Tíminn - 22.04.1978, Side 10
10
Laugardagur 22aprÐ 1978
l’ersónur i Laugardagur, sunnudagur, mánudagur seztir að helgarmáitiðinni
Matarlyktin fyllir
salinn
á frumsýningu Þjóðleikhússins í kvöld
SJ — i kvöld veður frumsýnt
leikrit i l>jóðleikhúsinu, sem
kemur áhorfendum til aðsleikja
úl um. A sviðinu er nefnilega
matreitt 4 kiló af gómsætu i-
tölsku ragú og matarilmurinn
fyllir salinn. Leikrit þetta er eft-
ir aldinn italskan leikhúsmann,
Kduardo de Filippo. l>að var
sýnt fyrir fullu húsi i Konung-
lega leikhúsinu i Kaupmanna-
höfn i fyrra og var aftur sett á
verkefnaskrá i vetur þegar önn-
ur leikrit brugöust. Annað leik-
rit de Kilippos Filúmena hefur
gengió i nokkur ár við mikla að-
sókn i London. Ofan á þetta bæt-
isl að leikritiö er svo nýtizku-
legt, að i því er ekkert klám,
hcldur er það afbragðsskemint-
un fyrir alla fjölskylduna. Klám
er nefnilega komið úr tizkul
bessar upplýsingar gaf Gunn-
ar Eyjólfsson, sem leikstýrir
sýningu Þjóðleikhússins á
Laugardagur, sunnudagur,
mánudagur, en svo heitir leik-
ritið. Þýðingin er eftir Sonju
Diego. Leikmynd gerir Sigurjón
Jóhannsson.
Leikritið gerist á okkar dög-
um á heimili italskrar fjöl-
skyldu i Napóli og hefst á laug-
ardegi, þegar húsmóðirin er að
undirbúa helgarmáltiðina,
ragú-iðsitt viðkunna. Við fylgj-
umst siðanmeðþvi sem gerist á
heimilinu þessa helgi og koma
þarfjöldi pesóna við sögu: hjón-
in og börn þeirra þrjú, tengda-
börn og væntanleg tengdabörn,
afinn, frændurog frænkur, þjón-
ustufólk og nágrannar. Er óhætt
að segja að leikritið sé gaman-
söm, litrik og lifleg mannlifslýs-
ing, þar sem hver atburðurinn
rekur annan bæði hversdagsleg-
ir og óvenjulegir.
Alls kom 17 leikarar fram i
sýningunni. Með stærstu hlut-
verkfara Herdis Þorvaldsdóttir
og Róbert Arnfinnsson, sem
leika hjónin, Rósu og Peppino,
Valur Gislason.sem leikur af-
ann, Antonio: Milly frændku
leikur Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir og Þórhallur Sigurösson
Attilio, son hennar. Gisli Al-
freðssonleikur Raffaele, bróður
húsbóndans og Steinunn Jó-
ha nnesdóttir Virginiu vinnu-
konu. brjú börn þeirra
Priore-hjóna eru leikin af Sig-
mundi Erni Arngriinssyni, Sig-
urði Skúlasyni Og Lilju Þór-
isdóttur. Ilelgi Skúlason og
Bryndfs Pétursdóttir leika ná-
grannahjón og aðrir leikendur
eru llelga Jónsdóttir. Gunnar
Magnússon, Flosi 1 Ólafsson,
Eyvindur Erlendsson, Jón
Gunnarsson.
Eduardo de Filippo er ekki
bara einn kunnasti leikritahöf-
undur Itala, heldur einnig
meðal þeirra fremstu leikara og
leikstjóra. Hann fæddist i.
Napoli'árið 1900og hefur starfað
þar lengst af. Upp Ur 1930 stofn-
aði hann eigin dansflokk ásamt
systkinum sinum Titaniu og
Peppino og hóf hann þá strax að
semja verk handa flokknum.
Arið 1948 keypti hann leikhús-
byggingu i Napoli og hefur verið
þar leikhússtjóri, leikstjóri,
leikari og höfundur siðan. Heitir
leikhús hans San
Ferdinando-leikhúsið. Eduardo
hefur samið milli 20 og 30 leikrit
auk fjölmargra gamanþátta og
sjónvarpsleikrita. Hann hefur
samið á þriðja tug kvikmynda-
handritaog leikið i fjölmörgum
kvikmyndum. Hann leikstýrir
öllum verkum sínum sjálfur og
hefur leikið i þeim flestum.
Laugardagur, sunnudagur,
inánudagur var samið sumarið
1959 og frumsýnt i Teatro
Quirino i Róm sama haust undir
stjórn höfundar. Hann lék
sjálfur hlutverk Peppinos og hin
kunna leikkona Pupella Maggio
lék Rósu. Sýningin varð mjög
vinsæl, var sýnd viða um Italiu
i leikför leikflokksins og loks i
italska sjónvarpinu. Arið 1962
var leikritið tekið til sýningar i
Jermolovaleikhúsinu i Moskvu
og var sýnt þar enn, er siðast
var vitað. 1973 var leikritið
frumsýnt i brezka þjóðleikhús-
inu á Old Vic undir stjórn Ital-
ans Franco Zeffirelli. Laurence
Olivier vakti mikla hrifningu i
hlutverki afans en Priore-hjónin
voruleikinaf Joan Plowrightog
Frank Finley. Enska gerð leiks-
ins sömdu leikritahöfundarnir
Keith Waterhouse og Willis Hall
og hefur verið höfð hliðsjón af
þeirri gerð verksins við svið-
setninguna hér. A siðustu árum
hefur verkið ma. verið sýnt á
hinum Norðurlöndunum við
miklar vinsældir.
Aður hefur aðeins eitt leikrita
Eduardo de Filippo verið sýnt
hérlendis. Það var Nótt yfir
Napoli, sem Leikfélag Reykja-
vikur sýndi 1958 undir stjórn
Jóns Sigurbjörnssonar.
Kóbert Arnfinnsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Herdls Þorvaldsdóttir I hlutverkum
sinum.
Valur Glslason ásamt ungum kollega i leikriti Eduardos de Filippo.
— Timamyndir Róbert.