Tíminn - 28.05.1978, Page 1
X B BORGIN OKKAR X B
Framsóknarflokkurinn gengur
til þessara borgarstjórnar-
kosninga meb fastmótaöa og vel
unna stefnuskrá i flestum þeim
málum sem fjallaö er um i
borgarstjórn. Þessa stefnuskrá
hefur hann kynnt borgarbúum I
vandaðri bók sem dreift hefur
verið undanfarna daga.
Þessi stefnuskrá er byggð á
þeirri málefnabaráttu sem
borgarfulltrúar flokksins hafa
mótað á siðustu árum, en jafn-
framt er tekið tillit til þess sem
framtiðin mun bera i skauti sinu.
Hún höfðar þvi til hins ókomna
þótt byggt sé á reynslu hins liðna.
Framsóknarflokkurinn setur
sér það mark i þessum kosning-
um að fá þrjá fulltrúa kosna i
borgarstjórn. Baráttusætið
skipar Eirikur Tómasson sem er
yngstur þeirra frambjóðenda er
möguleika hafa ti) þess að ná
kosningu. Með framboði hans vill
Al’VlIMJNA
ÖRYGGI
Framsóknarflokkurinn meðal
annars koma til móts við hina
mörgu ungu kjósendur sem
ganga nú að kjörborði i fyrsta
1 öðru sæti er ung^kelegg og vel
menntuð húsmóðir Gerður Stein-
þórsdóttir, sem tekiðhefur virkan
þátt i margs konar félagsstörfum
og meðal annars unnið mikið aö
borgarmálefnum Reykvikinga.'
I fyrsta sæti á listanum er
Kristján Benediktsson sem átt
hefur sæti i borgarstjórn i sextán
ár og er þar öllum hnútum vel
kunnugur.
Þessu fólki geta Reykvikingar
treyst. . Það mun starfa af áhuga
og dugnaðúhvort sem hlutskipti
þess verður að skipa meirihluta
eða minnihluta i borgarstjórn.
Afstaða þess mun mótast af
ábyrgðarkennd og þvi hvað borg-
inni og ibúum hennar er talið
fyrir beztu.
Framsóknarflokkurinn telur nú
sem fyrr að það sé iýðræðisleg
nauðsyn að eðlileg valdaskipti
geti átt sér stað i borgarstjórn
Reykjavikur eins og alls staðar
.annars staðar.þar sem kosningar
fara fram eftir leikreglum lýö-
ræðisins. Stjórn eins og sama
flokks i hálfa öld á sér vart for-
dæmi meöal lýðræðisþjóöa.
Reynslan hefur lika sýnt og
sannað hér á landi að alls staðar,
þar sem Sjálfstæöisflokkurinn
hefur ráðið og misst meirihlutann
hefur hafizt mikið framfaraskeið
i flestum greinum. Slikt myndi
einnig gerast i Reykjavik. Hér
myndi verða gróska og framfarir
en ekki glundroöi og stjórnleysi
eins og málgögn meirihlutans
klifa sifellt á. Slik hefur reynslan
orðiö i öðrum kaupstöðum lands-
ins.
Takmarkið er eins og áður
sagði að koma þremur fulltrúum i
borgarstjórn. Reykjavikurborg
þarfnastþess. En það þarf einnig
að sýna þeim andstæðingum
Framsóknarflokksins sem leitazt
hafa við aö leggja flokkinn i rúst
með rógi og álygum að slikar bar-
áttuaðferöir borga sig ekki heldur
efla samheldni Framsóknar-
flokksins og styrk.
Vinnum öll vel fyrir B-listann
fram á siðustu minútu kjördags-
ins er kjörstöðum veröur lokað.
Sunnudagur 28. maí 1978
110. tölublað—62. árgangur.
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 * Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 8639£