Tíminn - 06.05.1978, Page 3

Tíminn - 06.05.1978, Page 3
Laugardagur 6. mal 1978 3 Dagbjört Höskuldsdóttir Bernt H. Sigurösson Hrafnkell Alexandersson Listi Framsóknarmanna í Birtur hefur verið framboðslisti Framsóknarmanna til hrepps- nefndarkosninga i Stykkishólmi i vor og er hann þannig skipaður: 1. Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaöur 2. Bernt H. Sigurðsson, hvls- gagnasmiður 3. Hrafnkell Alexandersson, hiisasmiður 4. Elin Sigurðardóttir, ljósmóðir 5. Ina H. Jónasdóttir, skrifstofu- maður 6. Ólafur Ellertsson, húsasmiöa- meistari 7. Magndis Alexandersdóttir, húsfreyja Elln Siguröardóttir 8. Skúli Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri 9. Jón Guðmundsson, sjómaöur 10. Þórður Sigurjónsson, ráðu- nautur 11. Bergur Hjaltalin, húsasmiður tna H. Jónasdóttir 12. Jóhannes Björgvinsson, bif- reiöastjóri 13. Hermann Bragason, sjómaður 14. Kristinn B. Gislason, bú- stjóri Akstur um þjóðveginn noröur I land er takmarkaöur viö 7 tonna öxulþunga frá Borgarnesi og noröur um. Tlmamynd GV. Framkvæmd þungatakmarkana á þjóðvegum: Húnvetningar telja þær tilvilj anakenndar GV — Þungatakmörkunum á vegum upp i Borgarnes hefur nú veriö aflétt og okkur finnst þaö undarlegt meö tilliti til þess, aö veikasti kaflinn á leiðinni frá Reykjavik til Biönduóss er á Ilvalfjaröarströnd, sagöi Ole Aadnegard, bilstjóri Kaup- félags Húnvetninga, íviötali viö Timann. Burðarþungi á vegum norður i Húnavatnssýslu hefur verið takmarkaður við 7 tonna öxul- þunga frá þvi um miðjan april, eða 11 tonna heildarþunga fyrir minni gerð flutningabila og 16 tonna heildarþunga fyrir stærri bilana. Fullur heildarþungi á sömu gerðum bila eru 15 tonn annars vegar og 23 tonn hins vegar. — ,,A milli 16 tonna og 23 tonna heildarþunga er ekkert millistig i þungatakmörkunum, en það þýðir, að i stað 12 tonna getum við nú aðeins flutt 4 tonn. Þarna þarf að vera millistig, annað er ekki réttmætt, sagði Ragnar Þórarinsson, bifreiöa- stjóri hjá KH. Flutningabilstjórar kaup- félagsins eru sammála um, að þungatakmarkanir á vegum séu nauðsynlegar sem fyrirbyggj- andi aðgerð, en sveigjanleika skorti i framkvæmd þeirra. 1 framkvæmd þungatakmarkana þarf að vera meiri hreyfanleiki eftir þvi, i hvernig ástandi veg- irnir eru og hvort þetta eru góð- ir vegir eða nýuppbyggðir, eins og vegir eru nú nær allir orðnir hér norðan heiða, sagði Ole. Flutningurinn verður minni, en það verður þungaskatturinn ekki. Við bárum þetta undir Arna Jóhannsson kaupfélags- stjóra og sagði hann, að við nú- verandiaðstæður þurfi að borga tvöfaldan- þungaskatt af hverri flutningseiningu miðað við full-' an þunga. Viðhald 50% af þörf — Þaðersannastsagna, að fé það, sem ætlað er til viðhalds á vegunum, er ekki nema sem svarar hálfri þörfinni, sagði Þormóður Pétursson, vega- verkstjóri á Blönduósi, þegar viðræddum við hann. Vitaskuld hlýtur þess viða að sjá stað. Um þungatakmarkánirnar nú er það að segja, aö ég er ráðgef- andi um þær, en aðeins hér innan Austur-Húnavatnssýslu. Kaupfélag Borgfirðinga: Hagur bænda batnaði á síðasta ári ' — gagnvart félaginu HEI — A aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga sem haldinn var dagana 2. til 3. mai kom fram að afkoman árið 1977 var frekar góð. Heildarvelta félagsins var rúmir 5 milljarðar og tekjuafgangur 11.6 millj. aö frádregnum af- skriftum að upphæð 77 millj. Að sögn Olafs Sverrissonar kaupfélagsstjóra verður tekjuaf- gangnum variðá þann hátt að um 10.7 millj. verða greiddar til félagsmanna / helmingurinn i stofnsjóð en hinn greiddur út.600 þús. er ráðstafað til Menningar- sjóðs Kaupfélagsins og 324 þús. til Byggðasafnsins. Mjólkursamlagið tók á móti 10,5 milljónum litra og var það 5,1% aukning frá fyrra ári. Fyrir mjólkurlitrann voru greiddar 84.31 kr., sem er nokkru yfir grundvallarverð og var þar með hluta bætt það sem á vantaði árið áður. Sláturhúsið tók á móti 77 þús. fjár sem var 2 þús. færra en ári áður. A heildina litið sagði Ólafur að hagur bænda gagnvart Kaup- félaginu hefði batnað á siðasta ári og mætti efalaust fyrst og fremst þakka það góðu árferði. Helztu framkvæmdir i fyrra og i ár er nýtt mjólkursamlag og standa vonir til að hægt verði að taka það i notkun —að hluta til — seint á árinu, þótt tæpast veröi framkvæmdum lokið fyrr en í fyrsta lagi 1980. Þá sagði Olafur að félagsmönn- um þyki stofnsjóður félagsins verða að litlu á verðbólgutimum og hafi þvi á fundinum verið sam- þykkt ályktun um að athuga möguleika á verðtryggingu sjóðs- ins. Aðalfundinn sátu 76 fulltrúar frá hinum 18 deildum Kaup- félagsins. Rannsókn á eldsvoðanum í Breka að ljúka Ekkert skýrt frá niðnr- stöðum að svo stöddu ESE — Lögreglurannsókn vegna brunans á Breka VE 61 i Slipp- stöðinni á Akureyri er nú nær þvi lokið. Að sögn Asgeirs Þ. Asgeirs- sonar fulltrúa bæjarfógetans á Akureyri sem stjórnar rannsókn- inni þá er þetta allt að koma saman en þó sagði hann að væru nokkur atriði sem þörfnuðust frekari athugunar við. T.d. væri skýrsla skoðunarmanna ekki komin en talið var að i skýrslunni væru upplýsingar sem m.a. gætu varpað ljósi á þau atriði sem ekki voru full könnuð. Asgeir sagði að i sjálfu sér væri orðið nokkuð ljóst um eldsupptök,en sökum þess að nokkur atriði vantaöi i myndina þá taldi hann ekki rétt aö skýra frá niðurstöðum rannsóknarinnar að svo stöddu. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um á hvern hátt eldurinn breiddist út á svo skömmum tima sem raun bar vitni og hefur verið nefrit i þvi sambandi að ein- angrun hafi ekki verið sem skyldi. Þetta atriði var borið undir Asgeir i gær og sagði hann aöeins að skipið hefði verið einangrað með glerull og hefði öllum öryggisreglum i þvi sam- bandi veriö fylgt. Annars sagöi Asgeir P. Asgeirsson að öll kurl yrðutrúlega komin til grafar eftir helgi og þá yrði tekin afstaöa til þess hvaö yrði gert i ljósi þeirra upplýsinga sem þá lægju fyrir. Timinnhafðii gær samband viö Þorstein Sigurðsson fram- kvæmdastjóra Fiskimjölsverk- smiðjunnar i Vestmannaeyjum en verksmiðjan er eins og kunn- ugt er eigandi Breka og var hann spurður aö þvi hvort eitthvað hefði veriö ákveðið um hvort gert yrði við togarann. Þorsteinn sagði aö allt væri óráðið enn hvað gert yrði i þeim málum en málið væri i athugun. Matsmenn tryggingafélagsins hefðu enn ekki skilað áliti en ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en álit þeirra lægi fyrir. Ekki vissi Þorsteinn hvað tjóniö á Breka væri mikið en þó væri ljóst að það skipti hundruöum milljóna króna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.