Tíminn - 22.04.1978, Page 11

Tíminn - 22.04.1978, Page 11
Laugardagur 22-apríl 1978 11 Kynning á ungnm framsóknarmönnum Hörmungar „Viðreisnar” vill enginn Austfirðingur — en hvað gerist ef Halldór Ásgrimsson fellur í komandi þingkosningum? spyr Einar Baldursson á Reyðarfirði Eiuar Baldursson kennari á Reyðarfirði er formaður kjör- dæmissambands framsóknar- manna á Austurlandi. Hann hefur tekið mikinn þátt i félags- málum, og auk þess að vera for- maður kjördæmissambandsins er hann formaður Framsóknar- félags Reyðarfjarðar og situr i stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna. Hann fluttist til Reyðarfjarðar fyrir þremur ár- um, en áður hafði hann kennt á Fáskrúðsfirði i tvo vetur. Einar er kvæntur Onnu Ingvarsdóttur úr Hafnarfirði og eiga þau þrjú börn. Nýlega ræddi blaðamaður SUF siðunnar við Einar og spurði hann fyrst hver væru brýnustu úrlausnarefnin á Reyðarfirði. — Atvinnumálin eru mál mál- anna hér á Reyðarfirði. Hér þarf sitthvað að gera til þess að efla atvinnulifið. Að minu mati eru hér of margir aðilar að vas- ast i sömu verkefnunum og þvi enginn sterkur aðili til þess að gera verulegt átak á sviði at- vinnuuppbyggingar. A stöðunum hér i kringum okkur er þessu öfugt farið. Þar er bæði útgerð og fiskvinnsla á sömu hendinni — að meginhluta til, og þvi hefur þeim verið ger- legt að ráðast i stórar fram- kvæmdir. Þessir staðir standa nú framar okkur i atvinnuupp- byggingunni, og verðum við þvi aðgera stórtátak. Reyðarfjröð- ur á frá náttúrunnar hendi sizt minni möguleika á að verða öfl- ugur bær. Hér eru úrvals skil- yrði til hafnargerðar og mikið landrými fyrir byggingar. Þá liggur staðurinn mjög vel við samgöngum á sjó og landi. Nú er meginuppistaða i at- vinnulifinu einshvers konar þjónusta. Hér er miklu vöru- magni skipað á land og hér er aðsetur ýmiss konar opinberrar þjónustu. Hér er t.d. aðsetur vegagerðrinnar á Austurlandi. Ef hér væri jafn öflug útgerð og á mörgum stöðum hér i ná- grenninu, eins og t.d. Fáskrúðs- firði og Neskaupstað, þá væri hér fjölþætt og traust atvinna. Ég er sannfærður um að ein- hæft atvinnulif stendur vexti staða fyrir þrifum. T.a. likar ekki öllum að vinna i fiski. En það er nauðsynlegt fyrir þétt- býlisstaði að hafa öfluga Utgerð, þvi að þar getur fólk fengið miklar tekjur með þvi að leggja hart að sér við vinnu. Slikt getur verið hagstætt fyrir ungt fólk, sem er að koma undir sig fótun- um. Telur þú unnt að efla iðnað hér á Reyðarfirði? — Já, hér eru mjög góð skil- yrði til þess. T.d. væri mjög æskilegt að koma hér á fót fyrir- tæki, sem smiðaði einingarhús. Nú er verið að kanna möguleika á að stofna slikt fyrirtæki og vona ég að sú könnun verði hag- stæð. En hver telur þú brýnust úr- lausnarefnin i þjóðmálunum? — Efnahagsmálin eru mál málanna og leggja verður áherzlu á að finna leiðir til að slá á þá miklu verðbólgu, sem hér geisar. Þessar aðgerðir verða að vera róttækar, en þó er nauðsynlegt að gæta þess að þær komi ekki of harkalega við þá sem minnst mega sin i þjóð- félaginu. I annan stað er þörf á að efla allt atvinnulff i landinu sérstak- lega er nauðsyn á að gera at- vinnulif úti á landi fjölþættara en það er nú. Þá þarf að vinna að því að bæta samgöngurnar enn frekar en orðið er. Hvað með by ggðastefnuna, sem rekin hefur verið að for- göngu Framsóknarflokksins? — Framhald þarf að verða á þeirri þróttmiklu byggðastefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undan- förnum árum. Ég tel að sú mikla byggðaröskun sem hér varð á árabili sé undirrótin að þeim mikla efnahagsvanda, sem við höfum átt við að glima. Við þess.amiklu byggðarröskun og miklu fólksflutninga til Reykjavikursvæðisins minnk- aði framleiðslan i landinu og fleiriog fleiri fóru að hafa fram- færi sitt af einhvers konar þjón- ustu. Undirstaða efnahagslegr- ar afkomu þjóðarbúsins er hins vegar þróttmikil framleiðsla, en meginhluti hennar hefur farið fram viðs vegar út um dreifðar byggðir landsins. Er mikið starf að vera for- maður kjördæmasambandsins? — Okkar starf er aðallega fólgið i kosningaundirbúningi á hverjum tima. Þvi er starfið i algerulágmarki árin milli kosn- inga. Nú er kosningaundirbúning- urinn I fullum gangi og vinnum við framsóknarmenn skipulega að þvi að halda hlut okkar i komandi kosningum. Framsóknarþingmennirnir hafa allir unnið vel þetta kjör- timabil og þörfnust við þess að þeir verði allir á þingi næsta kjörtímabil. Hér hefur orðið mikil uppbygging siðustu árin oger fólksfjölgun hér á Austur- landi meiri en að meðaltali á landinu öllu. Þetta er mikil breyting frá því sem var á tim- um viðreisnarstjórnarinnar, en þá var örbirgð og atvinnuleysi á flestum stöðum hér austan- lands. — Verður kosningabaráttan hörð á Austurlandi að þessu sinni? Já, hér verður mjög hörð kosningabarátta. Alþýðubanda- lagsmenn vinna nú leynt og ljóst að þvi að koma öðrum manni á lista sinum inn sem kjördæma- kosnum þingmanni, og fella þar með Halldór Asgrimsson. Ef þetta ætlunarverk þeirra tekst hefur það mjög afdrifarlkar af- leiðingar. I fyrsta lagi missir kjördæmið sinn yngsta þingmann, sem þegar hefur sannað með vinnu Einar Baldursson. sinni þetta kjörtimabl, að hann er verðugur fulltrúi Austfirð- inga á Alþingi. I öðru lagi fækkar þingmönn- um kjördæmisins um einn, þvi að öruggt má telja að annar maður á lista Alþýðubandalags- ins Helgi F. Seljan yrði uppbót- arþingmaður, ef hann verður ekki kjördæmakosinn. 1 þriðja lagi gætu Austfirðing- ar kosið yfir signýja „viðreisn- arstjórn” með þvi að fella Hall- dór Asgrimsson. Þetta byggist á þvi, að ef kjördæmakosnum þingmönnum Alþýðubandalags- ins fjölgar um einn, er liklegt að Alþýðuflokkur, eða Sjálfstæðis- flokkur fái viðbótarsæti fyrir uppbótarmann. Með þessu móti gæti skapazt nýr meirhluti fyrir Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk til þess aðmynda nýja viðreisn- arstjórn, og vona ég að sllka hörmung vilji Austfirðingar ekki kjósa yfir sig á ný. M.ó. Eflum Reyðarfjörð sem þjónustu- og iðnaðarbæ — rætt við Jón Guðmundsson, kjötiðnaðarmann á Reyðarfirði Jón Guðmundsson. —Við eigum að leggja áherzlu á að byggja Reyðarfjörð upp, sem þjónustu- og iðnaðarbæ, sagði Jón Guðmundsson á Reyðarfirði i samtali við SUF siðuna nýlega. Staðurinn liggur vel við samgöngum á landi og sjó og hefur þvi öll skilyrði til þess að eflast og dafna. Hér er öllum vörum til uppsveita Austurlands skipað á land og með þvi að bæta hér hafnarskil- yrði enn frekar en nú er mætti auka þennan þátt atvinnulifsins verulega. Auk þessa er þorpið £vo vel sett, að hér er mikið landrými og auðvelt um byggingarsvæði. Þvi þurfum við ekki að óttast landþrengsli á komandi árum og er það vel. Vilt þú fremur að Reyðfirð- ingar leggi áherzlu á að byggja upp iðnað en fiskvinnsiu? — Já ég tel það vera okkur hagstæðara. Staðreynd er að aðrir staðir á Austurlandi hafa aðallega byggzt upp á útgerð og fiskvinnslu. Þeir hafa á undan- förnum árum fengið mikla fyrirgreiðslu til að endurskipu- leggja og byggja upp sin at- vinnutæki. A sama tima höfum við meira staðið i stað. Nú tel ég að komin sé röðin að okkur Reyðfirðingum og við þurfum að fara að fá okkar skuttogara. Hér á líka að byggja upp öflugan iðnað, þar sem yrðu framleidd verðmæti fyrir þjóð- arbúið. Þessi iðnaður ásamt margháttaðri þjónustustarf- semi ætti að geta eflt þennan stað verulega. — Hvernig er heilbrigðisþjón- ustu háttað hér á Reyðarfirði? — Við erum í sama læknishér- aði og Eskifjörður. Þar situr læknir, sem kemur hingað tvis- ar i viku. Ekkert legurými er þó á þessum stöðum og verður þvi að senda alla sjúklinga til Norð- fjarðar. Hingað til hefur það oft verið erfitt, enda yfir erfiðan fjallgarð að fara. Tel ég þvi að eðlilegra hefði verið að við hefðum byggt sjúkrahús i sam- vinnu við Egilsstaðabúa. Annars hefur ástandið I heil- brigðismáium batnað hér eftir að hingað flutti héraðshjúkrun- arkona, en það gerðist á þessu ári. Siðar þegar okkur vex fiskur um hrygg eigum við að stefna að þvi að fá okkar eigin lækni, með búsetu hér á stað. — Hefur Kaupfe'lag Héraðs- búa uinfangsmikla starfsemi hér á Reyðarfirði? — Reyðarfjarðardeild Kaup- félags Héraðsbúa er stærsta deildin innan Kaupfélagsins. Hér rekur félagið umfangs- mikla starfsemi, þótt vissulega vildum við að starfsemi þess væri hér enn meiri. Kaupfélagið er meö verzlun hér á stað og frystihús. Þá er hér kjötvinnsla, fóðurblöndun- arstöð og afgreiðsla skipa. Einnig eru allir vörubilar fé- lagsins gerðir út héðan, og fjöl- margt fleira mætti telja, enda er kaupfélagið stærsti atvinnu- rekandi hér á staö. M.Ó. SujzISN llliillliiiiuiilí lli kiiiiiiiiiii]|||iiiiaiiiiiiillllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiillliiiiinij)|||iiii Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson ómar Kristjónsson Reyðarfjörður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.