Tíminn - 06.05.1978, Síða 8
SilISAlÍ
Laugardagur 6. mal 1978
Hermann Haraldsson.
Sjóður
til
styrktar
löm-
uðum og
fötluðum
börnum
„Frá Styrktarfélagi lamaöra og
fatlaðra:
Nýlega var stofnaður sjóður til
styrktar lömuðum og fötluðum
börnum. Er sjóðurinn til minn-
ingarum Hermann Haraldsson frá
Heiöaseli i S.-Þingeyjarsýslu, en
hann andaðist 15. nóvember 1977.
Ber sjóðurinn nafn hans. Stofn-
endur eru systkini hins látna en
þau.eru: Sigurður Haraldsson,
Sigrún Haraldsdóttir, Ingi Har-
aldsson, Dagur Haraldsson og
Valgerður Haraldsdóttir. Stofnfé
er rúmlega 2 milljónir króna.
Sjóðurinn er i vörzlu Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra, en
hefur sérstaka stjórn.
Forseti Islands hefur þann 19.
april 1978 staðfest skipulags-
skrána.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra fagnar þessari sjóðsstofnun
og þakkar þann hlýhug sem
þarna kemur fram til styrktar
málefnum félagsins”.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra.
Vona að kaupfélagið
haldi áfram að eflast
— segir Guðröður Jónsson, sem nú i vor lét af starfi
kaupfélagsstjóra eftir að hafa gegnt þvi starfi i 40 ár
Guðröður Jónsson hefur starf-
að hjá Kaupfélaginu Fram á
Norðfiröi i 46 ár. Þar af hefur
hann veriö kaupfélagsstjóri i 40
ár. Nú i vor lét hann af þvi
starfi, en við kaupfélagsstjóra-
stöðúnni tók Gisli Haraldsson.
Þegar Guðröður hóf störf sem
kaupfélagsstjóri var salan i
kaupfélaginu aðeins 62 þúsund
kr. á ári. A fyrsta ári jókst salan
um 50% og siðan hefur salan
aukizt ár frá ári. Fyrsta árið
vann aðeins ein stúlka i kaup-
félaginu með Guðröði, en nú er
starfsfólk 30-40 manns hjá
félaginu. Auk verzlunar rekur
félagiö bakari, frystihús fyrir
kjöt og aðra matvöru, skipaaf-
greiðslu og er með umboð fyrir
Samvinnutryggingar og Oliu-
félagið h.f.
Nýltga spurði blaðamaður
Guðröð hvað honum væri efst i
huga nú þegar hann léti af störf-
um. Hann kvaðst vonast til að
Norðfirðingar héldu áfram að
efla sitt kaupfélag, eins og þeir
hefðu gert hingað til. Eignir
kaupfélagsins væru orðnar
miklar og aðstaða tíl verzlunar-
reksturs væri mjög góð. Oll skíl-
yrði hefði félagið þvi til þess að
blómstra áfram.
A siðasta ári var vörusala um
55 millj. kr. i verzlunum félags-
ins og þvi til viðbótar var all-
mikil umsetning i sambandi við
slátrun sauðfjár. Nýleg við-
bygging er við sláturhús kaup-
félagsins og þar voru lagðir inn
4400 dilkar sl. haust. Þá lögðu
bændur i' Norðfirði um 700 þús-
und litra af mjólk.
geröarmanna um fisk og vinnu-
afl. Slik samkeppni hefði
skemmt fyrir báðum aðilum.
Betra væri þvi að einn aðili sæi
um fiskverkunina, fyrst það var
svo heppilegt að útgerðarmenn
gátu myndað sterkt samvinnu-
félag. A sama hátt væri það
mjög heppilegt að annað sam-
vinnufélag sæi um meginhluta
verzlunarinnar. Kvaðst Guðröð-
ur vona að þessi skipan héldist
áfram.
Nú þegar Guðröður lætur af
starfi sem kaupfélagsstjóri ætl-
ar hann að flytjast inn i sveit og
búa i húsi, sem hann á á jörð-
inni Miðbæ. Þar fæddist Guð-
rööur og þar hyggst hann eyða
ævikvöldinu.
MÓ
Guðröður sagði, að land-
búnaðurinn i Norðfirði væri
mikill styrkur fyrir kaupfélagið
pg alla byggð á Neskaupstað. A
samaháttværi það mikillstyrk-
ur fyrir sveitina að bærinn væri
öflugur.
Um tfma rak kaupfélagiö
frystihús og var með fiskverk-
un. Siðan var ákveðið að h-.itta
þvi. Guðröður sagði, að ákveðið
hefði verið að hætta þessari
starfsemi til þess að vera ekki
að keppa við samvinnufélag út-
Hluti af húsum Kaupfélagsins Fram á Neskaupstaö. Tlmamyndir
MÓ.
HvaðerLandssambandið gegn áfengisbölinu?
Landssambandið gegn áfengis-
bölinu var stofnað i október 1955.
Aðildarfélög þess eru 30 talsins,
allt frá hreinum bindindisfélög-
um að fjöldasamtökum eins og
Kvenfélagasambandi Islands,
Slysavarnarfélagi Islands og Al-
þýðusambandi íslands. Stjórn
þessa landssambands boðaði
fréttamenn til fundar við sig 27.
april til að minna á tílveru sina.
Tilgangur sambandsins
Um tilgang sambandsins segir
svo i 2. grein i lögum þess:
„Tilgangur landssambandsins
er að stuðla að bindindisstarf-
semi, vinna gegn neyzlu áfengra
drykkja og leitast við að skapa al-
menningsálit, sem hagstætt er
bindindi og reglusemi.
Landssambandið starfar i sam-
vinnu við Afengisvarnarráð.
Landssambandið vill ná til-
gangi sinum með þvi:
a) að fá allar deildir sinar til þess
að vinna að bindindi og reglu-
semi inn á við og út á við á
hvern hátt, sem hentast þykir
hverju sinni og á hverjum stað.
b) að vinna að þvi, að bindindis-
samir hæfileikamenn veljist til
opinberra trúnaðarstarfa i
þjóðfélaginu.
c) að vinna að þvi, að sett verði
löggjöf, er miðar að þvi að
draga sem mest má verða úr
innflutningi, sölu og veitingum
áfengra drykkja, og varðveita
ákvörðunarrétt kjósenda um
sölu og veitingar áfengis.
d) að vinna af alefli gegn tilbún-
ingi áfengra drykkja i landinu.
e) að fá samkvæmisháttum og
skemmtanalifi breytt, svo að
það verði hvarvetna með
menningarsniði”.
Nokkuð kann það að vera mis-
jafnt hversu fast aðildarfélögin
fylgja þessari stefnuskrá sjálf, þó
að hún sé vitanlega á engan hátt
bindandi fyrir einstaka félags-
menn þeirra. Félög, sem þarna
eiga aðild, sýnast ekki geta staðið
fyrir áfengisveitingum sjálf.
Árlegur fundur
Landssambandið heldur reglu-
legt þing annað hvert ár með
tveim fulltrúum frá hverri deild.
Þar er kosið fulltrúaráð til
tveggja ára og eiga fulltrúaráös-
menn setu á þinginu svo að þar
eiga þvi að vera þrir menn frá
hverri deild. Arið sem verður
milli jiinga er haldinn fundur i
fulltruaráðinu. Og auðvitað geta
fundir verið fleiri og jafnvel
uukaþing ef ástæða þykir til.
Núverandi formaður lands-
sambandins er Páll V. Daniels-
son. Með honum eru i stjórninni
Eirikur Stefánsson, Guðsteinn
Þengilsson, Garðar Óskar Pét-
ursson, Hanna Kolbrún Jónasótt-
ir, Jóhanna Steindórsdóttir og
Ólafur Haukur Arnason.
auðvitað hvergi gert nema á und-
an færi fræðsla og áróður fyrir
bindindissemi. I öðru lagi bentu
þeir á aðsúfrjálshyggja sem viða
einkenndi sjötta tug aldarinnar
væri nú hvarvetna á undanhaldi.
Þá þótti viða ráðlegt að hafa
frjálslega sölu áfengis og einkum
að auðvelda fólki aðgang að létt-
ara áfengi svo sem öli.Bæði Sviar
og Finnar reyndu þetta. Sú til-
raun stendur enn yfir i Finnlandi
og hefur gefizt hörmulega. Sviar
hafa hinsvegar tekið aðra stefnu.
Stefna i áfengismálum Meira vitað en áður
Landssambandið stendur þann-
ig fyrir árlegri samkomu um á-
fengismál. Þar ættu að koma
fram hugmyndir manna um við-
horf og stefnu i áfengismálum.
Þegar áiyktanir og samþykktir
þessara funda eru athugaðar
kemur i ljós að þær eru mjög i ætt
við það sem bindindismenn
álykta. Þar er gjarnan mælt með
hömlum og aðhaldi.
Þegar stjórnarmenn voru inntir
eftir þvi hvort sambandið tryði á
boð og bönn var þvi svarað til.að
-yfirleitt væri alltaf og alls staðar
beitthömlum og lögbönnum þeg-
ar eitthvað væri reynt til að vinna
gegn drykkjuskap, þó að það væri
A síðustu áratugum hafa verið
gerðar miklar athuganir ijifeng-
ismálum. Fræðsla um þær rann-
sóknir og niðurstöðurþeirra mætti
verameiriog ná betur tilalmenn-
ings en er hér á landi. í Noregi,
Sviþjóð, Finnlandi og Kanada
hafa slik rannsóknarstörf verið
unnin. Alþjóðleg samtök hafa
fyllilega gert sér grein fyrir þvi
að áfengi á heima i flokki þeirra
vimugjafa sem mest hætta stafar
frá. Bæði Heilbrigðisstofnun
Sameinuðu þjóðanna og Evrópu-
ráðiðhafa gert ályktanir þar sem
bent er á það ægilega böl sem af
drykkjuskap stafar og þing og
þjóðir hvött til að vinna gegn þvi
fári.
Stjórnarmenn sambandsins
virtust lita svo á að almenn
fræðsla um högun og atferli þess-
ara meinsemda mætti vera við-
tækari. Fjölmiðlar okkar mættu
lika gefa meiri gaum starfi is-
lenzkra lækna á þvi sviði.
Eina leiðin
Stjórnarmennsambandsins eru
greinilega þeirrar skoðunar að
„eina leiðin til þess að verulegur
árangur náist i baráttunni við á-
fengisbölið er aukin bindindis-
semi” eins og segir i ályktun sið-
asta fulltrúafundar þess.
Eins og réttingaverk
stæði
-Verulegur áhugi virðist vera á
ýmiss konar hjálparstöðvum
fyrir þá sem lækninga þurfa
vegna drykkjusýki. Guðsteinn
Þengilsson sagði að vist væri það
nauðsynlegt og allra góðra gjalda
vert. En það er engan veginn nóg.
Við viljum ekki láta slysin verða.
Viðhöfum slysavarðstofu og rétt-
ingaverkstæði til að reyna að
bæta og laga það sem misferst i
umferðinni Það eru ómissandi
stofnanir. Ensamterum við allt-
af að reyna að koma i veg fyrir
umferðarslysin. Við nefnum þá
umferðarmenningu.
En hvað gerum við til að koma i
veg fyrir drykkjusýkina?