Tíminn - 22.04.1978, Side 8
8
Laugardagur 22 aprQ 1978
Teikning af fyrirhuguöu verslunarhúsi Kaupfélags Skagfiröinga.
NY VERKEFNI
eru ætíð fyrir hendi
Þaö hefur verið minnt á að
verzlunarþjónustan er einn
frumþáttur reksturs kaupfélag-
anna en vegna þess að „margs
þarf búið við” hafa félögin
fengið það hlutverk hvert á sin-
um stað i æ rikara mæli að vera
i fararbroddi eða stuðla að
framkvæmdum og uppbyggingu
sem nauðsynleg erhinu daglega
lifi i nútima þjóöfélagi. Það er
augljóst að til þess að þetta sé
unnt þarf stöðugt að koma upp
nýrri aðstöðu, byggja og endur-
býggja i takt við tækniframfarir
og þróun til þess auðið sé að
sinna verkefnum á viðeigandi
hátt. Kaupfélögin gera það i rik-
um mæli og verður hér minnt á
nokkur atriði þvi til staðfesting-
ar.
Teiknistofa Sambands-
ins
Teiknistofa Sambandsins hef-
ir þýðingarmiklu hlutverki að
gegna i þessu efni. Til hennar
var stofnað árið 1947. Verkefnin
sem hún hefir haft með höndum
á þessu timabili eru yfir 1000 og
er þar um fjölbreytileg og ólik
mannvirki að ræða. Teiknistof-
an hefir safnað þekkingu og
reynslu sem nauðsynleg er við
lausn fjölþætta verkefna. Þar
hafa starfað hæfir og farsælir
menn sem eru til ráðuneytis
kaupfélögunum frá þvi fyrst er
til framkvæmda hugsaö þar til
byggingu er lokið.
Ef sögð yrði saga Teiknistofu
Sambandsins frá liönu 30 ára
b'mabili og rakin megin verk-
efni þau sem hún hefir unnið að
yrði um alllanga frásögn aö
ræða. Væri það að ýmsu leyti
fróðlegt verkefni sem varpa
myndi ljósi á framkvæmda- og
framfarasögu samvinnustarfs á
nýjan hátt. Kæmi þá i ljós að
nokkur sveiflugangur hefir
orðið á hinum ýmsu fimum i
verkefnum og framkvæmda-
hraða og þar endurspeglast á
vissan hátt ýmsir þættir efna-
hagslifsins. En hér verður ekki
frekar litið til baka heldur
minnt á nokkur verkefni liðandi
stundar.
Frá Borgarnesi
1 Borgarnesi er miðstöð
myndarlegrar samvinnubyggð-
ar. Þar hefir verkefnum verið
raðað og reynt að sniða stakk
eftir vexti. Fyrir skömmu var
að mestu lokið við byggingu
myndarlegs sláturhúss. Það var
stórframkvæmd ognú er i gangi
annað verkefni sizt minna. Þar
er átt viö byggingu nýrrar
mjólkurstöðvar, sem búin verð-
ur bestu fáanlegum tækjum. A
siðasta ári voru lagðar 105
milljónir til þeirrar fram-
kvæmdar og áformað er aö 120
milljónum verði bætt við á
þessu ári. Þess er vænzt að hluti
mjólkurstöðvarinnar nýju verði
tekinn i notkun fyrir lok ársins
ogframkvæmdum að fullu lokið
innan 3ja ára.
Þá er i undirbúningi bygging
nýs verzlunarhúss. Byggðin i
Borgarnesi hefir vaxið mikiö á
undanförnum árum og færzt
ofar á nesið. Með nýju Borgar-
fjarðarbrúnni skapast einnig
breytt viðhorf og verzlunar- og
þjónustumiðstöðvar er þörf i
námunda við brúna. Kaup-
félagið i Borgarnesi hefir á s.l.
ári verið að ljúka stækkun og
breytingu vélaverkstæðis sins
og það hefir einnig komið upp
vel búnu reykhúsi. Nú er verið
að huga að byggingu fyrir fisk-
verkun og fleiri verkefni eru i
takinu.
Þetta er lauslega dregin
mynd af þvi sem er að gerast á
slóðum eins kaupfélags. Litum
tíl annarra átta.
Frá Patreksfirði og
Þingeyri.
1 báðum þessum vestfirzku
byggðarlögum mótar framfara-
hugur og athafnasemi hið dag-
lega lif. Á Patreksfirði er staðið
i byggingu nýs hraðfrystihúss
og þeirri framkvæmd tengjast
önnur mál sem eiga að bæta að-
stöðu kaupfélagsins. Þar er
mönnum ljós þörf fyrir bættri
aðstöðu fyrir verzlunina en hins
vegar er ekki hyggilegt að fær-
ast of mikið i fang i einni lotu.
Á Þingeyri hvilir mestur
vandi athafnalifsins á herðum
samvinnusamtakanna. Þau
lögðu undirstöðu fyrir mörgum
árum sem vel hefir gefizt. Og
þau halda i horfinu og vel það.
Þar er unnið að stækkun og
endurbótum mannvirkja, eink-
um frystihússins i eðlilegusam-
ræmi við aukin umsvif og tækni-
legar framfarir og endur-
nýjunarþörf.
Frá Sauðárkróki.
Þar hefir kaupfélagið staðið
fyrir margvislegum fram-
kvæmdum á liðnum árum. Og
félagið lætur ekki staðar numið.
Það er nú um það bil að hefja
byggingu stórhýsis sem
væntanlega mun setjasvip á ört
vaxandi bæ. 1 þessari byggingu
mun verða alhliða verzlunar-og
þjónustumiðstöð. Það mun
vafalaust taka nokkur ár að
fullgera þessa byggingu. Það er
þó ekki aðalatriðið enda þótt
langur framkvæmdatími sé
mjög óæskilegur við núverandi
vaxtakjör, verðbólgu og ýmsar
aðrar þjóðfélagsaðstæður.
Aðalatriðið er, að kyrstaða og
stöðnun riki ekki á fram-
kvæmdavettvangi samvinnu-
starfsins.
Auk þessa stórátaks er á dag-
skrá hjá skagfirzkum sam-
vinnumönnum að reisa
myndarlegt húsfyrir verzlun og
margvislega aðra starfsemi að
Ketilási i Fljótum. Undir þvi
þaki mun meðal annars verða
póst- og simaþjónusta, greiða-
sala og almenn verzlun. Þarna
verður um nokkra nýbreytni að
ræða og verður fróðlegt að sjá
hvernig hún gefst.
Til viðbótar er svo þess að
geta að verið er að stækka og
endurnýja vélakost fiskiðjuvers
samvinnumanna.
Þetta er ófullkomin skyndi-
mynd frá skagfirzkum vett-
vangi.
Frá Eyfirðingum.
Saga samvinnumanna úr
Eyjafirði er ljóst dæmi um
stööuga sókn og uppbyggingu.
Þar hefir merki verið haldið
hátt á loft og enn er stefnan
mörkuð að stórhug og myndar-
skap. Of langt mál yrði upp að
telja öll þau verkefni sem að er
unnið á þessum vigstöðvum.
Mjólkurstöðin nýja, sem þar er
að risa myndi þó mörgum finn-
ast ærið átak eitt útaf fyrir sig.
En sú framkvæmd er aðeins
einn hlekkur i eyfirzkri fram-
kvæmdakeðju að visu sá stærsti
en margir aðrir væru umtals-
verðir. Og framtakið miðar ekki
við Akureyri eina. Inn i þeirra
mynd og framkvæmdasvið falla
DalvikjHrisey, Siglufjörður og
Grimsey.
Frá Austfjörðum.
Þannig er hægt áfram að rifja
upp hvernig stöðugt er verið að
byggja upp viðsvegar undir
merki samvinnumanna.
Sé litið til Fáskrúðsfjarðar,
Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvikur
og Djúpavogs mæta augum
mannvirkijSum fullgerðjönnur i
byggingu sem öll minna á hina
stöðugu framkvæmda- og ný-
skipunarþörf. Fléiri austfirzka
staði má nefna i sömu andrá
þótt ekki verði það hér gert.
Ekki verða heldur tiundaðir
þeir erfiðleikar sem á veginum
verða hjá þeim sem til forystu-
hlutverka eru valdir. Sfikt yrði
löngogoftleiðsaga. Mestu máli
skiptir að stefnt hefir verið i
rétta átt og umtalsverður
árangur náðst.
Framkvæmdaféð
Sitt er hvað að sjá þörf nýrra
framkvæmda eða að ráða við að
koma þeim i hörn Fram-
kvæmdaféð markar hraðann og
ræður jafnan ferðinni hjá sam-
vinnumönnum. Kaupfélögin
geta ekki vikizt undan þeirri
skyldu sinni að láta hlut
verzlunar og vöruþjónustu vera
i fremstu röð. Sýnt hefir verið
fram á að dýrtiðin og gengis-
breytingarskeröa eigin fé kaup-
félaganna um mörg hundruð
milljónir króna árlega. A þaðað
minnsta kosti við um siðastliðið
ár og ljóst er að svo mun einnig
verða á þessu ári. Fram-
kvæmdafé og fjárfestingar-
möguleikar félaganna rýrna þvi
verulega eins og nú horfir. Það
kann þvi svo að fara að nokkuð
þurfi að hægja ferðina en það er
sjónarmið samvinnumanna að
forðast beri kyrrstöðu.
Leita þarf þvi tiltækra ráða
svo hægt verði að halda i horfinu
og velþað.Þess ber að vænta að
mjólkurstöðvar, frystihús og
ýmsar iðnaðarstöðvar fái stofn-
fjárlán hjá þeim sjóðum og
stofnunum, sem fengið hafa það
hlutverk að stuðla að og efla
hagfellda og nauðsynlega upp-
byggingu á þeim sviðum.
Stofnlánadeild samvinnu-
félaga er ung stofnun innan
Samvinnubankans. Hún veitir
kaupfélögunum stuðning við
byggingu verzlunarhúsa og
vörugeymslna. Lánveitingar
stofnlánadeildarinnar voru um
400milljóniri árslok 1977. Þessa
stofnun þarf að efla svo að hún
geti i auknum mæli stutt fram-
kvæmdir innan þess ramma
sem henni er markaður.
Við þurfum ekki að kviða þvi
að verkefni þrjóti. Nýjir þættir
bætast stöðugt við samvinnu-
starfið og aukin tækni kallar á
endurskipulagningu.
Þótt i hönd kunni að fara
erfiðir tímartil að ljúka þvi sem
að er verið að vinna og nokkur
óvissa riki um aðstæður til að
ráðast i' ný verkefni gera sam-
vinnumenn sér ljóst að i samtök
þeirra þurfa af fremstá megni
að forðast að láta timabundnar
breyttar f jármálaaðstæður
leiða til kyrrstöðu.
Samvinnumaður
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og
nokkrar ógangfærar bifreiðar, er verða
sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 25.
april, kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrif-
stofu vorri kl. 5.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Iðja, félag verksmiðjufólks,
Iðja félag verksmiðjufólks heldur árið-
andi félagsfund i Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu mánudaginn 24. april kl. 5,
siðdegis.
Dagskrá:
1. Kjaramálin
2. Heimild til verkfallsboðunar.
TRÚNAÐARMENN Á VINNUSTÖÐUM
EINDREGIÐ HVATTIR TIL AÐ MÆTA Á
FUNDINN
Félagar fjölmennið og mætið stundvis-
lega.
Sýnið félagsskirteini við innganginn.
Stjórn Iðju.
Lyfjatæknaskóli
íslands
auglýsir inntöku nema til þriggja ára
náms við skólann.
Lágmarksinntökuskilyrði eru gagnfræða-
próf eða hliðstæð próf.
Umsóknir um skólavist skal senda skóla-
stjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Suður-
landsbraut 6,105 Reykjavik, fyrir 27. júni,
1978.
Umsókninni skal fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskirteini.
2. Almennt læknisvottorð.
3. Vottorð samkv. 37. grein lyfsölulaga
(berklaskoðun).
4. Sakavottorð.
5. Meðmæli (vinnuveitenda og/eða skóla-
stjóra).
21. april 1978
Skólastjóri