Tíminn - 23.04.1978, Síða 25
Sunnudagur 23. april 1978
25
Frábær leikbrúðulist
í Hagaskóla
SJ — Brúðuleikhúsfólkið Hallveig
Thorlacius, Jón E. Guömundsson
og Helga Steffensen litu við á rit-
stjórninni til að vekja athygli
okkar hér og þeirra, sem gista
Reykjavlk um þessar mundir, á
stórmerkum viðburði I menn-
ingarlifinu. Hér er um að ræða
leikbrúðusýningu Þjóðverjans
Albrechts Rosers i hátiðasal
Hagaskóla á sunnudagskvöld kl.
20. Þau Hallveig, Jón og Helga
fóru fyrir nokkrum árum á þing
alþjóðasamtaka brúðuleikhús-
fólks UNIMA i Moskvu og sáu þá
fjöldann allan af sýningum, m.a.
sýningu Rosers: — Hún bar af öll-
um sýningunum sem við sáum,
segir islenzka brúðuleikhúsfólkið.
Mjög litið er talað i sýningum
Rosers svo tungumálakunnátta
Hallveig
Gústaf
•skiptir ekki máli. Mörg fingerð
atriði er i brúðuleiknum, og e.t.v.
þessvegna tekur Roser það fram
að börn innan 15 ára fái ekki að-
gang.
Brúðurnar eru skornar i tré og
er aðalpersónan Gústaf tékknesk
að uppruna.
— Þeir sem leikbrúðulist unna
ættu ekki aö láta þessa sýningu
fram hjá sér fara, en hún verður
ekki endurtekin.
Lokaverkefni leiklistarskólanema
SÍúðrið
ef tir Flosa Ólafsson
Föstudaginn 21. april frum-
sýndi NemendaleikhUsið i
Lindarbæ, nánar tiltekið 4. bekk-
ur H. Leiklistarskóla íslands nýtt
islenzkt leikrit SLÚÐRIÐ eftir
Flosa Ólafsson.
Verkið er skrifað sérstaklega
fyrir þennan leikhóp og þar af
leiðandi miðað við þarfir hans og
sérstöðu sem er sú að hópurinn
telur átta manns þar af sjö konur.
Er það ekki’ósvipað kynjahlutfall
og i hænsnahúsi þvi valdi Flosi
það sem bakgrunn að verkinu.
Lagt er út af ævintýrinu um
fjöðrina sem varð að fimm hæn-
um, eftir H.C. Andersen. Siðan er
sú saga hermd upp á mann-
félagið. Þar kemur fram hversu
nauðsynlegt það virðist vera að
iseðja hungraðan almannaróminn
sem iðar i skinninu eftir að hafa
eitthvað milli tannanna til þess að
munnfjatla.
Þetta leikrit er lokaver-kefni
bekkjarins sem stundað hefur
nám við Leiklistarskólann i fjög-
ur ár og fer útskrift fram að lok-
inni frumsýningu. Þau sem út-
skrifast eru:
Elfa Gísladóttir, Edda Björg-
vinsdóttir, Guðrún Þórðardóttir,
Helga Thorberg, Ingibjörg
Björnsdóttir, Ingólfur Björn
Sigurðsson, Kolbrún Halldórs-
dóttir og Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir.
Leikstjóri sýningarinnar er
Þórhildur Þorleifsdóttir, leiktjöld
og búninga gerði Messiana
Tómasdóttir, tónlistina samdi
Leifur Þórarinsson, tæknimaður
sýningarinnar er ólafur Orn
Thoroddsen. Sýningar á
SLÚÐRINU eru i Lindarbæ Önn-
ur sýning i dag 23. april, þriðja
sýning mánudag 24. april, fjórða
sýning miðvikudag 26. april.
Hið íslenzka
náttúrufræðifélag
Fræðslufundur verður mánudag 24. april
kl. 20:30 i stofu 201 á Árnastofnun.
Páll Einarsson flytur erindi um jarð-
skjálftaspár.
Stjórnin
Frá Mýrarhúsaskóla
Innritun nýrra nemenda fer fram dagaaa
24.-26. april.
Þeir sem flytja úr skólahverfinu á kom-
andi sumri eru vinsamlega beðnir að til-
kynna það á sama tima.
Skólastjóri.
./"• •
ELECTRMAJX WH :SR
ER MESTSEUkI
M OTT.i VÉUX ÍSIÍMÓR
ábyrgð
Electrolux
þjónusta.
Hagstæð
greiðslu-
kjör.
Electrolux þvottavélin er til á lager
fi-þessum útsölustööum:
AKRANES: Þórður Hjalmarsson,
BORGARNES: Kf. Borgfiröinga,.
PATREKSFJORÐUR: Baldvin Kristjánsson
ISAFJÖRÐUR: Straumur hf.,
BOLUNGARVIK: Jón Fr. Einarsson.
BLONDUÖS: Kf. HUnvetninga,
SIGLUFJORÐUR: Gestur Fanndal.
OLAFSFJORÐUR: Raftækjavinnustofan sf.,
AKUREYRI: Akurvik hf.,
HUSAVIK: Grlmur og Arni,
VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfiröinga.
EGILSSTAÐIR: Kf. Héraðsbúa.
ESKIFJORÐUR: Pöntunarfelag Eskfiröinga
HOFN: KASK.
ÞYKKVIBÆR: Friörik Friðriksson,
VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf., '
KEFLAVtK: Stapafell hf
• Sérstök stilling fyrir straufri efni — auöveldari notkun.
• BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott.
• Ryðfritt stál i tromlu og vatnsbelg — lengri endingartimi.
• 3falt öryggi á hurö — örugg fyrir börn.
• 3 hólf fyrir þvottaefni og mýkingarefni.
• Lósigti að framan — auðvelt aö hreinsa — útilokar bilanir.
• Vinduhraöi 520 snún/min — auðveld eftirmeöferö þvottar.
• Vökvademparar — mjúkur, hljóðlaus gangur.
• 60cm breið, 55 cm djúp, 85cm há.
• Islenskur leiöarvisir fylgir hverri vél.
Electrolux