Tíminn - 22.04.1978, Síða 7

Tíminn - 22.04.1978, Síða 7
Laugardagur 22 aprfl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsímar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Orðbragd Fyrir nokkru urðu um það talsverðar umræð- ur á almennum vettvangi að islenzkri tungu hrakaði i mæltu og rituðu máli þjóðarinnar. Svo sem löngum vill verða varð fátt sannað, svo að óyggjandi væri, i þessum umræðum, og át þar hver úr sinum poka undir það er lauk. Þegar hafin var sú endurreisn islenzkrar tungu sem verið hefur leiðarljós fram á okkar daga, var svo ákveðið að fylgt skyldi fyrirmynd beztu bókmennta að fornu og nýju og óspilltu tungutaki alþýðunnar i landinu. Þetta hefur reynzt farsælt vegarnesti, enda þótt engum blandist hugur um áhrif þess sem haft er fyrir fólki á opinberum vettvangi af hálfu höfðingja. Og ekki er það allt til fyrirmyndar sem höfð- ingjarnirhafast að, og hefur svo löngum reynzt. Nú stendur yfir i Reykjavik mikil vörusýning bifreiðainnflytjenda, og er vafalaust flest gott um hana að segja, nema það að forráðamönnum sýningarinnar hefur ekki hugkvæmzt neitt betra nafn á mannfagnaðinn en orðskripið „Auto 78” og er meira að segja stafsett að annarlegum hætti. Með þessu er verið að gefa þvi byr að sjálfsagt sé og eðlilegt, eða hvað?, að erlendu heiti sé veifað fyrir íslendinga hverju sinni er mikið liggur við. Ef skyggnzt er viðar um i þjóðfélaginu verður sami annarlegi veizlubúnaðurinn aftur og aftur fyrir augum. Iþróttamenn etja kappi við mis- jafnan orðstir i „Polar Cup”, og ungir athafna- menn sitja á rökstólum i „Junior Chamber”, en listamenn láta fyrir berast i „Galleri”. Enn má framar telja. Tónlistarmenn hafast við i „Stúdió” meðan þeir fremja sitt „Pop”, en aðrir stéttarbræður þeirra setja saman „Reykjavik Ensemble” af sannri fórnfýsi og listrænum áhuga. Hraðakstursmenn eru með hugann við „Rallý”, en ábyrgir máttarstólpar þjóðfélagsins sækja fundi i „Lions” sem meira að segja hlitir brezkum framburði, — og megi Guð varðveita okkur fyrir orðbragðið. Fjölmörg fyrirtæki, sjálfsagt þjóðþrifastofn- anir öll, skarta með annarlegu heiti til þess að sýna af sér veraldarbrag. Stundum er á vafa- sömu máli talað um „kompani”, en það er ekki einu sinni nógu fjarrænt fyrir bjartsýna at- hafnamenn nú á dögum. Nú er það „Co”, og skal fint heita. Á þvi er ekki vafi að fyrirmyndir af þessu tagi hafa sin áhrif. Hitt er þó merkilegast að menn skuli hafa sig i að lúta svolágt fyrir útlendingum sem dæmi sem þessi sýna. Sannleikurinn er nefnilega sá að þau eru skopleg og litilmótleg, og er mál að linni. JS. Úr bæklingi þýzkra j afnaðarmanna og verkalýðsfélaga: Nýnazistar láta æ meira að sér kveða Hafa komið sér upp þjálfuðum sveitum, sumum vopnuðum, og efna opinskátt til óeirða og skemmdarverka Nýnazistar eru farnir að láta á sér bera i Vestur-Þýzka- landi. Lengi hafa þeir haft liægt uin sig, en nú eru þeir að færast i aukana. Áróður- inn er orðinn hrottalegri en aður og ofbeidis verkum fjölgar. Félög eru farin að gangast við þvi á opinskáan hátt, að þau aðhyilist naz- isma. Stjórnarvöid amast tiltöluiega litið við fundum þeirra og göngum um borgir og byggðir. Samtök, sem eru nákomin þýzkum jafnaðarmönnum og verklýðshreyfingunni i Vest- ur-Þýzkalandi hafa látið prenta bækling um uppgang nýnazismans. Þar segir, að i landinu séu fjörutiu og fimm sambönd rammhægrisinnaðra félaga, og i fyrra hafi þau gengizt fyrir ekki færri en þrjú hundruð fjölmennum fundum og þingum, er sótt voru af þús- undum manna og sum stóðu dögum saman. Einkum er það i Suður-Þýzkalandi, þar sem hægriflokkarnir vestur-þýzku eru öflugastir, að nazistar fá að fara sinu fram alveg óáreittir, ef þeir njóta þá ekki beinlinis lögregluverndar, segir i þessum bæklingi. Það er meiri linkind en ýmsum öðrum hópum, sem ekki fara almannaleiðir, er sýnd i Vest- ur-Þýzkalandi. í Bæjaralandi er æðsti dómari landsins meiraað segja formaður sam- taka hálffasista. Allir, sem þessi samtök fylla, einbeita sér að þvi að fegra nazismann og draga fjöður yfir illvirki nazista. Að þeirra vitni er það haugalygi, að sex milljónir Gyðinga hafi verið deyddar á valdadögum Hitlers. Þeir tala mjög um sameiningu alls Þýzkalands, og þá hafa þeir ekki aðeins auga á Austur-Þýzkalandi, heldureinnig stórum héruðum i Póllandi og Tékkóslóvakiu og ef til vill viðar. Þeir úthúða stjórnarskránni vestur-þýzku og berjast grimulaust fyrir einræðisstjórn. Kynþáttafræðin eru einnig i hávegum höfð. Útlendingar skulu burt af þýzkri grund. Fullyrt er, að Hitler hafi af- numið atvinnuleysi, og sú staðhæfing hittir viða i mark i landi, þar sem spáð er tveim- ur milljónum atvinnuleys- ingja innan fimm ára. Mikið kapp er lagt á að vinna fylgi meðal þess hluta þýzkra æskumanna, sem litillar menntunar hefur notið. ‘ Einn helzti forsprakki ný- nazista, Gerhard Frey, gefur út vikublað i Múnchen, National-Zeitung. Upplagið er eitt hundrað og þrjátiu þúsund eintök, og er það stærsta þýzka vikublaðið, sem fjallar um stjórnmál. Frey hefur safnað um sig sexfélögum ný- nazista innan svokallaðs frels- isráðs, sem annars veitir Franz Jósef Strauss allan þann stuðning, sem það má. Meðal þeirra, sem taka þátt i „frelsisráðinu” er svonefnd „vikingaæska”, sem skipu- lögð er að fyrirmynd frá dög- um Hitlers, gengur i ein- kennisbúningum og leggur á sigerfiða þjálfun. Hún stofnar iðulega til slagsmála á mann- fundum og hefur staðið að skemmdarverkum. Annar atkvæðamaður í ný- nazistahreyfingunum er Man- fred Röder, áður flokksbróðir Franz JósefsStrauss, og heitir hann hverjum manni tíu þús- und marka verölaunum, ef hann geti fært sönnur á að ein einasta manneskja hafi dáið i gasklefum á valdatima Hitl- ers. Hannæfir lika slagsmála- sveitir, sem hafa hnúajárn og járnstengur að vopni. Náinn félagi hans er Erwin Schön- born, er stýrir „baráttusam- tökum þýzkra hermanna”. Hann hefur siðan aftur gott samband við Karl-Heinz Hoff- mann, sem hefur fengið óátal- ið að koma sér upp „varnar- liði”, sem búið er raunveru- legum vopnum. Þessir hópar allir fara iðu- lega i skrúðgöngur, nota Hitlerskveðju og syngja naz- istasöngva. Hoffmann og menn hans hafa stofnað til óeirða á götum úti og „hreins- að sali”, þar sem jafnaðar- menn eða vinstrisamtök hafa stofnað tíl funda. Algengt er, að hakakrossfánar séu breidd- ir yfir legsteina i kirkjugörð- um eða hengdir upp i kirkjum og sýnagógum. Vopnageymsl- ur hafa fundizt, ásamt skrám meðnöfnum fólks, sem átti að ræna. Iðulega er ráðizt að flokksskrifstofum og bæki- stöðvum verklýðsfélaga. I Hamborg og Neðra-Sax- landi er lika farið að bera á nýnazistum, og einnig þar hafa þeir veitzt að kirkjum og 'samkomuhúsum Gyðinga. Bæklingar um Gyðinga flæða yfir allt, og er jafnvel farið að selja þá með klámritum i sumum söluturnum. Ein samtökin, HIAG, hafa hvorki meira né minna en fjörutiu þúsundum manna á að skipa, og eru þar saman komnir þeir, sem voru i SS-sveitunum á valdatima nazista. Við réttarhöldin i Núrnberg voru SS-sveitirnar lýstar glæpasamtök. Eigi að siður fá þessi nýju samtök SS-manna að starfa, og það enda þótt þar sé skipulag nauðalikt, þvi, sem var i SS-sveitunum. Einn þeirra, sem þar er mikils ráðandi er þingmaðurinn Hans Wiss- bach, úr Kristilega demó- krataflokknum. 1 þýzka hern- um, Bundeswehr, er sigur- daga nazista enn minnzt með fögnuði, en hryggð þeirra daga, er þeir urðu fyrir skakkaföllum. Lúðrasveitir frá hernum hafa leikið á sam- komum nýnazista og hers- höfðingjar setið þar i heiðurs- sæti, og i bókasöfnum hersins eru bækur frá dögum nazista hafðar á áberandi staö. Hitlerskveðjur og nazista- söngvar eru ekki heldur óþekkt fyrirbæri innan hers- ins. Þegar tveir þingmenn jafn- aðarmanna spurðust fyrir um þetta á sambandsþingi svar- aði ráöherra Andreas von Bulow sem er úr hægra armi jafnaðarmanna og aðdáandi nifteindasprengjunnar, að þeir, sem héldu þessu á lofti, vildu aðeins sverta Vest- ur-Þýzkaland, ef þeir gengju þá ekki beinlinis erinda kommúnista. Þau samtök jafnaðarmanna og verklýðshreyfingarinnar, er stóðu að útgáfu bæklings þess, sem hér er vitnað til, virðast þó á öðru máli. Þau hafa að auki beitt sér fyrir þvi, að sem viðast séu myndaðar and-fasiskar nefndir, sem fylgist með gerðum nýnazista og afstöðu stjórnarvalda til þeirra, oglátieinskis ófreistað að vara almenning við hætt- unni. Karl-Heinz Hoffmann, 41 árs gamall, safnar að sér hópi eink ennisbú inna manna, hann lætur stunda heræfingar. Þessimynder frá siðustu jólasamkomu þeirra félaga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.