Tíminn - 23.04.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 23. apríl 1978
62. árgangur — 83. tölublað
Timinn heimsækir
Fáskrúðsfjörð
Bls. 14-15
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387'& 86392
Miðja landsins rétt sunnan við jökulræturnar, en þyngdarpunktur
fólksf jölda við Hvalfjörð
GV- Nú þurfa menn ekki lengur
að velta vöngum yfir hvar miðj-
an á íslandi muni vera, þar sem
Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður hefur nýlega sett fram
athygisverðar upplýsingar um
staðsetningu miðpunkts
islands. Eins og sést á með-
fylgjandi korti, er hann 118 km
frá sjó, rétt sunnan við Hofs-
jökul. Þaðan er þvf jafnlangt i
sjó i allar áttir.
Athuganir sinar byggir Sigur-
jón á mælingum vegalengda frá
sjó. Eins og sést á kortinu hefur
hann mælt hvaðan mun vera 50
og 100 km frá sjó.út frá þessum
mælingum fann hann miöpunkt
Islands.
Staðsetningu þyngdarpunkts
landsins sem flöt hefur Sigurjón
einnig fært inn á kortið.
Þyngdarpunkturinn er norðan
við Hofsjökul. Ef Vestfjarða-
kjálkinn værii ekilinn frá landinu
um Gilsfjörð og Bitru, færðist
þy ngdarpunktur landsins
norður á miðjan Sprengisand.
Sá staður er merktur með krossi
á kortinu. Þyngdarpunkt lands-
ins fann Sigurjón út frá jafn-
vægismælingum. Ef landinu
væri lyft héldi það jafnvægi Ut
frá þyngdarpunktinum.
— Til gamans setti ég
þyngdarpunkt fólksfjöldans á
Islandi 1860 og 1974 inn á kortið,
og byggði ég þær mælingar á
heimildum frá Seðlabanka
Islands. Þar sést, að þyngdar-
punktur fólksfjöldans á Islandi
1860 var við Krák á Sandi, en
siðan hefur punkturinn tekið
beina stefnu á Stór-Reykja-
vikursvæðið og er 1974 við Hval-
fjörð. Hér sannreynast því þau
orð Gisla heitins Guðmunds-
sonar þingmanns Þingeyinga
„að Reykjavlk sé að sporðreisa
landið”, sagði Sigurjón i viðtali
við Timann.
Inn á kortið er merktur mið-
punktur tslands, rétt sunnan
við Hofsjökul og þyngdar-
punktur landsins norðan við
Hofsjökul. Þyngdarpunktur
fólksfjöldans tekur stefnu á
Stór-Reyk javík. Sigurjón
Rist varsvo vinsamlegur að
lána Timanum kortið tfl birt-
ingar.
Athuganir Sigurjóns Rist vatnamælingamanns:
Þyngdarpunktur íslands
norðan undir Hofsjökli
Frá nyrzta bæ
í heimi til
Reykj avíkur
í bíaðinu i dag er viðtal við nýjan sendiherra
Norðmanna hér, Annemarie Lorentzen. Hún var nú
siðast neytendamála- og umsýslumálaráðherra og
áður samgönguráðherra. Annemarie Lorentzen er
frá Finnmörk og tók þátt i að reisa Hammerfest úr
rústum eftir striðið.
Hafréttarráðstefnan í Genf:
Norðmenn vilja sama rétt
handa N-Noregi og íslandi
— Allmargar óformlegar til-
lögm- eru komnar hér fram, þar
á meðal tillögur, sem snerta
hagsm.uni okkar, sagði Þór-
arinn Þórarinsson alþingis-
maður, sem situr hafréttarráð-
stefnuna i Genf um þessar
mundir. Ganga sumar þeirra
lengra en aðrar styttra heldur
en gert er ráð fyrir i fyrri texta,
sem nú er til endurlegrar um-
fjöllunar.
Það skiptirokkur mestu máli,
sagði Þórarinn, hver verða
endanleg réttindi landluktra
rikja innan lögsögu strandrikja.
Var siðast gert ráð fyrir þvi, að
þau réttindi skyldu ekki ná til
lögsögu rikja, sem ættu afkomu
sina að mestu leyti undir fisk-
veiðum. Með þvi ákvæði var
Islandi einu landa veittur
óskertur yfirráðaréttur innan
fiskveiðilögsögunnar.
NúhafaNorðmennborið fram
þá tillögu, að talað skuli á þess-
um stað um riki og hluta rikja,
sem sértaklega eru háðir fisk-
veiðum, og hafa þá i' huga, að
Norður-Noregur verði svipað
settur.
og Island. Strandriki á ráð-
stefnunni hafafyrir sittleytiað-
hyllzt þessa breytingartillögu
Norðmanna, en þau riki, sem
annnarra hagsmuna hafa að
gæta, eru þar á öndverðum
meiði.
Eins og áður segir skiptir
okkur Islendinga öliu máli, að
óbreytt haldist sú grein, sem
tryggir rétt okkar, eða breytist
á þann veg, að okkur sé skað-
laust.
Annars er það af ráöstefnunni
að segja, að vinnunefndir eru
teknar til starfa og fundir hafa
gengið greiðlegar en oft áður.
Ræður manna hafa verið stuttar
og hnígið mest með þvi að lýsa
breytingartillögum, er til um-
fjöllunar koma.
1 fyrstu nefnd, sem svo er
kölluð, er rætt um hafsbotninn
utan efnahagslögsögunnar. Ef
þar næst samkomulag, mun
annað fylgja á eftir, að likindum
nokkuð greiðlega. Verður þá i
lok ráðstefnunnar gengiö frá
endurskoöuðu orðalagi þess
samkomulags, er gert var á
siðustu ráðstefnu.