Tíminn - 22.04.1978, Page 13

Tíminn - 22.04.1978, Page 13
12 Laugardagur 22aprfl 1978 Laugardagur22aprfl 1978 SHSlUIMiLi 13 Séö yfir deild Ingvars Helgasonar, Trabantar fremst á myndinni sfðan SUBARU. Fremst er TRABANT jeppi. CITROEN — deildin frá Globusi hf. Flotti billinn sem talað er um I greininni, er stationbíllinn undir innra Citroen merkinu. @ VOLKSWAGEN B/LASYN/NG Á BÍLDSHÖFÐA Það var mannþröng á bilasýn- ingunni Auto 78 þegar við komum á þriöjudaginn eftir hádegiö, og fánarnir blöktu fyrir volgri gol- unni. lllyir loftstraumar sunnan úr Evrópu sigldu Ijúflega inn yfir iandiö, og dauft mistur seig á Breiöholtiö og Smáibúöahverfiö. Þetta var táknrænt veöur, þvi inni i stóra húsinu voru hundraö bflar komnir eins og Ijufsár draumur yfir hafiö og mistur seig á sálina. VOLVO SAAB, FORD, CHEVOLET, MERCEDES BENS, VOLKSWAGEN og SIMCA og hvaöþeir nú allir heita. Þaö var hér allt og tilveran brosti. 1 fljótu bragöi yiröist venjuleg- um manni ekki vera nein sérstök þörf á opinberri bilasýningu. Ný model koma á götuna og maöur snýr sér viö. Hvað var nú þetta, og i kaffistofunni er stundum tal- að um athyglisverða bila, góða prisa, lfka hátt verö og ég hygg að karlpeningur landsins fylgist nokkuö vel með veröi og gæöum, og sumar konur gera þaö sjálf- sagt iika. En maöur sér þaö fljótt þegar inn á bilasýninguna Auto ’78 er komiö, aö máliö er ekki alveg svona einfalt. Bilaumboöin eru mörg, tegundirnar eru margar og hver tegund býöur upp á fjölda af- brigöa. Þarna getur maöur skoö- aö farkostina i góöu næöi, rætt við sölumenn og ókunnugt fólk, og yf- ir staðnum er sú einstæða upp- hafning i sálinni, sem ávallt fylgir vörusýningum af sj;ærri sortinni. — En hverjir kaupa bilana. Viö þekktum marga bilamenn þarna, þótt viö nefnum engin nöfn, og þeir bókstaflega átu finu modelin upp til agna, en smekkurinn er misjafn eins og verðiö, sem er frá einni milljón króna upp i aö minnsta kosti átta milljónir, ef ekki niu. Chervolet og GM. Stóru bilaumboöin hafa mikiö um sig á sýningunni i stóra húsinu við Bildshöfða. Ég skil ekki hvernig þeir hafa komið bilunum upp alla þessa stiga sagði konan, já og hvernig þeir ætla niöur meö þá aftur, sagöi vinkona hennar. — Jepparnir komast þetta auö- vitaö, en hinir,,,,,,, en ég heyröi ekki meira, þvi þær hurfu bak við skitugan bil frá Sambandinu og General Motors, en þeir höföu ekki timt aö þvo hann eftir aö hann vann einhverja kappakst- urskeppni og fjölda verölauna- bikara úr silfri, sem nægt heföu undir nægjanlegt vatn til þess að þvo hann rækilega. — Viö timdum ekki að þvo hann, og vildum sýna hann eins og hann var þegar hann kom úr rallinu, sagöi einhver sem þarna var i forsvari, og það er liklega rétt. Það hlýtur að vera mikið atriði fyrir bilategund, að standa sig bezt á hinum vondu vegum Is- lands, þar sem menn hafa ekki vegina aöeins undir hjólunum, heldur yfir sér lika og allt um- hverfis i sullandi aurnum og jafn- vel upp i sér lika, þegar þannig viðrar og viö bryöjum vegina milli tannanna i rykinu, en nóg um það. Véladeild Sambandsins selur bila frá General Motors, en þeir eru þó ekki allir þarna, —en flest- FYRRI GREIN ir. Þarna er einn eins og Albert á, sagði litill strákur og benti á stjórnarfarslegan Chervolet, og þarna var lika Öpel og Vauxhall. Það er eitthvað notalegt og vél- fræðilegt viö nafnið OPEL, en bil- ar frá honum Opel hafa verið hér á landi siðan fyrir striö og yfir þeim var vélfræðilegur þokki. Upphafsmaður Opelbilanna hét Adam. Adam Opel og nú er Adam aftur i paradis, þvi hann er kom- inn i slagtog viö General Motor, risann mikla i bilaheiminum. Þegar ég var barn, skiptist bilaheimurinn aöeins i tvennt, Chervolet og Ford, og ég sá, aö þótt linurnar væru ekki jafn skýr- ar nú og þá, þá voru þeir enn ris- ar. Vauxhall Chevette hét hann sá sem sigraði i Skeifurallinu, og við sáum að þetta var traustur bill, sem hentaði á vondum vegum. Chervolettarnir virtust vekja mesta athygli i deild Sambands- ins og General Motor, og einhver sagði aö þeir væru nú á sérlega hagstæðu verði — það gerir dollarinn sögðu þeir og Chervolet Nova kostar innan viö fjórar milljónir, en Blazer er dýrastur á 6,2 milljónir. Volkswagen frá Braziiiu Það virtist vera mikið um aö vera hjá Heklu, en þeir selja Volkswagen bila. Anton Axelsson, flugstjóri horföi dulráðum augum á daufgrænan Passat meö gátt aö aftan, sem er vinsælt núna, þvi þá geta menn flutt allan fjandann i bflum. Audi var lika kominn meö gátt, Audi AVANT hét hann. Menn leggja aðeins sætin fram og þá er billinn oröinn aö vörubil. Mesta athygli vakti samt „Bjallan” VW 1200, en hann er nú framleiddur i aðeins einu landi, Brasiliu, þar sem Þjóöverjar hafa miklar verksmiðjur. Hitler fann upp fólksvagninn, eða lét búa hann til handa verka- mönnum og þjóðin fylltist eld- móöi. Hitler tapaöi sinu striöi, en það gerði Volkswagen ekki. Hann lagði undir sig heiminn. En nú er hann aðeins fram- leiddur i Braziliu, þvi nýjar gerö- ir hafa komið fram á sjónarsviö- iö, DERBY, GOLF, PASSAT og AUDI: Gamla bjallan kostar nú 2.3 millj., en Audi er dýrastur á 4.5 milljónir króna, þvi þaö er fleira sterkt en þýzkir bilar. Þýzka markið er lika sterkt — og dýrt. Samt seljast þýzkir bilar vel á Islandi, þvi framleiðslan hefur gott orð á sér og þykir vönduö. I Heklu deildinni heyrðum við á tal manna, sem fullyrtu að hvergi i heiminum væri dýrara aö kaupa bila en á íslandi, þar sem stjórn- völd litu á bila sem tekjustofn, fremur en samgöngutæki, og það er kannski þess vegna sem þeir héldu sýninguna i Bildshöföa, en „bfldur” er gamalt orö yfir blóð- tökutæki, og kannski er billinn það, fyrst og fremst i hagfræöinni á tslandi. Franskir bilar Franskir bilar vekja ávallt dá- litla athygli, þvi þeir eru sér á parti. Viö litum viö á horninu hjá CITROEN og Glóbusi hf. Þar var nú aldeilis makalaus bfll. CX 2400 FAMILIA, átta sæta með einni vinnukonu. Hann kost- aði 5.7. Hann minnti svolitið á hjarta- bfl, og maðurinn frá Globusi var harður á þvi aö þetta væri i raun og veru gjöf. Sjáöu, sagði hann. Þessi bill er eitt furðuverk. Vökvafjöðrun. Billinn hleöst ekki niöur, heldur hækkar sig sjálf- krafa við þyngsli og aksturseigin- leikarnir eru i sérklassa og svo sýndi hann okkur einnig minni bfla, GS gerðirnar, sem kosta um 3 milljónir króna. Frá CITROEN gengum viö yfir til RENAULT, sem er erkióvinur- inn i Frakklandi. Það er Kristinn Guönason h.f., sem flyturinn RENAULT bilana, og virtist okkur Renault 14 vekja mesta athygli hjá þeim. Samt er hann ekki mjög franskur i útliti, — og þó. Við nánari skoöun virðist þetta sérlega vel heppnaöur bili, og hann kostar rétt um tvær milljónir króna. „Bragginn” sem er sjálfsagöur sigurvegari i öllum sparaksturs- keppnum (FIB 76) kostar nú tvær Kristinn Guönason sýnir Renault og BMW milljónir,en smábillinn Renault 5 kostar nú 2.5 milljónir. Renault 20 TL, sem minnir á þýzka bila, kostar tæpar fjórar milljónir króna. Kristinn Guðnason viröist ekki flytja inn stóra Renault bila, en þeir eru lika með BMW forstjóra- bfla, sem Frans Jósep Strauss lætur framleiða suður i Bæjara- landi: — Alveg æöi! sögöu tvær ungar konur, sem framhjá gengu. Trabant og Subaru Bfll fyrir milljón. — Hvað er milljón, sagði pen- ingamaðurinn og þaö eru liklega liönir tveir áratugir siöan, og viö finnum aö þá var milljónin milljón. Ég veit ekki hvaö bilar kostuöu þá,en þaðhlýtur aðvekja dálitila undrun að enn skuli unnt að kaupa nýjan bil fyrir eina milljón, eöa reyndar minna en það, 940.000 kostar TRABANT STATION, fólksbill af sömu gerö kostar aðeins 900.000 krónur hjá Ingvari Helgasyni. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera! sagði maðurinn, og viö tökum undir það. Trabant verksmiöjurnar eru með þeim elztu i Þýzkalandi, en þær framleiddu AUDI bila fyrir strið. Verksmiðjurnar lentu aust- anmegin viö landamærin þegar Þýzkalandi var skipt i lok sein- ustu heimsstyrjaldar. Pólitiskt séö hefur bfllinn þróazt á annan hátt þar, en t.d. i Vestur-Þýzka- landi, þar sem samkeppnin er hrikaleg. Austur-Þjóöverjar kepptu aöeins við sjálfa sig, og þvi varö bfllinn einfaldur, ódýr og hann mátti ekki ryðga. Þrátt fyrir að ekki sé nú mikil stæll á Trabant á hann vissan hóp aðdáenda. Frægastur þeirra er liklega forstjóri landhelgisgæzl- unnar. Og hefur hann vafalaust fallið i upphafi fyrir hinum varö- skipagráa lit, sem er á Trabant bflunum. Nóg um þaö. Annar merkilegur bill frá Ingv- ari Helgasyni heitir SUBARU. Þessi bill er þó ekki alveg óþekkt- ur, ýmsir skólastjórar hafa komið fram i auglýsingum þar sem þeir segjast hafa komizt þetta og hitt á bflnum, sem hefur útlit fólksbila en innvols úr jeppa. SUBARU er fjórhjóladrifinn eins og jeppi. Samt kostar hann ekki nema 3.2 milljónir króna. Vont vegakerfi, snjóþyngsli og fleira, gerir fjórhjóladrifna bila og jeppa að nauðsyn, fremur en munaði, og sagt er að menn hafi vel kunnað að meta SUBARU- Chrysler Rétt við útganginn, eða anddyr- ið standa nokkrir gamlir bilar, þar á meðal brunaliösbill, og hin hörmulegu mistök veröa okkur ljós i einu vetfangi. I gamla daga kunnu menn nefnilega að teikna bfla, og hvergi hefur afturförin i teikningu og hönnun orðiö jafn auðsæ og i bilnum. Gömlu bilarnir voru traust- vekjandi og þaö var ekki verið að spara stáliö eða látúnið og leöur- lyktin blandaðist ilmi frá heitum smurningi og bensini. Þetta var samruni fegurðar og vélfræði. En svo kom straumlinan, bilar sem litu út eins og harðsoðið egg á hjólum: og það vill svo til aö maöurinn sem i raun og veru ber alla ábyrgöina, sýnir á sama stað, en það er Walter Percy Chrysler (1875-1940) Chrysler er einn af þessum dæmigerðu Amerikönum alda- mótanna sem snéru sér frá blaða- sölu yfir I þungaiðnaðinn. Hann minnir á Ford og Edison. Chrysler byrjaði sem vélamað- ur á járnbrautum og hann vann sig upp. Strax árið 1912 var hann orðinn forstjóri járnbrautar- félagsins. Svo varð hann forstjóri Buick og hátt settur hjá GM, en árið 1925 byrjaði hann að fram- leiða bila sjálfur og sló strax i gegn. Hann varð fyrstur til þess að framleiða straumlinulagaöan bfl i fjöldaframleiðslu, það var árið 1934. Hann hét Chrysler Air- flow: — hinir komu á eftir. Þetta sagði Jón Hákon Magnús- son (fréttamaður), framkvæmdastjóri Vökuls okkur, og lika margt annað. Það var dálitil þröng um einn SIMCA-bilinn, Crysler Horizon, en hann er framleiddur bæði i Bandarikjunum og i Frakklandi. Hann er mjög franskur þessi bill, en innvolsið er ekta ameriskt, — framdrif, og það merkilega er hann kostar aðeins 2.6-3.1 milljónir króna. Meðal þeirra sem voru aö skoða var Guðmundur Pétursson, yfir- vélstjóri og fyrrum forseti Far- mannasambandsins. Kannski var hann að leita að nýjum forseta- bfl? Jón Hákon lagði mikla áherzlu á PLYMOUTH VOLARE, dæmi- gerðan ameriskan bil, sem kostar rúmar fjórar milljónir, og af þvi að Jón Hákon var nú einu sinni fréttamaður, þá áræddum við aö spyrja: Hvers vegna eru bilar svona dýrir á íslandi? Hann svar- aði, að það stafaði af grimmri fjártöku stjórnvalda af innflutn- ingi bifreiða. Af bfl sem kostar, kominn á götuna 2.5 milljónir króna, tekur rikið eina og hálfa milljón króna i sinn hlut, eða 60% af andvirðinu. Þeir taka þvi meira en bilverö fyrir hvern bil, sem leyft er að flytja til landsins. Hvað fá innflytjendur? Þeir fá 6% á sama tima og rikið fær 60% — fyrir ekkert. JG Vökull hf. sýnir nýjan fransk-amerískan bil, sem hér sést fremst á myndinni. Það eru Chrysler og Simca sem framleiða hann. Auk þess eru Plymouth Volare, sem eru mjög vinsælir hér á landi. Rall-blllinn með bikarasafnið á toppnum. Fjær sjást Chevrolettar og fleiri luxusbilar frá Véladeild Sambandsins. Audi bilarnir fást nii gáttaðir, þ.e. að segja með lyftanlegum afturhluta. Skottlok og afturráða eru eitt lokog leggja má sætin fram. Þá geta menn flutt varning I bilunum. Derby lengst til hægri, en fjær sést I brasilisku bjölluna VW 1200. General Motors vekur feikna athygli á bflasýningunni, enda meö breiða llnu f bflum. Chervolet, Blazer, Ópel og Vauxhall. Hér sjást nokkrir bilar og áhugasamir áhorfendur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.