Tíminn - 22.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 22 aprfl 1978
5
Vortónleikar
Aðrir vortónleikar Tónlistar-
skóla Kópavogs verða haldnir
miðvikudaginn 3. mai kl. 9.00 e.h.
Þar munu aðallega koma fram
þeir nemendur skólans sem
lengra eru komnir i námi.
Þá mun Berglind Bjarnadóttir
halda sjálfstæða tónleika 17. mai
kl. 9.00 e.h. Hún lýkur burtfarar-
prófi i einsöng á þessu vori og er
Elisabet Erlingsdóttir kennari
hennar. Berglind verður fimmti
nemandinn sem útskrifast frá
skólanum.
Kennarar við Tónlistarskóla
Kópavogs eru 24,'Nemendur voru
i vetur 353 talsins, þar af 91 i for-
skóladeildum fyrir 6 og 7 ára
börn. Vornámskeið fyrir börn á
þessum aldri hefst nú i byrjun
mai og mun standa yfir i þrjár
vikur. Skólastjóri er Fjölnir Stef-
ánsson.
Ber lyfjalagafrumvarpið
vott um þröngsýni?
FI — Nú liggur fyrir Alþingi
frumvarptil lyfjalagasem m.a.
felur i sér þá breytingu, að vita-
min og náttúrulækningaefni
verða tekin úr frjálsri sölu og
afhent apótekunum til yfirráða.
Að sögn Lofts Guðmundssonar
rithöfundar, sem sæti á i stjórn
„Heils uhringsins ”, gengur
þetta írumvarp i berhögg við
iyfjalög i öðrum löndum, svo
sein i Norður-Ameriku allri,
Bretlandi, Þýzkalandi, Sviss,
Sviþjóð og Danmörku, en i þess-
um löndum eru vitamin og
náttúrulækningaefni seld á
frjálsum markaði.
„Heilsuhringurinn” hefur
með bréfi til alþingismanna
óskað eftir þvi að þeir sæju svo
um, aðfrumvarp þetta yrðiekki
keyrt i gegnum þingið fyrir
þinglok, enda sýni frumvarpið
furðulega þröngsýni og óbilgirni
i tilraunum sinum til aðgeraal-
mennar neyzluvörur að bann-
vöru utan apóteka. Einnig er
bent á að apótekin hafi aldrei
sýnt áhuga á að selja þau fæðu-
bótaefni sem reynt hefur verið
að banna öðrum að flytja inn, og
erueftirsótt af þeim, sem notað
hafa. Loftur nefndi i samtali við
Timann sem dæmi um fæðu-
bótaefni, „rússnesku rótina”,
sem kölluð er og notuð hefur
verið af unnendum náttúru-
lækninga á Norðurlöndum til
þess að lækka blóðþrýsting og
það með góðum árangri. Nái
frumvarpið óbreytt fram að
ganga, þýðir litið að ætla sér að
styðjast við „rússnesku rótina”
eða önnur fæðubótarefni, þvi að
þau verða væntanlega ófáanleg.
Skilgreining á lyfjahugtakinu
er á reiki i lyfjafrumvarpinu að
sögn Lofts, og þar segir á einum
stað að ,,lyf séu efni, sem ætluð
séu til lækninga” o.s.frv. en á
öðrum er lyfjahugtakið nánast
ofurselt geðþóttaákvörðunum,
og þar gert ráð fyrir reglugerð
til nánari skilgreiningar á hug-
takinu og undanþágum frá þvi.
Loftur kvað það skoplegt og
mótsagnakennt, ef banna ætti
frjálsan aðgang að vitaminum
og mikilvægum hollefnum, en
leyfa sölu heilsuskaðlegra efna
að vild. Bannstefna sú, sem
kæmi fram i frumvarpinu væri
brot á almennum mannréttind-
um, og þess vegna yrði umræða
um lyfjalögin að fara fram fyrir
opnum tjöldum.
Ný síma-
skrá
gengur
í gildi
7. maí
Lummur um land allt
HH—MS — A sumardaginn fyrsta
kom nýja Lummuþlatan á mark-
aðinn. Þetta er önnur plata þeirra
og ber hún nafnið Lummur um
land allt. Á þessari plötu eru, eins
og þeirri fyrri, einungis gömul
lög, eins og Lummunafnið gefur
reyndar til kynna. Aðspucðar
kváöust Lummurnar vera mjög
ánægðar með plötuna, og undir-
strikuðu þær að platan væri ekki
listaverk', heldur til að koma
þessum gömlu, góðu lögum yfir á
eina, þannigaðfólkfenginú betra
tækifæri til að hlusta á þau. Ekk-
ert kváðust Lummurnar vera
farnar að hugsaum framtiðina en
sögðust þó liklega ekki gefa út
aðra slíka. Þetta þarf þó ekki að
vera það siðasta sem við heyrum
frá Lummunum, þvi draumur
þeirra er að fara út um land allt i
sumar, og bjóða öllum lands-
mönnum upp á gamlar lummur.
Athygli skal vakin á skrá yfir-
númer neyöar- og öryggissima,-
sem birt er á forsiðu kápunnar
innanverðri, einnig á baksiðu.
Simaskráin verður send út um
land næstu daga.
Reisum
Lum murnar
Lummustuði
Simaskráin 1978 verður afhent
tilsfmnotenda i Reykjavik, Kópa-
vogi og Hafnarfirði, frá og með
mánudeginum 24. april n.k. og
gengur hún i gildi sunnudaginn
7. mai 1978. Sjá nánar auglýs-
ingu um afhendingu simaskrár-
innar i dagblöðunum i dag.
Timamynd: Gunnay.
Upplag simaskrárinnar er um
100 þúsund eintök. Brot skrárinn-
ar er óbreytt frá 1977.
Lærið lífgun á einu kvöldi
FI — Reykjavikurdeild Rauða
kross islands mun gangast fyrir
námskeiðum i bláslursaðferðinni
frá og með mánudeginum 24.
april n.k. Hvert náinskeið stendur
yfir i eitt kvöld og verður hið
fyrsta haldið næstkomandi mánu-
dagskvöld kl. 20.00 i Heilsuvernd-
arstöð Reykjavikur við Baróns-
stig, gengið inn frá baklóð. Sýnd
verður kvikmynd til skýringar og
kennt verður tneð brúðum.
Fjöldi námskeiðanna fer eftir
aðsókn og ber að tilkynna þátt-
töku strax i sima RKÍ 28222
Kennari á námskeiðunum verður
Jón Oddgeir Jónsson.
Formaður Reykjavikurdeildar
RKl er Ragnheiður Guðmunds-
dóttir læknir.
Keflavík
Vantar blaðbera strax i vesturbæinn.
Upplýsingar i sima 1373.
U thlutað úr
Minningarsj óði
Barböru Árnason
SJ — Siðasta vetrardag var i
fyrsta sinn úthlutað styrk úr
Minningarsjóði Barböru Apnason
listmálara. 20listamenn sóttu um
styrkinn og var nafn styrkþegans
dregið út og reyndist hann Hrólf-
ur Sigurðsson listmálari.
Minningarsjóð Barböru Árna-
son stofnuðu eiginmaður hennar
Magnús Arnason og sonur hennar
Vifill Arnason, að lokinni yfirlits-
sýningu á verkum Barböru heit-
innar 1976. Stjórn sjóðsins skipa
þeir feðgar ásamt Hjörleifi
Sigurðssyni formanni Félags is-
lenzkra myndlistarmanna. Að
þessu sinni voru 300.000 kr. veitt-
ar úr sjóðnum og er ætlunin að út-
hluta þeirri upphæð árlega.
Sonardætur Barböru,Brynja og Valdis drógu út nafn styrkþega og hér
eru þær á mynd með Hrólfi Sigurðssyni listmálara ásamt körfunni sem
nöfn umsækjenda voru i.
Timamynd Róbert.
íslenzka
hestinum
minnis-
varða
HH — 1 3. tölublaöi Eiðfaxa er
sagt frá sjóði sem stofnaöur hefur
verið til að reisa islenzka hestin-
um mínnisvarða. Hugmyndina að
stofnun sjóðsins áttu þau Öli M.
tsaksson og Asta Þorsteinsdóttir,
fyrrum kaupkona i Reykjavik.
Þetta var upp úr 1940 og lagði
Ásta fram fyrstu upphæðina kr.
300, sem var ekki svo litill pening-
ur í þá daga. Sjóðnum hefur nú
verið sett stjórn, að frumkvæði
Þorláks Ottesen, sem formenn
L.H. og Fáks og frú Margrét
Johnsen skipa.
Þar sem hérer um að ræða all-
fjárfreka hugmynd, hyggst
stjórnin gefa mönnum kost á að
minnast fallinna hesta með gjöf i
sjóðinn. Slikar gjafir yrðu.
skráðar i sérstaka bók ásamt
stuttri frásögn af hestinum og
væntanlega einnig mynd.
Einnig hugsarstjórnin sér að fá
leyfi til að selja merki á mótum
og mannfagnaði hestamanna og
hefur Gerður Ragnarsdóttir
teiknað merkið. Hér er á ferðinni
verðugt verkefni, sem ekki ætti
einungis að vera hestamönnum
kappsmál. heldur landsmönnum
ölium. Tökum þvi höndum saman
og reisum þarfasta þjóni manns-
ins voldugt minnismerki á Þing-
völlum.