Tíminn - 06.05.1978, Side 9
Laugardagur 6. mal 1978
9
QMhh
á víðavangi
Samræmt
fornt
Nú síöustu daga þingstarfa
fyrir lok kjörtimabils eru að
vonura miklar annir hjá þing-
mönnum. Fjöldi máia, sem
búið var að ræða en ekki höfðu
hlotið endanlega og formlega
afgreiðslu, hefur hlotið hana
nú slðustu dagana, og má
segja að fundað sé frá morgni
til kvölds og jafnvel fram á
nætur.
Það er ástæða til að benda á
það, að svo er ekki að skilja að
hrapað sé að málum siðustu
daga þingsins, heldur er
meira um það að frumvörp og
tillögur sem þegar hafa verið
rædd og könnuð komi nú til
endanlegrar afgreiðsiu. Þetta
á t.d. vel við um frumvörpin
urn eignarskatt og tekjuskatt.
Enda þótt mönnum sýnist sitt
hverjum—um efni þeirra og
einstök ákvæði, hafa þessi
frumvörp áðurhlotið mikla og
vandaða vinnslu á þingi og
meðal embættismanna rikis-
ins og nefnda Alþingis.
Svo sem vonlegt er fyllast
sumir þingmenn miklum guð-
móði siðustu dagana. Sumir
telja sér tæplega afturkvæmt,
aðrir varla og sumir vilja láta
sin rækilega getið svona að '
siðustu.
i hópi þeirra sem uppfyllzt
hafa nú að siðustu eru þeir
Sverrir Hermannsson og Gylfi
Þ. Gislason. Hugsjónamál
þeirra, núer setu þingsins lýk-
ur, er að færa bókstafinn zetu
inn I ritmál landsmanna með
lagaboði. Núhafa þeir vinirnir
upphafizt með ærslum um það
að hjartansmál þeirra verði
tekið til afgreiöslu, jafnvel
þótt fjöldi þjóðþrifamála biði
og næturfundi þurfti til að
kosta.
Sá sem þessi orð skrifar er
ekki fjandniaður gamalgró-
innar réttritunar islenzks
máls, nema siður sé. Honum
er þó ekki um frani allt eftir-
sjá að einum bókstaf. Og það
verður að segjast eins og það
er, að ekki verður það talið
framfaramál að fara að lög-
bjóða fólki hvernig rita skuli
það móðurmál sem við öll höf-
uin sama rétt á að stafsetja,
og höfum meira að segja rétt á
að stafsetja svo að óskiljan-
legt sé ef sá gállinn hleypur i
okkur!
Einkennileg er reyndar sú
árátta að halda móðurmálinu
betur borgið i lagaviðjum en
án þeirra, — og þegar öllu er á
botninn hvolft að halda að rit-
háttur einn sé það sem úrslit-
um ræður um framtíð móður-
máls og þjóðernis.
Fyrir allnokkru kvað Steinn
heitinn Steinarr kvæði um
þörfina á þvi, að mönnum yrði
með lögum boðið að iðka
„samræmt göngulag fornt”,
og má leggja að jöfnu á sinn
hátt við þá viðhöfn sem hvarfi
zetunnar úr opinberri réttrit-
un er helguð.
Þegar þessi orð eru rituð er
ekki enn vitað hvort hið háa
Alþingi telur tima sinum bezt
varið til umræðna um zetuna á
slðasta kvöldi fyrir þingslit.
En væri úr vegi, hvort sem af
þessari umræðu verður eða
ekki, að rætt yrði frekar um
það h vort mögulegt sé að ætla
Sverri Hermannssyni & Co hf.
með lögboði nokkra skynsemi
i hugsun og málflutnmgi, fyrst
öðrum skal lögbjóða að skrifa
eins og þéir vilja? js
w.
k:'
■<É
n: t
>.L.
", t V
W*
v<$
,i>t.
c-tr'i
v»r-
Vinnuskóli
Reykjavíkur
%}
Wð
If
Vinnuskóli Reykjavikur tekur til starfa
um mánaðamótin mai-júni n.k.
í skólann verða teknir unglingar fæddir
1963 og 1964 og/eða voru nemendur i 7. eða
8. bekk grunnskóla Reykjavikur skólaárið
1977-1978.
Umsóknareyðublöð fást i Ráðningarstofu
« Reykjavikurborgar, Borgartúni 1, og skal
umsóknum skilað þangað eigi siðar en 19.
mai n.k.
Nemendum, sem siðar sækja um, er ekki
fr. hægt að tryggja skólavist.
f Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar.
i
I
w
í\*Y-
\ r*i
>'*>
► jí,-
ÍVVI
Ú
■
XVv>5
jfe
M
'V
y~’
VM
I
C-
Hvítasunnu-
kappreiðar
verða haldnar eins og venjulega 2. hvita-
sunnudag.
Keppnisgreinar eru sem hér segir:
2S0 m. skeið.
Stökk, 250m. 350m og 800m.
800nt. brokk.
Gæðingakeppni á a og b flokki.
Lokaskráning fer fram mánudaginn 8.
mai, á skrifstofu félagsins, frá kl. 13-18,
simi 3-01-78.
ATH. gæðingar verða dæmdir laugardag-
inn 13. mai kl. 14-17.
Hestamannafélagið Fókur
Firmakeppni
Fáks i dag
Selfossi — Hestaiþróttin er mjög
vinsæl hér á Selfossi og hafa verið
i byggingu mörg hesthús á þvi
svæði sem úthlutað var af hrepps-
nefndinni á sinum tima.
Þann 6. mai kl. 14.00 verður
firmakeppni,sú fjölmennasta sem
haldin hefur verið hér eða um 80-
90 firmu héðan úr byggðarlaginu
og viðar.
Keppnin fer fram á nýjum 300
m hringvelli en hann hefur verið i
byggingu fram á þennan dag.
1 sumar verður á þessum velli
Islandsmót i hestaíþróttum á
sama tima og Landbúnaðarsýn-
ingin eða 19. og 20. ágúst. Firma-
keppni Sleipnis verður þannig
háttað i ár,að knapar mæta til
þátttöku kl. 13.00 við Félagshest-
húsið við Engjaveg, og siðan
verður riðið um götur bæjarins og
útá hringvöllinn. Verðlaun verða
vegleg að vanda. Efsti hestur fær
farandbikar svo og firmað sem
hann keppir fyrir. Einnig fær
hann verðlaunapening. Hestar
númer tvö og þrjú fá verðlauna-
pening. Unglingakeppni er haldin
i tengslum við firmakeppnina en
þá keppa unglingar 15 ára og
yngri. Þeir eru einnig heiðraðir
með verðlaunapeningum. Þá hef-
ur það verið ákveðið að tiu efstu
firmun fá áritað skjal með mynd
af hestinum sem keppti fyrir það.
Það þarf ekki að draga það i efa
að þarna verður um skemmtilega
keppni að ræða á nýbyrjuðu
sumri þar sem ungir og aldnir
bregða á leik til styrktar starf-
semi félagsins.
Sveit
15 ára drengur óskar
eftir að komast í sveit.
Upplýsingar í sima 7-13-
25, Reykjavík.
Kaupakona
óskast í sveit, ekki yngri
en 20 ára. Má hafa með
sér barn. Upplýsingar i
sima 7-48-62.
Lionsklúbburirm
Fjö/nir
I
ÍVIIMNINGAR drætti j
I
I
1) Nr. 23.911 26" Luxor litsjónvarpstæki. 1978
2) Nr. 11.739 20" Sharp litsjónvarpstæki.
3) Nr. 18.249 20" Sharp litsjónvarpstæki.
4) Nr. 10.809 20" Sharp litsjónvarpstæki.
15) Nr. 14.074 Sólarlandaferð með Sunnu á kr. 150.0001
6) Nr. 12.578 Sólarlandaferð með Sunnu á kr. 150.0001
17) Nr. 926 Sólarlandaferð með Sunnu á kr. 100.0001
8) Nr. 20.068 Sólarlandaf erð með Sunnu á kr. 100.0001
■ 9) Nr. 18.208 Sharp ferðaútvarpstæki.
110) Nr. 9.303 Sharp ferðaútvarpstæki.
____)
Tilkynning til símnotenda
SÍMASKRÁIN 1978
Athygli skal vakin á því að símaskráin
1978 gengur i gildi frá og með sunnudegin-
um 7. mai n.k.
Ennfremur er athygli simnotenda vakin á fjölmörgun
númerabreytingum á Reykjavikursvæðinu og hinum sér-
stöku númerabreytingum á Akureyri, sem framkvæmdar
verða þar mánudaginn 8. mai n.k.
Aríðandi er þvl að simnotendur noti nýju simaskrána
strax og hún gengur I gildi, enda er slmaskráin frá 1977
þar með úr gildi fallin.
Póst- og simamálastofnunin.
Borgartún 29
Hjólbarðaskiptingar,
hjólbarðasala.
Flestar stærðir af Atlas og
Yokohama hjólbörðum
á góðu verði.
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SÍMAR 16740 OG 38900
Þjónusta
fyrir landsbyggðina
Sendið okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér
þurfið að láta gera við, ásamt smálýsingu á
því sem gera þarf, heimilisfangi og síma-
númeri. Að af lokinni viðgerð, sem verður inn-
an 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur við-
gerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verð-
lagðar eftir viðgerðaskrá Félags ísl. gull-
smiða.
Stækkum og minnkum hringi (sendum mál-
spjöld), gerum viö armbönd, nælur, hálsmen,
þræðum periufestar.
Gyllum. Hreinsum.
Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skart-
gripa.
Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið
upplýsinga.
GULL HÖLLIN
Laugavegi 26 — Reykjavík
Simar (91) 1-50-07 & 1-77-42