Tíminn - 23.04.1978, Síða 14
14
Sunnudagur 23. april 1978
TÍMINN HEIMSÆKIR FÁSKRÚÐFJÖRÐ
Ævintýri líkast
hve uppbygg-
ingin er hröð
Þaö er hálfgert ævintýri hve
hér hefur veriö mikil uppbygging
siöustu árin, sagði Gisli Jóna-
tansson kaupfélagsstjóri á Fá-
skrúösfirði i samtali viö Timann.
Segja má, aö uppbyggingin hafi
hafizt vorið 1973, en þaö vor er
togarinn Ljósafell keyptur hing-
aö. Sama vor er hafizt handa um
byggingu frystihússins og þaö er
tekið i notkun haustið 1976. Þá er
keyptur annar togari — Hoffell —
og berst nú mikill fiskur hér á
land, og hér er mikil atvinna og
verðmætasköpun.
Kaupfélagiö á Fáskrúösfiröi er
stærsti atvinnurekandi þar á staö.
Að vísu er útgeröin og fiskvinnsl-
an rekin sem hlutafélag, en
Kaupfélagiö er stærsti hluthafinn
og eru þessi tvö fyrirtæki rekin
saman þótt bókhald sé aöskiliö.
GIsli sagði, aö það væri mikill
kostur að reka alla þessa þætti
saman og undir einum hatti, þvi
aö þannig styddu þættirnir hverj-
ir aðra. Ef t.d. væru erfiöleikar I
útgeröinni gæti fiskvinnslan, eöa
verzlunin, hlaupið undir bagga
eöa öfugt.
Frá náttúrunnar hendi er mjög
gott að stunda útgerö og fisk-
vinnslu frá Fáskrúðsfiröi. Fjörö-
urinn er langur og þvl kyrrt inni I
Séöofan á þak nýja frystihússins og bræöslu Kaupfélagsins
fjarðarbotni. Þar þarf þvi lltil
hafnarmannvirki aö gera. Þvl til
viðbótar kemur svo aö þar er
mikið aðdýpi og auövelt um hafn-
arbætur.
A siðasta ári var rekiö niöur
stálþil þar sem vöruskip lesta og
losa. Ariö 1979 er slöan áætlaö aö
gera annaö stálþil fyrir framan
frystihúsið, en bryggjan, sem þar
er, er mjög gömul og léleg. Tog-
ararnir leggjast þar að, og er afl-
anum ekiö á lyfturum beint inn I
frystihúsið.
A þessu ári ætlar Kaupfélagiö
aö ráðast I byggingu verzlunar og
skrifstofuhúss. Sú bygging er
áætluð 3500 fermetrar að grunn-
fleti á þremur hæðum. Húsið
verður allt steypt upp i einum á-
fanga, en slöan verður lögö á-
herzla á aö koma verzlunarhús-
Gfsli Jónatansson
inu I gagnið, en endaö á aö ganga
frá skrifstofuaðstöðunni.
Gisli sagöi, aö á Fáskrúösfiröi
væri mikil bjartsýni I mönnum á
vöxt staðarins, enda heföi
um skeið verið mikil uppgangur
I öllu atvinnulifi. Mikið er um
byggingaframkvæmdir, en þrátt
fyrir þaö veldur húsnæöisskortur
þvi aö þangaö flytji fleira fólk.
Brýnt er þvi aö byggja ennfleiri
Ibúöir, sagöi Gisli Jónatansson.
MÓ.
Gott að búa á
Páskrúðsfirði
Hér á Fáskrúðsfiröi er maöur
laus viö allt stress og streitu og
hér er mjög gott aö vera, sagöi
Helmuth Guömundsson, skrif-
stofustjóri hjá Kaupfélaginu á
Fáskrúðsfirði, i samtali við Tim-
ann. Hingað fluttist ég fyrir
tveimur árum og kann mjög vel
við mig.
Hér er hver einstaklingur miklu
meiripersóna en I Reykjavik, þar
sem allir týnast I fjöldann. T.d.
var mér strax og ég flutti hingað
troöið I að taka hlutverk I leikriti.
Sllkt hafði aldrei hent mig og
haföi ég af þessu bæöi gagn og
gaman.
Þá hef ég starfað nokkuð meöal
unglinganna hér á staðnum og
leiðbeint i klúbbum. Hér eru
krakkarnir meö marga klúbba og
taka mikinn þátt I margs konar
tómstundastarfi. Hins vegar
mætti almennt félagslif vera hér
meira, en nú er. Þó er ég ekki frá
þvi að það hafi verið meö meira
móti I vetur.
Helmuth er formaöur Starfs-
mannafélags kaupfélagsins, en
þaö var stofnað I fyrravetur. Þaö
er skemmti-menningar- og
fræðslufélag, og meðal mála á
stefnuskrá þess er aö koma upp
orlofshúsum fyrir félagsmenn. 1
vetur hefur félagið gengizt fyrir
félagsvistum o.fl.
MÓ.
Bygging skólahússins
Helmuth.
á lokastigi
— rætt við Arnfríði
Guðjónsdóttur oddvita
Bygging nýs skólahúss, hafnar-
framkvæmdir og gatnagerð hafa
veriö stærstu verkefnin á vegum
sveitarfélagsins aö undanförnu
sagöi Arnfrlöur Guðjónsdóttir,
oddviti I Búðarhreppi I samtali
við Timann. Auk þessa höfum viö
veriö aö byggja leiguibúöir og
iþróttavöllur er I byggingu auk
ýmissa smærri verkefna.
Það var byrjaö á skólabygging-
unni fyrir um 10 árum, en ekki
komst verulegur skriður á bygg-
ingarframkvæmdir fyrr en um
1974. Sérstaklega var þó gert átak
I byggingarframkvæmdunum á
siöasta ári. Nú er von okkar, aö
við getum tekið meginhluta þess-
arar byggingar i notkun næsta
vetur en áætlað er að vinna fýrir
rúmar 30 milljónir kr. I ár. Þetta
húsnæði á að hýsa allan grunn-
skólann og er ekki vanþörf á aö
húsið komist I notkun, þar sem níi
er kennt við algerlega ófullkomna
aðstöðu.
A siðasta ári var unnið fyrir
37,5 millj. kr. við hafnarfram-
kvæmdir á Fáskrúösfiröi, og I ár
er áætlað aö verja 28,3 millj. kr.
til hafnarframkvæmda. Þetta er
það fyrsta, sem þar er gert I hafn-
arframkvæmdum I langan tlma,
og var ekki orðin vanþörf á aö
bæta höfnina þótt hún sé góö frá
náttúrunnar hendi. Næsta ár er
siðan áætlað að reka niður stálþil
fyrir framan frystihúsið.
Arnfriður sagði, aö á slöustu
árum heföi verið lagt bundiö slit-
lag á nokkrar götur i þorpinu.
Þessar framkvæmdir heföu tekizt
vel, þar til á siöasta ári, aö út-
lagning slitlagsins mistókst.
Blómlegt
æskulvðsstarf
Mér fannst það vanta eitthvaö
fyrir krakkana hér á
Fáskrúðsfirði og þvi fór ég að
vasast i að drifa þessa
æskulýðsstarfsemi af stað sagði
Jenný Einarsdóttir i samtali við
Timann. Ahugi krakkanna lyrir
þessari starfsemi hefur líka sýnt
aö þörf var á þessu og sé ég ekki
eftir þeim tima sem öl þessa
hefur farið.
Jenný fluttist til Fáskrúðsfjarð-
ar fyrir stuttu og hefur I vetur
staðið fyrir æskulýðsstarfsemi á
staðnum ásamt Guðnýju
Þorvaldsdóttur. Hálfsmánaðar-
lega er opið hús fyrir unga fólkið
og byrjar hvert kvöld með
klukkuátundardagskrá þar sem
leikþættir eru sýndir, farið I leiki
og m.fl. Krakkarnir sjá sjálf um
aö undirbúa skemmtiatriði oger
hvert kvöld valin skemmtinefnd
til þessað sjá um dagskrá næsta
kvölds.
Þegar dagskrá hefur staðið i
klukkustund setjast sumir að
tafli, aðrir spila félagsvist eða
fara i borðtennis. Stundum er llka
annaðfólkfengið utan úr bæ til að
sýna myndir eða annað, sem
gaman er að.
Hvert kvöld endar siðan með
þvi að plötum er brugðið á fóninn.
Auk þessa opna húss starfa
vikulega margskonar klúbbar
eins og t.d. ljósmyndaklúbbur,
taflklúbbur og ýmsir fleiri.
Jenný sagði að áhugi væri mik-
ill fyrir þessari æskulýðsstarf -
semi. Oft mæta 70 - 80 unglingar
þegar opið hús er. Sveitarfélagið
leggur fram húsnæðið fyrir þessa
starfsemi, en að öðru leyti er
kostnaður greiddur með frjálsum
framlögum.
Tlmamyndir MÓ.
Arnfrlður Guðjónsdóttir
Verður þvl að leggja nýtt lag á
þær götur á þessu ári og einnig er
áætlað að leggja oliumöl á Skóla-
veginn.
Af öðrum framkvæmdum I
Búðakauptúni má nefna, að á
þessuárier 10 millj. kr. variö til
byrjunarframkvæmda við bygg-
ingu heilsugæzlustöðvar. A Fá-
Frá Fáskrúösfirði.
skrúðsfirði er læknir með fasta
búsetu, en læknaskipti hafa verið
þar nokkuð tið. Sá læknir, sem nú
er þar, mun þó veröa a.m.k. þar
til næsta haust.
Þá verður I vor byrjað á að
byggja 12 ibúða fjölbýlihús sam-
kvæmt lögum um leigu- og sölu-
ibúðir á vegum sveitarfélaga.
Einnig er áætlað aö ljúka gerð
iþróttavallarins, en það veröur
malarvöllur fyrir knattspyrnu-
iðkun. Einnig verða þar hlaupa-
brautir og handknattleiksvöllur.
Óvist er hvort unnt veröur að
byggja búningsaðstöðu I sumar.
Jenný ásamtdætrum sinum Auöi Ýr og Kakel.
Tlmamyndir Mó.