Tíminn - 06.05.1978, Page 2

Tíminn - 06.05.1978, Page 2
 2 Laugardagur 6. mai 1978 Gengið fellt í Portúgal — óvist um áhrif á saltfisksölu íslendinga Lissabon/Reuter Portúgalsbanki tilkynnti i gær, að gengi escudos- ins hefði verið lækkað um 6%. Er þessi ákvörðuntekin isamráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og er liður i aö bæta bágan fjárhag Portúgala. Samningaviðræður hafa staðið milli Portúgalsstjórn- ar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um 50 milljón dollara lán og náðist samkomulag að lokum i fyrradag. Taliðerað gengisfellingin muni auka straum ferðamanna til Portúgals i' sumar en Portúgalar hafa hvaö mestar gjaldeyristekj- ur af ferðamönnum. Aætlað er að escudosinn muni falla um nær 16,5% á þessu ári. Ekki er vitað hvaða áhrif þaö mun hafa á salt- fisksölu lslendinga til Portúgals en Portúgalar hafa að jafnaði keypt um 50% af allri saltfisk- framleiðslu Islendinga. Hóta að líf- láta Moro — stjórnin ófáanleg til fangaskipta Róm/lteuter Rauða herdeildin tilkynnti i gær að hún myndi láta verða af hótunum sinum um að taka fyrrum forsætisráðherra ttaliu.Aldo Moro af li'fi, vegna þess að stjórnin neitaði að verða við kröfum þeirra. t orðsendingu frá herdeildinni sagði: „Við ljúk- um baráttunni er hófst 16. marz með þvi að framkvæma dóminn yfir Aldo Moro”. Sfðasta myndin af Aldo Moro Tilkynningin er hin niunda i röðinni frá vinstrisinnuðum öfga- mönnum er rændu Moro. Yfirlýs- ing Rauðu herdeildarinnar var send út skömmu eftir að innan- rikismálaráðherra stjórnarinnar, lýsti þvi yfir að stjórnin væri ófáanleg til að láta 13 hryðju- verkamenn lausa úr haldi i skiptum fyrir Aldo Moro. Skæruliðar Rauöu herdeildar- innar lýstu þvi jafnframt yfir að barátta þeirra gegn rikinu myndi halda áfram og erlendir sér- fræðingar, er sendir hafa verið til Italiu til að vinna að skipulagn- ingu herferðar gegn skæruliðum hefðu engin áhrif. Skæruliðarnir hyggjast nú birta niðurstöður réttarhaldanna yfir Aldo Moro og upplýsingar um stjórnmálalega og hernaðarlega starfsemi her- deildarinnar. Núeruliðnir tuttugu dagar frá þvi að skæruliðar tilkynntu að Moro hefði verið dæmdur til dauða. Liktu skæruliðar Moro i siðustu tilkynningu sinni við mafiuforingja eða „guðföður” og kváðu hann hafa framið ýmsa glæpi gegn itölsku þjöðinni á 30 ára stjórnmálaferli sinum. Ekki hafa borizt neinar orð- sendingar frá Moro sjálfum en hannhefur skrifað bréf til vina og flokksbræðra, þar sem hann hef- ur beðið um að fangaskiptunum yrði komið á. Suður-afriskir hermenn á verði við tandamæri Namibiu Angóla. tillögur fimm Vesturvelda um framtið Namibiu myndu fara fram eins og áætlaö hafði verið. Nujoma sagði i viðtali við Reuter, að SWAPO myndi halda áfram aö reyna samningaleiðina, en þar sem það reyndist ómögulegt yrði baráttu skæruliða haldiö áfram. Viðræður Bandarikjamanna, Breta, Kanadabúa, Frakka og Vestur-Þjóðverja við SWAPO munu hefjast á mánudag. All- margir leiðtogar SWAPO hafa komið til New York frá Lusaka i Zambiu, og von er á enn fleiri. Suður-Afrfkustjórn hefur lýst sig samþykka tillögum þjóöanna fimm, en i þeim er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram i Namibiu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, en landið fái siðansjálfstæðii lok þessa árs. Hermenn Suður-Afrikustjórnar gerðu árás langt inn i Angóla i fyrradag. Arásin stóð i einn dag og var ætlunin með henni að þurrka út bækistöðvar SWAPO I Suður-Angóla. Utanrikisráðherra Suður-Afriku kvað það skyldu stjórnarinnar að vernda ibúa landsins, en SWAPO skæruliðar hefðu siaukið umsvif sfn undan- farna daga. Talsmenn stjórnar S-Afriku sögðufátt um innrásina, S-Afríkuher gerir innrás í Angóla — viðræður um Namibiu halda áfram Sameinuðu þjóðirnar/Reuter. Sam Nujoma, forseti þjóðar- hreyfingar Suövestur-Afriku, (SWAPO) fordæmdi i gær árás stjórnarhers Suður-Afriku inn i Angola, en sagöi að viðræður um engar tölur um dauðsföll voru birtar, en milli 300 og 700 her- menn tóku þátt i innrásinni. Brésnjef: Fækka ekki hermönnura i Evrópu þó hætt verði við smiði nevtrónusprengju Bonn/Reuter Leonid Brésnjef forsetiSovétrikjanna sagði i' ræðu i gær að Carter Bandarikjaforseti hefði rangt fyrir sér ef hann héldi að fækkað yrði i herliði Sovét- manna i Evrópu vegna þess að Bandarikjamenn hafa frestað framleiðslu nevtrónusprengjunn- ar. Nevtrónusprengjan var mjög til umræðu á fundum Brésnjefs og Helmuts Schmidt kanslara Vest- ur-Þýzkalands. Skriðdrekasveitir Varsjárbandalagsins i Evrópu eru taldar mun öflugri en sam- bærilegar sveitir NATO , en nevtrónusprengjunni hefur m.a. verið ætlað að koma i veg fyrir stórfellda framsókn skriðdreka- sveita i Mið-Evrópu. Talsmaður sovézku stjórnar- innar gerði fréttamönnum stutt- lega grein fyrir viðhorfum er Brésnjef hefur kynnt á fundunum með Schmidt i Bonn og sagði að Sovétmenn myndu ekki leyfa að nevtrónusprengjan yrði notuð til að fá fram tilslakanir við af- vopnunarviðræðurnar i Genf. Talsmenn stjórna beggja land- annaer þátt eiga i viðræðunum i Bonn telja að litill árangur hafi verið af fundum leiðtoganna. Vestur-þýzkir ráðamenn eru þess albúnir að leyfa að nevtrónu- sjyengjur verði staðsettar f Vest- ur-Þýzkalandi nema Sovétmenn fækki mjög i'herliði sinu.þá eink- um við landamæri V-Þýzkalands i austri. Brésnjef sagði á einkafundi með Schmidt að nevtró.nu- sprengjan yki mjög hættuna á kjarnorkustriði vegna eiginleika sprengjunnar en hún veldur litl- um skaða á byggingum en eyðir lifi á stóru svæði. Danir óákveðnir í kj arnorkumálum — hætta er stafar frá kj arnorkuverum nú talin meiri en áður Umræðu um að taka kjarn- orku i' notkun sem orkugjafa i Danmörku hefur nú verið frest- að um tima, þvi vandamálin i sambandi við geislavirkan úr- gang eruenn óleyst, og einnig er fjárhagslegur grundvöllur kjarnorkuvers ekki enn kunnur. Aö undanförnu hefur nokkuð verið rætt um sænska kjarn- orkuveriö Barseback, og við þá umræöu hafa komið fram nýjar upplýsingar um atriði, sem ýmsir töldu að búið væri að rannsaka til hlitar. Ef slys veröur i' kjarnorkuveri er ekki vitað hvaöa áhrif það kann að hafa fyrir ibúa i ná- grenni við orkuveriö, og einnig er allt á huldu um það hverjar likurnar á slysi eru. Niðurstöður varöandi Barseback sýna, að likurnar á alvarlegu slysi eru litlar en óvissuþátturinn i út- reikningum visindamannanna er stærri en áður var gert ráð íyrir. Visindamenn hafa sagt sem svo: ,,Við vitum ekki hversu litlar likurnar eru”. Nú þykir vist að verstu afleið- ingarnaraf geislavirkum efnum frá kjarnorkuveri, koma ekki fram strax eftir að slysið verð- ur. Fimmtiu árum eftir að geislavirk efni sleppa út i and- rúmsloftið getaenn komið fram sjúkdómstilfelli og dauðsföll, sem rekja má til geislavirkni. Mjög stórt landsvæði mengast og hættuleg efni geta borizt viða með drykkjarvatni. 1 sænskum og bandariskum skýrslum hefúr að undanförnu verið bent á þessa hættu. Danskir sérfræðingar hafa samþykkt niðurstöður starfe- bræðra sinna i Sviþjóð og Bandarikjunum og afstaða danskra stjórnvalda til notkun- ar kjarnorku sem orkugjafa hefur breytzt stórlega. t banda- risku Rasmussen-skýrslunni er talið, að skaði af völdum geisl- unar verði undir flestum kring- umstæðum lítill, en þó litlar likur séu á stórslysi, er mögu- leikinn alltaf fyrir hendi og slikt gæti haft óskaplegar afleiðing- ar. I Danmörku hefur verið bent á fimmtán staði, þar sem mögu- legt væri að setja niður kjarn- orkuver, en engar rannsóknir hafa ennfarið fram á þvi hverj- ar afleiðingarnar yrðu ef stór- slys yrði i kjarnorkuverunum. Unnið hefur verið að skipulagn- ingu hjálparstarfs ef geisla- virkni yrði mikil i Kaupmanna- höfn. Rannsakað hefur verið hvernig vernda má ibúana fyrstu klukkutimana eftir að geislavirk efni komast út i and- rúmsloftið, en ekki er vitað hvernigbregðastætti við geisla- virkni sem varað gæti i mörg ár og mengað stór landsvæði. Opinberir aðilar i Kaup- mannahöfn, er átt hafa að fjalla um kjarnorkuver i Danmörku, hafa verið mjög óákveðnir i af- stöðu sinni til byggingu kjarn- orkuvers, en sú staðreynd, að visindamenn um viða veröld eru númjög ósammála um hætturn- ar sem stafa af kjarnorku, hefur enn veikt grundvöllinn fyrir byggingu orkuversins. Fulltrú- ar i umhverfismálanefnd Dan- merkur telja, að enn vanti upp- lýsingar til að nefndin geti lagt niðurstöður sinar fyrir stjórn- málamenn landsins. Að áliti nefndarmanna þarf að biða þar til visindamenn og sérfræðingar i kjarnorkumálum hafa gert frekari rannsóknir og niðurstöð- ur eru kunngjörðar. Heil- brigðismálanefnd Danmerkur hefur einnig látið i ljósi það álit, aðekki verði hægt að dæma um afleiðingar slyss i kjarnorku- veri fyrr en að undangengnum frekari rannsóknum. Talsmaður heilbrigðsmála- nefndarinnar sagði, að óskað væri eftir frekari rannsóknum, en ekkertgerðisti málinu. Hann vildi ekki svara spurningunni — hvort Danir vissu i dag meira um kjarnorkuver en fyrir tveim árum, þegar miklar deilururðu um byggingu kjarnorkuvers. Deilurnar um málið hafa þó orðið til þess að ýmsar upplýs- ingar hafa komið fram i dags- ljósið og pólit isk öfl vinna nú að þvi að breyta viðhorfum til áætlana um byggingu kjarn- orkuvera i Danmörku.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.