Tíminn - 23.04.1978, Qupperneq 36
«ú
Sýrð eik er
sígild eign
fiGÖGill
TRÉSMIÐJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822
FÆRIBANDAREIMAR
í METRATAU
LANDVÉLAR HF.
Smiðjuvegi 66. Sími: 76600
Sunnudagur 23. apríl 1978 62. árgangur — 83. tölublað
SUMAR I BÆINN
Bráðum fcr að vora, suinarið
meira að segja komiö, og þá
losna ungu stúlkurnar úr skól-
unum. Þá ber kannski við, aö
reikað verði um gamla Austur-
stræti, og i hópnum séu barna-
börn þeirra dætra Austur-
strætis, sem Tómas orti um
foröum, þegar vorið var svo
indælt, að jafnvel gamiir sima-
staurar sungu i sólskininu og
urðu grænir aftur. En það er
með simastaurana, þeir eru
allir horfnir og geta þess vegna
ekki tekið á sig grænan lit,
hversu vel sem vorar.
— Tímamynd: Róbert.
Snorri Sturluson:
Sjónvarpið lætur
gera leikna
heimildarmynd
JB —i tilefniaf átta hundruð ára
fæðingarafmæli Snorra Sturlu-
sonar i ár, en hann fæddist árið
1178, er fyrirhuguö gerð sjón-
varpskvikmyndar um lif hans og
störf. Vcrður mynd þessi að öllum
likindum samnorrænt verkefni
tveggja eöa fleiri sjónvarpstöðva
Auk islands þykir fullvist, að
Noregur taki þétt i gerð hennar,
en um þátttöku hinna landanna er
ekki ljóst ennþá. Gert verður út
um þaö mál á fundi nú i byrjun
næsta mánaðar.
Hjá Pétri Guðfinnssyni, fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins,
fengum við þær upplýsingar, að
þetta mál heföi verið i deiglunni
nú um nokkurn tima, og væri það
nú aö færast af athugunarstigi
yfir á vinnslustig.
Mynd þessi sagði Pétur að yrði
leikin heimildarmynd. Veröur
hún bæðitekin hér á landi svo og i
Noregi. Ekki er enn komið svo
langt, að farið sé að athuga um
leikara, en myndin verður
væntanlega tekin upp á islenzku.
Það er ekki byrjað að vinna að
handriti myndarinnar enn, en
þeim Sigurði Sverri Pálssyni og
Erlendi Sveinssyni hefur verið
falið það verkefni. Munu þeir fá
sér til fulltingis við það verk, is-
lenzka og norska sagnfræöinga.
Um lengd myndarinnar sagði
Péturaðli'tiðværihægtað segja á
þessu stigi, en þetta yrði liklega
annaö hvort ein sextiu minútna
löng mynd eða þá tvær styttri.
Sagði hann, að ef samkomulag
næöist á fundinum i mai, sem
minnzt er á að framan, yrði
væntanlega hægt að hefjast
handa við gerð myndarinnar n.k.
júni'.
A þessum fundi verður kostnað-
ur lika ákveöinn, en Pétur kvað
þá leiða vera farna, að þeim er
sjá um gerð hennar verði
skömmtuð fyrirfram ákveðin
upphæð, sem þeir yrðu að tak-
markasig við.Tókhannþó fram i
þvi sambandi, að vist yrði að svo
riflega yrði skammtað, að hægt
væri að gera kvikmynd, sem
hvorki islenzka sjónvarpið né
aðrir þeir, er aö henni kynnu að
standa, þyrftu að bera kinnroða
fyrir eftir á.
107 ára
— og kallaður í
barnaskóla
*
Alfreð Lagerström i Farsta i Sví-
þjóð varð 107 ára i vor. Hann er
jafnaldri Parisarkommúnunnar.
En það er ekki vandkvæðalaust
að verða 107 ára á þessari tölvu-
öld. Skólayfirvöld sendi honum
fyrirmæli um það, að hann yrði að
hefja nám i fyrsta bekk barna-
skólans i haust.
Alf reið Lagerström er þó ekki á
þeim buxunum. Hann er gamall
kennari sjálfur, og hefur verið á
eftirlaunum i fjörutiu og tvö ár,
og er svo stálsleginn i hugar-
reikningi, að þar verður hann
tæpast rekinn á gat. Reykingum
hætti hann fyrir tólf árum, þegar
á allra vitorðkomst, að reykingar
eru skaðlegar.
Hann ætlar sér ekki i barna-
skólann, hvað sem tautar og raul-
ar. Hann hefurhefur aftur á móti
ráðið sig til vinnu i þjónustu vis-
indanna. Hann ætlar að rekja
æviminningar fyrir Jan
Helander, prófessor i háskólan-
um i Lundi, en hann fæst við
rannsóknir á öldruðufólki.Er það
taliö lærdómsrikt að kanna, hve
minni þessa öldurmennis er trútt,
sem og að rannsaka aðra þætti
þeirrar endingar, sem liffærum
hans hafa verið gefin.
Minningar sinar les Alfreð
Lagerström inn á segulband með
hæfilegum hvildum og virðist
ekki skeika, hvar hann lét lokið
sögu siðast og hvar hann á að
taka upp þráðinn.
Æðar og lokur úr svína-
hjörtum græddar í fólk
A ársfundi sambands danskra
svínasláturhúsa i vor skýrði
formaður þess, J. Espersen
Sörcnsen, frá þvi, að eins og
jafnan væri allt hagnýtt, er til
fclli við slátrun svina. Til við-
Ixitar þvi, sem áður hefði verið,
væri nú fenginn markaður fyrir
æðakerfi úr hjörtum svina,
ásamt tilheyrandi hjartalokum,
þvi aö liffærabanki i Uanmörku
tæki við þessum liffærum til
varðveizlu, enda scu nú notaðir
um tvö þúsund lilutar slikra lif-
færa i Evrópu i viku hverri, þeg-
ar gerðir eru uppskuröir við
hjartagöllum i fólki.
Að sjálfsögðu eru umræddir
liffærahlutar numdir viðar úr
svinum og varðveittir, en að
sögn formannsins eru dönsk
svinahjörtu eða hlutar Ur þeim
eftirsótt öðrum fremur sökum
hreinlætis, sem þætti einkenni
danskra svinasláturhUsa. Þessu
tii sönnunar nefndi hann, að um
85% allra liffæra og liffæra-
hluta, sem umræddur liffæra-
banki fær, séu algerlega ósmit-
uð og ómenguð, er þangað kem-
ur og tekin beint til geymslu.
Umrædd notkun liffæra Ur
svinum hófst fyrir tveimur ár-
um fyrir meðalgöngu dr. Inge
Ryggs, yfirlæknis á rikisspital-
anum i Kaupmannahöfn, og
samdi hún þá við sjáíenzku
svinasláturhúsin um afgreiðslu
á æðakerfi og lokum Ur svins-
hjörtun til igræðslu i fólk. Lif-
færin e.ru djúpfryst og varðveitt
þannig á viðeigandi hátt, unz
þau eru notuð. Reynslan, sem
fengizt hefur af þessu, er talin
með ágætum.
Að undanförnu hafa heyrzt i
Danmörku raddir, sem átelja
það, að heilbrigðisráðstöfunum
við eldi og slátrun svina hafi
hrakaðfrá þvi, sem fyrrgerðist.
Beitti formaðurinn þessari frá-
sögn sem rökum gegn þeirri
skoðun.
Aratugir eru siðan sannað
var, aðef flytja skyldi vefi dýra
i fólk, væru svinin okkur skyld-
ust, og þess vegna eðlilegast að
nota vefi Ur þeim mannkyni
gagns.
—GK.