Tíminn - 23.04.1978, Page 13

Tíminn - 23.04.1978, Page 13
Sunnudagur 23. april 1978 13 Ríkis- útgáfa námsbóka 40 ára Nýlega kom út afmælisrit Rikisútgáfu námsbóka þar sem minnst er fjörutiu ára útgáfunn- ar sem var á siðastliðnu ári. Jafnframt er þess þar minnzt að Skólavörubúð Rikisútgáfunnar var þá 2 ára, 1 riti þessu er rak- in saga þessara fyrirtækja i stórum dráttum. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra á þar fyrstu greinina en auk hans eiga greinar i rit- inu: Kristján J. Gunnarsson, formaður námsbókanefndar, Pálmi Jósefsson fyrrv. skóla- stjóri, Helgi Eliasson, fyrrv. fræðslumálastjóri, Ingi Kristinsson, skólastjóri, Þór- leifur Bjarnason fyrrv. náms- stjóri, Rannveig Löve, sérkenn- ari og Ingvar Sigurgeirsson, kennari. Allar eru greinar þess- ar stuttar og skýrar um sögu Rikisútgáfunnar og varpað fram hugmyndum um framtið hennar. Ritið er smekklega úr garði gert og gefur glögga mynd um nytsemi stofnunarinnar. Við kennarar, sem munum bókaleysið i skólunum áður en Rikisútgáfa námsbóka var stofnuð, getum sennilega bezt dæmt um það hvilikt gagn það var fyrir skðlana þegar hún komst á fót. Vilmundur Jónsson, landlæknir átti mestan þátt i löggjöfinni en Jón Emil Guðjónsson hefur verið fram- kvæmdastjóri útgáfunnar frá þvi að sérstakur framkvæmda- stjóri var ráðinn við hana 1956. Störfum hans fyrir útgáfuna hefur fylgt mikil gifta. Fyrstu námsbækur útgáfunnar vorufremur fátæklegarað ytra útliti en það hefur stórlega breytzt á siðari árum.Minnist ég þess hve mikla gleði það vakti i skólunum þegar lestrar- bókin„Gagn og gaman” kom út litprentuð. Siðan hefur verið haldið áfram að vanda útlit bókanna og má i þvi efni minn- ast á útgáfu skólaljóðanna með teikningum Halldórs Pétursson- ar. Þaðerálitmittað engin þjóð i heiminum eigi eins fögur skólaljóð méð verkum góð- skálda sinna. Að visu hefði verið æskilegt að þau hefðu einnig kynnt ýmsar fleiri perlur úr kvæðum skálda nútimans, en sennilega hefur stærð bókarinn- ar sett þar takmörk. Upphaflega náði útgáfan að- eins yfir barnaskólastigið en nú sér hún börnum fyrir námsbók- um á öllu skylduúámsstiginu. 1 afmælisritinu er skrá yfir allar bækur útgáfunnar og myndir af höfundum bókanna eða öðrum þeim sem hafa haft aðalumsjón með útgáfu þeirra. Jón Emil Guöjónsson Skólavörubúðin hefur starfað i 20 ár. Er mér minnisstætt hve oft var gott að koma þar og fá ýmis hjálpartæki við kennsluna sem ekki fengust annars staðar. Það var sannarlega þarft spor þegar hún var stofnuð. Og nú þegar litið er um öxl þá munu flestir kennarar þessa lands telja það happa-atburð þegar Rikisútgafan var stofnuð. Auðvitað hefur hún ekki sloppið við gagnrýni fremur en aðrar stofnanir, en án hennar höfum við ekki viljað vera. Og ég hygg að hún eigi sama tilverurétt i framtiðinni. Það er mun heppi- legra að skólamenn sjái um útgáfu kennslubóka en að þær lúti gróðasjónarmiði. Þessar fáu linur eru ritaðar til að minna á þessi timamót i Rikisútgáfu námsbóka og það hlutverk sem stofnunin hefur gengt i fjörutiu ár. Eirikur Sigurðsson. Kviknaði í timburstæðum á Akureyri: Grunur um íkveikju ESE — í gær kom upp eldur I timburstæðum við byggingar- vöruverzlun Tómasar Björnsson- ar á Akureyri. Þó nokkuð tjón varð I brunanum, en grunur leik- ur á að um Ikveikju hafi verið að ræða. Það var kl. 11.27 að slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um að eldur væri laus i timburstæðum við i porti við byggingavöru- verzlun Tómasar Björnssonar viö Glerárgötu. Tveir slökkvibilar fóru á vettvang en þegar komið var á staðinn logaði eldur i um 40 búntum af timbri. Þá var maður á staðnum með handslökkvitæki en hann hafði orðið eldsins var úr næsta húsi og brugðið skjótt viö. Að sögn varðstjóra á slökkvi- liðinu á Akureyri þá gekk greið- lega að slökkva eldinn en timbriö er stórskemmt eftir brunann og sagði varðstjórinn aö greinilega væri um þó nokkuð tjón að ræöa. Ekki var vitað með vissu I gær um eldsupptök en eins og áöur segir þá leikur grunur á að um i- kveikju hafi verið að ræða. Er Timinn hafði samband við einn af forsvarsmönnum Bygg- ingavöruverzlunar Tómasar Björnssonar i gær þá lá ekki fyrir hve mikið tjón hefði orðið I eldin- um, en þó væri þaö ekki talið stór- vægilegt. Málið sem við tölum Ég sá, að Sverri Hermanns- syni var send pilla i Dagblaðinu vegna þáttarinsum móðurmál- ið. Þá datt mér i hug að skrifa þetta bréf. Ég byrja á þvi að þakka les- efni Idagblöðunum, éghef skilið allt, sem ég hef lesið þar. En fyrir nokkrum árum stóð i mér setning: „Mekið var ég bet.” Þá var ég nýflutt af Vestfjörð- um. Þar þekktist, að fólk væri smámælt, en þegar ég kom i barnaskóla háði það mér ekki enda erégekkertsmámælt. Hitt imynda égmér, að málfar erfist að nokkru leyti, og færi ég þar tildæmis, aðeindóttir min talar vestfirzku með löngu a-i. Ég hef lika heyrt, að málrómur eða raddarfar geti erfzt. „Það syng- ur hver með sinu nefi”, er sagt. En góðir islenzkukennarar! Látið börnin lesa upphátt, að minnsta kosti fram yfir tólf ára aldur. Þannig læra þau að lesa eftir efninu eins og var i gamla daga. Og fyrr eru þau ekki læs. Svoer auðveldaraaðstafsetja eftir orðabókum. Svava Valdimarsdóttir Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ný Hrafnista í Hafnarfirði hefur verið tekin í notkun og búa þar nú þegar 87 vistmenn. Þetta er aðeins fyrsti áfangi þessa glæsilega vistheimilis, sem fullbúið mun rúma 240 manns. Auk þess verður rúm fyrir 60 manns á dagvistunar- deild, sem er merk nýjung hér á landi. Margt gamalt fólk býr við ótrúlega erfiðar aðstæður og þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu og því öryggi að halda, sem dvalarheimili D.A.S. getur veitt því. Hver miði í happdrætti D.A.S. er framlag sem kemur gamla fólkinu til góða, — framlag sem er mikils metið. Verum með í happdrætti D.A.S. Hap

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.