Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. mai 1978. 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurftsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siftimúla 15. Simi 86300. Kvöldsímar blaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 36387. Verft i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á ‘mánufti. ' Blaftaprenth.f. í dag er lag í dag riður á að enginn félagshyggjumaður sker- ist úr leik. 1 dag þarf hvert atkvæði að nýtast Framsóknarmönnum sem vinna að hag og heill sinna heimahaga. í dag fæst skorið úr um það hvert vigsgengi umbótaaflanna verður i sveitar- félögum landsins. Það er ekki óeðlilegt að kosningamar i Reykja- vik veki sérstaka athygli. Þar er enn tekizt á um það hvort stöðnuðu ihaldi á áfram að haldast uppi að ráðskast með hagsmunamál borgarbúanna og hlaða áfram upp hátimbruðu bákni á kostnað þeirra, eða hvort umbóta- og félagshyggjuöfl verða leidd til áhrifa og aðildar að stjórnun höfuð- borgarinnar. Nú skiptir öllu að menn hafi það hug- fast að miðað við siðustu kosningar veltur það á einu einasta atkvæði hvort Framsóknarmenn bæta við sig þriðja borgarfulltrúanum eða ekki. í dag er tekizt á um staðbundin verkefni og vandamál. En þrátt fyrir það er spurt um áhrif samvinnuhugsjónar, félagshyggju og framsóknar- anda um landið allt. Svarið i dag verður að vera jákvætt, djarflegt jáyrði umbótum og framförum i heimabyggðum fólksins hvar sem er i landinu. Ýmsir hafa reynt i kosningabaráttunni að gera sveitarstjórnarkosningarnar að undanrásum al- þingiskosninga. Slikt ber vitni misskilningi á hlut- verkum frjálsra sveitarfélaga. Hitt er aftur á móti mála sannast að þjóðfélagslegar hugsjónir eiga sér ekki siður eðlilegan vettvang i heimahögum en á vettvangi landsmála. I þessu ljósi verða allir Framsóknarmenn og umbótamenn að hafa það hugfast i dag að nú er lag til að sýna afturhaldsöflunum bæði til hægri og i hópi sósialista hver styrkur Framsóknarflokksins er og hver þungi er i framfarasókn þjóðarinnar. Nú er lag að veita maklega ráðningu þeim upp- lausnaröflum sem staðið hafa fyrir hraklegustu árásum og niði undanfarinna áratuga i islenzkri stjórnmálasögu. 1 dag leggja Framsóknarmenn áherzlu á megin- markmið sin. Þeir leggja áherzlu á hagsæld i heimahögum fólksins hvar sem er i landinu, i borg, við sjó og i sveit. Þeir berjast fyrir framsókn landsins alls og þjóðarinnar allrar. Kjörorð þeirra er ráðdeild og ábyrgð, félagshyggja og stöðug um- bótaviðleitni þjóðinni til heilla. Framsóknarstefnan á brýnt erindi við alla þjóð- ina, öll byggðarlög landsins. Ef það á að takast að hlúa að þvi bezta i islenzkum þjóðmálum og upp- ræta hið versta verður þunginn i athöfnum félags- hyggjumanna að vera nægilega mikill. Þótt verk- efnin séu ólik i sveitarfélögunum gengur þetta eins og rauður þráður um land allt i þessum kosning- um. Viða hafa Framsóknarmenn átt gott og giftu- drjúgt samstarf við aðra aðila um stjórn sveitarfé- laga. í dag er það aðalatriðið að Framsóknarmenn vilja drengilegt samstarf um málefni án tillits til flokkslitar. En það er ekki samstarfsaðilinn sem er aðal- atriði, heldur styrkur Framsóknarmanna svo að slikt samstarf geti orðið sannkölluð framsóknar- stjórn. 1 dag ganga Framsóknarmenn i glæstri fylkingu til kosninganna undir merkjum alhliða sóknar. JS ERLENT YFIRLIT í mörg hom aó líta Auknar viðsjár bæði inn á við og út á við Siftan um áramót hafa upp- þot verift daglegt brauft i mörgum helztu borgum trans, þegar höfuftborgin ein er und- anskilin. Vifta hefur herinn þurft aft skerast i leikinn, lögreglunni til aftstoftar. Enn virftist herinn hafa full yfir- ráð, ásamt lögreglu og leyni- lögreglu , en margir efa, aft þaft haldist, ef svo fer sem horft hefur um skeift. írans- keisari telur þó að völd hans séu ekki i neinni hættu og þvi hélt hann i opinbera heimsókn ’ til Búlgariu og Ungverjalands um miftjan þennan mánuft, aft nýloknum miklum óeirftumi ýmsum borgum, þar sem her- inn haffti orftift aft koma til sög- unnar. Meft þessu mun keis- arinn hafa viljaft sýna, að hann teldi sig öruggan í sessi. Margir fréttaskýrendur, sem hafa fylgzt meft framvindu mála i tran, telja keisaranum þó hollast aft álita sig ekki of traustan i sessi. Þaft hefur aft sjálfsögöu vak- iö nokkra athygli, aö óeiröirn- ar viröasthafa aukizt eftir þaö aö keisarinn hefur horfiö til frjálsari stjórnarhátta á ýms- um sviðum siöan Carter for- seti heimsótti hann um siðustu áramót. Carter mun hafa lagt áherzlu á þetta og talið þaö þátt i þeirri baráttu sinni aö fá samherja Bandarikjanna til að auka mannréttindi. Þess- um breytingum viröist hafa verið siður en svo vel tekiö i íran. Vinstrisinnar segja, aö þessar breytingar gangi alltof skammt og séu aöeins sýndar- mennska. Hægri menn segja, aö þær leiði til upplausnar og niðurrifs. Reza Pahlevi transkeisari. ÞAÐ ERU einkum tvö and-' stæö öfl, sem beita sér gegn keisaranum. Annars vegar eru afturhaldssamir trúar- leiötogar Múhameðstrúar- manna, en um 93% lands- manna eru Múhameðstrúar. Afturhaldssamir trúarleiðtog- ar, sem ekki aðeins halda fast i gamla siði, heldur vilja taka fortiðina til fyrirmyndar, hafa viðamikið fylgi i tran. Ahrifa- mestur þeirra er Ayatollah Khomeini, sem hefur veriö landflótta i' tran siöan 1963, og Ayatollah Shariatmadari (Ayatollah er eins konar biskupsnafn), sem hefur aö- setur I Qum, sem er talin helg borg Múhameöstrúarmanna i íran. Þessir trúarleiðtogar telja keisarann alltof frjáls- lyndan og beita þeir sér gegn flestu þvi, semhannhefur gert til að draga úr kreddum og hömlum og taka upp i staöinn siövenjur og reglur Vestur- landabúa. Hins vegar eru svo stúdentar, sem fer sifjölgandi og hallast flestir til vinstri, ásamt eldri menntamönnum, rithöfundum og listamönnum. Þeir telja keisarann hreinan einræöisherra, en kemur þó ekki saman um, hvort heldur beriað steypa honum alveg af stóli og koma á lýðveldi, eöa hvort horfiö skuli að þingræöi og valdalausum keisara. En þótt vinstri menn séu þannig ekki á sama máli og algert djúp sé milli skoöana þeirra og hinna afturhaldssömu trúarleiötoga, viröast þessir aöilar hafa sameinazt um þaö i seinni tiö aö brjóta vald keisarans á bak aftur meö ein- um eöa öörum hætti. Þess vegna hafa þeir oft samfylgd i Taraki, hinn nýi leifttogi I Afghanistan óeiröum. Fréttaskýrendur telja, aö þaö sé þessi samstaða ólikra þjóöfélagsafla, sem geti reynzt keisaranum hættuleg, og jafnvel oröið til að fella hann, en eftir þaö myndu þessi óliku öfl berjast til þrautar um völdin. EN ÞAÐ er fleira en þetta, sem veldur fylgismönnum keisarans áhyggjum. Stjórnan- skiptin, sem uröu i Pakistan á siöastl. ári, og stjórnarskiptin, sem nýlega uröu i Afghanist- an, gera það ekki siöur. Hinn nýi einræöisherra i Pakistan, Zia, er mikill afturhaldsmað- ur i trúmálum og virðist ætla aö hverfa meira og meira til fornra irúarsiöa. Þaö er ekki óliklegt, aö þetta geti oröiö vatn á myllu hinna afturhalds- sömu trúarleiötoga i íran. 1 Afghanistan hefur þetta snúizt á annan veg. Þar virðast rót- tæk vinstri öfl hafa brotizt til valda, þótt þau neiti því aö verakommúnistisk. Þaögetur átt eftir aö hafa örvandi áhrif á vinstri öflin i Iran og þau geta fengiö vaxandi aöstoö þaðan. Þótt sambúö Irans og Sovét- rikjanna hafi veriö sæmileg aö undanförnu, óttast stjórnend- ur Irans alltaf þennan volduga nábúa sinn og telja sér þvi öruggast aö hafa sterkar varnir. Vafalaust er þaö lika, aö Rússar fylgjast vel meö þvi, sem þar er aö gerast, og álita ser ekki óhagstætt, þótt heldur kólnaöi milli Irans og Bandarikjanna, m.a. vegna þess, aö iran ereitt oliuauöug- asta land heimsins. Af sömu ástæöum láta Bandarikja- menn sig miklu varða það, sem þar fer fram. Margt bendir til, aö þeir séu ekki áhyggjulausir vegna ástands- ins i Iran. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.