að verða fulltrúi þeirra á Búnaðarþingi. Ég trúi þvi illa, að það séu leiðslu. Min skoðun er óbreytt i þvi máli, enda var það samþykkt meðöllum greiddum atkvæðum á Búnaðarþingi 1977. Eftir þessu hefur þó ekki verið farið og er nú svo komið, að allt útlit er fyr- ir að grænfóðurverksmiðjurnar stöðvist nú á þessu vori vegna fjárhagsörðugleika. Og ég spyr, er von á öðru? Myndi nokkur innlend framleiðslugrein geta staðizt samkeppni af sliku tagi, sem graskögglaiðnaðurinn hef- ur átt við að búa? Ég er þeirrar skoðunar að mikill meirihluti bændaskilji þetta og viljileggja eitthvað af mörkum til þess, að þessi grein landbúnaðarins geti þrifizt áfram. Ég hef enn fremur þá skoftun, að vel komi til greina að hag- kvæmt þætti að jafna kjarnfóð- urverðið, þannig að fram- leiösluráð landbúnaðarins hefði lagalegan rétt til þess að taka kjarnfóðurgjald undir þeim kringumstæðum þegar innflutt kjarnfóöur er orðið dýrara en innlend fóðurframleiðsla og markaðserfiðleikar eru veru- legir eins og nú blasa við. Slik heimild var borin upp og sam- þykkt á nýafstöðnu Búnaðar- þingi, og var ég einn af 20 búnaðarþingsfulltrúum, sem greiddu þeirri tillögu atkvæði. Það sem ég tel mikilvægustu ákvarðanir Búnaðarþings, og var ég i hópi þeirra þingfulltrúa, sem mótuðu þær, en allir þina: fulltrúar greiddu þeim atkvæði, voru i fyrsta lagbað leiðbeining- arþjónustan reyndi að draga ur framleiðsluaukningu á mjólk og sauðfjárafurðum, þangað til betur áraði i mark- aðsmálum, og i öðru lagi að skipa nefnd, sem kannaði hvaða aðgerðir væru liklegastar til að koma að beztu gagni til þess að bændastéttinþyrfti ekki að selja búsafurðir verulega undir verð- lagsgrundvallarverði, og þar með fá yfir sig stórversnandi af- komu, eins og nú horfir, en ekk- ert verður að gert. Nefnd þessi á aðskila áliti i júlimánuði, en þá erliklegt að öll þessi mál verði skoðuð i sambandi við nýjan stjórnarsamning að afloknum kosningum og þvi mikilvægt að gaumgæfileg athugun á þessum málum hafi farið fram. Það voru þessar tillögur, sem ég var að reyna að lýsa við fre'ttamenn sjónvarpsins og vona ég að flestir, sem á hlýddu geti staðfest það. Ég hef að beiðni flokksbræðra minna fallizt á að verða i fram- boði til Búnaðarþings á þessu vori, og vona ég að það hendi mig aldrei að bregðast trausti þeirra manna, sem hafa kvatt mig til þeirra vandasömu starfa, sem sennilega bíða næstu Búnaðarþinga. Um leið vil ég þakka þeim Jóni á Sela- læk, Lárusi á Miðhúsum og Sig- mundi i Langholti, sem nú ætla að draga sig i hlé, ágæt störf á Búnaðarþingi á undanförnum þingum. Þeir þurfa ekki að kippaséruppvið það, þóað þeir séukallaðir ellilífeyrisþegar, þó ósmekklegt og strákslegt sé. Ég held að Búnaðarþing starfi bezt með þvi að aldursdreifing sé þar nokkuð mikii og að þessu sinni hefur heyrzt að Búnaöarþing yngist verulega upp, þar sem um helmingur þingfulltrúa hef- ur haft við orð að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Eg treysti þvi aö þeir erfiðleik- ar, sem landbúnaðuinn hefur átt við að striða i markaðs og framleiðslumálum leysist á þann veg, að sveitirnar blómg- ist áfram og bændastéttin fái búið við vaxandi farsæld og menningu. Ég vona, að sú forystusveit, sem valin verður i vor, verði samhent i þvi að leysa vanda- mál landbúnaðarins og finna nýjar leiöir, sem leiði til nýrrar sóknar i framleiðslumálum landbúnaðarins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.