Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 24

Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 24
24 Sunnudagur 23. april 1978 mímmm Sjónvarpið efndi til sjónleiks mánudaginn 13. marz s.l. þar sem ræða skyldi framtiðarlausn vandamála landbúnaðarins. Þátttakendurhöfðu verið valdir Gylfi Þ. Gislason alþingismað- ur, Halldór Pálsson búnaðar- mSlastjóri og Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri. — Menn voru nokkuð spenntir og bjugg- ust við, að nú mundi búnaðar- málastjóri birta bændum og öll- um almenningi markaða stefnu sina i þessu máli, sem annað hvort hefði ekki fundið náð fyrir augum hinna skilningsriku valdhafa sjónvarpsins fram að þessu, eða hann ekki kært sig um að nota fjölmiðlana svo sem hann hefur verið vanur mörg undanfarin ár. .Gylfi yrði þarna sem andmælandi. En það varð á annan veg. — „Að sjálfsögðu” (svo notað sé alþekkt orðalag Gylfa) var Gylfi látinn leika aðalhlutverkið og móta stefn- una. Honum var falið að hefja þáttinn og ljúka honum. Það fer lika að verða hver siðastur að leiða þennan sérfræðing i land- búnaðarmálum fram fyrir al- þjóð áður en hann veltur útaf sjónvarsviðinu fyrir atbeina sonar síns og annarra álika flokksmanna sinna. — En mikið var maðurinnflóttaleguri þessu hlutverki sinu. Augu hans hvim- uðu sitt á hvað likt og hann ætti von á að sjá bændur i hverjum kima og heyrði hæðnishlátra þeirra úr öllum áttum beinast að sér. En hver var hin nýja stefna i landbúnaðarmálum, sem nú skyldi boðuð? —■ Það er frægt úr sögunni, að Kató hinn gamli lagði svo gróið hatur á ibúa Kartþagóborgar, að hann byrj- aði og endaði hverja ræðu sina meðsömu orðunum: „Kartþagó skal eyðilögð”. Likt þessu er farið með Gylfa. Hann hóf mál sitt á sömu orðunum og hann hefur gert um fjölda ára: „Landbúnaðarstefnan er al- röng”. Og hin nýja stefna hans var enn hin sama: Bændum þarf að stórfækka. Alltof mikill mannafli og f jármagn er bundið i landbúnaði. Til þess að breyta þvi i betra lag skyldi stefna að þvi að fækka bændum verulega til þess að ná þvi marki sem fyrst, skyldi kaupa alla þá sem eiga erfitt um rekstur búa sinna sökum aldursog annarra á- stæðna, með einni milljón króna, i þeim tilgangi að losa býlin sem fyrst úr ábúð. — Þvi- lik hugsjón! Þvilik landbúnað- arstefna! — Þetta er enn eitt hnefahöggið beint i andlit bændastéttarinnar, og þá sér- staklega þeirra sem finna sig standa á einhvern hátt höllum fæti i starfi sinu. Með þessu á að svipta þá menn þeirri hugfró, sem þvi fylgir að einhver taki við starfi þeirraþegarþá þrýturkrafta og von um að starfi þeirra verði haldið áfram af nýjum mönnum með meiri starfsgetu. — Þessu tjáði búnaðarmálaátjöri sig samþykkan, en vildi ekki láta milijónina fylgja i kaupbæti. Mun mörgum þá hafa komið i hug: Svo bregðast krosstré sem önnur tré. — Allir hljóta að sjá fyrir hvað verður, ef þessari „hugsjón” verður fylgt eftir. — Það var upplýst, að á undan- förnum árum hefði bændum fækkað um einn með 62ja klukkustunda millibili, til jafn- aðar. Það var ekki nóg. Betur skyldi á þvi herða svo hugsjón þessara hagspekinga rætist og þeir geti lifað glaðan dag. Enginn mun bera á móti þvi að ýmislegt sé rangt i stefnu landbúnaðarmála ekki sizt eins og nú standa sakir, en það er ekki sök bænda þó nú keyri um þverbak i þeirri vitfirrtu dýr- tiðarflóðöldu og tilheyrandi vaxtaokri, sem ábyrgðarlausir forkólfar launþega og misvitrir fjármálaspekingar i hæstu á- byrgðarstöðum þjóðfélagsins hafa sameinazt um að hella yfir þjóðina og ekki þykir enn nóg, svo sem barátta og skemmdar- verk launþega stéttanna bera nú bezt vitni um, þar sem kraf- an um meiri „flautir” er sett á oddinn, án þess hirt sé um at- vinnuöryggi. — Þegar pætt er um hvað rangt sé i landbúnað- arstefnu okkar, þá kemur mér fyrst i hug hvert kapp hefur ver- ið lagt á að bændur stækkuðu bú sin, nær takmarkalaust, af þeim sem með leiðbeiningaþjónust- Guðmundur P. Valgeirsson. una hafa farið. Upp úr þvi hafa bændur ekki borið annað úr být- um en meiri þrældóm, meiri fjárfestingu, meiri skuldasöfn- un og dauðadæmda sam- keppnisaðstöðu þeirra, sem margra hluta vegna gátu ekki tekið þátt i kapphlaupinu, en báru þó hina stærri bræður i stéttinni á herðum sér, og eiga nú að dæmast úr leik, annað hvort með eða án milljónar mútu. — Að þvi er útflutnings- bæturnar varðar virtust þær falla þungt fyrir brjóst hagspek- ingsins, Gylfa. Það hefur veriö upplýst, að meðan Gylfi sat i Viðreisnarstjórninni átti hann megin þáttinn i að setja þau lög og reglur, sem um þær hafa gilt siðan. Það þarf þvi enga að undra þó hann finni eitthvað „alrangt” i þeirri stefnumótun sinni, svo margt sem gengið hefur úrskeiðis i stjórnvizku hans. Þær bætur, sem þá þóttu góðar og komu ekki tilfinnan- lega við i fjármálakerfinu, segja nú litið i það „ginnunga- gap”, sem skapazt hefur fyrir fjármálaóreiðu þjóðarinnar og flottræfilshátt alls almennings i þessu landi. Það sama gildir um alla framleiðslu þjóðarinnar, en ekki landbúnaðarvörurnar ein- ar, þó ýmisir láti svo i veðri vaka. Engar þjóðir eru ginn- keyptar fyrir þvi, að kaupa af okkur, vörur fyrir það geypi- verð, sem fyrir þær þarf aö fá, i krónum talið, vegna gifurlegs rekstrarkostnaðar, að mestu heimatilbúins. Eitt af þvi sem viö flytjum út, þó óbeinlinis sé, er raforka, i gegnum álverið i Straumvik, og fyrirhugað er á fleiri sviðum. Fróðir menn hafa reiknað út, að sú niðurgreiðsla nemi nú 75.000 kr. á hvert mannsbarn i land- inu, þó sú tala standi ekki stund- inni lengúr, miðað við orkusölu til landsmanna sjálfra. — Hver hefur heyrt Gylfa Þ. Gislason telja þá niðurgreiðslu eftir? Mörgum búandi manni mun hugsað til þeirra hluta þegar um það er rætt hvaða bagga al- menningur i landinu verði að taka á sig vegna óþarfra bænda, sem beita eigi svipuðum þving- unum og gert var við sveitaró- maga áður og fyrr meir, en mundunú falla undir mannrétt- indalöggjöfina, ef beitt væri. Það hvarflar að manni hvort ekki sé af stjórnvalda hálfu stuðlað að þvi að gera landbún- aðarframleiðs.una óþarflega dýra og þarafleiðandi óvinsæla tií sölu innanlands og ósam- keppnisfærari á erlendum mörkuðum. —11. hefti Sam- vinnunnar kemur Erlendur Ein- arsson forstjóri SIS inn á þetta. Hannsegir: Hvar annars staðar mundi það þekkjast, að rikið hirði margþætt gjöld af nauð- synlegum landbúnaðartækjum? „Og nefnir eftirfarandi dæmi: „Tollur 10% af Cif verði, þar við 18% vörugjald, siðan 20% söluskattur. ” Margt fleira mætti telja, t.d. að enginn má reka niður girðingarstaur i varnargirðingu um tún og engi án þess að greiða rikinu 20% af söluverði hans og 20% söluskatt verður að greiða til rikisins af hverju kjötkg. o.fl. Þannig virð- ist allt lært á sömu bók, að gera alla framleiðslu sem dýrasta og þar með ósamkeppnishæfari. — Skyldi ekki mega finna leiðir til að létta einhverjum þessum byrðum af bændum og fram- leiðslu þeirra, áður en gripið er til þess ráðs að fara með þá eins og skynlausar skepnur eða sökudólga þjóðfélagsins? 1 þessum þætti lýsti Gylfi ást sinni á bændum og átti ekki nógu sterk og fögur orð til þess. Enginn óskaði bændum farsæld- ar jafn heilshugar og hann. Enginn virti störf þeirra meira en hann og enginn dáði sveitirn- ar og sveitalifið meira en hann, þær máttu hreint ekki fara i eyði, „siður en svo”. — Þviiúc hræsni og öfugmæli borin fram i sömu andránni, þar eð lausnin var aðeins ein, sú að fækka bændum stórlega og leggja fram fétil að bújarðir legðust I eyði og byggðust ekki aftur. Sú var niðurstaða þessa sjónleiks. Enda munmörgum hafa fundizt mærðarfullar tjáningar hans um umhyg'gju hans fyrir bænd- um vera i ætt við umhyggju refsins fyrirlambinu, sem hann langaði til að éta. Mörgum fannst hlutur búnað- armálastjóra heldur litill i þess- um þætti og áttu sizt von á, að hann skyldi láta ómótmlt fram- tiðarlausn Gylfa i landbúnaðar- málum. Varla hefur honum fipazt af skjallyrðum Gylfa og gáfur hans og réttsýni? Eigi það að vera rikjandi stefna og lausn vandamála landbúnaðar- ins, að enginn taki við búi þegar annan þrýtur krafta stendur byggð landsins ekki lengi. Þá verður ekkert landbúnaðarmál að glima við. — Þá getur Gylfi og skoðanabræður hans hrósað sigri. — Þá verður stefnan i landbúnaðarmálum ekki „al- röng” lengur. Guðmundur P. Valgeirsson: Framtíðarlausnin Nýr viðgerðarmáti á sprungnum framrúðum og skemmdum vinyláklæðum — lækkar viðgerðarkostnaðinn mjög sst — Ventill h/f i Reykjavik kynnti I gær tvær nýlegar við- geröaraðferðir fyrir bifreiðaeig- endur, sem vafalaust eiga eftir að spara þeim mikið fé og verða til hagræðis, hvor á sinu sviði, en fyrirtækið hefur umboð hér á landi fyrir þann útbúnað, sem þarf til viðgerðanna. Hér er annars vegar um að ræða svokallaða „Novus-aðferö” til að gera við sprungur I fram- rúðum, en slikar skemmdir er rúmlega helmingur þeirra skemmda, sem algengastar eru á framrúðum. Með þessari aðferð er hægt að gera við sprungu i framrúðu fyrir litinn hluta þess, sem þaðkostar að skipta um rúðu og tekur viðgerðin aðeins um eina klukkustund. Aðferð þessi hefur verið þróuð og prófuð i Banda- rikjunum og er viðurkennd af öllum helztu bifreiðastofnunum i Bandarikjunum og Evrópu. — Is- lenzk tryggingafélög hafa þegar byrjað að notfæra sér þessa þjón- ustu, og eru lfkur á að hún geti orðið til þess að lækka framrúðu- tryggingar hér verulega. Viögerð á 1-2 sprungum i framrúðu kostar 7.800 kr. hjá Ventli. Hins vegar er um svonefnda GT-vinylaðferð að ræöa til að- gera við skemmt vinyl-áklæöi. Hún er einnig þróuð i Bandarikj- unum og hentar vel til viögerða á hvers konar vinyl-áklæöum, jafnt I bilum sem öðru. Viðgerð meö þessum hætti er fljótunnin og að henni lokinni er gamla skemmdin i flestum tilvikum ekki sjáanleg á eftir. Þessi aðferð hefur hlotið viðurkenningu Norske Bilskade- instituttet A/S.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.